Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 9
Hin klassíska Kötlumynd Ijósmyndarans Kjartans Guðmundssonar í Vík. Gosið 1918 var væntanlega meðalstórt í röð um 20 Kötlugosa á sögulegum tíma. Björnssonar eru þrjú vatnasvið í öskjunni. Hún sjálf er 110 ferkílómetra sigdæld, talin að stórum hluta mynduð í hamfaragosi fyrir tæpum 11.000 árum við landsig. Vatnasviðin veita hlaupvatni (og þekktum ám) um Entu- jökul, Kötlujökul (norðaustan Víkur) og Sól- heimajökul. Ræður lega gossprungu því undan hverjum þessara jökla sérhvert hlaup æðir. A sögulegum tíma hafa öll Kötluhlaup- in, hugsanlega að 1-2 undanskildum, komið úr Kötlujökli. Á undantekningunum leikur vafi en þau hlaup hafa verið tengd við Sól- heimajökul. Kötluhlaup hafa flæmst um allan Mýrdals- sand og skapað hann í tímans rás. Vatnið óg eðjan ryðjast oft beggja vegna Hafurseyjar og umlykja líka Hjörleifshöfða frammi við ströndina. Hlaupin hafa rofið gróðurlendi og kaffært, hrakið fólk úr fornum byggðum, étið af landi j Álftaveri og hlaðið upp set- bunkum, t.d. austan Víkur (Höfðabrekku- jökull, 1755) og miklu af sandströndinni við Vík. Ekki er vitað um manntjón beinlínis af þeirra völdum. Öskjusigið í Kötlu ber þess vitni að undir eldstöðinni sé kvikuhólf, líkt og hefðbundið er í megineldstöðvum. Þak þess sígur. At- huganir Bryndísar Brandsdóttur og fleiri benda til þess að þykkt þaksins sé aðeins 1-2 km og að undir því sé linsulaga kvikugeymir, allt að 2 km djúpur og 3 km langur og ef til vill stórt, storkið innskot þar undir. Vafalaust eru gamlar gossprungur utan í fjallinu sem umlykur öskjuna, en þó undir jökli. Utan jökuls sjást gígaraðir norðvestan, norðan og norðaustan jökulsins. Með Kötlu mynda þær eldstöðvakerfi þar sem hafa samtals orðið allt að 100 eldgos á sl. 10.000 árum. I heild er þetta kerfi framleiðnasta eldstöðvakerfi landsins. Ur gossprungunum utan jökuls hafa runnið hraun, og sum stór eins og Hólmsárhraun (rúml. 6.000 ára). Til- komumest er sambland gossprungu og sigdals, sjálf Eldgjá, sem síðast bærði á sér 934 og má líkja því gosi við Skaftárelda um margt. Ummerki stórgossins sjást m.a. í ís- kjörnum úr Grænlandsjökli. Fátt ef nokkuð bendir til eldsumbrota í Kötlukerfinu á ís- lausu landi, á sögulegum tíma. Eyjafjallajökull er megineldstöð, nánast áföst við Kötlukerfið. Fjallið er 1666 m há eldkeila. Hún gaus síðast 1821-1823 og hófst Kötlugos um það bil er eldsumbrotunum í Eyjafjallajökli lauk. Einnig eru vísbendingar og til Hafnar í Hornafirði næstu daga. Frek- ari jarðhræringar fundust og fleiri hlaupgusur komu, 14. október, 26. október og 10. nóvember (eftir goslok). Um hríð sást að gos kom upp út tveimur gígum en síðari tíma athuganir og staðsetning gosstöðvanna leiða í ljós að jökullinn er um 400 m þykkur þarna í austanverðum jöklinum, ekki fjarri jökulkoll- unum er varða þengslin þar sem Kötlujökull fellur fram úr öskjunni. Dagana 22. og 23. október herti gosið. Féll þá aska m.a. í Vík og þann 26. náði askan til Akureyrar. Talið er að gosinu hafi lokið 4. eða 5. nóv- ember. Gosefnamagn er áætlað um 700 millj- ónir rúmmetra (0,7 rúmkílómetrar) af nýfall- inni gjósku. Meta þurfti skemmdir á 42 jörð- um en bátar og geymslur skemmdust að auki í Vík. Gos í vaendum? Margoft hefur jörð skolfið undir Mýr- dalsjökli á síðari helmingi 20. aldarinnar. Þaðan hafa líka komið fram snörp smáhlaup og tilheyrandi ketilsig sést í yfirborði jökuls- ins. Vitað eru um jarðhita undir ísnum. Iðu- lega hafa