Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 7
SUNDURLEIT
DÆGUR
um eftir að farið yfir hana á hundavaði. Hann
misnotaði stöðu sína en hvað um það. Það er
líka hluti af leiknum."
Nádas og sænski blaðamaðurinn Richard
Swartz skrifuðu saman 1989 bók, sem kom út
á þýsku, „Zwiesprache". I fjóra daga ræddu
þeir saman um ýmis vandamál eins og þau
blasa við eftir því hvaðan á þau er horft, frá
austri eða vestri.
Þegar spurt er um stöðu austurevrópskra
menntamanna nú á dögum hitnar heldur bet-
ur í kolunum hjá Nádas.
„Menntamenn nú á dögum skipta engu
máli, hvorki í austri né vestri. Þeir eru bara
froða og leikarar á sviði,“ segir hann æstur. „í
Austur-Evrópu kvarta þeir og kveina en þora
aldrei að taka af skarið og í Vestur-Evrópu
eiga þeir allt sitt undir hlutverkinu. Þeir, sem
ekki ráða við það, fá kannski sjúkradagpen-
inga. Hvenær koma menntamenn saman til að
ræða það, sem máli skiptir, án þess borgað sé
undir rassinn á þeim fram og tii baka?
Við erum alltaf að afsaka okkur, jafnt í
austri sem vestri, og ég er engin undantekn-
ing þar á. Evrópa er steingeld, án Bandaríkj-
anna getum við ekkert. Það er svo hlægilegt,
að það er næstum því grátlegt. Sagan okkar
er full af miklum mönnum og lénsherrum. Við
þurfum enn að hafa einhvem til að segja okk-
ur fyrir verkum. Þegar við eigum engan óvin,
vitum við ekki hvaðan á okkur stendur veðr-
ið.“
Ekki tekur betra við er talið berst að ung-
verskum stjórnmálum og ég hef áhyggjur af
honum, hann er hjartveill og hefur oft orðið
að hætta við utanför af þeim sökum.
„Ef Ungverjaland kemst inn í Evrópusam-
bandið er það hreint kraftaverk og raunar
virðist ætla að verða af því. Hér er annars
ekkert eftir, sem unnt er að einkavæða. Hér
er allt í höndunum á alþjóðlegum fyrirtælq-
um, hinum nýju nýlenduherrum. Hér er ekk-
ert jafnvægi á milli millistéttarinnar og hinna
mörgu fátæku. Hinir nýríku leggja ekkert af
mörkum og ríkinu er ætlað að leysa vandann.
Hjálpin kemur ekki að vestan. Þaðan kemur
bara fé til fyrirtækja, sem flytja síðan arðinn í
burt. Vestræn ríki styðja bara framkvæmdir,
sem þau hagnast á, alveg eins og í þriðja
heiminum. Borgaralegt samfélag, sem sýnir
enga samúð þeim, sem minna mega sín, er
ekki frjálst. Eigingimin er allsráðandi og ég
fyrirlít það.“
Hvernig mun þá Ungverjalandi farnast í
þessum nýja heimi?
„Ungverjaland mun komast af. Það verður
þó ekki af löndum mínum skafið, að þeir
kunna að bjarga sér, þeir eru ráðagóðir og
hugmyndaríkir. Þessu er lýst ágætlega í
gömlum Hollywoodbrandara: Ef Ungverji
gengur á eftir þér um hverfidyr, kemur hann
út á undan. Við verðum að brúa bilið á milli
raunveruleikans, aðstæðnanna, sem við búum
við, og auðlindanna, sem við getum ausið af.
Andlega auðlindin er stór og það er hluti af
því að komast af að fylgjast með andlegum
hræringum á Vesturlöndum. Hitt er svo ann-
að, að svo lengi sem austur og vestur stilla
ekki saman strengina þá verður um að ræða
einn ekilslausan vagn með tveimur hestum,
sem hlaupa hvor í sína áttina.
A Vesturlöndum eru menn sáttir við sitt en
við höfum ekki lært það enn. Við erum enn
óánægðir. Við upplifum.enga gleði. Það eru
ekki persónulegar ástæður, sem valda því,
heldur ástandið sjálft. Þess vegna er lýðræðið
stóra tækifærið fyrir okkur. Munurinn á
austri og vestri er enn mikill en við erum
námfúsir," segir Nádas og leggur um leið
áherslu á, að austur og vestur búi yfir ólíkri
reynslu. Það er mikill munur á Trabant og
Ford.
