Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 17
Morgunblaðið/Golli RAGNHILDUR Stefánsdóttir myndhöggvari, i i i i ] r' OLL TILVIST OKKAR A SER SAMSVORUN I LIKAMANUM Form skynjana er yfirskrift sýningar Rggnhildar Stefáns- dóttur myndhöggvara sem opnuð er í Asmundarsafni í dag. Hildur Einarsdóttir leit inn meóan verið var að setja sýninguna upp en þar gefur að líta verk Ragnhild- ar í tengslum við verk sem hún hefur valið eftir Asmund Sveinsson. Undanfarin ár hefur safnið boðið starfandi myndhöggvurum að sýna verk sín á þennan hátt. STÓRU bronsverkin hans Ás- mundar Sveinssonar sem prýða sali Ásmundarsafns að öllu jöfnu eru komin í geymslu um tíma. í staðinn hafa verið settar upp stórar mannamyndir úr gifsi og gúmmíi eftir Ragnhildi. Þær standa fagurlimaðar og keikar á gólfinu. Sumar hafa þó verið skornar niður í sneiðar og lúta höfði. Aðrar eru litlar og sam- anherptar. Þær eru líka háar og spengilegar, fullar af þrótti meðan líkamai- nokkurra hafa verið bútaðir sundir og settar saman í öðrum hlutföllum. Allar bera þær tilfinningarnar utan á sér og ekki nóg með það heldur bera sumar líka utan á sér líffærin líkt og konumyndin sem klæðist nokkurs konar taugahrúgu. Verkunum hefur ekki verið endanlega raðað upp fyrir sýninguna þegar okkur ber að því á gólfinu stendur stór skál þar sem einstökum líffærum hefur verið raðað snyrtilega saman og minnir á girnilega ávaxtaskál. Likaminn og öll hans undur eru höfundinum greinilega hugstæð. í einum salnum standa svo gifsmyndir eftir Ás- mund og bíða þess að verða settar upp á stöpla. „Ég valdi aðallega gifsverk eftir Ás- mund til að tengja verk okkar saman í gegnum efnið“, segir Ragnhildur þegar hún útskýi-ir hvernig hún fór að því að velja verk Ásmundar. Sýningin hefur því hvítt yfirbragð í einum saln- um.“ En hvers vegna ætli líkaminn sé Ragn- hildi svona hugstæður? „Öll tilvist okkar á sér samastað og samsvör- un í líkamanum. I mannslíkamanum er að finna allt það sem ég vil tjá og hann er líka mjög nærtækur. - Þú ert ekki aðeins að lýsa ytra byrði líkam- ans heldur lætur hann túlka innra lif, ekki satt? „Jú, ég nota líkamann til að sýna hvemig maðurinn skynjar sjálfan sig. Því líkaminn er form reynslunnar. Hann er tilfinningalegt, vitsmunalegt og andlegt form jafnt sem lík- amsform." - Þegar þú vinnur verkin þín er það þá til- fínningin sem þú vilt túlka sem ræð- urþví hvernig formið verður? „Það má segja að ég hafi ákveðna tilfinningu sem fyrirmynd en formið er inntakið. Verkin endurspegla óraeða stöðu tillinninganna Ég er ekki aðeins að túlka tilfinningai- heldur er ég líka að íjalla um hið hefðbundna skúlptúr- ferli, mótagerð og afsteypu. Stundum er skúlpt- úrinn mótið og mótið skúlptúrinn. Þetta tengist líka hugmyndinni um hvað er raunverulegt og hvað ekki. Eru til dæmis tilfinningar raunveru- legar eða ímyndun? Verkum mínum er ætlað að endurspegla þessa óræðu stöðu tilfinninganna. Maður getur til dæmis skynjað sig sem lítinn og sartianþjappaðan þó maður sé í rauninni hár og grannur. Þannig endurspeglar tilfinningalíf- ið skynjunina á ytri raunveruleikanum.“ Svo við víkum að ferli Ragnhildar þá útskrif- aðist hún úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands árið 1981, úr skúlptúrdeild. Áður en hún hélt til framhaldsnáms í Bandaríkjunum árið 1985 hélt hún einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Tveim árum síðar lauk hún MFA-námi frá Carnegie - Mellon University, College of Fine Art. Eftir heimkomuna stai'faði hún töluvert að félagsmálum myndhöggvara, var meðal annars formaður félagsins í eitt ár. Árið 1993 vai' hún með einkasýningu í Nýlistasafninu og aðra ein- aksýningu ári síðar í Gerðai'safni. Einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga, þeirra á meðal sýningunum „Flögð og fógur skinn“ á vegum Listahátíðar og „Strandlengjan", sýn- ingu Myndhöggvarafélagsins á síðastliðnu ári. Jafnframt listsköpuninni hefur Ragnhildur kennt við Myndlista- og handíðaskólann og við Myndlistaskólann í Reykjavík, þar sem hún hefur kennt meðal annars módelteikningu og formfræði. Ragnhildur byrjaði í upphafi ferils síns að vinna verk sín í leir en þá var viðfangsefnið beinabygging líkamans. „Síðan þá hef ég prófað mig áfram með ýmis efni eins og steypu og járn en ég hélt mig nær alltaf við mannslíkamann. Núna vinn ég aðallega með gúmmi og gifs sem mér finnst henta verkurB) mínum. Það er eitthvað mjög líkamlegt við gúmmíið enda er það mjúkt og teygjanlegt. Gifsið er kaldara og ofsalega fallegt. Ég nota þessi efni ein sér og saman í verkum mínum og finnst þau hæfa vel hvort öðru. Mér finnst líka gifsið fín tenging við klassíkina.“ - Viltu hafa gott samband við hefðina? „Já, ég veit af þessari tengingu og finnst hún í góðu lagi.“ Það er mikið að gera síðustu dagana fyrir opnunina. Ragnhildur á meira að segja eftir að vinna nokkur verk til fullnustu sem eiga að fara á sýninguna. „Ég vinn í skorpum en auð- vitað væri skynsamlegra að vinna að verkun- um á hverjum degi og vera ekki í þessu stressi fyrir sýningar.“ Hún virðist þó sallaróleg þar sem hún situr á móti mér við lítið borð í skoti út frá einuflv sýningarsalanna. í kringum okkur er fólk að bera inn verkin og stilla þeim upp. Hvar á Nafnastrengurinn að vera er hrópað og Sólin - og skýin? „Ég vinn bara undir álagi,“ heldur hún áfram, „því ef ég gerði það ekki þætti mér það sem ég er að gera svo ómögulegt að ég myndi ekki halda áfram með það. En auðvitað er ég í stöðugri hugmyndavinnu meðvitað og ómeð- vitað.“ Hvernig skilyrði fínnst þér þú hafa til að vinn a að list þinni hér? „Mér finnst þau oft andléga erfið en ég vil helst ekki tala um það. Ég hef oft sagt vi^ sjálfa mig að nú ætli ég að hætta í skúlptúm- um. - En ég mun sennilega aldrei gera það. Þetta er kannski óbærilegur léttleiki tilver- unnar." LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999 17 *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.