Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 6
AÐ er enginn hægðarleikur að rata réttu leiðina heim til ung- verska rithöfundarins Péter Ná- das. Eftir fjögurra klukkustunda akstur í skröltandi langferðabfl þvert yfir Ungverjaland er kom- ið í bæinn Zalaegerség þar sem leigubílstjóri bíður mín. Hann flytur mig síðan síðasta spölinn, að litlu þorpi í 30 km fjarlægð frá slóvensku landamærun- um þar sem Nádas tekur á móti mér. I litla þorpinu, Gombosszeg, búa aðeins um 40 manns og hér settust þau að, Nádas og Magda, kona hans, fyrir 10 árum. Greinar eplatrjánna svigna undan ávextinum og rósa- angan fyllir loftið. Hér andar allt af ró og friði, ysinn og þysinn í Búdapest eru víðsfjarri. Hafi það verið erfitt að finna Nádas sjálfan, þá er það ekki minna verk að nálgast skrifin hans. Fáorður er hann ekki og hann hefur allt að því ástríðufullan áhuga á smáatriðum. I „Minningabókinni" sinni lýsir hann út í æsar hugrenningum sínum og tOfinningum og fyllir um leið vit lesandans af angan liðinna daga. Ein einasta setning getur teygt sig yfir fjórar síður og tungutakið stundum svo safaríkt, að lesendur standa næstum því á öndinni. Péter Nádas fæddist á stríðsárunum og er af gyðingum kominn. Svo er hins vegar fyrir að þakka, að móðir hans var ljóshærð og blá- eyg og með hjálp falskra skilríkja tókst henni að bjarga fjölskyldunni frá því að lenda í klóm nasista. Nádas var skírður til mótmælenda- trúar og vissi ekki um gyðinglegan uppruna sinn fyrr en hann var orðinn átta ára gamall. „Okkur voru kennd kristin fræði í skólan- um og þegar ég var kominn heim einn daginn lýsti ég því yfir formálalaust, að ég hataði gyðinga. „Hvers vegna gerirðu það?“ spurði mamma. „Vegna þess, að þeir krossfestu litla Jesúbamið," svaraði ég. „Hefurðu nokkum tíma séð gyðing?" spurði hún. „Viltu sjá einn?“ Síðan lagði hún hönd á höfuð mér og leiddi mig í gegnum húsið að stóm spegli í eikaramgjörð. „Þarna sérðu gyðing. Þú mátt hata hann ef þú v0t.“ í speglinum sá ég gyð- ing og gyðingahatara. Nádas var 15 ára er móðir hans lést eftir langvarandi vanheOsu og tveimur áram síðar svipti faðir hans sig lífi. „Mamma var vön að koma sér beint að efn- inu og gat verið dálítið miskunnarlaus. Hún gat líka verið kímin og hlý. Hún var mjög fé- lagslega meðvituð og sanntrúaður kommún- isti. Eg held, að hreinskilni hennar og hrein- skiptni hafi ekki fallið fólki vel í geð og gert henni lífið erfiðara. Þess vegna dó hún fyrir aldur fram.“ Kettimir Rózsi og Kinti gjóa augunum upp á fólkið, manneskjurnar þrjár, sem eiga í hrókasamræðum í mildu lampaljósinu. „Jafn- vel kettimir ókyrrast ef eitthvað er öðruvísi en venjulega. Hér líður tíminn eins og lygnt fljót," segir Nádas brosandi um leið og hann þrykkir húfunni á höfuðið. Hann ætlar að fara að sinna kvöldverkunum, höggva í eldinn fyrir morgundaginn. Vinnustofan hans Nádas er í uppgerðu gripahúsi. Þar er hann með tölvuna sína en um tölvupóstinn hefur hann samband við um- heiminn. Ljósmyndavélin hans er á sínum stað en hann starfaði lengi sem ljósmyndari. Það átti þátt í að skerpa athyglisgáfuna og kenndi honum að ráða í hin mörgu svipbrigði mannsandlitsins. Það vakti mikla athygli 1968 er Nádas ákvað að yfirgefa Búdapest. Sem blaðamaður var hann orðinn þreyttur á glímunni við rit- skoðarana og segja má, að hann hafi „flúíð land“ í nokkram skilningi. Þetta var hans að- ferð við að láta ekki bugast. „Eg þurfti að fá frið og hann fann ég ekki í Búdapest, þessari háværa borg á krossgötum milli austurs og