Nú heyrist í bílvél í fyrsta sinn í sólarhring.
Leigubfllinn bíður fyrir utan, í einu götu bæj-
arins. Brátt færist kyrrðin aftur yfir þetta at-
hvarf í miðri Evrópu.
„Menntamenn nú á dög-
um skipta engu máli,
hvorki í austri né vestri.
Þeir eru bara froða og
leikarar á sviði, “ segir
hann œstur. „IAustur-
Evrópu kvarta peir og
kveina en pora aldrei að
taka af skarið og í Vestur-
Evrópu eiga peir allt sitt
undir hlutverkinu. “
PER Aage Brandt heitir danskur
rithöfundur, hálfsextugur, mikil-
virkur á mörgum sviðum. Hann er
háskólakennari í Árósum, í
rómönskum bókmenntum, en er
frægastur fyrir rit á sviði tákn-
málsfræði (semiólógíu). Hann hef-
ur þýtt mörg bókmenntaverk úr
frönsku og spænsku, en einnig sent frá sér
margar frumortar ljóðabækur síðustu þrjá
áratugi. Nýlega birtist mikið ljóðasafn hans
frá 1979-99, sem við getum kallað Dægur, það
ber enskan titil þótt ljóðin séu á dönsku
(Night and day). Ljóðin eru án fyrirsagna og
mætti því e.t.v. skoða þetta allt sem einn bálk,
þótt sundurleitur sé að efni og formi. Mikið er
lagt upp úr myndrænni uppsetningu leturflat-
ar, þótt síðurnar (86) séu þéttprentaðar. Þetta
eru auðskilin ljóð en skondin, margt sýnt frá
óvenjulegum hliðum. Mikið er gert að því að
tefla saman andstæðum, svo sem menningar-
andstæðum í þessu smáljóði þar sem minnst
er landkönnuðar norðurhjara, Peary. Hér er
talað frá sjónarhóli Inúíta, en hlutlaust í lokin,
þar sem sýnt er að í Vesturlandamenningu
séu þeir meðhöndlaðir sem dýr fremur en
mannverur:
peary tók tvo eskimóa með sér aftur
til New York, veiðimanninn quisuk og
sjö ára son hans, það var óhugnanlega heitt,
og það var uggvænlegur skortur á
selkjöti; peary var með ofsóknaróra, en minik
sá föður sinn quisuk aftur sem beinagrind til
sýnis
á náttúrugripasafninu, new york
í öðru Ijóði er stefnt saman andstæðum í
orðalagi, svo úr verður stílrof; grunnurinn er
lostugt ástarljóð, þar sem m.a. lökin vekja hug-
renningar um bólfarir, líking við húsdýr vekur
hugrenningar um gælur. Þegar augum hinnar
elskuðu er líkt við fiðrildi, og andliti hennar við
blómakur, þá er af sama fínlega tagi og „ilm-
andi húsdýr“, í andstæðu við rifinn og tættan
flækinginn sem ljóðmælandi segir sig vera.
Vængina litlu í Ijóðslok á hann þá að fá til að
tengjast þessu sviði hennar. Kynfærum kon-
unnar er líkt við teiknistofu og smiðju, þar sem
maðurinn verður til, og er það auð-skilið, en
þessar nútímalegu líkingar við smiðju, teikni-
stofu, litspjald list-málara o.fl. verða til að
leggja þau svið undir lýsingu konunnar, sem
verður þannig kjarni tilverunnar:
ó ástin mín, brjóst þín
og lök og ilmandi húsdýr
í heild, hár þitt fullt af
logum, augu þín, tvö fiðr-
ildi á blómakri andlits þíns,
ó allt þetta, og litspjald svarts skauts þíns,
smiðja lífs míns og teiknistofa, mis-
kunnið ykkur og lítið í náð niður eða upp
eftir þessum villt tætta flækingi
og gefið honum tvo litla vængi að deyja með
Stundum bera ljóðin svip af fræðilegum við-
fangsefnum höfundar, svo sem hér, hvernig
túlka beri umheiminn, hvað á saman: Því teng-
ist hér sundurleitasta efni án þess að út komi
nein heild með merkingu:
ég blanda hlutum lífs míns við aðgengilega
draumóra,
sótta í næstu skjalasöfn fjarlægra hluta; út-
komuna
sé ég greinilegar en nokkuð annað, því sem
blanda
er það aðeins það sjálft; eins og að sjá kreppu,
vandamál eða konu
gegnum líkingu; stækkað af bjúgu gleri, óeðli-
lega ná-
komið, loðið og marrandi, skínandi svart og
grímubúið, þannig
verð ég að sjá það, sem birtist í gegnum sam-
setningar sanda og
hugsanlegra aðstæðna; ég sé í höfðinu aðeins
eitthvað sem eitthvað
annars ekkert, annars sand þoku eða glertær-
ar ímyndanir, og hvað
eigum við að gera við þær, lífið er of stutt, það
er það yfirhöfuð
Ljúkum þessu á heimspekilegu ljóði um
konur, það er eins og sónhenda í línufjölda,
línulengd og uppsetningu. En svo koma stílrof-
in, eins og svo víða i bókinni, hér er ekki rím né
reglubundin hrynjandi, heldur er orðaröðin
eins og í venjulegum lausamálstexta. Enn eru
Þetta eru auðskilin Ijóð en
skondin, margt sýnt fró
óvenjulegum hliðum, skrifar
ÖRN ÓLAFSSON um Ijóða-
safn danska skóldsins Per
Aage Brandt. Einnig segir
Örn fró bók danska rithöfund-
arins Peters Asmussens.
