Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 17
Ég hef verið íýmsu og aukpess að mála og teikna með flestum pessum hefðbundnu efnum sem sjást hér á sýningunni, hef éggert bæði steinda glugga í kirkjum og altarismynd úr mósaík. Hraunfossinn. Ljósbrautir og himinvíddir. gert mikið af steindum gluggum í kirkjur. „Þó að ég hafi ekki haldið margar málverkasýn- ingar undanfarin ár er þessi kirkjulist mín, í hverri kirkju fyrir sig, í raun eins og mál- verkasýning. A bakvið þessar skreytingai' liggm' gífurlega mikil undirbúningsvinna og afraksturinn er alltaf eins og stór málverka- sýning og rúmlega það,“ segir Benedikt. „Kirkjuverkin byggjast upp af hug- myndapælingum hjá mér þar sem trúin er auðvitað þungamiðjan. Ég fer alltaf á stað, sannfærður um að ég hafi eitthvað nýtt fram að færa í miðlinum. Ég vil endurnýja mynd- mál kirkjulistarinnar og koma fram með ný og fersk viðhorf." Ljósið er igildi guðdómsins Hann segir að í leit sinni að nýjungum fari hann oft í smiðju vísindanna og þannig hafi hann hellt sér út í að kynna sér Ijós, eðlis- fræðilega. Þannig komst hann í snertingu við ljósið sem efni og út frá þessu varð ljósið, í hans túlkun, bylgjur sem skella á myrkra- vegg. Þessar myndir má sjá í Þykkvabæjar- kirkju. „Þó að ljósið sé í raun sannanlegt vís- indalega sem bylgjur þá er það líka ígildi guð- dómsins. Ljósið er því tvíþætt, bæði trúarlegt og eðlisfræðilegt “ Samhliða listsköpun hefur Benedikt sinnt myndlistarkennslu frá 1959, fyrst við Mynd- lista- og handíðaskólann og síðar við Kenn- araháskóla íslanda þar sem hann er nú dós- ent. Benedikt segir að kennslan hafi verið úr- ræði á sínum tíma þar sem hann gat ekki lifað af myndlistinni einni saman. Hann segir að það skemmtilegasta við kennsluna séu sam- verustundir við ungt fólk, og að geta opnað því nýjar víddir. „Það er uppreisnareðli í mér,“ segir Benedikt og hlær en ég spyr á móti hvort það sé ekki einmitt einkenni góðra listamanna, uppreisnargirni gegn ríkjandi viðhorfum. „Þegar ég var í námi í Frakklandi lenti maður oft í heitum umræðum um listina og lífið og þegar ég kom hingað heim var skiln- ingur á list lítill. Ég var oft æstur og talaði hátt og þá var jafnvel álitið að maður væri ekki í lagi. En þá var náttúrulega ekkert lista- safn til og engin tengsl voru við listfjársjóði fyrri tíma. Ef menn hafa aldrei orðið orðlausir inni í stórbrotinni list þá eiga þeir mikið eftir. Átökin í Hvalf jarðargöngunum Flestar myndanna á sýningunni fjalla um ljósið og birtingarform þess. Myndirnar eru litríkar og í þeim er hreyfing. Við göngum að mynd sem sker sig aðeins út úr. Hún er grófari en hinar myndirnar á sýningunni. „Þarna er ég að fjalla um Hvalfjarðargöngin og myndin heitir Bláa berg í Hvalfjarðar- göngum. Göngin eru dæmi um átök efnis og anda og hvernig andinn sigrar allt, ekkert fær hindrað hann; hann brýst í gegnum bergið.“ Við höfum farið vítt um sviðið og að lokum segir Benedikt frá væntanlegri för sinni á glerverkstæði í Þýskalandi en þar mun hann prófa eitthvað alveg nýtt og spennandi! Hann ætlar að mála afstraksjónir á stóra glugga. „Þetta er spennandi því hingað til hafa gráu rendurnar í steindu gluggunum hamlað frjálsri og óbrotinni myndsköpun," segir Benedikt og lýsir því sem í vændum er með miklum tilþrifum. FORN SPJÖLL FIRA TOJVLIST Sfgildir diskar SEQUENTIA Edda: Myths from Medieval Iceland. Tónlist- arhópurinn Sequentia (Barbara Thornton, Lena Susanuc Norin, söngur; Elizabeth Ga- ver, miðaldafiðlur; Benjamin Bagby, söng- ur/lýra). Deutsche Harmonia Mundi DHM 05472 77381 2. Upptaka: DDD, Skúlholti 5.