orðið umræður um yfirvofandi Kötlugos og oft hafa fjölmiðlar jafnt sem sér- fræðingar og almannavarnarnefndir tekið við sér vegna umbrota eða skjálfta. Nú er goshlé Kötlu orðið eitt hið lengsta á söguleg- um tíma. Þegar litið er yfir gossögu Kötlu er auðvit- að næsta víst að eldstöðin gýs á næstu ára- tugum. Afar litlar líkur eru á að jafn virk megineldstöð og Katla þagni öldum saman. Löng goshlé geta boðað stærri gos en orðið hafa um hríð. Nú sem stendur eru þrenns konar merki um óróa í Kötlu og nágrenni, sem ber að taka alvarlega: 1. Skjálftavirkni er töluverð í Mýrdalsjökli og einnig, en þó miklu minni, í Eyjafjalla- jökli. Hefur svo verið í sumar þannig að ekki er eingöngu um hefðbundna haustskjálfta Kötlu að ræða (er verða að lokinni sumar- þynningu jökulsins, halda menn). 2. Jarðhiti hefur aukist verulega í jöðrum öskjunnar í Kötlu-megineldstöðinni. Það sést á um tug ketilsiga sem verða til við ísbráðun yfir jarðhitasvæðunum. Nærtækt er að skýra breytingarnar með kvikuinnskotum úr kvikuhólfi og auknum þrýstingi á þak þess og með hitun jarðskorpunnar. Mörg dæmi eru til um aukna og breytta jarðhitavirkni eldstöðva á undan eldgosum. Ljósm. Kjartan Guömundsson Horft yfir hluta af umbrota- og gossvæðinu í Mýrdaisjökli, 12. október 1919, rúmu ári eftir að Kötlugosinu lauk (sjónlína líklega í norðaustur). Ljósm. Sigurður Stefnisson Eyjafjallajökull (1666 m). Fjallið er eldkeila og sést hér vel móta fyrir um 2,5 km breiðum topp- gíg. Ur honum fellur Gígjökull til norðurs. Eldgosið 1821-1823 kom úr gossprungu vestan í há- fjallinu, nálægt toppgígnum. Ljósm. Kjartan Guðmundsson. Gosmökkurinn 1918, tignarlegur að sjá frá brúnum ofan Víkur. Gjóskuna leggur í norðaustur. Hæð makkarins er a.m.k. 10 km. um samfallandi gos í báðum eldstöðvunum 1612. Kötlugosið 1918 Þegar Katla bærði á sér 12. október 1918 höfðu snarpir jarðskjálftakippir fundist í ná- grenni Mýrdalsjökuls. Gosmökkur braust upp úr jöklinum um eittleytið og gjóskan barst í austur. Síðdegis heyrðust dynkir þegar hlaupið braust fram úr vestanverðum Kötlujökli. Þar brotnaði upp hrikagjá í jökuljaðarinn. Skömmu síðar kom einnig fram hlaupvatn og -eðja austar, og mikið af Mýrdalssandi hvarf undir flauminn. Fórst þá nokkuð af hrossum og sauðfé. Daginn eftir var hlaupið að mestu rénað og hafði þá valdið t.d. tjóni á gróðurlendi í Álftaveri. Nokkuð jafnfallin en þunn gjóska var í Skaftártungu og aska barst til Síðu og eitt- hvað þar ausur fyrir. Fjöldi ísjaka lá á sand- inum og voru sumir á stærð við stór fjölbýl- ishús, eftir myndum að dæma. Breytileg vindátt bar ösku til Reykjavíkur 3. Um árabil hefur orðið vart við útstreymi gastegunda í Gígjökli í Eyjafjallajökli; gas- tegunda sem geta verið af kvikuætt. Ekkert af þessu dugar til þess að spá eldsumbrotum. En telja verður líkur á þeim verulega meiri nú en á síðasta áratug eða svo. Engin leið er að tímasetja atburði (gos, hlaup ofl.) að svo komnu máli en jarðvísinda- menn munu auðvitað reyna slíkt eftir því sem gögn aflast, m.a. með nýjustu mæliað- ferðum. Vissulega getur atburðarásin endað í bili með því að kyrrð færist yfir Kötlu eftir ein- hver fleiri smáhlaup og minnkandi skjálfta- virkni. Menn vona hið besta og kljást við það sem að höndum ber. Það hefur eldgosa- sagan kennt okkur; og það hefur þekking og viðbúnaður tryggt okkur eftir því sem unnt er í viðureign manns og ótaminnar náttúru. Höfundurinn er jaröeðlisfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.