Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 7
Sýning Islenzka dansflokksins á „Flat space moving" eftir Rui Horta. ásýnd hlutanna með menningarlegri og tilfinn- ingalegri forsögu okkar. Með líkamstjáningu (fyrsta „viðvörunarkerfinu" fyiár tíma sam- skipta í orðum) getur leikhúsið verið öflugt tæki til að tjá efa um vanabundna skynjun okkar. I þessum heimi margvíslegs ótta erum við öll áhorfendur og leikarar í senn - það er enginn skilsmunur á frumlagi og andlagi, eng- in fjarlægð milli einstaklinga. Annað hvort öðl- umst við sáluhjálp eða við sökkvum fallega saman. * * * Mynd líkamans í huga okkar er mótuð af staðlaðri ímynd sem markaðssetning og fjöl- miðlun hafa skapað; líkami sem er kyrrstæð- ur, íhaldssamur og til skemmtunar; líkami sem er „fallegur" og ungur (ef ekki, hyljið hann þá); líkami sem er kynferðislega hlaðinn en þó hefur munúð hans skroppið saman í ytra form kynferðis; líkami með form sem er aðal- atriði en starfsemi sem er bara aukaatriði. Það er mikils vert að hugleiða hvers konar líkama við sýnum á sviðinu. Dans snýst um líkamann á hreyfingu; líkami sem hreyfist er framsækinn og ókyrr; það er ekki hægt að grípa hann og stjórna honum, og því raskar hann ró okkar. Hann vekur spurningar og sum samfélög sjá hann sem vandamál og hafa ama af honum. Hin miklu vandamál samtím- ans koma okkur úr jafnvægi og við ættum að mæta þeim með ókóðaðri, skapandi hreyfingu. Hvernig get ég talað um alnæmi um leið og ég geri arabesku eða développé? Hvernig get ég talað um samskiptaleysi, einsemd, skort á umburðarlyndi - og boðið upp á endalausar staðlaðar ímyndir, hefðbundnar, tæknilegar hreyfingar, og sjónrænt skemmtilega fagur- fræði? Ég sé ekki betur en við segjum eitt með huga okkar en líkaminn haldi því gagn- stæða fram. Með auðskiljanlegri hreyfingu lýsum við kyrrstæðum líkama, það er aftur- haldssöm sögn hversu framsækin sem við kynnum að vilja vera. Það er erfitt verkefni að skapa hreyfingu sem hefur lífræn tengsl við heildarhugmyndir okkar, en er þó nægilega óhlutbundin til að virkja hugarflug áhorfenda. Getuleysi mitt til að fást við hið skapandi ástand veldur mér iðulega vonbrigðum og í daglegum störfum mínum er sem ég rekist á mikinn „vegg“. Þá þykir mér gagnlegt að hug- leiða að ég er ekki einn; við erum öll braut- ryðjendur í listgrein sem, í samanburði við aðrar greinar, er enn að stíga fyrstu skrefin nú ríkir.“ Áhrif átjándu aldarinnar eru því margvísleg: „I rauninni er 18. öldin miklu meira en tiltekið tímabil í mannkynssögunni, eða viðmið í tímanum: hún er öllu fremur ákveðin tegund af skynjun, smekk, tilfinn- ingu.“ Vegna þessa segir Scarpetta að hún sé merkingarlaus nema fólk upplifi hana í nú- tímanum: „Ekki sem draumkenndan söknuð, eftirsjá eftir horfinni gullöld eða blekkingu um að hægt sé að endurskapa þennan tíma; miklu heldur sem síbreytilega fyrirmynd dýj-mætrar tengingar milli hugsunarinnar eins og hún gerist frjálsust (eins laus við kennisetningar, rétttrúnað, þyngsli og kostur er) og smekksins eins og hann gerist frjálsastur." I þessu nýjasta hefti TMM er einnig að finna grein Davíðs Loga Sigurðssonar um írska skáldjöfurinn W.B. Yeats. Davíð Logi skoðar Yeats sem eins konar írskan Einar Ben., að ævisaga hans sé álíka góður aldar- spegill eins og ævi skáldjöfursins íslenska en greinin er rituð í tilefni af mikilli Yeats- bylgju á Irlandi en þar komu meðal annars út þrjár ævisögur um skáldið árið 1997 og svo fyrsta bindi svokallaðrar „opinberrar" ævi- sögu hans. I niðurlagi greinarinnar segir Davíð Logi að Æviferill Yeats sé sem „dag- bók um hnignun mótmælendastéttar sem fyrrum hafði öllu ráðið og um þá geysimiklu togstreitu sem átti sér stað í írskri