Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 3
LESIiÖK MOIÍGUNBLAÐSINS - MENNING USTIR 37. TÖLUBIAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Svo nefnir Iialldór Þorsteinsson endurminn- ingar frá námsárum í París á árunum eftir stríðið, þegar listamenn töldu nauðsynlegan þátt í menntun sinni að dvelja þar um skeið. Á þessum tíma var þar álitlegur hópur ungra myndlistarmanna en Halldór segir líka frá Parísarför Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar konu hans og kostulegu kaffi- boði á veitingastaðnum Coupole, þar sem Halldór Kiljan Laxness og Auður kona hans buðu íslenskum námsmönnum til veislu. Péter Nádas ungverska rithöfundin- um hefur stundum verið líkt við Proust, Mann og Musil. Gagnrýnendur lofa hann og hann hefur slegið í gegn í Banda- ríkjunum. Talið er lík- legt, að hann verði út- nefndur til Nóbelsverð- launa í bókmenntum, skrifar Tone Myklebost. „Leikstjóri djöfulsins" Leni Riefensthal var fyrst dansari, síðan leik- kona, en sneri sér loks að kvikmyndagerð og braut þar allar reglur. Hún hafði samt mikið til brunns að bera og skipti sköpum fyrir hana að Hitler hreifst af myndum hennar. Hún gerði öflugustu áróð- ursmynd þess tíma, Sig- ur viljans, árið 1935, þar sem sögusviðið er flokksþing nasista í Nurnberg. Enginn kvik- myndamaður í sögunni hefur fengið önnur eins mannaforráð, segir Jónas Knútsson í þessari síðustu grein sinni um sögu þýskra kvikmynda. Katla og Kötlugos Nú er Katla í gjörgæslu vísindamanna og búist við gosi einhverntíma áður en langt líður. Ari Trausti Guðmundsson riljar upp gossögu Kötlu, en gos þar hafa haft í för með sér miklar hafmfarir, bæði öskufall og ofsaflóð. FORSÍÐUMYNDIN Á forsíðunni er hluti málverksins Átök efnis og anda - Nótt í Hvalfjarðargöngum eftir Benedikt Gunnarsson, en í Lesbók er samtal við listamanninn í tilefni sýningar á verkum hans, sem verður opnuð í Gerðarsafni í dag. ÞORSTEINN ERLINGSSON FOSSANIÐUR Þá væri, Sjáland, sælla hér sumaiið þitt og blómin, ef þú gætir gefið mér gamla fossaróminn. Hefði allur auður þinn eitthvað slíkt að bjóða, léti ég fyrir lækinn minn leikhússaunginn góða. Þó að vanti þennan nið, þér fínnst ekki saka; aungvir hérna, utan við, eftirþessu taka. Heima blítt við blómin sín brekkurnar allar súngu, þvífínnst okkur eingin þín eins og vanti túngu. Okkai- sælu sumartíð sama létta braginn súngu þeir upp’ um alla hlíð endilánga n daginn. Þó þeir ættu einga sál eða skiptu hljómi, súngu þeii• heilagt hjartansmál hver með sínum rómi. Hárra fjalla frægðaróð fossarnir mínir súngu; það hefur einginn þeirra ljóð þýtt á danska túngu. Þorsteinn Erlingsson, 1858-1914, var frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð og þjóSkunnur sem rómantískt skáld, sem síðar gerðist jafnaðarmaður og orti í anda raunsæis þar sem deilt er á ójöfnuð og auðvald. Ekki mátti hann heldur til þess hugsa að fossum væri fórnað fyrir orku. Kvæði hans voru mörg sungin og enn er börnum kennt að fara með og syngja Fyrr var oft í koti kúlí... Kvæðasafn Þorsteins, Þyrnar, kom fyrst út 1897. Honum hefurverið reistur minnisvarði í fallegum garði í Hlíðarendakoti. LOFTSLAGS- BREYTINGAR OG GRÓÐUR RABB ARIÐ 1988 voru gefnar út í tveimur bindum niður- stöður af viðamikilli at- hugun á áhrifum loftslags á landbúnað. Það var stofnun á vegum Samein- uðu þjóðanna til rann- sókna á nytjastarfsemi (International Institute for Applied Systems Analysis) sem hóf þetta verk