vesturs. Það hefur lítið gerst í ungversku menningarlífi frá 1968 og raunar má segja, að það sé í rúst. Aftur á móti er það kapitalisminn í sinni verstu mynd, sem ræður hér ríkjum. Þegar sósíalisminn var og hét beittu menn ýmsum brögðum til að komast af og þeim má kannski líka beita gegn kapital- ismanum. Menningarlífið er fjárhagslega gjaldþrota og hefur raunar verið það lengi. Hér áður voru það aðeins ríkisskáldin, sem komust sæmilega af. Við gerðum okkar miklar vonir 1989. Vinir mínir töldu, að listinni yrði gert hærra undir höfði á tímum lýðræðis og kapitalisma en það hefur því miður ekki gengið eftir. Þessir nýju tímar gera þó meiri kröfur til mín en áður. Andstæðumar hafa aukist og ég á auðveldara með að lýsa þeim. Það er ætlast til, að ég tjái mig en mér virðist sem á Vesturlöndum sé það keppikeflið að vita ekki of mikið. Vit- neskjan á að vera kerfisbundin og afmörkuð en samt eiga menn að vera frumlegir. Þeir, sem falla ekki inn í þennan ramma, lenda bara utangarðs. Þetta er hættulegur leikur og miklu flókn- ari en var undir sósíalismanum. Þá vissi ég nákvæmlega hver var vinur og hver óvinur. Ungverska rithöfundinum Péter Nádas hefur stundum verið líkt við Proust, Mann og Musil. Gagnrýnendur lofa hann og hann hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. Talið er lík- legt, að hann verði útnefndur til Nóbelsverðlauna í bók- menntum, skrifar TONE MYKLEBOST . Með .EndaloÍT um fjölskyldusögunnar", sem út kom 1977, komst hann í hóp mestu rithöfunda Ung- verjalands en að höfuðverki sínu, „Minningabókinni", vann hann í 11 ár. Telja margir hana með mestu ritverkum þessarar aldar. Er nú verið að vinna að útgáfu hennar á ýms- um tungumálum. Nú veit ég það ekki lengur. Ekki vegna þess, að ég sé svo reynslulaus, heldur vegna þess, að aðstæðurnar heimta, að ég lagi mig að þeim og láti berast með straumnum. Erum við þá neydd til að svamla með? Nei, alls ekki. Eg reyni að brjótast gegn straumnum en það er áhættusamt." Nádas þagnar og horfir út í kyrrðina áður en hann tekur aftur til máls. „Það er áhættusamt vegna þess, að það er svo slítandi að vera sjálfstæður og standa jafnframt undir væntingum. Þetta er eins og að vera í rússíbana, sem stoppar aldrei. Gjald- ið, sem menn verða að greiða, er heilsan, jafnt á líkama sem sál.“ Þarftu alltaf að vera svona heiðarlegur gagnvart sjálfum þér. Alltaf að leita eftir því, sem þér finnst rétt? „Já, ég verð að reyna það. Það er mér eins og hver önnur ástríða eða árátta." Lýgurðu aldrei? „Jú, það geri ég,“ segir hann og hlær. „Þeg- ar leikurinn krefst þess, annars ekki. Ég þarf að fá minn tíma til að velta því fyrir mér hvort ég hafi breytt rangt eða rétt, hvort lygin hafi verið í réttu samhengi, hvort hún var góð eða slæm. Kommúnisminn ól af sér sína sérstöku lygi en hún samt þrífst alls staðar í einhverri mynd, hvert sem kerfið er. Við ljúgum þó að- allega að okkur sjálfum." Er eitthvert pláss fyrir smámunasaman graflara eins og þig nú á þessum tímum yfir- borðs- og æsifréttamennsku? „Það er kannski réttara að spyrja hvort nokkur þörf sé fyrir bókmenntir. Hverjir lesa bækur? Hvers vegna eru menn að skrifa sög- ur, sem fáir lesa? Skipta fortíð og framtíð ein- hverju máli? Er nóg að lifa í samtíðinni, frá degi til dags? Mitt svar er að setjast við skrif- borðið dag hvem og fást við texta, spyrja spuminga. Með aldrinum velti ég hlutunum æ meira fyrir mér. Það á sínar rætur í evrópskri menningu en yfirborðsmennskan reynir að útrýma því.