Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Page 19
Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÁRNESINGAKÓRINN, einsöngvarar og undirleikari á æfingu í Langholtskirkju. Tónleikar til styrktar fötluðum ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík stend- ur fyrir tónleikum í Langholtskirkju í dag kl. 17 og eru þeir til styrktar fötluðum. Fram koma, auk Árnesingakórsins undir stjórn Sigurðar Bragasonar, Karlakórinn Stefnir undir stjórn Lárusar Sveinssonar, Selkórinn undir stjórn Jóns Karls Einars- sonar, Samkór Kópavogs undir stjórn Dagrúnar Hjartardóttur, Kór Kvennaskól- ans í Reykjavík og Kór Fjölbrautaskólans við Ármúla og Borgarkórinn sem Sigvaldi Snær Kaldalóns stjórnar. Auk þess koma fram einsöngvararnir Ingibjörg Marteins- dóttir, Kristín Sædal Sigtryggsdóttir, Magnús Torfason, Árni Sighvatsson, St.ef- án Jónsson og Birgir Hólm Olafsson og undirleikararnir Bjarni Jónatansson, Jón Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson og Sig- urður Mart.einsson auk annarra Iista- manna. Frumflutt verður nýtt verk eftir Sigurð Bragason og munu allír kórarnir og einsöngvarar flytja verkið sameigin- lega, yfír 200 manns. Allir listamcnn og aðrir þeir sem að þessum tónleikum koma munu gefa vinnu sína og er aðgangur ókeypis. STOFNFUNDUR ÞJÓÐLAGAFÉLAGSINS Fimm daga þjóðlaga- hátíð á menningarári STOFNFUNDUR Þjóðlagafé- lagsins verður haldinn á morg- un, sunnudag, kl. 14 í húsakynn- um Félags íslenskra hljómlistar- manna, Rauðagerði 27 í Reykja- vík. Tilgangur félagsins er að vekja, efla og viðhalda áhuga á íslenska þjóðlaginu og þjóðleg- um tónlistararfi. Á stofnfundin- um verða m.a. kynnt drög að fé- lagslögum og þau borin undir at- kvæði. Auk þess er ætlunin að kynna fyrstu drög að stefnuskrá þar sem ft-am komi helstu verk- efni og áherslur í starfi félagsins hverju sinni. Jafnframt verður kosin stjórn félagsins og fjallað um framkvæmdastjórn þjóðlaga- daga. Á milli atriða á fundardagskrá verður sungið, kveðið og spilað. Áhugi á þjóðlögum, einkum íslenskum þjóðlögum og menningararfi þjóðarinnar á sviði tónlistar á liðnum öldum fer vaxandi. Sem dæmi um þetta má benda á þjóðlaga- daga sem haldnir voru á Akureyri á síðast- liðnu sumri að frumkvæði áhugafólks þar nyrðra. Á hátíðinni kom fram hugmynd um að halda áfram því starfi sem þá var hafið og efna til sams konar hátíðar sunnan heiða sumarið 2000. Til að vinna þeirri hugmynd brautargengi var myndaður óformlegur hóp- ur áhugafólks um þetta hugðar- efni. Forystumenn voni kjörnir Þórarinn Hjartarson fyi'ir norð- anmenn og Njáll Sigurðsson fyr- ir sunnanmenn. Skömmu eftir hátíðina á Akureyri var hugmyndinni um þjóðlagadaga komið á framfæri við stjórn Reykjavíkur - Menn- ingarborgar Evrópu árið 2000. Erindinu var vel tekið og nú er að því stefnt að þjóðlagadagar verði fimm daga hátíð sem liald- in verði í ágústmánuði sumarið 2000. Samkvæmt fyrstu drögum að dagskrá verður á hátíðinni fjallað um íslenskan tónlistararf, þ.e. rímnakveðskap, tvísöng, ís- lensk alþýðuhljóðfæri, þulur og barnagælur, dansa og danstónlist og loks um kirkjusöng. Alla hátíðisdagana verða fyrirlestrar fyrir hádegi, námskeið eftir hádegi og tónleikar á hverju kvöldi. Á hátíðinni á Akureyri í fyrra kom einnig fram sú hugmynd að stækka þann hóp sem hittist fyrir norðan, gera hann að formlegu félagi og stofna Þjóðlagafélagið, m.a. til að vinna að undirbúningi þjóðlagadaga árið 2000. Allir velunnarar íslenska þjóðlagsins eru velkomnir á stofnfundinn. í. Njáll Sigurðsson er einn af stofnendum Þjóðlagafélagsins. TONLIST Sfgildir diskar KOECHLIN Charles Koechlin: Knmmerverk fyrir ábó. Sónata fyrir sjö Op. 221; Tvær mónodíur f. óbó Op. 