-9. nóv. 1996. Útgáfuár: 1999. Lengd: 76:50. Verð (Japis): 2.099 kr. EDDUKVÆÐI Konungsbókar eru mikil gersemi og merkileg arfleifð úr fyumbók- menntum germanskra þjóða sem Islending- ar hafa nær einir varðveitt. Því má m.a. þakka Loðvík hinum þýzka, syni Karla- magnúsar, er af kristilegri ræktarsemi lét brenna öll fornkvæði Franka sem faðir hans hafði látið safna og skrá á bókfell. Stendur nú aðeins eftir lítið brot af fyrrum blómlegum sagnabálki þjóðflutningatímans á snjáðu skinnhandriti Arnasstofnunar. En hvernig voru kvæðin upphaflega flutt? Um það eru fáar tilgátur, færri vís- bendingar og fæstar sannanir. Líklegt þyk- ir þó, að einhvers konar söngur eða kveð- andi hafi borið uppi textann. Hugsanlega við hljóðfæraslátt, enda hljóðfæri eins og „harpa“ stundum nefnd í fornsögum og kvæðum, þótt oft sé óljóst hvort orðið nái yfir lýru-, lútu- eða zítherhljóðfæri. Minnst er vitað um lögin, því elztu nótur í Norður- evrópu eru ekki eldri en frá 13./14. öld og nær allar kirkjulegar. Menn renna því blint í snjóinn sem hyggjast endurflytja Eddu- kvæðin í „upphaflegri“ mynd. Það kemur heldur úr óvæntri átt, að brezkur forntónlistarhópur skuli ætla sér slíka dul, og má vera að einhverjum hér á landi hafi jafnvel þótt framtakið svolítið uppáþrengjandi, enda stæði Islendingum vissulega nær að taka sjálfir til hendinni. Þó gæti biðin eftir því orðið löng. Bjargvættur fornritanna, Ámi Magnússon, sýndi nótna- handritum lítinn áhuga, og enn í dag van- rækjum við svo tónlistarsögu okkar að jafna mætti við fátækustu lönd Þriðja heimsins. Músíklega séð verður að segja, að Sequentia komist viða furðu sannfærandi frá vonlitlu áætlunarverki sínu. Vissulega er endalaust hægt að velta fyrir sér, hvort fornmenn hafi virkilega sungið svona hreint og með jafnfágaðri raddbeit- ingu, eða hvort lögin hafi e.t.v. mótazt meir af örtón- bilum og verið annað hvort „göluð“ í útivistarstíl aust- urevrópskra þjóðlaga ellegar tuldruð í leiðslu, sbr. jojk Sama. Ef þá ekki einhvers staðar mitt á milli, eins og í runo-flutn- ingi Finna. Sumt orkar því tvímælis. Kannski helzt þegar söngvarar bregða sér í gervi „leikara" mið- alda (sjá neðar), sem varla hafa haft mikinn áhuga á norrænum forn- kveðskap. Raunar minnir útkoman stund- um á expressjónískan talsöng (Sprechges- ang) Schönbergs! Annað verkar meira sannfærandi. T.a.m. samröddun söngvaranna, þai' sem heyra má viðeigandi „frumstæða" etníska raddfærslu eins og heterófóníu (hreyfanlega laglínu við liggjandi bordún) eða samstígan fimmunda, þríunda- og jafnvel tvíundasöng, líkt og enn tíðkast í afdölum SV-Búlgaríu. Svo má einnig stöku sinni heyra slitru úr íslenzkum rímnalögum (t.d. upphafsstrófu Austan kaldinn á oss blés í „Hlióðs bið ek allar“) og ferskeytluhrynjandina velkunnu 4-3-4-2. Hljóðfærasláttur - í þessu tilviki á lýrur og miðaldafiðlu - stendur flytjendum enn opnari en annað, því þar blasir sem sagt við nær algert ginnungagap þekkingarleysis. Auk þess litla sem vitað er um lög og flutn- ingsmáta miðevrópskra leikara („Gaukler“ eða )vjongleurs“) sem flökkuðu um Norður- lönd þegar snemma eftir kristnitöku, segist fiðluleikari hópsins hafa tekið mið af slátt- um norskra Harðangursfiðlara í spuna sín- um. Að haldi tónsagnfræðinga kunna þar að geymast minni úr eldfornum slögum, enda alþekkt fyrirbrigði að nýtt hljóðfæri taki við eldri hljómlistargi'einum alþýðu, þegar eldra hljóðfærið leggst af (sbr. rit Mortens Levys, „Den ramme slt“, Kaupmannahöfn 