Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1999, Page 3
LESIiðK MORGLNBLAÐSEMS - MENNEVG LISTIR 9. TÖLUBLAÐ - 74.ÁRGANGUR EFNI í! iinvfíftinkitnit íiimöaunpmnal íTi wt -biUw!« Jra hjm.kL'IiiJf'jr M GStm. 4t Wosi. láiub, W —Bt (G nnjitívr^.tjgs iyiisiC.fie. f'rí níltS írtl&t Gi ííl í{«Aéúr si) Va& ?ina< fjE W ií j,«LÍesrtir wfca*,** W«i%* ^.W * Wjyj JkOt., imiti y<*ia SÍKa. Vrluv > t^cuy, ja* ’ at(tri^4> «j nci a|- L@nt ,prufí >sw. Jons5p| Qabrav 1uíui(,iu,\r'., W uti al».$fóo eiádiff ItiMÍk J3$á ■ j jtí£ ri> JíSjiiÍrö..' 1 ,0 M 33(7X01.1. Gleymd bókmenning Aðgangur bókaþjóðarinnar að eigin menn- ingu er í molum því fjöldi handrita frá fyrri öldum hefur aldrei verið gefinn út og mynd- listararfurinn hefur ekki einu sinni verið uppgötvaður til fulls. Meðal þess sem bíður útgáfu eru kvæði séra Ólafs á Söndum, sem segja má að sé undanfari Hallgríms Péturs- sonar. Um þessa gleymdu bókmenningu og Ólaf á Söndum skrifar Kári Bjarnason sem starfar hjá Handritadeild Landsbóka- safnsins. María Guðsmóðir Hugtakið María Guðsmóðir samsvarar frum- mynd hinnar miklu móður, segir séra Sigur- jón Árni Eyjólfsson í fyrri grein sinni um Maríu og Maríudýrkun, sem beinist í þessu samhengi að viðhaldi og ræktun lífsins. I ritningunni greinir frá trú og trúarbaráttu Maríu, en þar er ekkert að finna um hana sem Himnadrottningu. Það hlutverk fékk hún síðar. Þorvaldseyri undir Austur-Eyjafjöllum er nútíma höfuð- ból á einu fegursta bæjarstæði landsins. Skömmu fyrir aldamót. var enginn bær þarna, en athafnabóndinn Þorvaldur Bjarn- arson lagði fyrst niður kotið Svaðbæli og byggði hlöðu sem var stærsta hús á Islandi. Með eignarhaldi Einars skálds Benediktson- ar varð hnignun, en síðan skömmu eftir aldamót hafa búið á Þorvaldseyri þrjár kyn- slóðir bænda sem gert hafa jörðina að því sem hún er. Gísli Sigurðsson var á ferðinni á Þorvaldseyri síðastliðið sumar og lýsir bæði gömlu og nýju. Dagbækur Ölmu Mahler-Werfel hafa vakið mikla athygli og umræður en þær þykja spegla vel tímabilið 1898-1902 í Vínarborg sem þá var meðal háborga listalífsins. Jóhann Hjálmarsson segir frá bókinni, sem ár- um saman lá óhreyfð í banda- rísku háskólabóka- safni. Það er ekki síst einkalíf kunnra listamanna sem kryddar frásögnina og birtir óvæntar hliðar þeirra. Fyrsta Ritþing menninganniðstöðvarinnar Gerðubergs verður haldið í dag en þar verða tekin til uinljöllunar verk rithöfundarins Guðbergs Bergssonar. Markmið þinganna sem nú hefja göngu sína er að veita persónulega innsýn í feril þekktra íslenskra rithöfunda með það fyrir augum að endurskoða fram- lag þeirra og líta yfir farinn veg. FORSÍÐUMYNDIN: Niðurtaka Krists af krossinum. Málverk eftir ítalska 15. aldar málarann Sandro Bott- icelli. Myndin er varðveitt í Poldi Pezzoli-safninu í Mílanó. r GRIMUR THOMSEN LYFTUM HJÖRTUM Ef að Krístur er upprísinn, efaðu síst að hold, hérvistar fægður hamur þinn, hefur sig upp úr niold. En - sorga og nauðanaglafór nemur ei dauðinn hrott; sjást munu þinna s^mda ör, sáranna berðu vott. Ef að Kiistur er uppstiginn, öruggt því treysta má, að vor muni líka líkaminn lyfta sérjörðu frá; ekkert mun framar hindra hann huganum fylgd að ljá, vængirnir gjöra hann víðförían veralda á milli þá. Fuglinum Drottinn ijaðrirgaf, fyrírheit erþaðþér að sigla þú megir himins haf hærra en örninn fer; hans er á valdi vængjaslátt að veita þann og dug, að unnt þér verði um alheimsgátt öniggt. að beina flug. Grímur Thomsen, 1820-1896, fæddist á Bessastöðum og þar bjó hann einnig og endaði ævina eftir að hann sneri heim frá störfum í dönsku utanrikisþjónustunni. Ungur fór hann utan til náms ! Kaupmannahöfn, ætlaði að lesa lög, en sneri sér að bókmenntum og skrifaði bók um Byron lárvarð sem hann fékk doklorsnafnból fyrir fyrstur (slendinga. RABB PASKAR: LAUSN ÚR VIÐJUM PÁSKAEGG og páskaliljur setja svip á umhverfi okkar ís- lendinga næstu dagana enda meðal helstu táknmynda páskanna víða um hinn kristna heim. Páskaeggin eiga að vísa til hins óvænta, nýja lífs en einnig til lausnar ungans úr viðjum eggsins, páskaliljur tjá gleðina með lit sínum. En hvað er á bak við þess- ar táknmyndir, hið nýja líf og hina skín- andi gleði? Sumir myndu segja að það væri vorið, páskarnir væru fyrst og fremst vorhátíð. Og sá skilningur á pásk- unum er að einhverju leyti í anda