213; Le Repos du Tityrc f. ástaróbó Op. 216; Mónodia f. enskt horn Op. 216; Fjórtán stykki Op. 197 f. óbó & píanó. Lajos Lencsés, óbó/ástaróbó/enskt horn; Gaby Psa-van Riet, flauta; Parisii-strengjakvartettinn; Lucia Cer- icola, harpa; Lalle Randalu, píanó. CPO 999 614-2. Upptaka: DDD, Þýzkalandi 1992/1996/1997/1989/1996. Utgáfuár: 1999. Lengd: 58:17. Verð (12 tónar): 1.800 kr. CHARLES Koechlin (1867-1950) fæddist í Elsass, og þó að hann lærði hjá Gabriel Fauré, stóð hann nær þýzkri tónmennt en flestir aðrir franskir tónhöfundar, eins og m.a. kemur fram af því að hann samdi „Tónafórn" til J.S. Bachs, sem enn hefur ekki heyrzt, þrátt fyrir að Koechlin taldi það merkast verka sinna. Hann samdi mikils metin rit um kontrapunkt og varð einna fyrstur vestan Rínar (og jafnvel austan) til að virða Arnold Schönberg að verðleikum. Sjálfur var Koechlin virtur kennari og svo efnilegur í meðferð hljómsveitar þegar á námsárum sín- um, að Fauré treysti honum fyrir orkestrun Pelleasar og Melísöndu. Engu að síður hefur kennaraorðstír Koechlins skyggt nokkuð á tónsmíðar hans, sem munu eitthvað á þriðja hundrað. Hjá slíkum „gleymdum“ snillingum getur borið vel í veiði, eins og Lajos Lencsés, ung- verski 1. óbóleikari útvarpshljómsveitar Stuttgarts og einn af fremstu óbóistum álf- unnar um þessar mundir, komst að, þegar hann sótti börn Koechlins heim í París fyrir um tíu árum og fékk að gramsa í nótnasafni tónskáldsins. M.a. kom í ljós, að hinn fjölhæfi Koechlin (hann lagði líka stund á t.d. stærð- fræði, náttúruvísindi og býflugnarækt) hafði iðkað óbóleik á yngri árum, en líklega hætt vegna berkla, sem aftur urðu til að hann fór að styrkja heilsuna með því að stunda útiveru og ljósmyndun. Bar það ekki verri árangur en að hann náði 83 ára aldri, og skildi eftir fjölda eftirtektarverðra ljósmynda frá gönguferðum sínum um Norður-Afríku, Spán, Grikkland og Tyrkland. En innan um nótnastaflana komu í leitirnar aðskiljanleg verk fyrir óbó, með eða án samleikshljóðfæra og mörg þeirra óþekkt, eins og „Mónódíurnar" á þessum diski sem hér heyrast í fyrsta sinn. Þá voru verk með óvenjulega áhöfn eins og Sónötu-septettinn íyrir óbó, hörpu og strengjakvartett. Undir- leikslausu einleiksverkin þrjú eru stemmn- ingsríkar hugleiðslur í impressjónískt lituðum hjarðsælustíl (sbr. tilvísuna í Tityrus hjarð- svein úr Búnaðarbálki Virgils) og litlu örperlurnar fjórtán í lokin skarta útrúlega mikilli fjölbreytni. Charles Koechlin virðist hafa verið sérlund- aður og sjálfstæður í háttum; maður að skapi Bjarts í Sumarhúsum og nafna hans Ives fyrir vestan haf. Þannig hafnaði Koechlin öllum heiðursnafnbótum eins og orðuveitingu Heið- urslegíónunnar. Hann varð líka uppvís að því að semja tónlist og tileinka nokki-um stjömum kvikmyndatjaldsins, þ. á m. Chaplin. Sérkenni- legasta uppátækið í þá vem voru þó hvorki fleiri né færri en 93[!] tónverk sem hann samdi fyrir brezku kvikmyndaleikkonuna Lilian Hatvey, þ. á m. sönglagabálk (mikið til við eig- in texta), sem kvað vera hin forvitnilegasta tónlist, þó að tileinkunarþeginn virti þau ekki einu sinni viðlits. Væri vissulega gaman að geta gefið „L’Album de Lilian" nánaii gætur, ef viðeigandi umboðshafi hérlendis treystir sér einhvern tíma til að panta bálkinn hingað. Diskurinn sem hér um ræðir hefur að geyma afar áheyrilega tónlist. Þó að lengd hans hefði e.t.v. mátt vera meiri, er á annað borð spurning hversu lengi aðrir en séráhang- endur þessa fagra en ögn tilbreytingarlausa laglínuhljóðfæris, óbósins, myndu endast í viðbót, þó að spilamennska og hljóðupptaka séu í bezta lagi. En auðvitað stendur hverjum til boða að hlusta í smærri skömmtum. Það er einkennileg tilviljun