Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 19
ERFIÐARA AÐ SKRIFA FYRIR BÖRN EN FULLORÐNA Ritþing Guðrúnar Helgadóttur verður í Gerðubergi í dag, laugardag. I samtali ÞORVARÐAR HJALAAARS- SONAR við hana segist hún stefna að i því að auka lífsreynslu barnanna og opna þ >eim sýn til fleiri átta. Einnig að auka mál þekkingu barna. það er kannski stærsti vand inn, að hennar mati, að skrifa þannig að tungumálið sé góð íslenska án J: >ess að hún virki tilgerðarleg á börnin. Morgunblaðiö/Kristinn Guðrún Helgadóttir vill auka lífsreynslu barna með bókum sínum. Stjórnandi Ritþingsins, lllugi Jökulsson, heldur á syni sínum. RITÞING Guðrúnar Helgadóttur verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í dag, laugardag, kl. 13.30-16.00. Stjórnandi þingsins verður Illugi Jökuls- son. Spyrlar verða þau Hildur Hermóðsdóttir og Eyþór Arnalds. Þá mun Guðrún Gísladóttir lesa valda kafla úr verkum nöfnu sinnar. Rit- þingið er öllum opið. Aðgangur er 500 krónur. Guðrún Helgadóttir hefur sent frá sér átján bamabækur frá árinu 1974 og auk þess skrifaði hún leikritið Ovita sem leikið var í Þjóðleikhús- inu árið 1979 og spennuleikrit í þremur þáttum fyrir sjónvai-p sem sýnt var árið 1998. Söguhetj- ur Guðrúnar eru margar þjóðkunnar og nægir þar að nefna Jón Odd og Jón Bjarna. Tröllasaga hennar, Ástarsaga úr fjöllunum, sem út kom ár- ið 1981 naut hylli barna á öllum aldri og svo er um fleiri verk hennar svo sem Sitji guðs englar frá árinu 1983 og Englajól frá árinu 1997. „í ár eru tuttugu og fimm ár síðan fyrsta bókin mín, Jón Oddur og Jón Bjarni, kom út. Það var árið 1974,“ segir Guðrún Helgadóttir. „Ég hef svo til eingöngu skrifað fyrir börn, nema eitt sjónvarpsleikrit ætlað fullorðnum, annað er það ekki ennþá! Það veitir ekki af að skrifa fyrir blessuð börnin. Komandi ritþing er eitt af mörgum fyrirhuguðum í Menningarmið- stöðinni í Gerðubergi í vetur og ég vona að það geti orðið nokkuð skemmtilegt." Eitthvað hefur þú fengist við þýðingar og ef migmisminnir ekki þýddirþú meðal annars þá frægu sögu Griðastað eftir William Faulkner? „Þýðingin á Griðarstað er með því erfíðara sem ég hef gert. Ég hefði aldrei lagt í að þýða söguna hefði það hvarflað að mér hversu erfitt verkefnið reyndist. Ég átti í erfiðleikum með að skilja plottið og framvindu sögunnEir og er ekki ein um það. Einhvern timann heyrði ég þá sögu að kona hefði komið að máli við William Faulkner eftir að hún hafði horft á kvikmynda- gerð sögunnar og kvartað yfir því að hún hefði átt í erfiðleikum með að skilja söguþráðinn. Það er enginn furða að Faulkner á hafa svarað: Ég skildi hann ekki sjálfur!" Hvað leggur þú áherslu á öðru fremur þegar þú skrifar skáldverk fyrh• börn? „Fyrst af öllu er ég að segja sögu, gjarnan sögu sem bæði fullorðnir og börn geta lesið og haft gaman af. Ég vil endilega að börnin hafi gaman af bókunum. Börn eru fljót að skilja og með þessu móti skilja þau að það er ekki verið að tala niður til þeirra, heldur reynt að vanda til verksins. Það er mikilvægt að líta á skáld- verk sem skáldverk, hvort sem það er ætlað börnum eða fullorðnum. Galdurinn er sá að börnin nenni að lesa bækurnar, þær gera ekk- ert gagn ef þau nenna ekki að lesa þær. Þetta er mikill línudans og það er óskaplega vand- ratað eftir þeirri línu. Það hafa margir frábær- ir höfundar skrifað fyrfr börn en gallinn er oft sá að bækurnar fjalla um börn á þann hátt að einungis fullorðnir geta lesið 0g skilið. Það eru náttúrulega engar barnabækur, ef maður vill skilgreina bækur þannig. Auðvitað verður bók- in öðruvísi ef maður ætlar börnum hana. Mað- ur verður að einfalda hlutina mikið en jafn- framt að haga sér af