þessar- ar elstu hátíðar sem við höldum. En á páskum er slegið á marga strengi, þeir eru annað og meira en vorhátíð. I hinum gyðing-kiástna trúararfi voru þeir ft-á upphafí hátíð hins óvænta, hátíð óvæntrar lífsvonar, jafnvel mætti kalla þá frumhá- tíð mannréttindanna. Vorið kemur reglu- bundið aftur og aftur en hið óvænta getur komið hvenær sem er. Hver þekkir ekki negrasálminn „Go down Moses: farðu suður til Egyptalands, Móse, og segðu faraó gamla að láta þjóð mína lausa“? Þessi negrasálmur átti sinn þátt í að vekja frelsisvitund með svörtum þrælum. vestanhafs. Og hann átti líka drjúgan þátt í afnámi aðskilnaðarstefn- unnar í Suður-Afríku. Og skyldi hann ekki hafa átt sinn þátt í því að hrinda mannréttindahreyfingu sjöunda áratug- arins af stað með séra Martin Luther King í broddi fylkingar? Móse leiddi þjóð sína brott úr þrældómi í Egyptalandi. Það hefur heldur betur ver- ið handagangur í öskjunni þegar Israels- menn voru að forða sér undan Egyptum, þeir höfðu ekki fyrr lokið hinni fyrstu páskamáltíð sinni en faraó lét undan og leyfði þeim að fara úr landi. En leiðin var ekki bein og breið til fyrirheitna landsins heldur lá hún um Rauða hafið og það vissi faraó. Þess.vegna hafði hann líf Israels- manna í hendi sér að eigin áliti þegar hon- um snerist hugur og lét menn sína fara á eftir ísraelsmönnum til sjávar. Við þekkj- um þessa sögu, sem hefur á sér goðsagn- arkenndan svip, hvernig skýstólpinn lýsir fólkinu um nóttina og hvernig Móse réttir út stafinn svo að hafið opnast og fólkið gengur yfir nánast þurrum fótum en Eg- yptar farast þegar göngin gegnum hafið lokast aftur. Hin útvalda þjóð er hólpin. Þetta er saga um lausn Israelsmanna úr viðjum kúgarans, um það hvernig hið ómögulega getur gerst. Einmitt þessi saga hefur hvað eftir annað breytt heiminum. Páskar Gyðinga ei-u ein mikilvæg for- senda til að skilja merkingu páska okkar kristinna manna og þar með aði’a sögu sem hefur ekki síður átt sinn þátt í að breyta heiminum. Engin hátíð kristinna manna er eins nátengd hátíðum Gyðinga og páskarnir. Og þeir eru hápunktur kirkjuársins. Hætt er við að boðskapur þeirra fari fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum hafi þeir ekki innsýn í hina gyð- inglegu forsögu. Ymist er hann misskilinn sem boðskapur um vorið: sumarið leysir lífríkið úr viðjum vetrarkuldans. Eða hann er túlkaður einhliða sem lausn úr viðjum dauðans: sigurhátíð þeirrar trúar að dauð- ir rísi upp úr gröfum sínum. I páskaboðskap kristinna manna segir frá konum sem koma á páskadagsmorgun „til að líta á gröfina" eins og Mattheus seg- ir, hann segir að þær hafi verið tvær og báðar heitið María. Og þegar þær eru þarna koma náttúruöflin aftur inn í at- burðarásina. Nú er það ekki hafið heldur jarðskjálfti og steinninn þungi veltur frá gröfinni en engill sest ofan á hann og segir við konurnar: „Hann er upp risinn frá dauðurn, sjá hann fer á undan yður til Galí- leu. Þar munuð þér sjá hann.“ Konurnar fá allt í einu óvænt hlutverk, þær eiga að fara til Galíleu. Reyndar er tvisvar minnst á Galíleu í textanum þótt stuttur sé. Galílea var al- þjóðlegt landsvæði, ekki heilagur staður eins og Jenísalem heldur svæði þar sem allra þjóða fólk var saman komið, eins kon- ar smækkuð mynd af heiminum í þá daga, þarna var fólk hvaðanæva að, líkt og í sum- um borgum við Miðjarðarhafið á þeim tím- um. Þarna áttu konurnar að eiga stefnu- mót við Jesúm: úti í heiminum, fjarri hin- um helgu stöðum. Svonefndar upprisufrá- sagnir guðspjallanna eru birtingarfrásagn- ir, þar segir ekki frá því hvernig Jesús reis upp heldur hvernig hann birtist fólki óvænt. Skyndilega var hann mitt á meðal þess og það sem meira var: ný og óvænt lífsvon kviknaði. Hér er komið að hinum tilvistarlega þætti páskaboðskaparins: lausn úr viðjum. Páskanir eru sterkt þema í bókmennt- um Austur-Evrópu en einnig í vestrænum bókmenntum, þar á meðal okkar. Eitt dæmi er að finna í ljóðinu Vatnsberinn sár- þyrsti eftir Sigurð Pálsson, um hina óvæntu lífsvon, það hefst á þessa leið: Einhvern tíma milli nætur og dags eða dags og nætur kemur hann til okkar alveg óvænt Vatnsberinn sárþyrsti Kemur hann á líðandi stundu... GUNNAR KRISTJÁNSSON Reynivöllum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. AAARZ 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.