Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 8
TRUIN, EFINN OG HIÐ FRUM- SPEKILEGA HJÁLPARLEYSI EFTIR JÓHANN BJÖRNSSON Hvarvetna og án nokkurs fyrirvara getur hið fjarstæðu- kennda í lífinu mætt manni. Aföll og persónulegir erfiðleikar hafa alla tíð fylgt manninum og munu svo gera áfram hvað sem líður velmegun, tækni- þróun og vísindum. Maðurinn verður einfaldlega alltaf maður. Hluti af kvöl mannsins hefur verið nefnd frumspekilegt hjálparleysi. Ef til vill er það slíkt frumspekilegt hjálparleysi sem enski málarinn Francis Bacon túlkar í málverkinu frá 1966. I. Hvað getur efahyggjumaðurinn gert að efa sínum? í Önnu Kareninu, bók Leo Tolstois, segir m.a. frá þeim Ljóvin og Kittý sem ganga í hjónaband. Aður en að því gat orðið varð Ljó- vin að verða sér úti um skriftavottorð. Hann þurfti að ganga til prests, játa syndir sínar og fá fyrirgefningu. Fyrr gat hann ekki kvænst Kittý. En vandinn sem hér blasti við Ljóvin var sá að hann átti ekki hægt með að ganga til prests þar sem hann var trúlaus: „Hann gat ekki trúað, en þó gat hann ekki sagt af full- kominni sannfæringu að allt væri þetta blekk- ing.“ Hvað hafa menn að gera með að ganga til prests og játa syndir ef þeir efast í trúar- legum efnum eins og Ljóvin eða telja sig jafn- vel algjörlega trúlausa? Það sem teldist synd í huga hins trúaða væri ef til vill ekkert annað en ósköp sjálfsögð og eðlileg breytni hjá hin- um trúlausa. Eðli málsins samkvæmt hefur hinn trúlausi ekkert að gera með að játa eitt né neitt fyrir kirkjunnar þjónum svo fremi sem horft er á málið út frá sjónarhomi trúar- sannfæringar. Hitt er svo annað mál að menn ganga oft til kirkju og taka þátt í kirkjulegum athöfnum þó svo að þeir teljist til trúarlegra efahyggjumanna. Kirkjulegar hefðir eru það sterkar og ríkjandi að það þykir ekki tiltöku- mál að segjast vera efahyggjumaður í trúar- legum efnum en ganga síðan til prests og láta ferma sig, gifta, skíra böm og jarða. Það er því ekki trúarsannfæringin sem ávallt ræður þegar leitað er eftir þjónustu kirkjunnar manna. Þessu fékk Ljóvin að kynnast en samt var gerð sú krafa að hann játaðist trúnni af heilum hug ellegar fengi hann ekki skrifta- vottorðið sitt og gæti þar af leiðandi ekki kvænst Kittý. Ljóvin þurfti því að gera upp á milli tveggja afarkosta þ.e. hjónabandsins annars vegar og efahyggjunnar hins vegar. Hann kaus að velja hjónabandið og gekk til prestsins sem spurði: „Hverjar eru stærstu syndir yðar?“ Ljóvin svaraði: „Höfuðsynd mín er efinn. Ég efast um allt, og efinn hverfur mér aldrei úr hug... Stundum efast ég meira að segja um tilveru guðs.“ Hvernig stendur á þessum efa Ljóvins? Hvers vegna trúir hann ekk'i á tilvist Guðs og hið trúarlega orð rétt eins og presturinn sem spurði: „Hvernig getið þér efast um skapar- ann þegar þér horfíð á allt sköpunarverkið? - Hver ætti það að vera sem hefur skreytt hvelfingu himinsins ljósum hennar? Hver hef- ur hjúpað jörðina fegurð hennar? Er þetta hugsanlegt án skapara?" Spurningar prestsins era ekki svo einfaldar að þær feli sjálfkrafa í sér svar sem allir geta sæst á. Einhvem veginn varð heimurinn til með fegurð sinni og ljósum, um