Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 14
Riefenstahl verður vitni að ódæðisverki í pólska bænum Kronskie. um til pólska smábæjarins Kronskie. Par höfðu Þjóðverjar fallið fyrir hendi pólskra frelsis- sinna. Um morguninn varð Riefenstahl vitni að því að þýskir dátar skutu 30 óbreytta borgara. Riefenstahl sá í hendi sér að hún væri ekki efni í stríðsfréttaritara. Hún sneri sér að leikinni mynd, Tiefland, en lauk ekki við hana fyrr en árið 1944. Til er fræg ljósmynd þar sem Ri- efenstahl öskrar í dauðans ofboði þegar skor- hríðin í Konskie hefst. Einhverra hluta vegna var þessi ljósmynd notuð sem sönnunargagn gegn henni allt fram á níunda áratuginn. „Leikstjóri djöfulsins" Riefenstahl giftist marskálknum og stríðs- hetjunni Peter Jacob árið 1944. Sama ár lést faðir Riefenstahl og bróðir hennar lét lífið á austurvígstöðvunum. Eftir stríðslok var Ri- efenstahl þurrkuð út af spjöldum kvikmynda- sögunnar og henni allar bjargir bannaðar. Þó hafði hún verið sýknuð og margur dyggur stuðningsmaður þjóðernisjafnaðarmanna verið tekinn aftur í sátt. Ef til vill var það gæfa þess- ara manna að vera síðri listamenn en Ri- efenstahl. Nú snerust þeir gegn henni sem síst skyldu. Riefenstahl gekk í ábyrgð fyrir fjölda manns sem hún forðaði frá fangabúðum eða þeim dauðadómi að vera sendir í fi-emstu víg- línu. Ekki héldu allir þessir skjólstæðingar tryggð við hana eftir stríð þótt þeir ættu henni lífið að launa. Riefenstahl sætti stofufangelsi í þrjú ár án þess að réttað væri í máli hennar. Fjölmiðlar í löndum sigurvegaranna höfðu hana að háði og spotti. Hjónaband hennar og Jacobs leystist upp undir álaginu. Myndin Ti- efland var tekin eignarnámi áður en Ri- efenstahl gat klárað hana. Blaðaeigandi einn sem Riefenstahl höfðaði meiðyrðamál gegn sagði í réttarsalnum: „Myndina Tiefland má aldrei sýna því að þér eruð leikstjóri djöfuls- ins.“ Eignir hennar voru gerðar upptækar og hún hafði glatað mannorði. Riefenstahl gat ekki um frjálst höfuð strokið fyrr en hún fékk aftur starfsleyfi árið 1952. Hún var fjörutíu og tveggja ára gömul þegar stríðinu lauk. For- sjónin hagaði þvi til að henni gáfust tækifæri á sviði sem konur áttu að jafnaði engan aðgang að. Hún var undantekningarfyrirbæri. Nú hafði lífið sinn vanagang og æðstu stöður í kvikmyndaheiminum eingöngu skipaðar körl- um. Afrek einu konunnar sem einhvers mátti sín í þessum iðnaði í meira en hálfa öld frá fæð- ingu miðilsins voru þöguð í hel. Skömmu eftir seinni heimsstyrjöld komu út „dagbækur“ Evu Braun í Frakklandi. Þar lýsir „höfundur" Riefenstahl tæpitungulaust. Þess- ar falsanir komu í veg fyrir að Riefenstahl gæti heimt eigur sínar aftur og risið úr öskustónni í bráð. Jafnvel kom til tals að Mariene Dietrieh léki Riefenstahl í mynd sem gera átti eftir „dagbókunum". Orðrómurinn um að Ri- efenstahl hefði verið frilla Hitlers fékk byr undir báða vængi. Þessi kvittur á rætur sínar að rekja til þessara skjala og öfundar starfs- bræðra hennar. Arið 1948 var réttað yfír Ri- efenstahl í Villingen. Úrskurðurinn var sá að Riefehnstal hefði aldrei verið félagi í þjóðernis- jafnaðarflokknum eða viðlíkri hreyfingu. Nokkurs 'yfirdrepsskapar gætir í þeirri með- ferð sem Riefenstahl mátti sæta af hendi Frakka eftir seinni heimsstyrjöld. Hún hlaut á sínum tíma verðlaun í París fyrir Sigur viljans en Fransmennirnir gengu hve harðast fram í því að Riefenstahl yrði refsað eftir stríð, vænt- anlega fyrir að gera sömu mynd og þeir sjálfir 7 höfðu veitt verðlaun. „Ég var aldrei nasisti" Riefenstahl sást oft í fylgd með foringjanum. Margir hafa velt því fyrir sér hvort leikstjórinn hafi verið í