Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1999, Blaðsíða 20
HELSINKI, MENNINGARBORG EVROPU ARIÐ 2000 'FIMM KYRRÐARMÍNÚTUR VIÐ KERTA- A ÞROSKULDI ARÞUSUNDSINS A SENATSTORGINU í miðborg Helsinki verða öll ljós slökkt klukkan fímm mínútur fyrir miðnætti á M mgamlárskvöld. Allir þeir sem þangað leggja leið sína til þess að fagna komu ársins 2000 fá í hendur kerti, sem verða tendruð um leið og rafmagnsljósin slokkna, og í fimm mín- útur nemur fólk staðar á þröskuldi hins nýja ár- þúsunds. Biskup og borgarstjóri ávarpa sam- komuna, trumbusláttur ómar og á eftir fylgir augnablik algerrar þagnar áður en allar kirkju- klukkur borgarinnar hringja menningarborg- arárið inn. KIDE, átján metra langur ljós- og hljóð-kristalskúlptúr, uppljómast fyrir framan dómkirkjuna og fjölskrúðug japönsk flugelda- sýning frá eyjunni Soumenlinna steinsnar frá syðri höfninni lýsir upp himininn. Þar með er menningarborgarárið hafíð og við taka ótal áhugaverðir atburðir um alla borg út allt árið. Jafnframt því að vera ein af níu menningar- borgum Evrópu á næsta ári fagnar Helsinki því að þá verða liðin 450 ár frá stofnun borg- arinnar. Georg Dolivo, framkvæmdastjóri menningarborgarinnar, segir afmælið raunar hafa verið eina aðalástæðuna fyrir umsókn- inni á sínum tíma. Annars vegar sé ætlunin að halda myndarlega upp á þau tímamót og hins vegar að vekja athygli á því að finnska þjóðin sé um þessar mundir að stíga sögulegt skref frá útjaðri Evrópu að miðju Evrópu, meðal annars með inngöngunni í Evrópusambandið, þar sem Finnar eru nú í forsæti. Nú eigi að koma Finnlandi og fínnskri menningu á kortið í eitt skipti fyrir öll. „Þetta er gullið tækifæri fyrir Finna til að segja öðrum Evrópubúum hver við erum og hverju við höfum fengið áorkað, kynna menningarleg gildi okkar og lífsmáta," segir hann. p Undirbúningur er vel á vegi og mikill upp- gangur í menningar- og listalífí borgarinnar al- mennt, enda greinilegt að málið hefur verið tekið föstum tökum frá upphafi. Dolivo varpai- fram nokkrum’ tölulegum staðreyndum: Meira en 3.000 dagskrárhugmyndir hafa verið rædd- ar og gerðar voru meira en 2.000 tillögur að verkefnum. Nú hafa rúmlega 450 verkefni ver- Um 450 verkefni eða eitt fyrir hvert ár í sögu Helsinki verða á dagskrá menningarborgarársins 2000 í höfuðborg Finnlands. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDQTTIR var í Helsinki á dögunum og sat þar m.a. blaða- mannafund með Georg Dolivo, framkvæmdastjóra menningarborgarinnar, og fimm framkvæmda- stjórum hinna ýmsu dagskrársviða. Morgunblaðið/Margrót Öll rafmagnsljós verða slökkt klukkan fimm mínútur fyrir miðnætti á gamlárskvöld á Senats- torginu framan við dómkirkjuna í miðborg Helsinki og fólk nemur staðar með logandi kerti í hendi á þröskuldi hins nýja árþúsunds og menningarborgarársins. ið sett á dagskrána, en endanleg útgáfa hennar er væntanleg á prenti og á Netinu síðar í haust. Hugmyndirnar sem eftir standa eru geymdar en ekki gleymdar og er gert ráð fyrir að einhverjar þeirra verði teknar upp aftur og notaðar í öðru samhengi síðar. Nser Ijórir milljarðar íslenskra króna Fjárhagsáætlunin hljóðar upp á rösklega 300 milljónir finnskra marka eða nærri fjóra milljarða íslenskra