það verður ekki deilt. En hvaðan sú sköpun kemur, ef sköpun má þá kalla verður aldrei eða a.m.k. seint vitað með vissu. Þekkingarfræðin hefur ekki náð að komast að hinu sanna um hið trú- arlega orð og tilvist Guðs. En þarf ég að vita? Þarf ég þekkingu til þess að öðlast trúarsann- færingu? Ég þarf ekki að hafa sönnun fyrir því að Guð hafi talað til Abrahams í eyðimörk- inni og að Kristur hafa breytt vatni í vín til þess að geta trúað þessum frásögnum Biblí- unnar frekar en ég þarf sannanir til þess að trúa ævintýralegum lífsreynslusögum vina minna. Trúin felur ekki nauðsynlega í sér þekkingu eða óyggjandi vitneskju um ein- staka atburði, þó slíkt kunni vitaskuld að styrkja menn í trúnni. Ég tek undir með D.W. Hamlyn þar sem hann telur trú vera ákveðið hugarástand. Að trúa, frelsast, vera fullur af heilögum anda o.s.frv. er ákveðið hugarástand sem menn eru í. Þetta ástand felst í því að hafa eitthvað fyrir satt án þess að fýrir liggi haldbær sönnun. I daglegu lífi okkar komumst við ekki hjá því að læra og öðlast þekkingu á ýmsu í umhverfi okkar, en hvem- ig verðum við trúuð? Hvemig öðlumst við trú- arsannfæringu eða m.ö.o. hvemig getum við gengið út frá því að eitthvað sé satt án þess að geta fært fyrir því rök önnur en þau sem telj- ast myndu trúarleg? Ljóvin í sögu Tolstois ef- aðist. Honum tókst ekki að upplifa þetta hug- arástand sem trúin er. Sjálfur hef ég engin svör um það hvernig maður verður trúaður enda er líkt á komið með okkur Ljóvin. Við eram haldnir þessum „mannlega veikleika“ sem efinn er svo notuð séu orð prestsins í sögu Tolstois. Hvað getur þá efahyggjumaðurinn gert að efa sínum? Er það mögulegt þrátt fyrir trúarlegar efasemdir að ég geti risið úr rekkju að morgni og sagt sem svo: „Nú ætla ég að tráa á Guð almáttug- an skapara himins og jarðar." Get ég ákveðið það með sjálfum mér að komast í það hugará- stand sem tráin krefst? Svo einfalt er trúarlíf- ið ekki að mínu viti. Ég get ákveðið með sjálf- um mér að tileinka mér siði og venjur hins kristna manns, kristilegan kærleika og sið- gæði en hvort mér tekst að tráa er hins vegar allt annað mál. Það skal ekki vanmetið að efa- hyggjumaðurinn getur ekkert gert að efa sín- um. Menn verða ekki þvingaðir til trúar og öðlast ekki trá með viljastyrkinn einan að vopni. Hvað getur þá efahyggjumaðurinn gert í efa sínum og hvað ætti hann að gera? II. Hvað getur efahyggjumaðurinn gert í efa sínum? Ljóvin lét tilleiðast og gekk til prestsins til þess að játa syndir sínar þrátt fyrir vantrú. Því fór víðsfjarri að hann hafi gengið til prestsins af skyndilegri trúarsannfæringu. Þar réð mestu að mega ganga að eiga Kittý, konuna sem hann elskaði. Án skriftavottorðs hefði slíkt verið ómögulegt eins og áður segir. Hvað má kalla afstöðu Ljóvins? Hentistefnu, hræsni, fals, undanlát, afleiðingu blindrar ást- ar eða tillitssemi við Kittý? Það er ekki rangt að kalla breytni Ljóvins hentistefnu, hræsni eða fals þar sem hann greinilega gerir eitt- hvað sem stríðir gegn sannfæringu sinni til þess að mega ganga í hjónaband. Hann játast siðum kirkjunnar í þagu annarra markmiða heldur en markmiða tráarinnar. Ljóvin