Per Aage Brandt
konur í sviðsljósinu, en líkt og í undanfarandi
ljóði sýnist mér útkoman óræð. Viðfangsefnið
yfirstígur túlkandann, svo það verður aðeins
skynjað, fremur en skilið.
hvað skal konan, spyr eg
sjálfan mig, eitthvað hlýtur hún að eiga
að vera, sem ekki verður karimaður
spurður um, fyrst hún krefst þess
að heyra spurningu mína: hvað
eiga mannverumar að gera við
hana, það veit enginn
neitt um, tökum nú brjóstin, hvaða
hlutverk hafa þau frá sjónarhóli
siðmenningarinnar, að standa út, undirstrika
sammiðjuna, æsast yfir
öllu mögulegu, gera fólk að
kai-lmönnum og öpum, eða líkja eftir
tveimur þreyttum augum, sem ekkert ætla
Náttfatateiti
Peter Asmussen heitir danskur rithöfundur.
Hann er nú rúmlega fertugur, en kom fyi-st
fram með bók 1989. Hann hefur verið mjög af-
kastamikill á þessum áratug, fimm bækur auk
níu leikrita sem flutt hafa verið víða um Vest-
ur-Evrópu við verulegar vinsældir. Fyrsta
bókin, Raddir, var safn stuttra lausamálstexta,
og það var fjórða bókin líka, Náttfatateiti
(Pyjamaparty), 1996. Asmussen hefur einnig
sent frá sér skáldsögur, síðast Bein (Knogler),
1998. Sú bók fékk heldur neikvæðar viðtökur
gagnrýnenda, og spunnust af því blaðadeilur.
Reyndar finnst mér sú bók ekki eins vel
heppnuð og hinar sem hér hafa verið nefndar.
Bein segir frá samspili tveggja karla og konu.
Það gengur á ýmsu í þessum ástarþríhyrningi
og lýkur voveiflega. En þrátt fyrir öll þessi
átök sígur sagan jafnan niðurávið. Vissulega er
í henni lögð rækt við óvenjulegar lýsingar á
samskiptum persóna, lýsingarnar firrast hið
venjulegasta, stefna að persónulegum sérkenn-
um. En jafnframt ræður einhver raunsæis-
stefna ferðinni, svo að samtöl verða mörg full
af hversdagslegum hlutum og ómerkilegum,
sem staglast er á. Þannig líkjast þau auðvitað
tali venjulegs fólks, en það er bara erfiðara að
una slíku á prenti.
Stuttu textarnir í Röddum og Náttfatateiti
þykja mér miklu betri. Einkum eru það síðustu
textarnir í seinni bókinni, þar sem sögumaður
bregður sér í gervi ýmissa persóna, sem hafa
hver sinn stfl. Einnig þessir textar lýsa yfirleitt
hversdagslegum aðstæðum eða venjum, oftast
gerist ekkert sérstakt. En hér verður miklu
meiri snerpa í stílnum, enda þarf þess, þegar
ramminn er svona þröngur, ‘A-2 bls. í megin-
aðferð minnir þetta á eitt merkilegasta verk
danskra bókmennta síðustu áratuga, Requiem
eftir Peer Hultberg, en Asmussen skapar þó
alveg sjálfstætt. Tökum stysta dæmið, sem
eins og svo margir aðrir textanna bregður upp
mynd af sjálfsblekkingu til að dylja eigin ein-
manaleika:
Dagar
Daginn eftir. Tveimur dögum síðar. Þremur
dögum síðar. I viku getur hún með herkjum
enn ímyndað sér að hann hafi farið út til að
hringja. Það verður erfiðara upp úr því.
