Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 5
Honum lék nefnilega forvitni á því að fá að vita hvað mál við værum að tala. I’annig byrj- aði það allt saman. Upp frá þessu áttum við þó nokkrum sinnum tal saman um ýmis óskyld efni þarna á Bar Norland. Meðal annars var ánægjulegt að heyra að þau voru bæði kunnug fornbókmenntum okkar og vissu deili á Hall- dóri Kiljan Laxness. Fundum okkar Sartre bai- síðast saman á flugvellinum á Melgerðis- melum fram í Eyjafírði, sem ég hafði reyndar tekið þátt í að byggja á stríðsárunum. Sartre hafði verið boðið til Islands í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á Flekkuðum löndum (Les mains sales) eða Skítverkinu, titli sem mér hefði þótt betur hæfa efni og anda verksins, en það er önnur saga. Þótt alltof djúpt í árinni væri tekið að segja að þetta hafi verið fagnað- arfundur gamalla vina, kannaðist samt franski heimspekingurinn við íslenska námsmanninn, sem hann hafði kynnst af tilviljun á danskri öl- ki'á í París endur fyrir löngu. Frægir listamenn eru eins misjafnir og þeir eiu margir. Sumir eru viðkunnanlegir, aðrir fráhrindandi. Einhverju sinni vorum við Agn- ar Þórðarson, leikskáld og skáldsagnahöfund- ur, á gangi í Faubourg St.-Honoré í París í kringum 1960 að mig minnir, þegar við mætt- um engri annarri en þokkagyðjunni, Brigitte Bardot. Osjálfrátt beindum við sjónum okkar að henni, enda ekki á hverjum degi sem svona kona verður á vegi manns. Henni hefur eflaust þótt við stara á sig eins og naut á nývirki og brást hin versta við og hvessti á okkur augun. Ut úr svip hennar skein mikilmennska og mannfyrirlitning. Síðan höfum við ekki séð hana á förnum vegi og í sannleika sagt erum við ekki sérlega sólgnir í neina endurfundi við þessa þóttafullu fegurðardrottningu. Sartre á Melgerðismelum Tilviljunin réð því að ég rakst á Sartre á flugvellinum á Melgerðismelum í Eyjafirði hérna um árið og varla verður annað sagt en að hún ráði oft á tíðum furðulegustu hlutum. Árið 1954 var ég staddur í stórversluninni Samaritain með þrjátíu manna hópi íslenskra ferðamanna á vegum ferðaskrifstofunnar Or- lofs, er hafði þá nýlega verið stofnuð af As- mundi Magnússyni. Þarna vai' margskonar varningur, sem gekk greinilega mjög í augun á íslenska ferðafólkinu. Þar sem það var í óða önn að tæma pyngjurnar sínar og peninga- veski kom að máli við mig kona nokkur, sem reyndist vera deildarstjóri og vildi fá að vita hvort ég væri fyrirliði þessara kaupglöðu við- skiptavina. Eg jánkaði því. Kom þá í ljós að henni var miklu meiri forvitni á að vita allt annað og skýrir eftirfarandi spurning hennar það fullkomlega, en hún hljóðaði svona á frönsku: „Est-ce que vous connaissez par hasard Monsieur Bæi en Islande?" eða á ís- lensku :“Þekkið þér kannski Monsieur Bæi á íslandi?" (Gælunafn mannsins birtist hér í ör- lítið breyttri mynd af tillitssemi vð viðkom- andi.) Og viti menn, ég þekkti þennan náunga, Monsieur Bæi, heima á Islandi. Hann átti í æsku heima á Akureyri og sem ég stóð þarna frammi fyrir þessari frönsku konu gat ég ekki með nokkru móti komið fyrir mig hinu raun- verulega nafni hans. Svo bað hún mig um að gera sér þann greiða að færa Monsieur Bæi bréf, sem hún trúði mér fyrir að væri rukkun- arbréf og varð ég vitanlega við bón hennar. Veslings konan vissi ekki meira um þennan furðufugl en að hann hét Monsieur Bæi og bjó á Islandi. Margar undarlegar tilviljanir hafa hent mig á lífsleiðinni, en ég hygg að þessi kóróni þær allar saman. Aður en heim var komið rifjaðist upp fyrir