Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 11
WANNAEYJUM SON bregður stórum svip yfir þetta fagra umhverfi. Húsin í 3n á móti kemur sá kostur sem er mun veigameiri, að ;tum myndverkum hefur verið komið fyrir af miklum ihúsið. Nokkur fyrirtæki gáfu bænum myndina 1975. iteypa af lágmynd Einars Jónssonar myndhöggvara, iðingu sálar, er eitt útilistaverkanna í Eyjum og er til irmyndar hvernig verkinu hefur verið komið fyrir. Ann- útilistaverk í Eyjum er myndin um Guðríði Símonar- ttur - Tyrkja-Guddu - eftir Ragnhildi Stefánsdóttur. is og fram kom í Morgunblaðinu fyrir viku hefur Vest- innaeyjum áskotnast ný útilistaverk eftir Örn Þor- íinsson, Pál Guðmundsson í Húsafelii og erlenda ’ndlistarmenn. Á bak við mynd Einars sést verzlunar- s sem hefur þá sérstöðu í Vestmannaeyjum að vera fbrigði kúluhúss og er ólíkt öðrum húsum í bænum. JREYTT Húsið heitir Jaðar og er nr. 6 við Vestmannabraut. Það er elzt þeirra húsa sem hér sjást, byggt 1907. Þetta hús varð þeirrar gæfu aðnjótandi að standa eftir gosið, en á bak við það rís hraunbrúnin. Þetta er að mörgu leyti dæmigert timburhús frá fyrsta áratugnum með fallegu útskoti fyrir forstofu og svalir uppi á því. í fasteignamatsbók frá 1918-19 segir að húsið sé þurrabúð, eign Magnúsar Þórðarsonar kaupmanns. Lengdin er 7,40 m og breiddin 6.25 m. Þótt ótrúlegt megi virðast stendur þar og að 4 íbúðir séu í húsinu, 9 herbergi alls. Kirkjuvegur 21 er eitt af stærri húsunum í bænum. Ekki er vitað hver teiknaði húsið, sem byggt var 1919, en fyrir gos var Brynjólfsbúð þar til húsa. Viðbygginguna teiknaði Páli Zóphóníasson 1993. Þar er veitinga- og skemmtistaður. Landakirkja varð allri þjóðinni hugstæð í gosinu og birtust af henni ótal myndir þar sem hún stóð ein sér með eldinn að bakí. Kirkjan á sér merka sögu; hún er þriðja elzta steinkirkja landsins, næst á eftir Viðeyjarkirkju og dómkirkjunni á Hólum sem fullgerð var 1763. Bygging Landakirkju hófst 1774 og lauk síðla árs 1778. Arkitekt kirkjunnar var Georg David Anthon, lærisveinn og aðstoðarmaður hjá Eigtved, einum kunnasta arkitekt og hallarsmið Dana í þá daga. Sú óvenjulega skipan er í Landakirkju að predikunarstóllinn er yfir altarinu. Kirkjan á góða gripi, m.a. hljómfagrar kirkjuklukkur frá 1619 og 1743. Turninn setur mestan svip á Landakirkju, voldugur stöpull í hæð á móts við mæni kirkjunnar og uppúr honum mjórri turn. Háeyri tíðkaðist að nefna þetta hús að Vesturvegi 11A í Vestmannaeyjum. Það er með eldri húsum bæjarins, byggt 1911 sem íbúðarhús, en hver á heiðurinn af því er ekki vitað. í fast- eignamatsbók 1918-19 stendur með fagurri rithönd að Háeyri sé þurrabúð, eignar og íbúað- arhús Guðmundar Jónssonar sjómanns. Þar stendur ennfremur að húsið sé járnklætt timbur- hús, 7m á lengd og breiddin 6.40m. f húsinu eru þá tvær íbúðir, 7 herbergi og 2 ofnar og tekið fram að sá hluti lóðarinnar sem ekki er byggt á, sé matjurtagarður. UMHVERFI SÓLVEIG K. EINARSDÓTTIR KONA FRÁ SKÓG- LAUSU LANDI I Haustar í huga húmar í garði hulda fortíðar vakir meðan „blómin sofa“ - undh’ iljum annar heimur Aðeins ein rós angar meðal runna rjóð sem roði sólar á rústrauðum himni „fölnar og bliknar“ á frostnóttu II Eitt sinn undi í fóðurgarði við ást ogyndi uxu hugsjónir eikum hærri Eitt sinn unni ungum mönnum átti drauma um dýrðarheima fornar ástir aldrei fölna Eitt sinn undi í fjallasali við„blágresið blíða“ og bjartar nætur blönduðust blikur á lofti bláum sólskríkjusöngnum III Með fleygum fugli furðustórum til fjarlægra staða fegins hugar - heillandi heimur ófriðarkrákan enn þótt sveimi Suðrænar fjaðrir fljúga eigi framandi leið færa engar kveðjur þeim sem lengi beið - svanirnir svartir sópa þarf laufín fyrir ókunna gestinn. IV Villt í vegleysu þrösturinn þögull í faðmi huldu andartaksþögn áður en froskurinn fer að syngja Vakir ein í garði rósin rauða bíður frostnátta Höfundurinn er rithöfundur og býr í Ástralíu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.