þjóðarsál á árunum um og eftir aldamót." Að síðustu skal bent á þýðingu smásögu eftir bresku skáldkonuna A.S. Byatt sem kunnust er fyrir verðlaunabókina Possession en á síðasta ári sendi hún frá sér skáldsöguna Elementals. íslenskt Framlag tímaritsins að þessu sinni til ís- lenskrar bókmenntasögu er grein eftir Rakel Sigurgeirsdóttur um skáldkonuna Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum og skáldskap henn- ar. Ennfremur ritar Einar Már Jónsson ádrepu um bókina Hetjan og höfundurinn eftir Jón Karl Helgason. Að auki eru þrjái’ nýjar bækur ritdæmdar. Mikið er af skáldskap í ritinu að þessu sinni. Frumbirt eru ljóð eftir Þorstein frá Hamri, Gerði Kristnýju, Hrafn Jökulsson, Sigurbjörgu Þrastardóttur og Elísabetu Jök- ulsdóttur og smásögur eftir Helga Ingólfs- son, Elías Snæland Jónsson, Stefán Sigur- karlsson og Agúst Borgþór Svemsson. sem sjálfstætt menningarfyrirbæri. Einn lífseigasti vaninn í dansheiminum er hið hefðbundna leikhúsástand; við dönsum, þið horfið á. Sjálfur kysi ég að áhorfendur hefðu á tilfinningunni að þeir væru hluti af spurninga- ferli í stað þess að sitja bara og láta skemmta sér. Það sem ég sýni er eins og ritúal, ferli þar sem við erum öll þátttakendur. Hvað sem því líður hefur fagurfræði leik- hússins skapað rými fyrir áhorfendur og rými fyrir dansara-leikara, og nauðsynlegt er að hafa vissa fjarlægð milli þeirra - sem ég kalla gagmýna fjarlægð - til þess að ýta við endur- minningum og þróa tengsl. Fjarlægðin milli áhorfanda og sviðslistamannsins ætti að vera sú sama og við látum almennt vera á milli okk- ar og annarra í raunveruleikanum. I grund- vallaratriðum fjallar nútímaleikhús um átök og baráttu. Það getur orðið áhorfandanum til- finningalega ofviða að upplifa slíkt án hefð- bundinna varnarviðbragða gegn áreitinu. Frumlag og andlag nálgast. Verkið mitt er einungis verkið mitt á meðan það er í huga mínum og líkama. Um leið og ég byrja að vinna með dönsurunum, hefst blönd- un sem er áþekk því þegar mismunandi litum er blandað saman: annar litur kemur þá í ljós. DANSKUR gagnrýnandi kallaði sýninguna bæði þá bestu og þá verstu sem hann hefði séð og sænskur blaðamaður hefur kært tvo leikara í sýningunni fyrir kynþáttahatur. Leikritið, sem vakið hefur svo sterkar tilfinningar, er fjögurra stunda langt nýtt leikrit eftir sænska leikritaskáldið Lars Norén, Sjö þrir. Leikritið skrifaði Norén fyrir fanga í sænsku fangelsi, eftir að þeir höfðu snúið sér til hans og beðið hann að benda sér á leikrit, sem þeir gætu leik- ið. Hann ákvað að skrifa það sjálfur, leikstýrði því og úr varð þessi umdeilda sýning, sem meira að segja hefur verið kærð. Islenskir leikhúsgestir muna vísast eftir krassandi hjónabandsleikritum Norén, sem sýnd voru á Islandi á síðasta áratug. Norén hef- ur skrifað hvert leikritið á fætur öðru um innsta eðli mannsins, en hefur undanfarið verið að færa sig í átt að efnum, sem fjalla um samspil einstaklings og þjóðfélags og mótandi afl þjóð- félagsins. Sjö þrír er af þeim toga. Andrúmsloft haturs og áhrif þess Um áramótin tók Norén við sem yfirmaður Riks Drama, sem er deild í Riksteatern, er skipuleggur leiksýningar um alla Svíþjóð, en deild Noréns sér um að láta skrifa leikrit. I vor og haust verða tvö önnur ný leikrit eftir Norén frumsýnd. Nýlega verðlaunuðu samtök sænskra leikgagnrýnenda þá fimmtán leikara, sem sýna annað nýtt leikrit eftir Norén, Per- sonkrets 3:1, en nýju leikritin tvö eru unnin út frá því. Fyrir ári skrifuðu þrír fangar, þeir Carl, Mats og Tony, bréf til Lars Norén og báðu hann um aðstoð, því þeir hefðu hug á að setja upp leikrit í fangelsinu. Spurningin var hvaða verk hentaði best. Norén hitti þá og úr varð að hann ákvað að