Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 13
Hin stríðandi fjöld. Úr Sigri viljans. Úr myndinni Olympia. Riefenstahl var dans- ari og kunni að kvikmynda mannslíkamann. una. Halda mætti að ung kona sem verður fyr- ir slíkum skakkaföllum væri meira eða minna upptefld. Því fór fjarri. Leni Riefenstahl lék í kvikmyndum og gerði garðinn frægan í svo- nefndum fjallamyndum (Bergfilme). Þessar myndir skipa nokkra sérstöðu í kvikmyndasög- unni þar sem þær voru í raun eina sérþýska kvikmyndategundin. Riefenstahl var hvatvís, einþykk og hafði erfiða lund. Orð Bismarcks að hlutverk konunnar væri fólgið í káunum þrem- ur - Kinder, Kirche und Kiiche - börnum, kirkju og eldhúsi, voru henni lítt að skapi. Ri- efenstahl braut allar reglur í kvikmyndaheim- inum og gerðist leikstjóri. í ofanálag sýndi hún og sannaði með fyrstu mynd sinni, Bláa Ijósinu (Das Blaue Licht) að hún hafði meira til brunns að bera á þessu sviði en flestir starfs- bræður hennar. Einn af þeim sem lét heillast af myndinni var Adolf Hitler. Foringinn kom að máli við hana og vildi að hún gerði heimild- armyndir fyrir sig. Hugur Riefenstahl stóð til leikinna mynda en hún lét tilleiðast. Frægð hennar og fall voru falin í þessari ákvörðun. Sigur viljans Myndin Sigur viljans (Das Triumph des Wil- lens) frá árinu 1935 er öflugasta áróðursverk samtímans og best gerða heimildarmynd sög- Riefenstahl að störfum í Súdan. unnar. Sögusvið er flokksþing nasista í Nurn- berg árið 1934. Albert Speer skipulagði hátíða- höldin. Sigur viljans er samsafn ólíkra kafla sem tengjast í persónu foringjans. Riefenstahl tókst að gera nasista goðumlíka í myndinni. Frægast er atriðið þar sem Adolf Hitler svífur á flugvél niður á jörðu og ber við himin. Annað skot úr myndinni sem lengi verður í minnum haft sýnir foringjann þar sem hann stendur uppréttur í bifreið og líður meðal fjöldans eins og eitthvert óskilgreint goðmagn beri hann á höndum sér. Enginn kvikmyndamaður í sög- unni hefur fengið þvílík mannaforráð upp í hendurnar til að gera heimildarmynd. Myndin var tekin á sex dögum og Riefenstahl hafði á að skipa 120 manna tökuliði, þar af 40 tökumönn- um. Sigur viljans var liður í að efla persónu- dýrkun á Hitler og sýna þjóðinni fram á að allt væri með kyrrum kjörum eftir nótt hinna löngu hnífa þegar útsendarar Hitlers myrtu Ernst Röhm og lærisveina hans. Josef Goebbels var þegar hér er komið sögu einvald- ur í kvikmyndaheiminum þýska og hafði veg og vanda að kvikmyndagerð í Þriðja ríkinu. Sigur viljans vai- á hinn bóginn gerð að tilstuðlan for- ingjans og Riefenstahl var skjólstæðingur rík- iskanslarans. Ái-óðursmálaráðherranum hefur eflaust þótt sem Hitler tæki fram fyrir hend- Riefenstahl að störfum. Riefenstahl við tökur á Sigri viljans. urnai- á sér enda andaði köldu milli Riefenstahl og Goebbels. Ólympíuskeið Olympia er af sama toga spunnin og Sigur viljans. Að þessu sinni hæfðu mikilfengleg efn- istök Riefenstahl yrkisefninu betur. Myndin er ógleymanleg heimild um Ólympíuleikana í Berlín árið 1936. Verkið er tvímynd og hefst á loftsýn líkt og Sigur viljans. Atriði sem situr eftir líkt og greypt í vitund áhorfandans er sig- ur bandaríska blökkumannsins Jessie Owens þar sem hann hleypur eins og svartur storm- sveipm- og hreppir gullið fyrir framan nefið á þúsundum manna sem trúðu því að þeir væru þeldökkum æðri að upplagi. Owens vann fern gullverðlaun á leikunum. Riefenstahl braut blað í kvikmyndasögunni þegar hún sýndi Ólympiukappana stinga sér og svífa um í lausu