Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Síða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS ~ MI NMNG LISTIR 36. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI MELTORFAN er opin bók og fróðleg heita dagbókar- slitur af heiðum og hálendi eftir Matthías Johannessen. Þar segir m.a. af heimsókn að Skriðuklaustri, en einnig er í Ijóðræn- um náttúrumyndum og leiftrandi mann- lifsmyndum fjallað um ferð skáldsins og ritstjórans um Eyjabakka og að Kára- hnjúkum. í MINNINGU AFREKSMANNS Nú eru liðin 140 ár frá fæðingu Jóns Þorkelssonar, fræðimanns og þjóðskjalavarðar, sem þekktur var undir nafninu Jón forni, eða Fornólf- ur, sem var skálda- nafn hans. Um Jón skrifar Einar G. Pétursson og segir óhætt að fullyrða, að vart nokkur maður annar hafi unnið meir að því að opna fyrir fslendingum bókmenntir og sögu þjóðar sinnar. Samt naut hann varla sannmælis, og er mál að linni, segir Einar. VÍNþAND ER ELDRA EN ISLANDS BYGGÐ, segir Hermann Pálsson í grein. En hvaðan er nafnið Vínland komið? Grænlendinga saga telur hiklaust að Vínland sé kennt við vínber og vín- við, en sú skýring er grunsamleg. En ef Vínland dregur heiti sitt fremur af víni verður að leita vitneskju utan ís- lenskra fornrita, segir Hermann. Hann bendir líka á arfsagnir sem sýna að ís- lendingar á II. og 12. öld höfðu vitneskju um Vesturálfu, sem var óháð sögu Eiríks rauða og Grænlendinga sögu. HRUNAMENN tít er komnar tvær bækur um Hruna- menn; þ.e. ábúendatal á jörðum í Hruna- mannahreppi frá því um 1700, en frá um 1850-1890 er farið nákvæmar í þessa byggðasögu með því að gerð er grein fyrir hjónum á öllum bæjum í Ytrihrepp og af- komendum þeirra. Ymisskonar annar fróðleikur fylgir með og mikið verðmæti og heimildagildi liggur í fjölda gamalla ljósmynda, sem unnt reyndist að grafa upp. Það er Bókaútgáfan Byggðir og bú sem stendur að verkinu. FORNÓLFUR FORSPJALLSORÐ i. Undra fram á eyðilöndum eru lindir, sem hrjóstur binda, óþrotlegar, svo aldri slítur efni hvers, er betr má stefna, - kvistir og fræ, er kólgu og frosta kaldan þoldu og langan aldur, - kjarni sá, er - ef eldar orna andans - þróast, svo hölknin gróa. Þar eru heimar horfíns tíma, hundraða ára falin í grundu minning þögul ótal anna, - á óp og kall er þar hlustað valla; farðu þvíhljótt um furðu gættir, flangrirðu með lausung þangað, yfirborðs glepsi, handa hrifsi, hismi náir, en eingum tisma. Kyrlát önn skal klungrin erja, kafa til alls, þótt djúpt sé að grafa, sesam eitt það orkar að leysa álögum haldnar liðnar aldir: opnast salir, blómleg býli, bæja merð og lýða ferðir, landið fult af lífí og yndi, lá og straumai- og vötnin bláu. FORSÍÐUMYNDIN er af hluta málverks eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Verkið heitir Lindin og lífsorkan, og er myndin birt í tilefni af sýningu á Listasafni íslands og viðtali við listamanninn í Lesbók. Fomólfur var skáldanafn dr. Jóns Þorkelssonar, en Vísnakver Fomólfs, sem út kom 1923, hefst með þessu kvæði, sem birt er í tilefni umfjöllunar um Jón á bls. 4-5 og visast nónar til hennar. RABB ALLTAF er verið að skilgreina íslendinga eins og þeir séu furðu- fyrirbæri gjörólíkir öðru fólki í heiminum og í þeim skilgreining- um ber mest á and- stæðum fullyrðingum um hæfileika eða hæfileikaleysi þessarar þjóðar, oftast í fyrstu persónu fleirtölu. „Við íslendingar erum svo vitlausir" „Við getum aldrei verið eins og menn“ eða þá hið gagnstæða „Við Islendingar látum ekkert vaða ofan í okkur“ „Við eigum lang- duglegustu sjómenn í heimi“ „Við tökum alltaf hæstu prófin“. Virðist blanda af minnimáttarkennd og ofvöxnu sjálfsáliti en nánar athugað er það hvorugt heldur einfaldur, réttur og