mér hið rétta nafn mannsins, svo ég átti ekki í neinum vandræðum með að koma bréfinu í hendur rétts aðila. I ágúst árið 1947 var efnt til alþjóðlegs skátamóts í Frakklandi, svonefndrar , jambor- ee“-samkomu eða heimsþings. Það sóttu skát- ar hvaðanæva úr heiminum, meira að segja úr fjarlægustu hornum hans og auðvitað létu ís- lenskir skátar sig ekki vanta í þennan fjölþjóð- lega fagnað. Mótstaðurinn hét Moisson, smá- bær ekki ýkjalangt frá París. Um svipað leyti voru staddir nokkrir góðir gestir frá Islandi í París, sem nú verða nafngreindir: Þórbergur Þórðarson, rithöfundur, og konan hans Mar- grét, Guðbrandur Jónsson, prófessor, og þý- skættaða konan hans, Davíð Olafsson, fiski- málastjóri, síðar seðlabankastjóri, og konan hans og Gunnar Norland, menntaskólakenn- ari. Eg man ekki lengur glöggt hver stakk upp á því við þetta fólk að gaman gæti verið að heilsa upp á íslensku skátana í Moisson, en ég er ekki frá því að það hafi verið Kristján Al- bertsson, sendiráðsfulltrúi. Þótt hann væri óumdeildur fyrirliði hópsins, vai' ég honum engu að síður til halds og trausts, sem var reyndar hreinn óþarfi. Ferðin gekk tíðinda- laust að heita, nema eftir að skipt var um lest og við flutt síðasta spölinn í hálfgerðri stór- gripalest, sem var fjarri því að vera boðleg virðulegum sendiráðsfulltrúa og hans fríða föruneyti. Menn létu það þó ekki á sig fá og skemmtu sér hið besta þrátt fyrir þennan lítil- fjörlega farkost. Þegar á áfangastað var komið hittum við öll einhvern skáta sem við könnuð- umst við eða vissum deili á ættfólki hans. Eg rakst t.d. á gamlan bernskuvin og leikbróður frá Akureyi'i, Kristján Hallgrímsson, ljós- myndara, og nýlega komst ég að því að þarna meðal íslensku skátanna hefði verið enginn annar en Páll Gíslason, skátahöfðingi, læknir og formaður Eldri borgara, sem nú hefur látið af störfum. Þórbergur og Margrét i heimsborginni Á meðan Þórbergur Þórðarson og Margrét höfðu viðdvöl í heimsborginni París voi'um við Hörður Ágústsson þeim hjónum stundum inn- an handar, leiðbeindum þeim eftir bestu getu, sýndum þeim sögufræga staði og ýmiskonar söfn eins og t.d. Louvre-safnið, sem hefur svo margar og fágætar gersemar að geyma. Þarna var Hörður, vinur minn, á heimavelli, enda allra manna fróðastur í listsögu og satt best að segja var hann í essinu sínu allan tímann sem við vorum þarna með þeim hjónum. í einum sal nam hann staðar fyrir framan stærðarmál- verk (6x4 m á að giska) eftir flæmska meistar- ann Rubens og byrjaði að flytja langt og fróð- legt erindi um æviferil hans og listsköpun og átti í rauninni ekki nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni og aðdáun á Rubens svo og á flæmsku listbræðrum hans. Að lofræðu hans lokinni kom brátt í ljós að Margrét var ekki jafnbergnumin af snilld Rubens eins og Hörð- ur og maldaði því í móinn með þessum orðum: „Mér finnst ekkert varið í þetta flannastóra málverk. Hvernig í ósköpunum ætti ég t.d. að fara að því að hengja það upp á vegg í íbúðinni Kristján Albertsson, Þórbergur og Margrét kona hans á góðri stund í París. okkar við Hringbrautina?11 Það er ekki ofmælt að þessi óvænta athugasemd hafi komið sem köld gusa framan í listmálarann og fræði- manninn, Hörð Ágústsson. Já, auðsætt er að æðimisjafn getur mælikvarði fólks á myndlist verið eins og þetta dæmi sannar best. Ég man nú ekki lengur hvort það var þenn- an sama dag eða daginn eftir sem við fjór- menningarnir fórum saman út að borða, en hitt man ég aftur á móti glöggt að veitingahús- ið var við