Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGIJNBLAÐSLNS ~ MEMVEVG LISTIR 9. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Ný miðborgarbyggð Samtökin um betri byggð kynna nú hug- myndir sínar um nýja miðborgarbyggð á svæðinu þar sem Reykjavíkurflugvöllur er nú. Anna Sigríður Jóhannsdóttir arkitekt skrifar grein og birt er teikning sem sýnir í grófum dráttum útsýnið vestur eftir Vatns- mýrinni. Glasgow hefur verið efld með arkitektúr og hönnun, segja greinarhöfundarnir Dennis Jóhannes- son og Hjördís Sigurgísladóttir, sem bæði eru arkitektar. Glasgow var Menningarborg Evrópu 1990 og í fyrra var hún útnefnd borg arkitektúrs og hönnunar og árangurinn hef- ur ekki látið á sér standa. Haraldur Níelsson var á ferðalögum víðsvegar um Evrópu 1900, en unnusta hans, Bergljót Sigurðardóttir, varð eftir heima á íslandi. Sendibréf sem gengu þeirra á milli hafa varðveist og birtast hér valdir kaflar úr 19 bréfum frá Haraldi til Bergljótar. Leifur Sveinsson valdi kaflana og samdi skýringar. Listasafn íslands opnar um helgina viðamiklar sýningar á verkum brautryðjendanna Svavars Guðna- sonar og Nínu Tryggvadóttur annars vegar og hins vegar sýningu á höggmyndum Svövu Björnsdóttur. Fjallað er um sýning- arnar í Lesbók. FORSÍÐUMYNDIN er i tilefni af umf jöllun um arkitektúr i Glasgow. Hún sýnir forsal í Vitanum, 100 ára gamalli steinbyggingu eftir skoska arkitektinn Charles Rennie Mackintosh, sem hefur verið endurgerð. Sjá nánar í grein. HENRIK NORDBRANDT Á ÍSRAELSTORGI JÓHANN HJÁUv\ARSSON ÞÝDDI Ég vildi að þú hefðir aldrei komið svo að nóttin hefði aldrei liðið. Og ég vildi óska að þú hefðir ekki gist svo að morgunninn hefði aldrei runnið upp. Ég vildi óska að aldrei kæmi sumar svo að sumarið væri alltaf á leiðinni. CASA BLANCA Mig dreymdi um hvítt hús við hafíð og það var ekki draumur. Sumarnóttin var svo óskýranlega ljós, sumarið var fyrir löngu liðið. Ég sá ástina mína standa í dyrunum, hana hafði ég yfirgefíð. Mig dreymdi um hvítt hús við hafíð og um ástina mína og sumarnóttina. Það var fyrir ianga löngu og það var ekki draumw. Henrik Nordbrandt er fæddur 1945 í Danmörku, en hefur búið víða um heim, einkum á Spáni og íTyrklandi. Hann hlaut BókmenntaverSlaun NorSurlanda- ráSs í ár fyrir IjóSabókina Draumabrýr. SVIPMYNDIR AF LEIÐTOGUM RABB s Egerá gangi upp götuna einn daginn. Mikið stendur til í Höfðaborg í Suður-Afríku, þúsundir manna af öllum trúarbrögðum heims koma í litríkri skrúðgöngu innan skamms. „Hvenær kemur fólkið,“ spyr lágvaxinn, dökk- leitur maður, hann sagðist ætla að spila á flautu þegar hópurinn kæmi, og kynnti sig: Tyrone Appollos, myndlistarmaður, „á verk víða um heim, m.a. í listasafninu í Höfða- borg.“ Hann á við styttu af Stompie sem var óvenjulega lágvaxinn, 14 ára, í „fót- boltaliði" Winnie Mandela sem hún er sögð hafa látið ráða af dögum vegna þess að hún grunaði hann um svik. Tyrone Appollos fékk sólsting af að bíða eftir hópnum, lék samt listilega á flautuna en lá í rúminu næstu daga. Það stóð heima, höggmyndin af Stompie var á áberandi stað í safninu. Þjáningar- mynd sem vekur til umhugsunar um sögu þessa fagra lands undanfarna áratugi. Þjáning og fegurð, hvort tveggja í ómældu magni. Svipmynd kemur upp í hugann úr sömu ferð. Það er glaðbeittur og einlægur búdda- munkur sem hefur aldrei hvikað í baráttu sinni fyrir frelsi og réttlæti, Dalai Lama frá Tíbet. Hann flutti einfaldan og auðskilinn boðskap eftir að hann fleygði hlæjandi skrifaðri ræðu sinni og talaði frá hjartanu: „Við skulum vinna að réttlæti í samfélaginu og leggja mikið á okkur í því skyni en fyrst skulum við gera annað, fyrst skulum við líta í eigin barm og eignast frið í hjarta.