Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 3
LESBðK MORGLNBLAÐSEVS - VII.MVINÍ, LISTIR 10. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI FIAC Á ári hverju eru haldnar 40 listkaupstefnur í heiniinum, en FIAC, sem haldin er í París á hausti hverju, er sú stærsta og þekktasta. Þar var Bragi Ásgeirsson í manngrúanum sem alltaf er á þessari kaupstefnu og sá meðal annars verk eftir Picasso, Bracque og Picabia og einnig eftir fjölda annarra listamanna sem nær okkur eru í tímanum, Erró þar á meðal. Foringjar í „Herliði Krists“ er heiti á grein eftir Þórarin Björnsson. Tilefnið er að 2. janúar sl. voru liðin 100 ár frá því séra Friðrik Friðriksson stofnaði KFUM með um 60 unglingspiltum úr Dómkirkjusöfuðinum í Reykjavík. En fleiri komu við sögu; málið hafði átt sér aðdraganda og sú saga er rakin hér. Gagnrýnin fjarlægð nefnist grein danshöfundarins Rui Horta. Hann telur að krafa saintímans um að við endurhæfum líkamann og færum hann bók- staflega inn á mitt sviðið gefi dansinum stórt tækifæri. Þar með sé dansskáldið kraf- ið um að reyna að uppgötva hvað tilheyri dansinum og hinni leikrænu andrá. Islenski dansflokkurinn sýnir um þessar mundir tvö verka höfundarins, Diving og Flat Space Moving. Trúin er veigamikill þáttur í lífi Taflendinga, segir Gísli Sigurðsson í siðustu minnispunktunum frá Taflandi. Þar er m.a. vikið að því að hver ungur maður helgar sig munklífi í nokkrar vikur eða mánuði, en almenn trúariðkun er ekki bara í musterunum, heldur úti á gangtéttuin borganna. Sagt, er frá upphafi myndunar ríkis og konungveldis í Taflandi og persónudýrkuninni á konunginum sem allstaðar blasir við. FORSÍÐUMYNDIN er af útilistaverkinu Tré lífsins, sem sett hefur verið upp við nýja heilsugæslustöS í Kópavogi. VerkiS tengist „heilsu" og „ræktun", það er smíðað úr stóli og mólað með veðurþolinni málningu. Höfundar verksins eru hjónin Baltasar og Kristjana Samper. Ljósmyndina tók Baltasar. GREGOR LASCHEN KOMA NOEMl BALDUR ÓSKARSSON OG FRANZ GÍSLASON ÞVDDU Að hálfu liðinn mars í forleik sínum og inngangi og rauðum ljóðasöng við lendur allar, stóð dögum saman kyrr og breytti um blóð og bleikti’ í okkur skæra spegla sína, svo skreiðist líf þitt loksins fram og brosir; það fer á undan sunni og vetri, þeim öðrum helftum hausts um ævi þína. Þolinmæði, hin hljóðu bros og tímans gnóttir að spegilbaki í þér - slík ertu komin. Gregor Laschen er þýzkt skáld, f. 1941, og hefur gefið út Ijóð og fjölda ritgerða um bókmenntir. Um Noemí - (þ.e. hin yndislega), sjá Rutarbók í Gamla testamenti. HORFT FRA BRÚNNI AÐ HÓPI RABB ALFIERI lögmaður var að kynna vettvang harmsögunnar sem var verið að segja í Borgar- leikhúsinu og gerðist skammt sunnan við gömlu Brooklynbrúna milli Manhatian og Langeyjar (Long Island). Hún fjallar um tvo innflytjendur til Bandaríkjanna, en hann benti á að hún hefði svosem líka get- að verið goðsaga frá Sikiley og gerst fyrir tvöþúsund árum. Síðan sagði hann: En við erum hér í Red Hook en ekki á Sikiley. Hvað var nú þetta? Kannast ég ekki við þetta örnefni, Red Hook? Og þarna í Borgarleikhúsinu flaug mér í hug hvað landaleit Karlsefnis fyrir þúsund árum minnti á innflytjendurna tvo, ítölsku bræðurna í leikriti Millers, Horft frá brúnni. Heimamönnum mun hafa fundist á sér troðið, hrifsað af þeim hið heilaga land, rétt eins og Eddie Carbone í leikritinu sem missti stjórn á sér þegar innflytjandinn Rodolpho tók frá honum lífsblómið hans. Og framhaldið hlaut að leiða til voðaverka. Svona gerast goðsögurnar, reyndar ekki bara á þúsund ára fresti, heldur öld eftir öld og dag eftir dag. En það eru fleiri líkingar sem koma í hugann. Það er skemmst frá að segja að lýsing Eiríks sögu rauða á Hópi minnir að öllu leyti á New York. Á liðnu hausti vorum við Hjalti sonar- sonur minn komnir á vettvang til að leita svars við spurningunni hvar lá beinast við fyrir Karlsefni og Guðríði hans að setja sig niður þegar þau voru komin inn í þetta sjávarlón, en það er einmitt merking orðs- ins Hóp. Við ályktuðum að þægilegast hefði verið að vera með skipin sem næst hafnarmynn- inu, ósi stöðuvatnsins. Þó að höfnin sé góð er hún svo stór að talsverður öldugangur getur orðið þar og því hefur verið ákjósan- legt að velja til landnáms fyi'stu litlu víkina