Breteuil-torg. Eftir að hafa grann- skoðað hvað var á boðstólum og þýtt fyrir Margréti og Þórberg heitin á réttunum og at- hugað verðið á þeim, auk þess að umreikna það í íslenskar krónur, æxlaðist það einhvern- veginn þannig til að Þórbergur fór að tala um minni konu sinnar, sem hann kvað vera ótrú- lega traust, einkum á tölur. Að vísu væri hún ekki alveg óskeikul í ártölum, en hins vegar myndi hún ekki aðeins öll símanúmer heldur alla prísa frá því að hún fermdist og það þótti honum annálsvert þrekvirki. Einhver kynni að ætla að með þessum orðum væri Þórbergur að stríða konunni sinni eða draga af henni dár, en það er af og frá, enda voru þau mæld af heilum huga og einlægri aðdáun. Kaffiboð Laxness á Coupole Síðsumars eða í haustbyrjun kom svo sam- herji Þórbergs og skáldbróðir Halldór Kiljan Laxness ásamt konu sinni Auði í heimsókn til Parísar. Við það tækifæri buðu þau hjónin nokkrum íslenskum Parísarstúdentum til kaffidrykkju á Coupole, þeim sögufræga veit- ingastað á Montparnasse. Ég hafði ekki hug- mynd um þetta boð fyrr en „Svendemand“, vingjarnlegi þjónninn á Bar Norland fékk mér miða með skilaboðum frá þeim Thor Vil- hjálmssyni og Herði Ágústssyni um að skunda undireins upp á Coupole, þai' sem Halldór Laxness og frú byðu okkur uppá kaffi og kök- ur. Síðustu orðin sem stóðu á miðanum munu seint hverfa mér úr minni, en þau hljóðuðu svona: „Taktu Örlyg ekki með.“ Mér er enn ráðgáta hvað þeim gekk eiginlega til, en það er ekki að orðlengja það, ég hafði þessi fyrir- mæli að engu og við Örlygur drifum okkur af stað. Gestgjafarnir tóku okkur með kostum og kynjum og kaffiboðið fór hið besta fram. Við áttum þarna yndislega stund saman. Skáldið lék á als oddi og var hið skrafhreifasta. Margt og misjafnlega merkilegt bar þarna á góma. Við sögðum Laxness meðal annars frá Hví- trússa nokkrum, Boris að nafni. Þessi ógæfu- sami flóttamaður hafði lagst í svo mikinn drykkjuskap og óreglu að hann var svo að segja hættur að hirða sig, enda kominn með geitur. Nokkrum vikum eftir þetta skemmtilega kaffiboð á Coupole birtist svo gi-ein, einskonar fréttapistill, eftir Halldór Laxness í Þjóðvilj- anum og fjallaði hún um heimsókn þeirra hjóna til Parísar og í henni var m.a. gerður samanburður á fyrstu og síðustu kynnum greinarhöfundar af heimsborginni. Af honum mátti greinilega ráða að þau fyrstu tóku þeim síðustu talsvert mikið fram. Með öðrum orðum hafði París ásamt íbúunum og menningu þeirra fallið í áliti hjá Halldóri Kiljan Laxness. Máli sínu til sönnunar benti hann t.d. á þá skelfilegu staðreynd að annar hver maður á Montparnasse væri með geitur. Maður er ekki skáld fyrir ekki neitt. Okkur Parísarstúdent- unum þótti þessi lýsing allævintýraleg, þótt ekki sé meira sagt, þar sem við könnuðumst aðeins við einn mann, sem gekk með þennan lítt aðlaðandi húðsjúkdóm, þ.e.a.s. örlagabytt- una Boris. Við heimildarmennirnir vorum í stuttu máli sagt orðlausir af undrun út af þessum ummæl- um um heilsufar íbúanna á Montparnasse. Það mun á fárra manna færi að hafa svona enda- skipti á hlutunum, en hvað varðar þá um sann- leikann er Sultungamjöðinn teyga? Sumarið sem Halldór Laxness dvaldi á Hótel Goðafossi á Akureyri og vai' að semja Hið ljósa man bar fundum okkar aftur saman í kaffiboði á heimili Eiríks Kristjánssonar, kaup- Greinarhöfundurinn t.v. og Gunnar Noriand njóta biíðunnar í garði í París. manns, og konu hans, frú Maríu Þorvalds- dóttur, við Eyrarlandsveg 26. Þetta gamla og glæsilega timburhús hafði lengstum verið í eigu Brynleifs