Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 2
SEX TILNEFNDIR
TIL BOOKER-
VERÐLAUNANNA
Lundúnum. Reuters.
TILKYNNT hefur verið um nöfn þeirra sex rithöfunda sem etja
munu kappi um bresku Booker-bókmenntaverðlaunin. Það sem mest
þótti koma á óvart, var sú ákvörðun dómaranna að sniðganga rithöf-
unda líkt og Salman Rushdie, Vikram Seth og Roddy Doyle, sem lík-
legir þóttu til að hreppa hnossið. I stað hinna þekktu nafna bók-
menntaheimsins völdu dómaramir nöfn úr hópi minna þekktra rit-
höfunda frá Englandi, Skotlandi, Egyptalandi, Suður-Afríku og Ind-
landi.Verðlaunin verða afhent 25. október.
Suður-afríski rithöfundurinn J.M. Coetzee var valinn fyrir bók sína
„Disgrace" og er hann sá eini sem áður hefur hlotið verðlaunin. Var
það árið 1983 fyrir bókina „The Life and Times of Michael K“.
Indverjinn Anita Desai, sem hefur áður komist í hóp hinna sex, var
tilnefnd íyrir bókina „Fasting, Eating" og Bretinn Michael Frayn,
sem er betur þekktur fyrir sigra sína í leikhúslífinu, var tilnefndur
fyrir bókina „Headlong“.
Þá var Skotinn Andrew O’Hagan tilnefdnur fyrir bók sína „Our
Fathers" og frá Irlandi, fyrrum blaðamaðurinn Colm Toibin, fyrir
bókina „The Blackwater Lightship“. Sjötta nafnið er Ahdaf Soueif,
sem er af egypskum ættum, og var hann tilnefndur fyrir bókina „The
Map of Love“.
SCHOLA CANTORUM
í VERÐLAUNASÖNG-
FERÐ TIL FRAKKLANDS
KAMMERKÓRINN Schola cantorum er nú að hefja fjórða starfsár sitt
og er fyrsta verkefnið tónleikaferð til Frakklands. Fyrir ári bar kórinn
sigur úr býtum í fjölþjóðlegri keppni í Noyon í Picardie og fékk í fram-
haldi af því boð um að halda ferna tónleika - dagana 23. til 26. september
- í nokkrum hinna stóru dómkirkna héraðsins, þ.e. í Péronne, Beauvais,
Rue og Noyon.
Að ferðinni lokinni hefjast æfingar fyrir aðventutónleika með bland;
aðri efnisskrá sem verða í Hallgrímskirkju sunnudaginn 5. desember. í
febrúar standa fyrir dyrum upptökur á nokkrum af verkum Jóns Leifs
með Sinfóníuhljómsveit Islands, en það er framhald á vinnu sem staðið
hefur undanfarin misseri á vegum útgáfufyrirtækisins BIS. Væntanleg-
ur er hljómdiskur sem hefur m.a. að geyma „Hafís“ fyrir hljómsveit og
kór, en það verk flutti Schola cantorum með sinfóníuhljómsveitinni á
tónleikum fyrr á þessu ári. Jafnframt verður bráðlega lokið upptökum á
verkum sem fylla munu annan hljómdisk. A honum verða m.a. verk eftir
Gesualdo, Schein og Tallis.
Auk upptökuvinnunnar bíða kórsins fjölmörg verkefni á næsta ári.
Þar má nefna tónleika sem væntanlega verða haldnir á vordögum, þátt-
töku í hátíðarhöldum á Þingvöllum 1. og 2. júlí í tilefni af 1000 ára afmæli
kristnitöku á íslandi og ferð á norrænt tónlistarmót í Helsinki í septem-
ber.
Stjórnandi kórsins er Hörður Askelsson.
Morgunblaðið/Golli
FRANZ MIXA OG PÁLL ÍSÓLFSSON
BRJÓSTMYND af Franz Mixa hefur nú verið
komið fyrir í húsakynnum Tóniistarskólans í
Reykjavík, en hann var einn af aðalhvata-
mönnum þess að skólinn yrði stofnaður 1930
og síðan einn af aðalkennurum skólans á
fyrstu árum hans. I sumar kom ekkja hans,
söngkonan Hertha Töpper, og gaf Lands-
bókasafni íslands, Háskólahókasafni, nótur
eftir mann sinn og fylgdi gjöfinni brjtístmynd
af Mixa eftir Marlene Neubauer-Woerner
myndhöggvara, sem skyldi afhent Tónlistar-
skólanum í Reykjavík. Ölafur Mixa læknir,
sonur Franz Mixa og Katrínar Ólafsdóttur,
fyrri konu hans, afhjúpaði si'ðan bijóstmynd-
ina við skólasctningu og hefur henni verið
komið fyrir á aðalgangi skólans við hlið Páls
Isólfssonar, en þeir störfuðu mikið saman
þann tíma sem Mixa bjó hér á landi.