króna. Helsinki er að sögn Dolivos í hópi þeirra þriggja borga sem leggja mest fjármagn í menningarborgaverkefnið en hinar borgirnar tvær eru Brussel og Prag. Fjármögnuninni er þannig háttað að 100 millj- ónir finnskra marka koma frá Helsinki og ná- grannaborgunum Espoo, Vantaa og Kauni- ainen, 50 milljónir af fjárlögum finnska ríkisins og 50 milljónir frá ráðuneytum, 50 milljónir frá ýmsum kostunaraðilum og 50 milljónir annars staðar frá, svo sem úr norrænum og evrópsk- um sjóðum. „Allt frá upphafi hefur verið í gangi stöðug umræða um markmið menningarborgarinnar. Hvers vegna? Hvað viljum við? Hvaða vænt- ingar gerum við okkur? Hvað getum við gert ráð fyrir að fá út úr þessu öllu saman? Arið 2001 spyrjum við okkur svo hvort við höfum náð settum markmiðum. Eg er hlynntur því að hafa markmiðin mjög áþreifanleg og skýr,“ segir Dolivo. Hann segir að aðstandendur hinna ólíku sviða verkefnisins hafi eftir miklar umræður og tilraunir til skilgreiningar komið sér saman um tvö sameiginleg markmið; ann- ars vegar að auka gæði hversdagslífs íbúa Helsinki og hins vegar að öðlast alþjóðlega viðurkenningu. Fjögur einkunnarorð eru höfð að leiðarljósi: Fjárfesting, nýsköpun, alþjóð- leiki og þátttaka almennings. Lögð er áhersla á að borgarbúar og aðrir gestir verði ekki ein- ungis þiggjendur eða áhorfendur heldur einnig gerendur og þátttakendur í atburðun- um. Þá telja menn mikilvægt að fjárfestingin verði til langs tíma og skili Helsinkibúum var- anlegum gæðum. FYRSTA MENNINGARBORGIN SEM SETUR SÁNU Á DAGSKRÁNA Morgunblaöið/Margrét Framkvæmdastjórar fimm verkefnasviða Helsinki, menningarborgar 2000, þau Elukka Eskelinen, Sirpa Hietanen, Paiju Tyrváinen, Pekka Timonen og Jouko Astor og framkvæmda- stjóri menningarborgarinnar, Georg Dolivo. OHÆTT er að segja að ótalmarga áhugaverða atburði verði að finna á dagskrá Helsinki, menningarborgar Evrópu árið 2000. Fjölbreytnin er gífurleg og verður hér aðeins tæpt á nokkrum verkefnum sem framkvæmdastjórar hinna fimm sviða menningarborgarinnar kynntu al- þjóðlegum hópi blaðamanna nýverið. Stefnumót matargerðar og tónlistar, stór- tenórinn Placido Domingo á ólympíuleikvang- inum, Sinfóníuhljómsveit Fíladelfíu, heims- meistaramót í leikhússpuna og alþjóðleg barokktónlistarhátíð eru meðal þefrra atriða sem Sirpa Hietanen, framkvæmdastjóri sviðs sígildrar tónlistar, bókmennta, leiklistar og dans hjá Helsinki 2000, kynnti. Hún nefndi jk. einnig kammertónleikaröðina Ludus Mustona- lis, alls tíu tónleika með jafnmörgum alþjóðleg- um gestum sem hinn heimsfrægi finnski píanó- leikari Olli Mustonen hefur valið. Meðal þeirra má nefna Ton Koopman, Mikhail Pletnyev, Grigori Sokolov, Peter Schreier, Heinrich Schiff og Steven Isserlis. Vetrarbrúðkaup í snjókirkju Elukka Eskelinen hefur í mörg horn að líta en hann er framkvæmdastjóri verkefna á sviði arkitektúrs, hönnunar, dægurtónlistar, ljós- myndunar, kvikmynda og fjölmiðla. Hann leggur áherslu á að færa arkitektúrinn nær íbúunum og vekja þá til vitundar um sitt nán- t asta umhverfi, opna augu þeirra fyrir borg- inni sinni. I febrúar verður reist kirkja úr snjó á Senatstorginu, eftirmynd gömlu tré- kirkjunnar sem þar stóð fyrir um tvö hundruð árum. Þar verða haldnar guðsþjónustur, vetr- arbrúðkaup og -skírnir. Þá verður byggt vist- vænt hús, Villa 2000, og sett upp stór sýning um finnska hönnun á tímabilinu 1900-2000. Kvikmyndalistin verður færð út í úthverfi Helsinkiborgar tólf helgar í röð, nótt sem dag, meðan á kvikmyndahátíðinni „Sjöundi him- inn“ stendur. Tíu nýjar stuttmyndir verða gerðar um Helsinki - frá ýmsum óvæntum hliðum, og sýndarveruleikinn mætir hinum raunverulega í Café 9. Bíó inn á barnaheimilin ,Jl.