“ Hann sagði meðal annars að fólk gæti kom- ist af án trúarbragða en „enginn verður hamingjusamur" sagði hann, „án þess að sýna mannúð í verki, án þess að sýna um- hyggju, ábyrgð og samstöðu með öðrum og síðast en ekki síst sjálfsaga.“ Sjálfur kann hann að sýna sjálfsaga eins og fram kom daginn eftir þegar forsætisráðherra lands- ins neitaði að eiga við hann viðtal. Onnur svipmynd: Nelson Mandela, fyrr- verandi forseti, gengur inn á sviðið, bros- andi, hógvær, baráttusaga hans fylgir hon- um eins og geislabaugur. Ferð út í fangelsið á Robben Island er mér í huga. Þar sat hann lengst af í þau 27 ár sem hann var í fangelsi vegna baráttu sinnar fyrir frelsi svertingja í landi sínu. Þar skrifaði hann æviminningar sínar, Leið mín til frelsis. Fangaklefinn á Robben Island segir ekki aðeins sögu af ranglæti heldur einnig og miklu heldur af baráttu fyrir réttlætinu sem sigraði að lokum. I dagbókina hef ég m.a. punktað þetta úr ræðu hans um kvöldið: Hann sagði að móð- ir sín hefði verið kristin kona; að hann hefði fengið sterka mótun í æsku í skólanum sem kirkjan rak fyrir svört börn; að ríkið hefði ekkert sinnt menntun svartra barna; að meðan hann og þúsundir annarra sam- viskufanga sátu í fangelsum hefði kirkjunn- ar fólk látið sér annt um fjölskyldur þeirra. Stjórnmálamenn eins og Mandela, sem hafa unnið að réttlæti og mannúð og aldrei látið hugfallast, eru hugsjónamennirnir í hópi leiðtoganna. Það eru menn sem vilja gera þennan heim betri. Fyrir þeim hafa réttlæti og mannúð forgang. Mandela átti sér eitt meginmarkmið þegar hann kom úr fangelsinu: sáttargjörð. Báðir þessir menn, sem eiga það sameig- inlegt að hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels, eru sterkir leiðtogar í öðrum skilningi en við leggjum í það orð í daglegu tali, þeir eru sterkir í sannfæringu sinni og staðfast- ir í því sem gott er. Þeir koma manni ekki fyrir sjónir sem valdsins menn, heldur öllu heldur hið gagnstæða. En þótt þeir tali ekki digurbarkalega eru þeir sterkir hið innra, þeir eiga sér innsýn í mannlegt sam- félag, sem mótast ekki af stundarhagsmun- um og þar sem tilgangurinn helgar ekki meðalið, eitt í dag og annað á morgun. Það er óneitanlega sérstök upplifun að hlýða á trúverðuga leiðtoga sem hafa sýnt og sannað með eigin lífi að þeir lögðu mikið að veði, ekki sjálfs sín vegna heldur ann- arra og ekki aðeins annarra einstaklinga heldur málstaðar sem er hafinn yfir stund og stað. Löng saga mannkynsins hefur sýnt og sannað að málstaður þeirra er réttur og sannur, en hann kostar ávallt baráttu. Góður leiðtogi er framsýnn, en slíkir leið- togar eru sjaldséðir á tímum þegar svo virðist sem skammsýni sé tímanna tákn, þegar hugsjónir mega sín lítils og ómetan- legum lífsgæðum er iðulega fórnað fyrir gróðavonir á líðandi stund. Hvaðeina verð- ur að lúta hinni huldu hönd fjármagnsins sem ræður hvert auðurinn rennur og hvert hann rennur ekki. Hvorki Nelson Mandela né Dalai Lama fluttu sérlega eftirminnilegar ræður enda var það ekki ræðumennskan sem gaf þeim trúverðugleika og kennivald heldur það sem þeir voru, sá boðskapur sem þeir fluttu í verki. Mig minnir að Tyrone Appol- los hafi komist þannig að orði þegar hann hafði náð sér eftir sólstinginn: „Hvernig væri heimurinn ef við hefðum ekki einn og einn leiðtoga sem sýnir staðfestu og er til- búinn til að fórna einhverju fyrir góðan málstað - jafnvel sjálfum sér?“ GUNNAR KRISTJÁNSSON Reynivöl I u m LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.