BREZK NUTIMALIST
VELDUR UPPNÁMI
í NEW YORK
BÓKMENNTA-
FERÐ TIL ÍSLANDS
SÆNSKA bókaforlagið En bok för alla
og norrænu fuUorðinsfræðslusamtökin
FNV standa fyrir bókmenntaferð hingað
til lands. Símennt sér um allan undirbún-
ing fyrir þessa ferð í samvinnu við ís-
lensku ferðaskrifstofuna Northern Lights
Tours í Bretlandi. Leiðsögumaður hóps-
ins er Þórarna Jónasdóttir, hópstjóri
Solweig Mononen, starfsmaður hjá En
bok fór alla,
Hópurinn, sjö Norðmenn og fjórtán
Svíar, komu til landsins í gær og dveljast
hér í viku. Þeir munu kynna sér bók-
menntasögu Islands fyrr og nú. Á ferðalgi
um Suðvesturland munu þeir m. a. fræð-
ast um íslendingasögur, Hallgrím Pét-
ursson, Halldór Laxness og Snorra St-
urluson. Einnig munu þeir hitta Einar Má
Guðmundsson til að spjalla við hann og
hlusta á hann lesa úr verkum sínum. I
hópnum eru nokkrir rithöfundar.
Fræðslusambandið Símennt var stofn-
að árið 1996 af Ungmennafélagi Islands,
Kvenfélagasambandi Islands og Bænda-
samtökum íslands. Símennt er aðili að
norrænu fullorðinsfræðslusamtökunum
FNV - Förbundet Nordisk Vuxenopp-
lysning. Framkvæmdastjóri Símenntar
er Edda H. Halldórsdóttir.
BORGARSTJÓRINN í New York, Rudolph W.
Giuliani, hefur að sögn The New York Times
hótað að fella niður styrki til Brooklyn-lista-
safnisns, nema hætt verði við brezku sýninguna
„Sensation“, sem á að opna í safninu 2. október.
Borgarstjóranum varð svona mikið um þegar
hann skoðaði sýningarskrána og lýsti hann
verkunum sem sjúklegu efni og beindi spjótum
sínum sérstaklega að mynd af Maríu mey
ataðri í fílaskít. Arnold L. Lehman safnstjóri
vildi ekkert segja um hótanir borgarstjórans en
kvaðst vonast eftir fundi með honum til þess að
freista þess að hafa hann ofan af fyrirætlunum
sínum. „Það er hluti af skyldum listasafns að
standa vörð um tjáningarfrelsi listamannsins,"
hefur blaðið eftir honum.
Sýningin vakti mikla athygli og sterk við-
brögð meðan hún stóð í Royal Academy of Arts
í London fyrir tveimur árum en í millitíðinni
hefur hún verið sett upp í Hamburger Bahnhof
í Berlín. Þetta er samsýning brezkra myndlist-
armanna sótt í einkasafn auðmannsins Charles
Caatchi, þar sem m.a. gefur að líta verk Da-
mien Hirst með dauðum dýrum í formalíni og
sjálf Marc Quinn, sem hann gerði úr eigin
blóði. En í London fór mest fyrir brjóstið á
sýningargestum mynd af barnamorðingjanum
Myru Hindley, sem Marcus Harvey mótaði
með handprenti lítilla barna. Varð að fjarlægja
myndina eftir að gestir höfðu fleygt í hana
bleki og eggjum. Samkvæmt The New York
Times nemur styrkur New York-borgar til
Brooklyn-listasafnsins um 7 milljónum dollara
á ári, sem er um þriðjungur ráðstöfunarfjár
safnsins, en einnig eru 20 milljónir dollara á
fjárhagsáætlun borgarinnar ætlaðar til endur-
bóta á húsakosti safnsins, sem er næststærsta
safn borgarinnar á eftir Metropolitan.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn
Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinsson-
ar.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14
Sigurður Eyþórsson. Til 10. okt.
GalIeríÉhlemmur.is. Þverholti 5
Þóra Þórisdóttir og Valgerður Guðlaugsdóttir.
Til 27. sept.
Gallerí Stöðlakot
Kolbrún Sveinsdóttir Kjarval. Til 3. okt.
Gallerí Sævars Karls, Bankastræti
Magnús Kjartansson. Til 14. okt.
Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs
Inga Rós, Olafur Lárusson og Benedikt Gunn-
arsson. Til 10. okt.