ðeins það besta er nógu gott fyrir börnin,“ segir Jouko Astor, framkvæmdastjóri sviðs barnamenningar og listmenntunar hjá Helsinki 2000. A Bravo-leiklistarhátíðinni fyrir börn og ungt fólk í mars nk. verða frumsýnd tíu ný fmnsk leikrit, auk átta leikrita sem koma frá hinum menningarborgunum, en það eru leiklistamemar sem sjá um uppfærslurnar. Sirkus, sögulegar gönguferðir um miðborgina, hljóðfærasmíði, barnaópera, listmenntun fyrir alla og bíó inn á barnaheimilin er meðal þess sem hann nefnir af dagskráratriðum fyrir yngri kynslóðina. Paiju Tyrváinen, framkvæmdastjóri alþjóð- legra verkefna, sjónlista og umhverfíslista hjá Helsinki 2000, greindi frá samstarfsverkefnum Helsinki og hinna menningarborganna átta. Þar nefndi hún m.a. verkefnin sem stjórnað er frá Reykjavík: Raddir Evrópu, kór ungmenna frá öllum borgunum níu sem Þorgerður Ing- ólfsdóttir mun stjórna og Björk Guðmunds- dóttir syngja með, A la Mode Eskimo, alþjóð- lega tískusýningu Eskimo Models, og kór-, dans- og tónverkið Baldr eftir Jón Leifs. At- hyglisvert umhverfíslistaverkefni verður unnið við Töölö-flóann í hjarta borgarinnar, þar sem myndlistarmenn og garðyrkjumenn taka hönd- um saman og skapa listagarða sem gæða munu svæðið nýju lífi og lit. Fyrsta Keimsmeistaramótið i vetrarsundi Saga Helsinki í 450 ár gegnfr stóru hlutverki í hátíðahöldum menningarborgarársins, að sögn Pekka Timonen, sem er framkvæmda- stjóri verkefna á sviði sögu, umhverfis, háskól- ans, matarmenningar og síðast en ekki síst sánabaða, en í Finnlandi öllu eru um 2,2 millj- ónir sána, meira en helmingurinn af öllum sán- um í víðri veröld. Meðal sögulegra verkefna má nefna sýningu um skipbrot á Eystrasaltssvæð- inu og örlög áhafna og farþega, sem opnuð verður í maí, og stóra sýningu um leiðangur Mannerheims marskálks um Mið-Asíu í upp- hafi þessarar aldar en sýningin hófst í maí sl. og stendur út menningarborgarárið. Sánan mun skipa sérstakan sess árið 2000 sem endranær í Finnlandi. „Mér er óhætt að segja að Helsinki sé fyrsta menningarborg Evrópu sem setur sánu á dagskrána og við er- um mjög stolt af því,“ segir hann. Kotiharju- sánan, síðasta viðarhitaða almenningssánan í Helsinki, sem rekur sögu sína allt aftur til árs- ins 1928, hefur nú verið gerð upp í tilefni menningarborgarársins, að mestu í gamla stílnum. Fólki gefst kostur á að bera saman sánur borgarinnar allt árið 2000, því í hverjum mánuði verður kynnt sána mánaðarins. I febr- úar nk. verður svo haldið fyi-sta heimsmeist- aramótið í vetrarsundi úti fyrir ströndum Helsinki en til þess að geta synt þar á þeim árstíma segir Pekka Timonen að nauðsynlegt sé að brjóta stóra vök í ísinn! Þrátt fyrir það á hann von á um 1.000 keppendum. 20 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.