Tobíassonar, menntaskólakenn- ara, en eftir að hann flutti suður eignuðust þau hjónin, Eiríkur og María, það. Aður en þau fluttu svo á sínum tíma búferlum til höfuð- borgarinnar festu kaþólskir kaup á fasteign- inni og breyttu henni brátt í guðshús, sem ber nú hið virðulega heiti, Péturskirkjan, jafnvel þótt hún sé fjarri því að vera jafnhátimbruð og nafna hennar í Rómaborg. Það hlýtur að hafa glatt hið kaþólska hjarta Brynleifs, að gamla heimilið hans skyldi verða gert að opinberum vettvangi páfadóms norðan heiða. Sennilega mætti segja hið sama um Halldór Laxness, þrátt fyrir að hann ætti það stundum til að vera nokkuð reikull jafnt í kaþólskunni sem kommúnismanum. Gestgjafi okkar, María Þorvaldsdóttir, vai' systir Rannveigar Smith, sem samdi bók um mannasiði fyrir meira en hálfri öld og hét hún einfaldlega Kurteisi. Eftir almennum um- gengnisvenjum mörlandans að dæma hefur siðalærdómur hennar ekki fest ýkjadjúpar rætur í íslenskri þjóðarsál. Rannveigu hafði Halldór kynnst 1928 í San Francisco, þar sem hún starfaði í danska sendiráðinu. Hvort hún greiddi götu hans þar á einhvern hátt er mér alls ókunnugt um, en hitt veit ég að hann gaf henni að skilnaði einu bókina sem hann átti, þ.e.a.s. Vefai-ann mikla frá Kasmír og þannig er tileinkun skáldsins á titilblaðinu einmitt orðuð. Víkjum nú aftur að kaffiboðinu, sem Bryn- dís Pétursdóttir, leikkona og tengdadóttir Maríu, sat líka. Þetta kvöld vai' rætt um menn og málefni bæði í alvöru og gamni og sögur sagðar af náunganum eins og gengur og ger- ist, m.a. greindi ég frá lygilegu ævintýri, sem hafði þá nýlega hent í næsta húsi. Þar bjó embættismaður nokkur, sem þótti í meira lagi svallsamur og kenjóttur. Konan hans reyndi að hafa taumhald á honum, en því miður með litlum árangi'i. Einhverju sinni brá hún sér austur í Suður-Þingeyjarsýslu í nokkurra daga heimsókn til ættingja sinna. Slíkt tæki- færi lætur enginn sannur svallari sér úr greip- um ganga. Hann birgir sig upp af vínfongum og býður heim til sín vinum og drykkjufélög- um. Sumir staldra við skamma stund og hverfa svo á brott eftir að hafa svalað þorsta sínum, aðrir eru þaulsetnari eins og t.d. einn skólabróðir minn. Um miðja nótt var hann orðinn einn eftir hjá embættismanninum lífs- glaða. Þegai' ölteitið stóð sem hæst vildi gest- gjafinn endilega sýna skólabróður mínum for- láta kaststöng, sem hann hafði nýlega eignast og byrjaði þá ballið fyrir alvöru. Það skipti engum togum, hann fór að sýna skólabróður mínum listir sínai’ og tók til við að kasta eins og óður maður þarna inní miðri stássstofunni. Önglarnir festust allsstaðar í plussinu, á sófan- um, í gólfteppinu, í gluggatjöldunum og í púð- unum. Fyrir utan önglana voru tóm glös, fullir öskubakkai’ og vindlastubbar eins og hráviði út um allt. Það var ekki beinlínis neinn stáss- bragur á stofunni lengur og von á konunni heim úr sveitinni eftir tvo daga. Jæja, nú voru góð ráð dýr. Daginn eftir fær embættismaður- inn góða konu til að þrífa húsið og fjarlægja alla önglana og ekki nóg með það, hann fer sjálfur fyrst í sundlaugina og síðan beinustu leið til rakarans og er því bæði fínn og strok- inn þegar hann tekur á móti konunni á um- ferðarmiðstöðinni. En hvað gerist þegar þau eru komin heim og stíga yfir þröskuldinn inn í stássstofuna? Undur og stórmerki! Þar blasir nefnilega við þeim heldur ófögur sjón, allt á tjá og tundri. Það var eitthvað alvarlega bogið við þetta allt saman. Það kom nefnilega á dag- inn að embættismanninn lífsglaða hafði bara dreymt að hann hefði fengið