“ Nádas segir, að bókin og rithöfundurinn séu að verða eins og hver önnur verksmiðju- framleiðsla. „Ég hef skrifað í 30 ár og niðurstaða mín er sú, að orðin og setningamar öðlist ekki líf bara vegna þess hvaða hugmynd býr að baki þeim, hvort hún er rétt eða röng, heldur vegna þeirrar vinnu, sem í þau eru lögð. Setn- ingin er ekki fullkomin fyrr en búið er að fín- pússa hana og hugsa í gegn. Bestu dæmin um það eru hjá Kafka og Beckett þar sem lesand- inn áttar sig ekki á erfiði höfundarins. Þetta eru bókmenntir, annað framleiðsla. í „Minningabókinni“ samsvai-ar einn kafli einni setningu, jafnvel þótt hann sé á einni eða fjóram síðum. Slíkri setningu má líkja við andardráttinn. Ég hef ekki áður verið með svo langar setningar í bókum mínum en vegna þess hve samskipti persónanna era ná- in, fannst mér ég þurfa þess. Ég var að leita eftir núinu, tímalausri upplifun. Það er árátta mín að lýsa þessum punkti í samskiptum manna, munúðinni, sem allir hafa reynt.“ Þurfa menn að þjást til að geta skrifað? „Já. Ég þjáðist í mörg ár sem rithöfundur. Ég gat ekki tjáð eða komið orðum að þjáning- unni og skildi ekki, að leitin sjálf er ígildi tján- ingarinnar. Þegar ég áttaði mig á því, var sem fargi væri af mér létt og vinnan varð auðveld- ari.“ Nádas er kunnur víða um lönd. Fyrir skömmu kom „Minningabókin" út í Banda- ríkjunum þar sem hún fékk góða dóma. Er önnur útgáfa komin út og nú sem pappírs- kilja. Sagan gerist á þremur tímaskeiðum en sög- urnar tengjast innbyrðis. Þungamiðjan er ást milli tveggja manna, ungverska rithöfundar- ins og Austur-Þjóðverjans Melchiors. Rithöf- undurinn dvelur um tíma í Austur-Berlín þar sem hann safnar saman í sögu, sem á að ger- ast á heilsuhæli við Eystrasalt um aldamótin síðustu. Inn í söguna fléttast síðan þroski sögumannsins og uppvöxtur, frá barni í full- orðinn rnann í Búdapest á sjötta ái'atugnum þegar ógnaræði stalínismans var í hámarki. „Fólk vill fá að vita hvort maður hafi í raun upplifað það, sem í sögunni segir. Það vill fá já eða nei en það er ekki hægt. Samt verður að gefa einhver svör og hafi maður skáldað þetta allt saman, þá er spurt. Hvers vegna? Hvað býr að baki?“ Nádas á stundum erfitt með að greina að veraleikann og ímyndunina. Þegar hann hitti konuna, sem hann notaði sem fyrirmynd í „Minningabókinni“, kom í ljós, að öll þeirra upplifun, sögurnar þeirra, vora af gjörólíkum toga. Það, sem hann hélt vera veruleiki, var hrein ímyndun og öfugt. „Það getur líka verið gaman að velta fyrir sér orðróminum og fylgjast með því hvernig hann vinnur sitt verk. Ég hef lengi reynt að leiðrétta alls konar vitleysu, sem um mig gengur, en hef nú gefist upp á því. Það er stórkostlegt að sjá hvernig nýtt líf, ný tilvera verður til, hvernig hún er tengd jiafni mínu þótt ég hafi hvergi komið nærri. I ensku út- gáfunni af verkum mínum er ég kynntur sem sonur embættismanns og alinn upp á bama- heimili. Því fer fjarri. I bókarkynningunni er mér líkt við Proust, Mann, MusO og jafnvel James Joyce,“ segir Nádas hlæjandi og dreg- ur fram stórt plakat. „Kannski einum of langt gengið," segir hann en viðurkennir þó, að svo sé Musil fyrir að þakka, að bókin hafði ein- hvern endi. Bækur Nádas seljast yfirleitt ekki mikið. „Það er einnig tímanna tákn, að orðstírinn er miklu stærri en maðurinn sjálfur. Fólk hleyp- ur tfl hliðar við veraleikann, ekki með honum. Það les ekki bækur, heldur um bækur, gagn- rýnina, viðtölin. Nýlega skrifaði gagnrýnandi nokkur tóma vitleysu um eina af bókum mín- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.