Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 4
KNUD Zimsen verkfræðingur tók að sér um- sjón íslensku KFUM-deildarinnar í Kaup- mannahöfn árið 1897 og átti sæti í fyrstu stjórn KFUM í Reykjavík. Hann varð síðar borgarstjóri í Reykjavík um langt árabil. SÉRA Anton Christian Hall, stiftprófastur í Tromsö í Noregi, var á árunum 1889-1898 framkvæmdastjóri fyrir samstarf KFUM og KFUK í Noregi og Danmörku. Hann gegndi mikiivægu hlutverki í því að kynna íslending- um starf KFUM og KFUK í lok 19. aldar. FLEST bendir til að séra Magnús Magnússon hafi fyrstur íslendinga komist í náin kynni við KFUM í Danmörku. Frá árinu 1892 starfaði hann um tíma fyrir KFUM en þremur árum síðar vígðist hann til preststarfa á Jótlandi og ílentist í Danmörku. FORINGJAR í „HERLIÐI KRISTS" FYRSTU KYNNI ISLENDINGA AF STARFI KFUM í LOK 19. ALDAR EFTIR ÞÓRARIN BJÖRNSSON Hinn 2. janúar 1899 stofnaði séra Friðrik Friðriksson KFUM í Reykjavík með nálægt 60 unglingspiltum úr Dómkirkjusöfnuðinum og í apríl sama ár einnig KFUK. En fleiri komu við sögu og verða hér kynntir nokkrir þeirra Islendinga, aðrir en séra Friðrik, sem vitað er að höfðu kyrini af starfi KFUM í lok 19. aldar. Kirkjan á leið i gröfina? Á síðari hluta nítjándu aldar tók að bera á vaxandi gagnrýni í garð kirkju og kristin- dóms víða um hinn vestræna heim í kjölfar róttækra menningarstrauma og byltingar- kenndra landvinninga í vísindum. Sumir í hópi menntamanna voru jafnvel famir að kirja líksöng yfír hinni öldnu kirkju sem þeir töldu nærast á vanþekkingu almennings. Með nýrri þekkingu færi hún endanlega í gröfina. En vísindi og nýjar kenningar áttu sér takmörk og þrátt fyrir hrakspár og ágjöf úr ýmsum áttum tókst ekki að færa kirkjuna í kaf. Þeir sem unnu boðskap hennar snerust til vamar og leituðu nýrra leiða til að koma erindi Krists á framfæri. Að framkvæði presta og leikmanna tók að vaxa fram fjöl- þætt kristilegt starf innan kirkjunnar á borð við heimatrúboð, líknarfélög, sunnudaga- skóla, kristniboð, kristilegt stúdentastarf og síðast en ekki síst, kristilegt æskulýðsstarf undir merkjum KFUM og KFUK. Magnús Magnússon - fyrsti fslenski liðsmaðwr KFUM f Danmörku!? Árið 1878 var KFUM stofnað í Kaup- mannahöfn og um Iíkt leyti tók kristilegt stúdentastarf að skjóta rótum í Danmörku og víðar á Norðurlöndum, oft í nánum tengslum við starf KFUM. Efldist starfið hratt og sumarið 1890 var fyrsta norræna kristilega stúdentamótið haldið í Hilleröd í Danmörku. Þetta mót sótti að minnsta kosti einn Islendingur, Magnús Þórður Magnús- son, bróðursonur Matthíasar Jochumssonar. Magnús var um þetta leyti við guðfræðinám í Kaupmannahöfn líkt og Jón Helgason, síðar biskup. Lauk Magnús embættisprófi vorið 1891 en stundaði síðan framhaldsnám næsta vetur. Fáum áram seinna kvæntist hann danskri konu og vígðist sem prestur til Norre-Omme og Bregning á Jótlandi og var í upphafi síns prestskapar í talsverðum tengslum við heimatrúboðsstarf á þeim slóð- um. I minningargrein um séra Magnús kemur fram að á áranum 1892-1895 starfaði hann um tíma fyrir KFUM og Magdalenuheimilið í Danmörku, en það var heimili á vegum danska heimatrúboðsins fyrir konur og ung- lingsstúlkur sem lentu á glapstigum. Tæp- lega hefur hann farið að starfa fyrir KFUM nema vera búinn að kynnast starfinu allvel áður og má ætla að Magnús