átti ekki annan kost ef hann ætlaði að kvænast. Hefðir og venjur kirkjunnar voru það sterkar að sá sem ekki tileinkaði sér þær var ekki með. Því var betra að látast, setja upp trá- arlegan svip, þó falskur væri og játast hinu ótrálega. Allt í þágu þess að fá að vera með. Afstaða Ljóvins er ekkert einsdæmi þar sem það er alþekkt að tráarlegar venjur og siðir eru viðhafðir án tráarsannfæringar og oft vegna annarra markmiða og veraldlegri. Ljó- vin gekk inn á hið tráarlega svið vegna hjóna- bandsins og sama má segja um fjölmörg ferm- ingarböm íslensku kirkjunnar sem standa upp með óöraggan helgisvip á vöram og segja: „Ég trái á Guð foður almáttugan skapara himins og jarðar...“ og bíða síðan í ofvæni eftir veislu- höldum og dýram gjöfum. Allt er þetta í þágu gamalla siða og af gömlum vana hjá þeim sem haldnir era tráarlegum efa eða óvissu. Verald- leg gæði, neyslumenning og að fylgja fjöldan- um kann þó einnig oft að hafa sitt að segja. Vegna sterkrar stöðu kirkjunnar í rás sög- unnar og áhrifa á menningarlíf almennt era kirkjulegir siðir oft viðhafðir af öðrum ástæð- um en tráarlegum. Efahyggjumenn og trú- leysingjar gera sér einnig alloft glaðan dag á dögum kirkjulegra hátíða. Sumir ganga svo langt að játast Guði í orði þar sem það á svo vel við stemmninguna en aðrir breyta svip há- tíðarinnar og finna jafnvel eitthvað annað til- efni til að gera sér glaðan dag. En hvað á efahyggjumaðurinn að gera í efa sínum? A hann yfirhöfuð eitthvað að gera? Skiptir það nokkru máli hvort við játumst kristindómnum eður ei? Hvers vegna er trú- arleiðtogum svo mikið í mun að boða fagnað- arerindið og fjölga í söfnuðum sínum? Eru hinir tráuðu í einhverju betri manneskjur heldur en efahyggjumennirnir þegar kemur að siðferðilegu innræti og hversdagslegri breytni? Það verða ekki færðar sönnur á að hinir kristnu séu í einhverju betri manneskj- ur, siðvitrari og dyggðugari heldur en efa- hyggjumenn og heiðingjar. Þó tráin boði kristilegt siðgæði og kærleika þá er ekki þar með sagt að bein tengsl séu á milli trúarsann- færingar og hins góða manns á sambærilegan hátt og það eru bein tengsl á milli sársauka og ákveðinnar hegðunar sem í kjölfarið íylgir. Þó ég trái sannarlega á Guð þá er ekki þar með sagt að breytni mín sé ávallt til fyrirmyndar. Ég get ekki séð að það skipti höfuðmáli hvort við eram kristin eða ekki þegar meta skal gæði daglegrar breytni. Boðun hins kristilega fagnaðarerindis er ekki sjálfkrafa trygging fyrir bættu siðgæði í samfélagi okkar frekar en kennsla í siðfræði á háskólastigi gerir nem- endur nauðsynlega siðvitra. En hvað með okkar persónulegu líðan og huggun í harmi? Líður þeim betur sem meðtekið hefur trúar- sannfæringuna? Trú og frumspekilegt hjólparleysi Hvarvetna og án nokkurs fyrirvara getur hið fjarstæðukennda í lífinu mætt manni. Áföll og persónulegir erfíðleikar hafa alla tíð fylgt manninum og munu svo gera áfram hvað sem líður velmegun, tækniþróun og vísindum. Maðurinn verður einfaldlega alltaf maður. Hluti af kvöl mannsins hefur verið nefnt framspekilegt hjálparleysi. William Desmond, prófessor í heimspeki, lýsir frumspekilegu hjálparleysi vel í einni