I þessum stuttu textum eru oft myndrænar
lýsingar á smáatriðum sem bregða ljósi á meg-
inatriði, en jafnan ríkja stuttar aðalsetningar,
sem eins og slá staðreyndum föstum á hlut-
lausan hátt, sögumaður blandar sér sjaldan
beinlínis í málin, og síst til að láta tilfinningar í
ljós eða dæma um'það sem lýst er. Með þessu
móti höfða textarnir til ímyndunarafls lesenda,
innlifunar þeirra.
Annar texti er á sömu slóðum, með kald-
hæðnislegri mótsögn, vínsmakkarinn finnur
varla bragð, enda leitar hann þess ekki, víns-
mökkun er honum einungis tilefni þess að
sökkva sér í eftirsjá - en eftir hverju? Persónu-
legum atvikum eða ímyndun?
Árgangur
Hann hefur vínkaupmann sem finnur sér-
stöku flöskurnar fyrir hann, fylgist árvakur
með uppboðum og dánarbúum hans vegna, fyr-
ir „góm“ hans. Hann einbeitir sér ekki að ein-
stökum vínræktarhéruðum eða vínberjateg-
undum, hann einbeitir sér eingöngu að árgöng-
um. Það er árgangurinn sem gerir honum vínið
sérstakt. Eða réttara sagt, þeir atburðir sem
tengjast árganginum. Hann fer ekki lengra aft-
ur í tímann en til ‘46 (fæðingarár hans) og
drekkur sjaldan árganga eftir ‘88. Og alltaf
rauðvín („það er eitthvað sársaukafullt við
rauðvínsbragðið“). Einna mest heldur hann
upp á árgangana frá ‘65 til ‘72 („glaðværðar-
tímann“). Hann sest einn um kvöld (það er
honum auðvelt núna, fráskildum), opnar vín-
flöskuna og setur rétta tónlist á - einnig tón-
listin á sína árganga og hann sér til þess að það
sé náið samræmi milli tónlistar og víns hvað
þetta varðar. Þessi kvöld („kvöldin mín“, eins
og hann segir þegar hann talar í trúnaði við
vini sína) gera árgangana lifandi aftur, rifja þá
upp, - það er eins og öll þess líf séu enn. Og
þegar hann snýr aftur til lífs síns nú, er það
eins og bærilegra.
Ljúkum þessu á texta sem á myndrænan
hátt, með trúðslegri tískusögu, sýnir persónu-
legt skipbrot:
Föt
Eftir að hún lést, er ekki lengur til að halda
reglu á hlutunum, breytist fatnaður hans. Eftir
jarðarförina situr hann og glápir út í loftið, og
bara hægt, hægt stendur hann upp aftur,
ákveður að hann verði annaðhvort að binda
endi á þetta eða standa upp og halda áfram. Og
skyndilega síðdegis lítur hann niður eftir sjálf-
um sér, sér að nærfötin, að sloppurinn er sá
sami sem hann bar þetta kvöld eftir jarðarför-
ina, þegar þau voru öll farin og hann var allt í
einu einn. Að hann hefur ekki hreyft sig síðan,
að hann hafi setið í sama stól að hann hafi ekki
verið utandyra eftir að hún dó. Hann stendur
upp og fer inn í svefnherbergið og fer í buxur
(allt liggur í snyi-tilegum röðum og stöflum),
skyrtu, ný nærföt, jakka. Svo fer hann út, -
fyrsta daginn stutta gönguför, og smám saman
er hann kominn í sömu lengd gönguferða sem
áður fyrr. Eftir því sem hann kemst neðar í
staflann af hreinum fötum verða fötin æ sér-
stakari, óvenjulegri, utan tímans, skyndilega
birtast lúðurbuxur, vinnutreyjur, „hræðilegar
nælonskyi-tur“, brún jakkafót frá áttunda ára-
tugnum með miklum boðungum og herðum.
Þegar fólk hittir hann á götum úti, gamlir vin-
ir, kunningjar, hugsa þau, það er ótrúlegt hvað
hann hefur jafnað sig, hvað hann hefur yngst.
Þau sjá bara fötin.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999 7