árið 1982 undir forustu Martins L. Parrys. Vissulega er nokkuð um liðið frá þessari rannsókn, en samt tel ég ástæðu til að rifja hana upp því að frá henni var lítið sagt á sínum tíma og mér sýnist hún hafa staðist allvel tímans tönn. Hitabreytingar sem síðan hafa orðið á jörðinni sýnast í góðu samræmi við tölvu- spárnar sem þá var byggt á en samkvæmt þeim á að hlýna mest á heimskautasvæðum. Alls tóku meira en 70 rannsóknamenn þátt í þessu verkefni, þar af sex frá Islandi. Ritin bera yfirskriftina The Impact of Climatic Variations on Agriculture og voru gefin út af Kluwer Academic Publishers, en ritstjórar voru Martin L. Parry, T. R. Carter og N. T. Konijn. Rannsókninni var skipt í tvennt. Fyrra bindið fjallaði um áhrif íoftslagsbreytinga í kaldtempruðum og köldum löndum, en hið síðara um loftslagsáhrif á hálfþurrum land- svæðum. þessi skipting var ekki gerð að ófyrirsynju, því að mikill eðlismunur áhrif- anna reyndist vera á þessum tveimur beltum jarðar. I kaldari löndum voru það langvinnar hitabreytingar sem skiptu langmestu máli. En það kom líka í ljós að í þessum löndum með svalt loftslag var tækni í landbúnaði miklu meiri og henni mátti beita til að bregð- ast við þessum loftslagsbreytingum að ýmsu leyti. A þurru og heitu svæðunum voru hins vegar skammvinnar breytingar úrkomu mjög afdrifaríkar þar sem þurrkar einstakra ára geta bókstaflega eyðilagt alla uppskeru, og fyrir kemur uppskerubrestur fleiri en eitt ár í röð, en breytingar úrkomu eru miklu óreglulegri en hitans. Þar eru því vandamál- in önnur, og í flestum þessum þurru löndum er líka fátæktin meiri og fátt til bjargar þeg- ar illa árar. Allir sem fylgjast með almennum fréttum þekkja um þetta hörmuleg dæmi, einkanlega frá Afríku. Eins og lesandann grunar er athyglinni beint að þessum tveimur veðurbeltum jarðar vegna þess að þar eru afleiðingar hitabreyt- inga og úrkomubrigða meiri en annars staðar. Þær verða þar skýrari og skiljanlegri en ella. Eitt af því sem vakti fyrir mönnum var að meta hvað svonefnd gróðurhúsaáhrif yrðu mikil á landbúnaðinn. Sérfræðingar í tölvu- reiknuðum loftslagsspám gerðu áætlun um hversu mikið mundi hlýna á jörðinni ef gróð- urhúsalofttegundir tvöfölduðust frá því sem þá var, en margir telja að það geti orðið á næstu öld. En nú er rétt að snúa sér að því hvað við íslendingarnir höfðum til málanna að leggja í þessari rannsókn. I yfirliti sem ég gerði um loftslag á Islandi var greint frá miklum þrengingum sem þjóðin hefur gengið í gegnum á liðnum öldum, að öllum líkindum vegna loftslagsbreytinga sem lýst var eftir föngum, ekki síst hafísnum og tengslum hans við lofthitann. Landslaginu og nútímabúskap var lýst og gerð grein fyrir hvaða breytinga væri að vænta á hita og úrkomu ef tölvu- reiknaðar loftslagsspár rættust á næstu öld. Hitinn átti að hækka um ein fjögur stig á Is- landi ef gróðurhúsalofttegundir tvöfölduðust og úi-koman átti að aukast talsvert í öllum mánuðum ársins. Það landsvæði sem trjá- gróður gæti þrifist á samkvæmt sérstakri loftslagsskilgreiningu Köppens ætti þá að fjórfaldast. Sú aðlögun mundi þó taka marg- falt lengri tíma en hitabreytingin sjálf. Hólmgeir Björnsson og Áslaug Helgadótt- ir gerðu grein fyi'ir áhrifum hitans á gras- vöxt samkvæmt mælingum á tilraunastöðv- um. Hlýnun um eina gráðu taldist hafa aukið vöxtinn um 6-7 hestburði á hektai-a, einkum vegna vetrarhlýinda. Þau gerðu síðan grein fyrir því hvernig kólnun mundi