af bókum sínum, en það heltók hann skyndilega þegar hann las frétt í dagblaði dag nokkurn. Fréttin var um gróft og miskunnarlaust ofbeldi föður á þriggja ára syni sínum nokkrum vikum fyrir jól. Barninu var mjög illa misþyrmt og það látið bíða dauðans í nokkurn tíma í lemstruð- um líkama sínum. „Það eina sem ég gat gert við lestur þessarar fréttar var að láta höfuð mitt falla fram á borðið," segir Desmond um viðbrögð sín við atburði þessum. Fjölmörg dæmi er hægt að nefna sem kalla fram viðbrögð sem þessi. Viðbrögð þar sem manni fallast hendur. Hvað getur maður gert? Maður getur leitað til fagaðila og fræðimanna svo sem sálfræðinga og félagsfræðinga sem leitast við að skýra og skilja ástæður þess sem gerst hefur. Og vissulega fær maður skýringar af einhverju tagi. Sá sem verknaðinn framdi kann að hafa átt einstaklega erfiða æsku þar sem harðræði var beitt, hann kann að eiga við alvarleg geðræn vandamál að stríða o.s.frv. At- burðurinn og hið illa sem hann sýnir okkm' verður eflaust skiljanlegi-i eftir greiningu fag- manna en framspekilegt hjálparleysi felst í því að þrátt fyrir faglegar skýringar þá hjálpa þær mér ekki til þess að líða betur og sættast við orðinn hlut. Skýringar fagmanna verða hér í raun óútskýranlegar og sú sátt sem reynt er að koma á verður í raun óviðunandi. Það eina sem sagt verður um þá atburði sem valda fram- spekilegu hjálparleysi er: „Þetta gerist." Það er ekki að undra að á örlagastundum sem þess- ari komi Guð og tráin til sögunnar sem leið til hjálpræðis. Maður er ráðþrota í harmi og hef- ur engan til þess að leita til sem eitthvað getur gert við þessu hjálparleysi. Hvar finnst hugg- un í þessu lífi? Sigmund Freud taldi að í hjálparleysi okkar og angist upplifðum við okkur á sambærilegan hátt og öryggislaust bam. Bamið þarfnast vemdar og öryggis og sama á við um hina full- orðnu. Hvar er hinn vemdandi faðir sem veitir öryggi í hörðum og miskunnarlausum heimi? Það er til þess að þola hjálparleysið og óörygg- ið að mati Freuds sem ýmsar hugmyndir hafa kviknað og þar á meðal hugmyndin um algóðan og vemdandi Guð. Tráin felur í sér von í hörð- um heimi, treysta verður á Guð og mátt hans. Hann mun taka við okkur að þessu lífí loknu og að lokum mun allt fara vel. Lömbin og ljónin leika sér saman og feðgar fallast í faðma. En samt skil ég þetta ekki, „efinn hverfur mér aldrei úr hug“, eins og Ljóvin sagði. Og hvað getur maður gert að því? Það er svo margt skrítið í lífinu. Höfundurinn er með MA-gróðu í heimspeki fró Kaþ- ólska hóskólanum í Leuven í Belgíu. Heimildir: Leo Tolstoi: „Anna Karenina“, þriðja bindi, þýðandi Karl ísfeld 1943 bls 5. Leo Tolstoi: „Anna Karenina“ bls. 6. Sama rit bls. 6-7. Sama rit bls. 7. D.W. Hamlyn: „The theory of knowledge“, Macmillan education 1970 bls. 82. William Desmond: „Beyond Hegel and Dialectics“ State university press, Albany 1992. Sama rit bls. hér vantar bls Sigmund Freud: „The future of illusion“, þýðandi James Strachey. W.W. Norton & Company Inc. 1961. Leo Tolstoi: „Anna Karenina“ bls. 7. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 13. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.