Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 16
HANNAÐI EINU SINNI GERVITUNGL Listin, trúin og vísindin mætast í hugarheir ni og verkum Benedikts Gunnarssonar listmálara. Ljc Ssið er | þó rauði þráðurinn í myndverkum hans á n ýrri sýningu í Gerðarsafni; Listasafni Kópavogs. ÞÓRODDUR BJARNASON ræddi við Benedikt. AÐ býr sannkallaður frumkraft- ur í Benedikt Gunnarssyni list- málara. Þessi kraftur endur- speglast í verkum hans og því hvernig hann talar um myndlist. Um leið og blaðamaður og Bene- dikt heilsast fer Benedikt á flug og talar vítt og breitt um tengsl lista og vísinda, um tengsl vísinda og trúar, um ljósið, lífið og kennsluna. Það er ekki ann- að hægt en að hrífast með. Það hefur ekki farið mikið fyrir Benedikt á sýningarsviðinu síðustu ár þótt hann hafi ekki setið auðum höndum. Hann á að baki langan feril í myndlist og alls 24 einkasýningar en undanfarið hefur hann verið atkvæðameiri í kirkjuskreytingum en raunverulegu sýning- arhaldi. I kirkjulistinni leggur Benedikt metnað sinn í að finna nýjar leiðir í mynd- sköpun og er hugmyndavinnan þar grunnur að góðu verki, að hans sögn. „Listin er eins og lifandi jörð, hún er í stöðugri mótun eins og landið. Ekkert stend- ur í stað, ekkert er eilíft og þannig er listin einmitt líka,“ segir Benedikt. „Eg hef alltaf heillast af vísindum, hugviti og hátækni. Ég lít svo á að öll tæki og vopn sem fundin eru upp séu vitnisburður um mannvit og menningu hverrar þjóðar. Þrátt fyrir að fyrsta atómsprengjan t.d. hafi verið hræðileg er hún vitnisburður um mikið mann- vit og háþróaða tækni. Svona tekst þetta á,“ segir Benedikt og heldur út höndunum til út- skýringar. Maður kemst ekki hjá því að hugsa til end- urreisnarmannsins Leonardos da Vincis þeg- ar Benedikt talar um áhuga sinn á tækjum og vísindum. Ég spyr Benedikt hvort hann hafi aldrei smíðað vopn eða flókin tæki líkt og meistarinn gerði. „Ég hannaði einu sinni gervitungl,“ svarar Benedikt, „þó það hafi aldrei farið lengra en í skissuform. Það átti að verða eins konar skúlptúr, eða bara kringlótt heimasmíðað gervitungl. En annars hef ég verið í ýmsu og auk þess að mála og teikna með flestum þess- um hefðbundnu efnum sem sjást hér á sýnin- unni, hef ég gert bæði steinda glugga í kirkj- um og altarismynd úr mósaík." Þar á Benedikt við altarismyndina í Há- teigskirkju sem margir þekkja. Hann segir að það að þurfa að fella verk sitt að hugverki annars manns, þ.e. arkitektsins, fæli marga listamenn frá slíkri myndgerð en honum sjálf- um hafi líkað það vel. „Margir hafa andúð á útreikningum í tengslum við svona verk og það fælir þá frá.“ Eins og áður sagði hefur Benedikt einnig Ljósið er tvíþætt, bæði trúarlegt og eðlisfræðilegt, segir Benedikt Gunnarsson. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.