þegar inn í höfnina er komið. Hún heitir Gowanus Bay og gengur skáhallt norðaust- ur í Long Island austan við höfnina, svo að þar er hið besta skipalægi, enda fjöldi af bryggjum. Við þessa vík var fyrsta land- námið í Brooklyn þar sem hollenskir bændur settust að um 1636. Inn af víkinni hefur verið votlendi, en það hafa Hollend- ingar ekki sett fyrir sig heldur grafið þar mikla skurði fyrir lítil skip líkt og í Am- sterdam í heimalandinu. A þessu votlendi hefðu verið góð skilyrði fyrir þá plöntu sem íslensku landnemarnir kölluðu sjáifsá- ið hveiti og óx í lægðum, en heitir nú villirís. Þarna er einmitt miðja þess land- svæðis þar sem sérstök hávaxin tegund villiríssins vex. Samkvæmt landlýsingu frá 17. öld hefur þá verið þarna á Long Island mikill fjöldi af ám og lækjum með alls konar fískum. Það kemur vel heim við Eiríks sögu rauða sem nefnir sérstaklega helga fiska, en landnemarnir gerðu grafír þar sem flóðið gekk hæst til þess að fiskamir yrðu þar eftir þegai- út féll. Það er sérstaklega ein tegund flatfíska, svonefnd vetrarflyðra, sem þetta getur átt við. Og í landlýsing- unni frá 17. öld er einmitt nefndur fiskur- inn „Place“, vafalaust sama og plaice, orð sem er komið úr latínu: platessa = flatfisk- ur. Líka er sagt frá aborrum, silungi, álum og skjaldbökum. Hins vegar er ekki minnst á lax, enda er sjórinn þarna ekki nógu svalur til þess að lax geti þrifíst, að minnsta kosti eins og loftslag er nú. En all- ar þessar ár og lækir hafa nú horfíð undir malbik og steypu. Þarna voru líka á sautj- ándu öld víðáttumiklir skógar áður en allt var lagt undir byggingai- og götur og sennilega hafa skógarnir náð langleiðina að votlendinu, hvíteik og rauðeik, valhnot, kastaníuhnot, hlynur, sedrusviður, birki og beyki. Eiríks saga segir frá vínberjum sem uxu þar sem holta kenndi, en á sautjándu öld voru þar líka vínber stór og smá sam- kvæmt landlýsingunni. í skógarjöðrum hefur einmitt verið kjörlendi fyrir svoköll- uð refaber, tegund af villta vínviðnum am- eríska sem hefur allt fram á síðustu daga verið notaður til víngerðar. Þarna ætti hann að kunna mjög vel við sig og því má líka bæta við að austast á Long Island er nú heimsfrægt vínræktarsvæði Bandaríkj- anna. Þá er sagt í Eiríks sögu að þarna var mikill fjöldi dýra á skógi með öllu móti. Mörg þeirra eru talin í sautjándu aldar landlýsingunni, svo sem hjartardýr (líklega Virginíuhirtir), birnir, úlfar, tófur, þvotta- birnir og otrar. Auðvitað sést ekki lengur tangur eða tetur af þessum villtu fnirn- byggjum landsins, og varla mikið af fugl- unum sem voru meðal annarra kalkúnar, trönur, akurhænur, gæsir og endur. Og þarna var allt krökkt og rautt af jarðar- berjum og blómailminn lagði út á haf. Svona hefur þetta eflaust líka verið á dögum Þorfinns karlsefnis og Guðríðar en til þess að skynja þessa paradís fortíðar- innar verður maður að loka augunum og helst taka fyiii’ nef og eyru á bryggjunum stóru og í stórborgarumferðinni. En víkjum nú aftur að þessu örnefni, Red Hook, sem kom fyrir í leikriti Arthurs Millers, Horft frá brúnni. Þetta er einmitt heitið á nesinu fyrir norðan eða vestan vík- ina litlu þar sem okkur sýndist hafa verið svo tilvalið fyi'ir Karlsefni að reisa skála sína. Miller nefnir að þar hafi Frankie Yale verið klipptur nákvæmlega í tvennt með vélbyssu og í grenndinni lærði höfðingi bófanna A1 Capone sitt fag. Það var ekki fyrr en eftir á sem okkur Hjalta vai- sagt að enn væri varasamt að vera á vappi inn- an um ýmsa þjóðflokka í Red Hook, enda uggðum við ekki að okkur þarna í haust- blíðunni. Svo gengum við fyrir endann á víkinni. Samkvæmt Eiríks sögu voru sumir skálar Jieirra Karlsefnismanna reistir við vatnið, en aðrir fjær, ennfremur er sagt að í bardaganum við Skrælingja hafi land- nemarnir leitað upp með ánni. Skyldu þá ekki sumir skálarnir einmitt hafa verið nærri botni víkurinnar við árós sem þar hefur verið, en hinir nær skógarjaðrinum vestur undan þai' sem landið hækkar? Þeim megin við víkina á nesinu Red Hook hefur kannski verið hægara að hemja hálf- villtan búsmalann. En hvorugu megin hef- ur verið hættulaust fremur en á dögum vélbyssunnar. Og hér lýkur þessari goð- sögn um landnámsbæinn Hóp. PÁLL BERGÞÓRSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.