Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 10
í Eyjum má víða sjá glæsileg einbýlishús og þar voru menn á undan öðrum viðlíka stórum bæjum í að malbika götur og ganga fallega frá lóðum. Einbýlishúsið á myndinni var byggt 1971. Það stendur ofarlega í bænum að Smáragötu 1, glæsilegt hús eftir Kjartan Sveinsson, sem hefur stundum í gamni verið kallaður „arkitekt þjóðarinnar" vegna þess hve víða getur að líta hús eftir hann. Við Smáragötu eru nokkur íbúðarhús, byggð skömmu eftir gos, og skera sig úr fyrir þaksvip- inn, sem er bogadreginn. Þetta eru norsk einingahús og liklega með prýðisgóð þök, en bogar af þessu tagi hafa átt erfitt uppdráttar á íslandi síðan braggahverfin risu á stríðsárunum. Um fátt eru menn eins ósammála og byggingar, en þjóðin gat aldrei þessu vant talað einum rómi um Ijótleika bragganna og bogaþök hafa verið í ónáð síðan. Geirland hefur það verið nefnt þetta tvflyfta timburhús að Vestmannabraut 8. Það er komið á virðulegan aldur; var byggt 1908 og líklega hefur enginn teiknað það, því þá kom yfirleitt í hlut smiða að ráða útlitinu og þeir gerðu það „eftir auganu" eins og sagt var. Að líkindum hefur húsið verið upphaflega með venjulegu risi, en efri gluggaröðin og breyting á þaksvipnum gæti hafa verið gerð síðar. Þesskonar breytingar á timburhúsum voru algengar. Bfliiijfll íbúðarhúsið að Vestmannabraut 11 var byggt 1926, en ekki er vitað hver er höfundur þess. Húsið hefur verið nefnt Haukaberg. Enda þótt það sé byggt eftir miðjan þriðja áratuginn, get- ur það talizt dæmi um steinsteypuklassíkina, sem var talsvert ríkjandi byggingarstíll fyrr á öldinni, eftir að menn fóru að steypa hús í stað þess að nota timbur og bárujárn. GÖMUL OG NÝ HÚS I VESTi MYNDIR OG TEXTAR: GÍSLI SIGURÐS í Vestmannaeyjum verða flest hús, mannvirki og útilistaverk að mæla sig við Heimaklett sem alltaf Vestmannaeyjum eru eins og náttúran, afar fjölbreyttrar gerðar. Sumir mundu telja þau sundurleit, < byggðin verður skemmtilega fjölbreytt og umhverfið manneskjuvænt. Stórum afsteypum af þekk menningarlegum metnaði. Þar á meðal er ein af skessum Ásmundar Sveinssonar, norðan við Ráí teiknuð bygging, útlitið upphaflega samhverft og sniðið af göflum á danska vísu. Höfundurinn er Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, en hann teiknaði það ekki sem ráðhús, heldur var þar sjúkrahús fram að gosi. Viðbyggingu vestan við húsið hannaði Óskar Kárason og var hún byggð 1939. Þessi fallegi stígur er á Skólaveginum milli Vesturvegar og Miðstrætis. Hann var lagður eftir 1980 og á sinn þátt í að þetta umhverfi verður náttúrulegt og minnir um leið á gömlu byggðina í Vestmannaeyjum þar sem tún voru víða í kringum húsin. Afs Fse fyr að dó Eir ma ste my hú: a AÐLAÐANDI OG FJÖLE 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.