hafi verið fyrsti íslendingurinn sem komst í náin persónuleg kynni við starf KFUM. Einnig er vitað að Jón Helgason kynntist félaginu lítillega árið 1891 og hlýddi meðal annars á séra Anton Christian Hall frá Noregi flytja erindi um starf og markmið KFUM, en Hall var um þetta leyti framkvæmdastjóri fyrir það sam- band sem félögin í Danmörku og Noregi höfðu nýlega myndað sín á milli. Lifandi trú eða dauðir þorskar? I raun er harla fátt vitað um þátttöku Magnúsar Magnússonar í starfi KFUM í Danmörku, en þó má geta þess að í De Unges Blad árið 1892 er minnst á „Kand. Magnussen, Sæby“ þar sem greint er frá umræðum á sameiginlegu móti KFUM og KFUK sem haldið var í Álaborg 17.-18. maí 1892 með um 400 þátttakendum. Af sam- henginu sést að þar er greinilega átt við Magnús Magnússon frá Islandi. Sá sem framsögu flytur sækir líkingar í reynsluheim sjómanna og færir rök fyrir því að orð Guðs sé hið eiginlega veiðarfæri en náð Guðs sú eina beita sem laðað geti fólk til trúar. Um- ræðum stýrir A. Chr. Hall frá Noregi og þeir sem taka til máls velta því meðal annars fyr- ir sér hvort allir sem gangi til liðs við KFUM eigi að teljast fullgildir félagsmenn óháð því hvort þeir hafi tekið meðvitaða trúarafstöðu eða ekki. Fyllti Magnús flokk þeirra sem lagðist gegn því og rökstuddi mál sitt þannig: „Oss ber að halda hinum dauðu utan fé- lagsins. - Vér þurfum á höfn að halda, þaðan sem bátamir halda til fískjar. Og þessi höfn er samfélag heilagra. Áður en bátamir á Is- landi sigla út á miðin lúta allir skipverjar höfði í bæn. Þannig þarf það einnig að vera í voram félögum. Félagsmenn verða að starfa saman í bæn og halda út á miðin eftir orði Drottins. Þó svo að skipstjórinn sé frábær fiskimaður þá afrekar hann engu ef hann hefur aðeins dauða þorska sér við hlið í stað lifandi skipveija. Leiðtoginn í félaginu þarf á kröftugum stuðningi að halda. Þess vegna þurfa félagsmenn að vera lifandi. Veiðarfær- in þurfa að vera í góðu lagi, beitan góð; gleði þess sundurkramda syndahjarta sem hlotið hefur lækningu. Þá getum vér vænst bless- unar Guðs.“ Hér talar greinilega guðfræðingur sem fundið hefur sterkan samhljóm í heittrúuðu samfélagi danska heimatrúboðsins, en KFUM og KFUK störfuðu á þessum árum undir handarjaðri þess þótt áherslumunur væri nokkur. Að Magnúsar skuli getið í tengslum við þessar umræður bendir ein- dregið til þess að hann hafi gegnt einhverju leiðtogahlutverki innan KFUM um þær mundir. Hvort hann var fulltrúi KFUM í Sæby á Jótlandi er erfitt að fullyrða út frá svo knöppum heimildum en ætla má að hann hafi verið búsettur þar um það leyti sem mótið í Álaborg var haldið. KFUM-félagið í Sæby var stofnað 1. mars 1891 en félags- menn vora einungis um eða yfir 30 um þetta leyti. Líklegast er að starfsvettvangur Magnúsar hafi náð til Sæby og nálægra byggða og jafnvel KFUK ef hann hefur verið launaður starfsmaður í tengslum við heima- trúboðið en ekki aðeins sjálfboðaliði eins og Friðrik Friðriksson þremur árum síðar. Árið 1895 tók Magnús vígslu sem prestur og flent- ist í Danmörku. Kemur hann því lítið við sögu KFUM á Islandi, nema hvað hann átti eftir að leggja KFUM í Reykjavík lið í byrj- un tuttugustu aldar þegar verið var að afla ÁRIÐ 1891 hóf séra Þórhallur Bjarnarson prestaskólakennari og síðar biskup að gefa út Kirkjublaðið og