konu til að taka til hjá sér. Maður getur rétt ímyndað sér við- brögð eiginkonunnar, en um þau verður ekki fjölyrt hér. Skólabróðir minn og vinur, sem vai' sjónar- vottur að þessu furðulega uppátæki, var Ör- lygui' Sigurðsson, listmálari, og lýsti hann því fyrir mér á ákaflega kjarnyrtu máli eins og hans var von og vísa skömmu eftir að það bar til. Seinna heyrðust aðrar útgáfur af þessu at- viki, sem að mínum dómi orka tvímælis. En hvað um það, þessi frásögn mín verður síðan kveikjan að smásögunum: Veiðitúr í óbygðum (svo!) og þar gerir höfundurinn sér mat úr efn- inu á meistaralegan hátt. Orðsnilld, agað hug- myndaflug, en einkum og sér í lagi leiftrandi kímni eru helstu einkenni þessa litla og fágaða gimsteins, sem þessi smásaga óneitanlega er. Hér fatast honum hvergi tökin eins og í fréttapistlinum eða Þjóðviljagreininni um París, þar sem hann sá geitur á kolli annars hvers manns á Montparnasse. Sá samsetning- ur var vægast sagt misheppnaður, enda gjör- sneyddur allri fyndni. Nú virðist það ganga guðlasti næst að anda á Nóbelsverðlaunaskáldið og gagnrýna það. Það flokkast nánast undir argasta níð og van- virðu. Nú skulu allir hrópa hósíanna í einum kór og lofsyngja meistai'ann mikla eins og Jesúm stórstjörnu. Það er ekki ofmælt að Halldói' Kiljan Laxness hafi verið settur á svo háan stall að hann sé með öllu hættur að vera mennskur, sé eiginlega kominn í guða tölu. Mér er spurn hvort honum sé í rauninni nokk- ur greiði gerður með slíkri ofdýi'kun. Þetta viðhorf kom svo berlega í ljós í sjónvarpsþátt- um Halldórs Guðmundssonar skömmu eftir andlát höfundar. Þetta var í stuttu máli sagt ein endalaus lofrolla að heita og þarafleiðandi ekki minnst einu einasta orði á hinai' stór- merkilegu og fróðlegu rannsóknir Eiríks Jóns- sonar, Aðföng Halldórs Laxness, sem Lesbók- in birti á sínum tíma. Mai'kmiðið með þeim var eingöngu það að leiða í ljós á algjörlega hlut- lægan hátt hvaðan Halldór Laxness hafði viðað að sér efni eða leitað fanga. I beinu framhaldi af þessu er ekki úr vegi að minna á ummæli Goethes um franska skáldsagnarithöfundinn Stendhal í Viðtölum við Eckermann, en þau hljóðuðu svona: „Þessi maður kann að nota aðra af hreinni list og tileinka sér hugmyndir þeirra.“ Rétt er að taka það fram að þýska skáldinu þótti þrátt fyrir það mjög mikið til rit- verka Frákkans koma. Og nú allt í einu rifjast upp fyrir mér nokkuð sem Vilmundur, heitinn Jónsson, landlæknir sagði mér frá inni á lestr- arsal Landsbókasafnsins fyi-ir allmörgum ár- um. Hann og Halldór Laxness sátu einhverju sinni ásamt fleirum, sem vöndu komur sínar á Ingólfskaffi og ræddu um landsins gagn og nauðsynjar eins og svo oft áður. I þetta skiptið barst talið m.a. að heimilda- og ritstuld og voru nokkuð skiptar skoðanir um það mál eins og gengur og gerist meðal lslendinga og við þetta tækifæri lét Halldór eftirfai-andi orð falla og það í meðvituðum hálfkæringi: „Það veit eng- inn hvað ég er mikill rummungur." Svo hélt Vilmundur áfram og bætti því við að enginn þeirra hefðu trúað honum, enda tæplega ætlast til þess. Er ekki nokkur leið fyrir okkur íslendinga að dá Halldór Laxness og meta verk hans að verðleikum án þess að verða blindri aðdáun og hreinustu öfgum að bráð? Ef til vill mætti gera það með því að ljá honum aftur mannlegt eðli með öllum sínum kostum og ágöllum eða með öðrum orðum að endui'heimta hann úr heimi guða og taka hann aftur í manna tölu. Höfundurinn rak um áratuga skeiö málaskóla í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.