en skemmtileg, að diskurinn vitnar á fyrstu og síðustu rák óvart í íslenzkar tónmenntir - síðast með fimmundaspili í píanói, en fyrst með stefi, sem er nauðalíkt upphafi þjóðlagsins „Stóðum tvö í túni“. B0RRESEN Hakon Borresen: Sinfónía nr. 1 í c Op. 3 (1901); Kvöldlokka f. horn, strengi og ketilbumbur (1944); Norræn þjóðlög f. strcngjasveit (1949). Xiao-Ming Han, born; Utvarpssinfóníuhljóm- sveitin í Saarbriicken u. stj. Oles Scbmidts. CPO 999 578-2. Upptaka: DDD, Saar, 1/1998. Lengd 74:04: Verð (12 tónar): 1.800 kr. ÞAÐ er ekki nema tæpt hálft ár síðan Ha- kon Borresen var hér síðast á dagskrá, og þætti sumum kannski fullmikið fyrir einn og sama norrænan smámeistara, sem vakti fyrst athygli undirritaðs, þegar fiðlukonsert hans hljómaði úr gufustöð danska ríkisútvarpsins fyrir rúmu ári. Það er svosem ekki af því 1. sinfónían frá 1901 höfði svo óskaplega mikið til undirritaðs. Hún er ágætlega samið en fremur sviplítið síðrómantískt verk hálfþrí- tugs nemanda Johans Svendsens, er hafði að sögn Pathétique-sinfóníu Tsjækovskíjs (!) að fyrirmynd. En frískleg Serenaðan fyrir horn, pákur og strengi frá 1944 fellur í kramið þegar við fyrstu heyrn, og Norrænu þjóðlagaútsetning- ar Borresens frá 1949 ættu að segja íslenzk- '•£ um hlustendum meira en lítið, því þar má heyra allslungna útfærslu af tveim íslenzkum þjóðlögum, þ.e. - auk hins færeyska Máninn hátt á himni skín - nánar til tekið ísland, far- sældar frón og Stóðum tvö í túni [...tók hlín um mik sínum / höndum, haukligt kvendi / hárfögr ok grét sáran...] sem yngri kynslóðir ættu að kannast við í útfærslu Þursaflokksins frá lokum 8. áratugar. Við fyrstu heyrn hvai'flaði að manni hvað landinn hefur af miklu misst að eignast ekki langmenntuð tónskáld og sinfóníuhljómsveit fyrr en hundrað árum eftir frændþjóðirnar í landsuðri. Þær náðu allar að skapa sér tón- ræna undirstöðu og ímynd á þjóðernisróman- tískum grunni, áður en þjóðernishyggja datt upp fyrir og lengi-a var haldið. Þess í stað varð það hlutskipti Islendinga að fljúga svo til * millilendingalaust úr rímnakvæðamennsku og tvísöng miðalda yfir í módernisma 20. aldar. Slíkt er ekki beint fallið til að auka ístöðu og sjálfstraust, en úr því sem komið er mætti kannski bæta ögn skeðan skaða með því að gefa loksins þjóðlögum okkar þann gaum sem þau hafa svo lengi átt skilinn. Hakon Borresen (1876-1954) mætti eflaust kalla íhaldssaman síðrómantíker. En þó með fyrirvara, því í seinni verkum hans má hér og þar finna enduróm af nýrri stefnum eins og nýklassík. Stíllinn er lagrænn og ferskur, og ritháttur hans er ávallt vandaður fram í fing- urgóma, enda var Friðriksbergverjinn Borresen vel virtur af samtíðai'kollegum sín- um (með bridsfélagann Carl Nielsen fremstan í flokki), og gegndi hann á efri árum for- mennsku í tónskáldafélagi síns heimalands. j* Það fylgir og sögu, að Borresen var mikill hvatningarmaður norrænnar samvinnu. I blaðaviðtali 1951 segir hann „íslenzku" lögin [telur þar greinilega með Máninn hátt á himni skín] fengin frá Jóhanni Svendsen, kennara sínum, er skráði þau í Færeyja- og Islandsför sinni 1867, og væru þau tileinkuð Alexandrínu ekkjudrottningu. Úi'vinnslan er furðu sin- fónísk í sniðum á ekki stærra tímabili, og byggir á frumbrotum laganna frekar en á lag- línunni í heild. Ole Schmidt er hér, eins og í 2. og 3. sinfón- íum Borresens er sagt var frá fyrir hálfu ári, vandvirkur og dýnamískur stjórnandi, og Sa- arbrúcken-útvarpssinfóníusveitin stendur * Frankfurt-sveitinni sem þá var lítt að baki í dæmigerðri góðri og tærri hljóðritun CPO. Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999 19 V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.