Gerðuberg
Þorvaldur Þorsteinsson. Til 17. okt.
Hafnarborg
Eiríkur Smith. Til 27. sept.
Hallgrímskirkja
Jón Axel Björnsson. Til 28. nóv.
Byggðasafn Eyrarabakka, Húsið
Klæðið fljúgandi. Til 31. okt.
i8, Ingólfsstræti 8
Kristján Guðmundsson. Til 10. okt.
Islensk grafik, Hafnarhúsinu
Sýning á ljósmyndaverkum Einars Fals Ing-
ólfssonar, Guðmundar Ingólfssonar, Ivars
Brynjólfssonar, Spessa og Þorbjargar Þor-
valdsdóttur. Til 10. okt.
Kjarvalsstaðir
Hafsteinn Austmann. Borgarhluti verður til.
Patrick Huse. Til 24. okt.
Listasafn ASÍ Ásmundarsalur og Gryfja: Daði
Guðbjörnsson. Arinstofa: Sýnishorn verka úr
eigu safnsins. Til 3. okt.
Listasafn Akurcyrar Hlynur Hallsson og Ma-
koto Aida. Til 7. okt.
Listasafn Einars Jónssonar Opið alla daga
nema mánudaga) frá kl. 14-17. Höggmynda-
garðurinn opinn aila daga.
Listasafn Islands Helgi Þorgils Friðjónsson
og tvær sýningar á verkum úr eigu safnsins.
Til 28. nóv.
Listahornið, Akranesi
Friðrik Jónsson. Til 4. okt.
Ljósmyndasafn Rvíkur, Borgartúni 1
Tore H. Royneland. Til 26. sept.
Mokkakaffi Ljósmyndasýning Rúnars Gunn-
arssonar. Til 1. okt.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumarsýning-
in Spor í sandinn.
Nýlistasafnið Malin Bogholt, Anna Carlson,
Maria Hurtig, Mauri Knuuti, Pia König og
Leif Skoog. Bjarta og Svarta-sal: Luc
Franckaert. Setustofa: Afmælissýning Is-
landsdeildar Amnesty International. Til 17.
okt.
One o one Gallerí, Laugavcgi 48b
Gabríela Friðriksdóttir og Magnús Sigurðar-
son. Til 12. okt.
Sjómipjasafn Islands, Vesturgötu 8, Ilafnarf.
Fiskurinn í list Sveins Björnssonar. Til 15.
okt.
Slunkaríki, fsafirði Færeysk myndlist: Aase
Bomler Olsen. Til 25. sept.
Stofnun Árna Magnússonar, Ámagarði v.
Suðurgötu Handritasýning opin þriðjudag-
föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí.
Þjóðarbókhlaðan List Inúíta, til 4. nóv.
TONLIST
Sunnudagur
Langholtskirkja: Orgelleikur: Michael Radu-
lescu. Kl. 17.
Stykkishólmskirkja: Sigurbjörn Bernharðsson
fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir
píanóleikari. Ki. 20.30.
Mánudagur
Salurinn, Kópavogi: Sönglög Sigfúsar. Berg-
þór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas
Ingimundarson. Kl. 20.30.
Þriðjudagur
Salurinn, Kópavogi: Nina Margrét Grímsdótt-
ir píanóleikari og Blásarakvintett Reykjavík-
ur. Kl. 20.30.
Miðvikudagur Neskirkja: Orgelleikur: Reynir
Jónasson. Kl. 20.
Fimmludagur
Hallgrímskirkja: Sankt Annæ-skólakórinn.
Kl. 20.30.
Salurinn, Kópavogi: Sönglög Sigfúsar. Berg-
þór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas
Ingimundarson. Kl. 20.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Abel Snorko býr einn, sun. 26. sept.
Tveir tvöfaldir, lau. 25. sept.
Glanni glæpur í Latabæ, frums. 30. sept.
Borgarlcikhúsið
Litla hryllingsbúðin, fim. 30. sept.
Sex í sveit, sun. 26. sept.
Pétur Pan, sun. 26. sept.
Fegurðardrottningin frá Línakri, fim. 30. sept.
Islenska típeran
Hellisbúinn, fim. 30. sept.
Iðnó Hádegisleikhúsið: 1000-eyja sósa, fós. 1.
okt. Rommí, lau. 25., fím. 30. sept.
Loftkastalinn SOS Kabarett, lau. 25. sept.
Fös. 1. okt.
Kaffilcikhúsid
Ævintýrið um ástina, sun. 26. sept.
Tjamarbíó Töfratívolí, sun. 26., sept.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999