skrifa handa þeim leikrit. Eftir samtöl við þá fram á sumar tók hann sumarið í að skrifa leikritið og í september hófust æfing- ar undir hans stjórn. Titill leikritsins er leiddur af gi-ein 7.3 í sænsku hegningarlögunum er kveður á um að fanga, sem dæmdir hafa verið í langt fangelsi, megi svipta rétti til að fara út, fá frí og aðrar ívilnanir, sem fangar með vægari Það er ekki eingöngu vitsmunavinna að læra hreyfimynstur og spinna út frá því. Líkami dansarans býr yfir endurminningu sem geym- ir alla sögu einstaklingsins og enn fremur það sem er ómeðvitað hjá fjöldanum. Þess vegna koma líkami og hreyfing upp á milli hugmynda dansskáldsins og túlkunar áhorfenda, þau endurvinna heildarmarkmið dansskáldsins og gera úr þeim einhverskonar sjálfstæða heild sem hver áhorfandi skynjar á sinn sérstaka hátt. Hver einstaklingur umbreytir og endur- vinnur hugsanir mínar. Munurinn á því að skynja dans og til dæmis málverk er sá, að málverkið hangir uppi á vegg og áhorfandinn getur gert eftirmynd þessara víxlverkandi skynjana hvenær sem hann ákveður að horfa á það. I dansi á þessi víxlverkun sér einungis stað á afmörkuðu and- artaki og lifir upp frá því eins og endurómur í huga áhorfandans. Þess vegna er þetta ferli stöðugt til og hin endanlega ábyrgð færist yfir á áhorfandann. Þar með er ekki lögð kvöð á áhorfandann því þetta gerist á sama hátt og sú blöndun sem átti sér stað milli dansskálds og dansara. Þessi ábyrgð hefur á endanum póli- tískar afleiðingar vegna þess að hún er í and- stöðu við tíma þar sem markaðsöfl eru allsráð- Það hefur aldrei verið nein lognmolla í kringum Lars Norén, sem nú skrifar ekki lengur um innstu leyndar- mál mannlegs sambands, heldur um samspil þjóðfé- lags og einstaklings, segir SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR. refsingu á bakinu geta fengið. Fangarnir þrír sitja ailir inni fyrir hörkulega ofbeldisglæpi. Carl hefur setið inn í fimm ár fyrir röð af grófum ránum í upphafi þessa ára- tugar og á enn eftir að afplána fjögur ár. Allir stefna þeir að því að fangelsisvistin verði þeirra síðasta. Leiklistina sáu þeir sem leið til að hverfa frá glæpum yfir í heilbrigðara hugarfar og þeir hafa allir stundað nám í fangelsinu. I ljósi þess að 85 prósent þeirra sem fara í fang- elsi í Svíþjóð enda aftur í fangelsi er ljóst að það þarf mikið til að komast af glæpabrautinni. Leikritið fjallar um leikskáldið John, sem kemur í fangelsi til að vinna leikrit með þremur föngum. Umhverfíð er skólastofa fangelsisins, þar sem fangarnir lesa til stúdentsprófs. John er leikinn af sænska leikaranum Reine Bryni- olfsson, sem bráðum birtist á íslensku kvik- myndatjaldi, því hann leikur í væntanlegri mynd Guðnýjar Halldórsdóttur, Ungfrúin góða og húsið. Norén hefur sagt frá því að fangarnir eigi sjálfir 3/4 hluta þess, sem sagt er í leikritinu, svo sjálfur leggi hann í raun aðeins fjórðung til. Tilgangur hans með verkinu sé annars vegar að gefa fóngunum sýn á sjálfa sig og hjálpa þeim til að átta sig á verknaði sínum, en hins vegar sýna umheiminum fólk, sem sé umkringt hatri í andi, þegar allt er falt og markmiðin réttlæta aðferðirnar: listform sem ekki er hægt að eigna sér er í eðli sínu í andstöðu. * * * I listgrein sem hefur verið svona lengi að þróast er einnig rökrétt að hlutverk dans- skáldsins hafi hlotið viðurkenningu jafn seint og raun ber vitni. Jafnframt því sem nútíma- dansskáldið hefur brotist til sjálfstæðis sem höfundur hefur það fengið meiri athygli. En nýr dans krefst líka nýrra túlkenda; ef við biðjum dansarann að spinna, þróa hug- myndir sínar og vinna mjög náið með öðrum, verður hann aðalsöguhetjan í öllu sköpunar- ferlinu. Það hefur verið mikil þrautaganga að afla