tygjum við Hitler. Sjálf hefur Ri- efenstahl ætíð þvertekið fyrir það þótt hún hafi aldrei leynt því að hún dáðist að honum sem persónu og leiðtoga. Riefenstahl gekk aldrei í nasistaflokkinn. Sem listamaður stóð hún í þakkarskuld við Adolf Hitler og við því hefur hún gengist. Eigi að síður fær hún sig enn vart til þess að trúa því að foringinn hafi gerst sek- ur um grimmdarverk á við helför gyðinga. Sekur varinn, saklaus barinn? Sigur viljans og Olympia höfðu tvímælalaust áhrif á hverning íþróttaviðburðir eru festir á filmu og myndirnar marka formbyltingu þar sem höfundur brúar bilið milli leikinna mynda og fréttamynda. Því hefur Riefenstahl ekki einungis verið legið á hálsi fyrir að hafa verið í slagtogi með nasistum. Henni hefur einnig ver- ið gert að sök að skrumskæla raunveruleikann umfram það sem tíðkast í heimildarmyndum. Riefenstahl skipar þá sérstöðu að hún er ekki einvörðungu höfundur einna merkustu heim- ildarmynda sem gerðar hafa verið heldur eru einu menningarverðmæti sem þriðja ríkið skildi eftir sig undan hennar rifjum runnin. Margir samstarfsmenn Riefenstahl voru flokknum lítt þóknanlegir en fengu að vera óá- reittir í skjóli hennar. Riefenstahl var talið til tekna eftir stríð að hún starfaði fúslega með gyðingum og mönnum sem ekki voru af arísku bergi brotnir. Sigur viljans var gerð áður en lög til höfuðs gyðingum höfðu verið sett. Auk þess var Riefenstahl ekki svo spámannlega vaxin að hún gæti séð fyrir að Hitler ætti fyrir höndum að heyja seinni heimsstyrjöld. Arið 1956 hóf Riefenstahl gerð myndarinnar Black Cargo um þrælahald í Afríku en myndin eyði- lagðist í framköllun. Hún sneri sér að Ijós- myndun og dvaldi um áraraðir í Afríku enda kemur næmt myndauga hennar fram í öllum myndum sem hún hefur gert. Só yðar sem syndlaus er . . . Engum blöðum er um það að fletta að Ri- efenstahl var á mála hjá nasistum. Nafn henn- ar tengist mestu grimmdarverkum sögunnar. En hvers eðlis voru þessi tengsl? Örlög mynda á borð við Sigur viljans vekja spurningar sem ekki er auðsvarað, um ábyrgð höfundar á lista- verki og saknæmi einstaklings á ófriðartímum. Hvað má segja um frábært listaverk sem unnið er í þágu vonds málstaðar? Er Olympia fasísk mynd? Er upphafning mannslíkamans fasísk í eðli sínu? Er unnt að verja Olympia á þeim for- sendum að verkið sé lofsöngur til þýsku þjóð- arinnar og Ólympíuleikanna en ekki flokksins? Tvær kynslóðir hafa nú vaxið úr grasi á friðar- tímum í Vestur-Evrópu og vita vart hvílíka af- arkosti stríð og harðstjórar setja mönnum. Að hve miklu leyti ber áhorfandinn sjálfur ábyrgð á því að vega og meta sannleiksgildi þess sem fyrir hann er borið? Dómur sögunnar hefur enn ekki verið kveðinn upp. Sjálfsævisaga Riefenstahl, Minningar, er það sem Rómverjar kölluðu aplogia pro vita sua eða varnarræða í sjálfsævisöguformi. Gat nokkur maður komist af í þriðja ríkinu eða lif- að heimsstyrjöldina af án þess að misbjóða sæmd sinni? Var Riefenstahl tækifærissinni eða fórnarlamb? Sjálf telur þessi mikla kvik- myndakona að líf hennar hafi verið ein alls- herjar tímaskekkja. Hvað sem öðru líður hefur hún lifað í hartnær heila öld og enginn hefur sýnt fram á að hún hafi nokkru sinni gert öðr- um mein að yfirlögðu ráði. Kvikmyndakonan lagði nasistum ekki lið sem áróðursmeistari á stríðsárunum þótt alþjóð vissi hvers hún var megnug í þeirri grein. Skinhelgi og sleggju- dómar síðari kynslóða hafa verið með ólíkind- um. Leni Riefenstahl var 91 árs þegar merk heimildarmynd var gerð um hana og stundaði þá köfun af miklum eldmóð. Riefenstahl var mikil fjallgöngukona enda komst hún í efstu hæðir á sviði heimildarmynda. Hún