lofti þar sem þeir keppa í dýfingum. Þykir þessi snilldarlega útfærsla á keppninni enn magnaðasta íþróttaefni sem fest hefur verið á filmu. Aðferðirnar sem Ri- efenstahl beitti við gerð Olympia voru lyginni líkastar. Sérstakir turnai- og vagnar vora smíðaðir til að ná hreyfingum íþróttagarp- anna frá réttu sjónarhorni. Allur þessi undirbúningur skilaði sér svo að um munaði. Riefensthal notaði ekki einu sinni þriðjung af því efni sem kvikmyndað var. Hún eyddi alls 400 km af filmu til að ski-á Ólympíu- leikana í Berlín árið 1936 á spjöld sögunnar. Riefenstahl lagði gríðarlega vinnu í Olympia og var á annað ár að klippa myndina og hljóðsetja en hún varði fjórtán mánuðunum í að klippa Sigur viljans. Segja má að hver klukkustund hafi skilað sér á breiðtjaldið. Fullkomnunar- árátta Riefenstahl skín í gegn og höfundur leggur alúð við hvern myndramma. Brátt skarst í odda með Goebbels og Ri- efenstahl en áróðursmálaráðherranum fannst skörangurinn þjóðinni dýr. Goebbels lýsti þessum erjum í dagbók sinni sjötta nóvember árið 1936: „Fraulein Riefenstahl fékk móðursýkiskast þegar ég reyndi að koma vitinu fyrir hana. Það er ekki á nokkurn mann ieggjandi að vinna með þessari óhemju. Nú heimtar hún hálfa miljón marka til viðbótai' ... Hún grætur en tárin eru lokaúrræði konunnar. Harmkvælin hrífa hins vegar ekki lengur á mig.“ Riefenstahl leitaði á náðir foringjans og hót- aði að flytja úr landi. Hitler leysti Riefenstahl undan samstai'fi við Goebbels og lét hana svara til Rudolfs Hess. Sigur viljans og Olympia eftir Riefenstahl eru epískar heimildarmyndir. Enginn annai' kvikmyndamaður hefur náð því- líku valdi á forminu og Riefenstahl. Eftir á að hyggja hefði enginn annai' en Riefenstahl get- að gert Olympia. Hún var dansari, íþróttakona og listamaður en var að auki fæddur leiðtogi, hafði til að bera óvenjulega skipulagsgáfu og gat verið uppivöðslusöm þegar því var að skipta. Þessi ólíku eigindi er sjaldan að finna í einum einstak- lingi. Er þetta ef til vill skýringin á því hvers vegna glæstar heimild- armyndir efth' Riefenstahl eiga engan sinn líka. Riefenstahl í Hollywood Riefenstahl hélt til Bandaríkj- anna árið 1938 með Olympia í farteskinu og hugðist vinna lönd í álfunni. Aðför nasista að gyðing- um nóttina sem nefnd hefur verið Kristallsnacht eða kristalsnóttin var þá í brennidepli um allar jarð- ir. Aðfaranótt 10. nóvember árið 1938 braut Hitlersæskan rúður í búðum og á heimilum gyðinga um gervallt Þýskaland. Þessh- æskumenn myrtu 91 gyðing og 20.000 manns af ættkvísl Abra- hams var vai-pað í fangabúðir. Ameríkumönn- um hryllti við þessum atburðum. jl Andstæð- ingar nasista í Kaliforníu sáu til þess að Ri- efenstahl kom alls staðar að luktum dyrum. Menn á borð við Walt Disney hittu Riefenstahl nánast á laun. Þeir fáu Ameríkumenn sem sáu Ólympíumyndina voni yfir sig hrifnir enda hafði einhver vit á því að fella öll skotin af Hitler úr kynningareintakinu. Grimmdarverk í Póllandi Riefenstahl lagði nú drög að leikinni mynd um drottninguna Peneþesileu efth- leikriti eftir Heinrich von Kleist. Þessi litmynd átti að sýna Amasónur og Forn-Grikki takast á. Ef til vill þótti Riefenstahl sem hún hefði barist í þessari orrustu milli karla og kvenna frá blautu barns- beini. Svo kom stríðið. Riefenstahl sá þann kost vænstan að snúa sér aftur að gerð heim- ildarmynda. Hún hélt í þessum erindagjörð- Riefenstahl í Bláa Ijós- inu. Myndin var frum- raun hennar sem leik- stjóri. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.