nútímadansaranum viðurkenningar sem listamanni sem á skilið virðingu; hvernig er annað hægt í samfélagi sem varðveitir jafn aft- urhaldssama ímynd af líkamanum? Það er mun auðveldara að viðurkenna hinn listilega sýning- argrip með tæknilega yfirburði sem líkami ballettdansarans er, því það sem er utan seil- ingar okkar öðlast sérstöðu í hugum okkar sem hlutur á leiksviði og jafnvel sem átrúnaðargoð. Ennþá er dansmenntun sums staðar hálf- gert eyðiland þar sem margt er ógert. Hvern- ig eigum við að þróa sterkan, tæknilegan grunn sem byggir ekki á stöðluðum ímyndum, og efla jafnframt opna og skapandi hugsun? Hvernig er það hægt á skömmum tíma, að því gefnu að starfsævi dansarans er yfirleitt svo skömm? Til þess að færa dansmenntun á hátt stig þarf að virkja líkama og huga í þjálfunar- ferlinu, gera þegar í upphafi ráð fyrir að lík- aminn sé samþættur og starfsemi hans og foim séu í jafnvægi og spili saman. Ennþá eig- um við langan veg ófarinn. Heiðarleg íhugun er afar biýn ef við eigum að geta lagað okkur að þeim ögrandi viðfangsefnum sem við stönd- um frammi fyrir. Um leið og við íhugum byrjum við að breyt- ast, þannig að e.t.v. mun draga úr margvísleg- um ótta okkar og við hefja samskipti innbyrðis í okkar fagi. Um leið og við látum af gömlum vana, gerum við landamæri okkar óljósari, og við munum skynja líkama okkar á nýjan hátt; líkama sem vonandi verður nálægt okkur sjálfum, og í nánu sambandi við huga okkar. Höfundur er danshöfundur og var ó íslandi í sam- bandi við sýningar íslenzka dansflokksins ó verkum hans. Þýð.: Ámi Ibsen. fangelsi, gróðrarstíu hugmyndafræði er byggist á hatri. Leiklist eða áróður? Það er í þessu hatursumhverfi, sem nýnas- isminn stingur upp kollinum. Verjendur Noréns segja að setningarnar, sem deilunum valdi, séu aðeins örfáar í hinni fjögurra stunda löngu sýningu. Þeir, sem ofbýður leikritið, benda hins vegar á að þeir leikarar, sem séu öfgafullir, ausi af hugmyndum sínum án þess þeim sé mótmælt eða hugmyndunum vísað á bug. Höfundurinn John reynist aumur málsvari frelsis og umburðarlyndis og jafnvel látið skína í að hann gæti sjálfur verið nasisti, ef hann kæmi úr sama umhverfi og fangarnir. Hann reyni að höfða til sálkönnuða eins og Freud og Jung og goðsagnapersóna eins og Ódipusar og Orestesar, en allt komi fyrir ekki. Leikritið endi í hálfgerðri uppgjöf. Það hefur einnig farið fyrir brjóstið á mörgum, kannski ekki síst fjölmiðla- fólki, að fjölmiðlum er í verkinu óspart kennt um allt sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Sumum finnst þetta kannski rétt, en mörgum finnst myndin býsna einfolduð. Það var Erik Sidenbladh, blaðamaður við Svenska Dagbladet, sem var svo ofboðið á sýn- ingunni að hann ákærði tvo leikaranna fyrir kynþáttahatur. í Svíþjóð eru lög, er banna að ráðist sé að þjóðarbrotum, og þau lög telur hann brotin í sýningunni. í grein í blaðinu 23. febrúar segir hann að vissulega einkenni það alla list að túlka megi hana á margvíslegan hátt. f leikhúsi geti áhorfendur brugðist við með því að hlæja, klappa eða þegja. Leikari geti haft þær skoðanir, sem honum sýnist, en á sviði geti hann ekki látið sem hann hvetji til að ráðist sé á þjóðarbrot án þess því sé svarað. Akæiuna leggur hann fram til að láta reyna á hvort við- komandi lög geti stöðvað þennan áróður á svið- inu. Hann velm- að ákæra leikarana, en segir vissulega álitamál hver ábyrgð höfundar/leik- stjóra sé. Málinu hefur nú verið vísað frá, en deilan um verk Noréns á eflaust eftir að geisa enn um hríð og stinga sér upp víðar, eftir því sem leik- ritið verður fært upp á nýjum stöðum. NÝTT LEIKRIT NORÉNS VELDUR HÁVÆRUM DEILUM LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.