bar kristilegt unglingastarf þar oft á góma. Kynnti Þórhallur sér vel starf KFUM á Norðurlöndum og hvatti Friðrik Frið- riksson til að stofna KFUM á íslandi. fjár til húsnæðis félagsins. Þá bauð Magnús fram krafta sína að fyrra bragði og bauðst til að halda nokkrar samkomur í Danmörku, málefninu til stuðnings, sem hann og gerði með nokkrum árangri. íslenskir sunnudagaskólar og Bandalög i fjölþjóðlegu samhengi Löngu áður en Magnús Magnússon komst í tengsl við KFUM í Danmörku voru landar hans í Vesturheimi farnir af stað með sunnu- dagaskólastarf fyrir börn og fullorðna. Þeir höfðu numið land í fjölþjóðlegu umhverfi og í kirkjulegu tilliti lærðu þeir margt af fríkirkj- um annarra þjóðarbrota. Þeir hófu kristilega blaðaútgáfu, mynduðu sjálfstæða söfnuði, stofnuðu kirkjufélag og kvenfélög. Þeir stóðu fyrir samskotum og skipulögðu nokkurra daga kirkjuþing þar sem rætt var um fræðslumál, fjármál, unglingastarf, kristni- boð, helgisiði, trúfræði og margt fleira sem við kom lifandi safnaðarstarfi. Sunnudaga- skólastarfið lærðu þeir einnig af erlendum nágrönnum sínum, en það starf gegndi ekki aðeins trúarlegu hlutverki heldur var jafn- framt mikilvægur liður í varðveislu íslenskr- ar tungu og menningar. Flest bendir til að rekja megi íyrsta vísi að sunnudagaskólastarfí Vestur-Islendinga allt til ársins 1878 þegar formlegur söfnuður myndaðist í kringum starf séra Jóns Bjarna- sonar í Winnipeg. Árið 1889 voru tæplega 200 skráðir þátttakendur í sunnudagaskóla séra Jóns og hliðstætt starf var þá einnig hafið í nokkram öðram íslenskum söfnuðum vestra. Sex áram síðar kom séra Jón sömu- leiðis fyrsta Bandalaginu á fót, en fyrir- myndina að þeim félagsskap sótti hann til kirkjulegs starfs íyrir ungt fólk af báðum kynjum sem nefndist „The Luther League of Ámerica“ og stofnað var árið 1888. Kjörorð þess var: „af kirkjunni, innan kirkjunnar, fyrir kirkjuna". Þótt hér væri ekki um eigin- legt KFUM-starf að ræða þá hafði fram- kvæði séra Jóns, og staða hans sem ritstjóra Sameiningarinnar frá ársbyrjun 1886, afar mikla þýðingu í því tilliti að vekja landa hans á íslandi til vitundar um mikilvægi kristilegs æskulýðsstarfs heima á Fróni. Umburðarbréf til foringjanna í „herliði Krists" Sá prestur í íslenskri klerkastétt sem hvað fyrst og eindregnast tók undir áskoranir séra Jóns og starfsbræðra hans í Vestur- heimi var séra Hjörleifur Einarsson, prófast- ur á Undirfelli í Vatnsdal, faðir Einars Hjör- leifssonar Kvaran. Af heimildum má sjá að í ársbyrjun 1889 sendi séra Hjörleifur prest- um í sínu prófastsdæmi umburðarbréf þar sem hann réðst gegn hvers konar áhuga- leysi, drunga og deyfð, og hvatti foringjana í „herliði Krists“ til að „heyja andlega baráttu við andvaraleysið og vantrúna". I bréfinu kemur einnig fram að Hjörleifur er þá þegar vel upplýstur um kristilega félagsstarfsemi í öðram löndum og segir hana hvarvetna hafa „hin blessunarríkustu áhrif‘. Rúmu ári síðar sendi Hjörleifur prestum í Húnavatnssýslu annað umburðarbréf í lík- um anda og boðaði jafnframt til tveggja daga héraðsfundar með fjölbreyttri dag- skrá. Urðu slíkir fundir árviss viðburður í Húnavatnsprófastsdæmi og má segja að frumkvæði séra Hjörleifs hafi markað þátta- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 13. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.