auka kostnað við mjólkurframleiðslu en hlýnun mundi gera hana ódýrari. Ólafur R. Dýrmundsson og Jón Viðar Jón- mundsson rannsökuðu áhrif loftslagsbreyt- inga á fallþunga lamba og töldu að hlýnun um eina gráðu yki hann um hálft til eitt kíló- gramm, og vegna meiri grasvaxtar mundi landið þá bera 10-20% meiri fjárstofn en ella, með öllum fyrirvörum. I annarri grein sem ég skrifaði í þetta rit fjallaði ég um áhrif hitabreytinga á grasvöxt á öllu landinu samkvæmt búnaðarskýrslum og veðurathugunum og taldi að hlýnun um eina gráðu yki sprettuna um ein 15%, eða svo sem 7 hestburði á hektara árin 1951-1980. Vegna tvöföldunar gróðurhúsalofttegunda ætti sprettan þá að aukast um ein 65%. Mér taldist svo til að vetrarhitinn hefði svo rík áhrif, meðal annars vegna kalskemmda, að strax að vorinu væri hægt að bregðast við óvenjulegu hitafari og ná meðalheyfeng með því að nota meiri eða minni tilbúinn áburð en venjulega, ef hann væri sparaður í meðalári með því að hafa túnin stór. Eg þekki reyndar bændur sem segjast hafa fylgt þessu ráði með góðum árangri. Þá taldist mér að vetr- arfóður búpenings mundi minnka mikið vegna mildari vetra og lengra beitartímabils svo að munaði um 15% fyrir hverja gráðu. Afleiðingin af meiri grasvexti og minna vetr- arfóðri væri að sama túnstærð og áður mundi bera 30% stærra bú fyrir hverja gráðu sem hlýnaði. En ef gróðurhúsaloftteg- undir tvöfölduðust ættu kýr að þurfa 15% minna vetrarfóður, en sauðfé og hross helm- ingi minna en nú. Hver hektari beitilands mundi þá bera 67% fleira sauðfé en áður, auk þess sem beitilandið ætti að geta stækkað mikið vegna loftslagsbreytingarinnar. í stað þess að bygg nær nú ekki þroska á nema til- tölulega fáum stöðum á landinu ætti það að geta þroskast á öllum byggðum bólum. Birki þrífst nú sennilega í þriðjungi byggðanna, en gæti vaxið alls staðar eftir tvöföldun gróður- húsalofttegunda. Þá athugaði ég hvernig mætti bregðast við kaldara loftslagi með breytilegum áburði, votheysverkun og nægi- legu ræktuðu beitilandi, en þess yi'ði að gæta að loftslagið mundi enn verða breytilegt þó að það hlýnaði til lengdar. Bjarni Guðmundsson skrifaði svo yfirlits- grein þar sem hann lagði áherslu á að land- búnaðurinn þyrfti að vera sjálfbær að sem mestu leyti, bæði með því að eiga nógar fóð- urbirgðir og jafna og bæta árlegan heyfeng með ýmsum ráðum. Einnig ræddi hann hvernig bændur gætu nýtt sér hlýrra loftslag með því að taka nýjar tegundir til ræktunar, með gætni þó. Hann taldi líka að mikil þörf væri á að halda áfram rannsóknum á áhrifum loftslags á landbúnaðinn, meðal annars með því að draga lærdóma af kuldaskeiðinu á ár- unum 1965-1970. Síðan þetta gerðist hefur það komið fram í rannsókn Jóns Jónssonar fiskifræðings og samanburði við áætlun um lofthita fyrr á tím- um, að sjávarafli hér við land hefur síðustu aldir farið mikið eftir hitanum, breytist jafn- vel um ein 30-40% fyrh’ hverja hitagráðu, líkt og afurðh- búpenings. Margt bendir til að hlýnun loftslags, einkum sjávar norðui- und- an, sé nú að auka verulega aflabrögð á miðun- um kringum landið. Eins og grasið er for- senda kvikfjárræktarinnai- eru plönturnar í sjónum, aragrúi þörunganna, frumfóður dýi’alífs í hafinu. Það ætti því ekki að koma á óvart að hitinn orki á þennan sjávargróður og þar með fiskaflann með svipuðum hætti og á grösin og afkomu bændanna á þurru landi. PÁLL BERGÞÓRSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.