sléttur misskilningur. Óhjákvæmileg heilabrot manna um líf sitt og tilveru hafa ratað ofan í þessa ófrjóu keldu og orðið þar föst. Bæði Vilhjálmur Árnason, sem skrifar um málið í rabbgrein hinn 13. þ.m. og Páll Skúlason í Pælingum sínum, sem liggja hér á borðinu þessa dag- ana, benda á sterka áráttu þessarar þjóðar til að forðast rökræðu en segja sögur og fullyrða eftir hjartans og trúarinnar dynt- um þess í stað. Magnús Pálsson, sá ágæti listamannaforingi, heldur því fram að listin sé að drepast af því listamenn séu svo óduglegir að skilgreina sjálfa sig og list SAGNAÞJOÐ FREMUR EN VISINDAÞJÓÐ sína. Þetta verður allt ein meiningarleysa. Og leiðinlegt til lengdar. Það er rétt, hér býr sagnaþjóð fremur en vísindaþjóð, eins þótt yngri kynslóðin lesi ekki „sögurnar" eins og áður var gert, þá er hennar aðferð sú sama og feðranna; að svara með dæmisögum, fílabröndurum, tilvitnunum í skáldskap eða skrítna kalla og kellingar - jafnvel Biblíuna og Shakespeare. Það er nú það. Kannski liggur þarna plágan mesta, einkum hvað varðar listirnar. Kannski veldur fullyrðingaráráttan sammfara með rökleysunni því að menn verða orðlausir með aldrinum. Sem þýðir að þegar menn loks eru fullþroska hætta þeir að nenna að taka til máls. Orðnir leiðir á eigin snilli. Ef til vill er þarna líka ástæðan fyrir því að listaverk eru hætt að seljast. Fólk al- mennt, listamennirnir sjálfir þar með tald- ir, er orðið þreytt á hávaðasömun fullyrð- ingum og af því það hefur ekki tamið sér annan talsmáta kýs það að þegja. Trúlega er það rétt sem háskólarektor segir að án heimspekilegrar hugsunar fái þjóðin ekki lifað af. An ástundunar þeirra vangavelta sem fjalla með rökum um sjálfa frumþætti mannlegrar tilveru, tilgang og tilveru listarinnar, sem og alls annars skapandi starfs, verður öll hin gífurlega jeppaeign einskisvirði. Jafnvel kemur upp spurningin: Til hvers er verið að reka há- skóla? Og menn rekur í vörðurnar með og kunna ekki svar. Nú fyrir skemmstu fór af stað svolítið spennandi tal í blöðum og á götum úti varðandi listastarfsemi í Árnessýslu. Um listaskálann hans Einars Hákonarsonar í Hveragerði og um réttleik eða rangleik rekstrarins á Listasafni Árnesinga á Sel- fossi sem reyndar hefur ekki heyrst nefnt á nafn fyrr en þetta, allt í einu, um áratuga skeið. Manni fannst að nú væri eitthvað að fara af stað. En allt í einu þögnuðu allar raddir. Hvers vegna? Trúlegast vegna þess að sjálfan grund- völlinn undir umræðuna vantaði. Það er létt að segja „málverkið er dautt“ eða „póstmódernisminn er búinn að vera“ en þegar herðir á og spurningin fer að standa um það hvort einstakar stofnanir eins og söfn og sýningarsalir, jafnvel háskóladeild- ir, eigi að lifa eða deyja verður ekki ráða að leita hjá þeim sem hafa tamið sér full- yrðinga- og útúrsnúningastflinn einan. Þá sjá menn þörf fyrir heimspekilega rök- ræðu, - í fullri alvöru. Á hinn bóginn er margur orðinn dálítið leiður á þessari sífelldu naflaskoðun land- ans. Við íslendingar erum ekkert öðruvísi en fólk er flest. Sagan hefur liðið hér svip- að og í öðrum löndum, framfarir og þroski alþýðu með sama hætti eins og hjá dansk- inum eða hvarvetna annars staðar hjá skyldu fólki. Meir að segja þessi vöntun okkar á grundvallarumræðu, heimspeki, þessi vöntun ríður heimsbyggðinni allri um þessar mundir. Enginn veit hvert gildi á að gefa lífinu. Allir standa ráðþrota gagnvart spurningunum um rétt og rangt. Ekkert síður í Rússlandi, á Austur-Tímor eða í Mið-Ameríku heldur en hér. Og við bíðum spennt eftir hvernig fer. EYVINDUR ERLENDSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. SEPTEMBER 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.