mikilli ábyrgð. Börn upp- lifa hluti skýrar en fullorðnir, þeirra tilfinn- ingalíf er tærara og miklu viðkvæmara en full- orðinna manna. Maður verður að gæta sín, því maður má ekki skemma neitt. Það þýðir þó ekki að maður geti ekki skrifað um alla hluti. Það má ekki skrökva að börnum! Svo ég safni þessu saman i eitt: Það er bara svo miklu erfið- ara að skrifa fyrir börn en fullorðna! Maður getur látið þeim fullorðnu eftir útfærsluna á sögunni en þá kröfu getur maður ekki gert til barna. Að öðru leyti reynir maður að ætla sög- unni að opna lesendum flefri leiðir. Að auka lífsreynslu barnanna og opna þeim sýn til fleiri átta. Einnig að auka málþekkingu barna og það er kannski stærsti vandinn að skrifa þannig að tungumálið sé góð íslenska án þess að hún virki tilgerðarleg á börnin. Það er líka lína sem erfitt er að fóta sig á, stundum." Mega lesendur þínir vænta þess að þú sýnir á þér nýja ogjafnvel óvænta hlið á laugardaginn? „Þarna verða ljósmyndir úr lífi mínu, sem mig langar til að slá upp. Þá mun ég lesa uppúr nýrri bók fyrir litlu bömin sem er öll í vísna- formi. Ég hef lítið gert af því að yrkja en ein- hvern veginn heimtaði bókin þetta form.“ Er nógu mikið skrifað fyrir börn í dag? Er þessi ungi og lágværi Iesendahópur ekki van- ræktur um of af íslenskum rithöfundum? -* „Ég hef áhyggjur af því að það séu of fáir sem ski'ifa fyrir börn. Við eigum nokkra góða barnabókahöfunda en þeir eru of fáir. I barn- æsku er grunnurinn lagður fyrir lífið og það gerist ekki af sjálfum sér. Uppalendur, kenn- arar og þeir sem sinna uppeldi barna þurfa lið- veislu listamanna.“ Öndunaræfing; verk John Thorrisen við samnefnt Ijóð Rolfs Jacobsens. ANDDYRI NORRÆNA HÚSSINS GRAFÍKVERK VIÐUÓÐROLFS * JACOBSENS OPNUÐ verður sýn- ing í anddyri Nor- ræna hússins í dag laugardag kl. 15 á grafíkverkum eftir norska list- málarann John Thprrisen. Sýningin ber yfirskriftina Öðruvísilandið og þar er vísað til samnefnds ljóðs eftir norska skáldið Rolf Jacobsen, en John Thorrisen hefur gert myndröð sem er helguð ljóðum skálds- ins. Listamaðurinn verður við- staddur opnun sýningarinnar. Þá verður á morgun.sunnudag, dagskrá um Rolf Jacobsen í fundarsal Norræna hússins. A sýningunni eru níu graf- íkverk unnin með steinprents- tækni og jafnmörg ljóð sér- þrykkt. John Thprrisen er fæddur 1951 og var hann náinn vinur Rolfs Jacobsens. Hann hefur haldið margar einkasýningar frá 1974 og tekið þátt í samsýn- ingum í Noregi og víðar. Myndefni Thorrisens er eink- um expressjónistísk og draumórakennd skynjun á landslagi, ýmist með eða án manna og dýra, segir í fréttatilkynningu. í málverkum sínum, vatnslitamynd- um og steinprenti vinmu' hann aðallega með and- stæðuliti, yfirleitt gult, blátt og rautt. Sýningin í anddyri Norræna hússins verður opin daglega kl. 9-18, nema sunnudaga kl. 12-18. Henni lýkur 24. októ- ber. Aðgangur er ókeypis. Dagskrá um Rolf Jacobsen t I tengslum við sýningu Johns Thprrisen í anddyri Norræna hússins verður dag- ski'á um norska ljóðskáldið Rolf Jacobsen. Hjörtur Páls- son cand.mag. heldur fyrirlest- ur um skáldið og leikararnir Guðrún Stephensen og Hjalti Rögnvaldsson lesa úr ljóðum skáldsins á íslensku og norsku. Aðgangur er 500 krónur. „Norski rithöfundurinn Rolf Jacobsen (1907-1994) á sér sérstakan sess í norskri nú- tímaljóðlist og hinn einkenn- 1 andi módernismi hans hefur náð til alþjóðlegs lesendahóps. Rolf Jacobsen nýtur einnig hylli á Islandi og öðlaðist sess sem stórborgar- og vélaaldarljóðskáld og helsti fulltrúi nýrrar kynslóðar skálda með fyrstu ljóðabók sinni „Jörð og járn“ (1933). Kímni.“ Rolf Jacobsen. V LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.