hefur trón- að á þessum tindi nánast alla öldina þótt oft hafi svo sannarlega væst um hana. JÓN FRÁ PÁLMHOLTI HUGARFLUG Ég sé hvernig hafið bylgjast við blýgráan sandinn og beittir hnífar klettanna rista í sundur brimið hvítt af löðri í loga frá sól. í landi er margur sem finnur sér hvergi skjól og þar er líka á reiki óhreinn andinn sem engu lífí þyrmir heims um ból. Ég festar slít og fer á braut með vindum flug mitt er draumur um lífán grimmdar og stríðs um mannlega reisn hins snauða langhrakta lýðs sem lifir í skugga frá gleðinnar vígreifu tindum. Ég ferðast í huganum flýgyfir borgir og daga ífrjósamri leit að umrótsins grófu myndum en þeirri sögu mun aldrei haldið til haga. Þið sem dansið í nótt eltið mig ekki. Einn mun ég fljúga þá leið sem ég varla þekki. HÖRÐUR GUNNARSSON AU.Þ.H.BB.BH. Syngur nafn hennar mjúkraddaður, titrandi í byrjun, þrisvar sinnum út um glugga. Adidasklæddu löngunarhandleggirnir, handarbökin, hvfla volg undir hökuljósinu sem færist upp leikmjúkan dapurleikann. Veit af nærveru hennar hjá enn mýkri dapurleik. Eyrun örlitlu, útstæðu, hlustandi á birtusögu, fyrir svefninn. Hún stendur uppi á íkeakollinum og syngur blástúlkulega, um hann Óla sem ... syngur söngva ... minnið leitar ekki eftir textum ... það er leikur að læra ... það er barnaleikur að læra ... situr við púsl með nokkrum börnum ... pabbi ... ég ra púsla ... komdu ... hvar á þetta að vera ... þetta er pabbahundur ... bendir á sanktibernharðs hund með hjálparbrúsa ... meðan faðirinn hugsar um úr- ræðaleysið ... úrræðaleysið yfir þessari skondnu samlíkingu. Hún þekkir alltaf snuðin sín, betur en fóstrurnar ... stundum verður ákveðni hennar til gráts ... hún heldur kannski betur ... hugsar einhver, um hugsanir raunreyndrar konu ... mjúkrödd sem heyrist hvergi ... nema hún heyrist ... í söng... í ljósviðarkassa heima hjá mýksta dapurleikanum ... í laufinu ... engjun- um ... þar sem stelpa gengur með bróður sínum í ljósinu ... eftir göngustíg ... sem fáir skynja sem göngustíg... heldur margfarna leið sem ætti að malbika ... meðan grjóthleðsla gefur til kynna fornan veg ... og sjávargrjótið minnir full- orðinn föður ... móður ... eða ungmenni ... jafnvel barn ... á veru vatnsins yfir öllu þessu saknaðarhverfi. Höfundurinn er nemandi í Reykjavík. ÖRSÖGUR EFTIR ELÍSABETU JÖKULSDÓHUR RÚMIÐ Það var einu sinni hjá okkur mállaus stúlka. Við lögðum hana í rúmið hjá lömuðu stúlkunni og lamaða stúlkan sagði henni sögur svo að einn dag- inn fékk mállausa stúlkan röddina og söng fyrir lömuðu stúlkuna sem fékk máttinn í fætuma og varð með tímanum frægur dansari. Þær fóru um víða veröld, önnur söng en hin dansaði, en þær héldu alltaf tryggð við okkur og komu stundum til okkar til að leggja sig í rúmið og ef þær gátu ekki komið því við vegna tíðra bókana, létu þær þess getið í bréfum sínum, að þær gerðu það í huganum. Það má gera ráð fyrir að það hafi verið þess vegna sem við heyrðum oft andardrátt þeirra úr rúminu sem var, þegar grannt var hlustað, einn og sami andardrátturinn. Ó já. DÚKURINN Einu sinni var töfraundrasnillingsvillings tötrum klætt og kurteist villi- blóma lækjarfjallabarn, og þetta barn sem nú hefur verið sagt frá, átti þrjá hluti í aleigu sinni, hryggjarlið, stein og ávöxt. Barnið í sögunni bjó á ströndinni eins og öll svona börn, og þegar fjaraði út fann barnið borð sem þakið var grænu þangi og þar lagði barnið sig. Eina sem barnið vantaði og dreymdi um var hvítur dúkur. Og hvílíkur dúkur. í draumnum náði hann um alia ströndina. Nema þetta hafi verið örlítill dúkur og bamið ljósið. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.