1972). Islenzkum hlustendum kann að þykja málhreimur brezku söngvaranna skondinn við fyrstu heyrn. En hafa ber í huga, að málhljóðakerfi okkar tíma er gjörbreytt frá því sem var á landnámsöld, og því erfitt að meta rétta framsögn fyrri tíma í smáatrið- um. Reyndar vogar Sequentia sér (skv. bæklingi) ekki lengra aftur í tíma en til æskuára Snorra um 1200. En við nánari eft- irgrennslan virðist hafa verið vandað til •verka eftir föngum með dyggri aðstoð Heimis Pálssonar dósents, er var hópnum til leiðbeiningar um fornan framburð. Hin djarfa tilraun Sequentíuhópsins hlýt- ur óhjákvæmilega að vekja fleiri spuming- ar en svör, en hitt verður ekki af henni skafið, að hún kemur hugmyndaflugi hlust- andans af stað. Þá er bara að óska þess, að þetta eftirtektarverða framtak örvi inn- fædda afkomendur Edduritara til að reka af sér slyðruorðið og fara að sinna sínum forna arfi með lifandi flutningi. Og þótt fyrr hefði verið. ADAMS / GERSHWIN / BERNSTEIN / MILHAUD / STRAVINSKY / HINDEMITH / ANTHEIL / RAKSIN New Wórld Jazz. John Adams: Lollapalooza; George Gershwin: Rhapsody in Blue*; Leon- ard Bernstein: Forleikur, fúga og riff; Dari- us Milhaud: Sköpun heimsins; Igor Stravin- sky: Svartviðarkonsertinn; Paul Hindemith: Ragtime; George Antheil: Djasssinfónfa; Da- vid Raksin: Stef úr „The bad and the Beauti- ful“. Sinfóníuhljómsveit Nýja heimsins; stjórnandi og *píanóleikari: Michael Tilson Thomas. RCA BMG Classics 09026 68798 2. Upptaka: DDD, Ft. Lauderdale, Fla., 1/1997. Uppgefin lengd: 67:30 [skv. mælingu: 78:58]. Verð (Japis): 1.999 kr. AÐ ROKK-skotinn mínimalismi Adams, Bláa rapsódía Gershwins, hvað þá Djass- sinfónía Antheils (1900-59), sjálfskipaðs „hrekkjusvíns tónlistarheimsins", skyldu flokkuð undir „djass“, myndi að líkindum vekja hávær mótmæli frá hörðustu djass- geggjurum. Hitt er sönnu nær, og áreiðan- lega við það átt í titlinum, að tónverkin á umræddum diski séu í meira eða minni mæli samin undir áhrifum frá djassi, frumlegasta tónlistarframlagi Nýja heimsins, sem reið sem logi yfir óspjallaðan lilju- akur evrópskrar fagurtón- listar í kjölfar fyrri heims- styrjaldar. Frönsk og þýzk tónskáld urðu fyrstu og áköfustu viðtakendur þessarar áhrifamestu tón- menningarinnrásar sem Gamli heimurinn hefur orðið fyrir, og má hér heyra nokkur hressileg dæmi, innan um framlög innfæddra bandarískra tónskálda, þótt nefna mætti að evrópsku höfundarnir settust allir síðar meir að vest- an hafs undan ógn Þriðja ríkisins. í stuttu máli sagt er téður diskur hið mesta fjörefnafóður fyrir hlust og huga. Svo er ekki sízt að þakka hinni eldspræku túlkun ungmennanna í „New World“ sin- fóníuhljómsveitinni, e.k. vinnubúðum verð- andi leiðara og konsertmeistara, sem Tilson Thomas hvetur áfram af makalausri innlif- un og snerpu. Hann er einnig bráðflinkur píanisti, eins og heyra má á kristalstærum leik hans í Rapsodíu Gershwins, sem hér er flutt í upphaflegri mynd frá frumuppfærslu Pauls Whitemans 1924. Það fer greinilega ekki hjá því, að flytj- endur hafi skemmt sér vel á upptökustund, hvort heldur við stofufágaðan „Ebony“ konsert Stravinskys (1945) eða hina útfrík- uðu Djasssinfóníu Antheils (1925), sem á köflum minnir helzt á kostulega skopstæl- ingu á þynnkumúsík úr Tomma og Jenna. Allt kemst dável til skila í bergvatnstærri upptöku RCA-tækniliðsins. Tilvalinn diskur að gi'ípa í, þegar gefa þarf sálartetrinu duglegt spark í rassinn. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON Sequentia LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.