Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Qupperneq 9
Verk Svavars Guðnasonar og Nínu Tryggvadóttur í Listasafni íslands / Listasafn íslands opnar um helgina viðamiklar sýning- ar ó verkum brautryðjendanna Svavars Guðnasonar og Nínu Tryggvadóttur. JÓHANN HJÁLMARSSON segir fró sýningunum og ræðir við Ólaf Kvaran um hlut þessara málara sem áttu sinn þátt í að koma til móts við alþjóðlega þróun samtímalistarinnar. íslandslag Svavars Guðnasonar, 1944. ÞATTTAKEND- UR (ALÞJÓÐ- LEGRI ÞRÓUN Gos, 1964, eftir Nínu Tryggvadóttur. Svavar var búsettur í Danmörku fram til ársins 1951 er hann fluttist á ný til Islands. Hann tók reglulega þátt í haustsýningum í Danmörku á stríðsárunum. Þegar hann sneri heim stóð hann á hátindi ferils síns og sýning hans í Listamannaskál- anum sumarið 1945 markaði tímamót og upp- haf abstraktlistar á Islandi. Tvær yfirlitssýningar hafa verið haldnar á verkum Svavars í Listasafni íslands, hin fyrri 1962 og sú síðari 1992 en hún var mun umfangsmeiri og spannaði allan feril lista- mannsins. Öll verkin á þessum sýningum á verkum Svavars og Nínu eru í eigu Listasafns ís- lands. Höfundarverk, allur listferill Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Islands, sagði að sýningar á verkum Svavars og Nínu væru meðal nýjunga í starfi safns- ins, byggðar eingöngu á verkum í eigu safns- SÝNINGAR á verkum Svavars Guðnasonar og Nínu Tryggvadótt- ur verða opnaðar í Listasafni Islands á laugardag. I kynningu lista- safnsins eru Svavar og Nína kölluð tveir helstu fulltrúar abstrakt-expressíónismans í ís- lenskri myndlist. Svavar Guðnason (1909-88) og Nína Tryggvadóttir (1913-68) hófu bæði nám í Listaakademíunni í Kaupmannahöfn 1935. Svavar varð snemma virkur þátttakandi í sam- tökum danskra framúrstefnulista- manna, en Nína fór til Parísar og síðan til New York þar sem hún var lengst af búsett. Hún tók þátt í sam- sýningum franskra abstraktlista- manna 1953-57. Svavar fluttist til Islands eftir stríð og hélt fyrstu „heildstæðu sýn- inguna“ sem haldin var á abstra- ktmyndlist á Islandi árið 1945, eins og segir í kynningunni. Formbylting Nínu Um Nínu Tryggvadóttur segir að hún hafi verið einn þeirra málara sem snerist á sveif með abstraktlist á sjötta áratugnum en þá hafði hún þróað list sína til sífellt flatarkennd- ari formhugsunar. Nína var alla tíð meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar, ötull þátttakandi í formbyltingunni í íslenskri myndlist 1947-54. Um 1950 var hún á mörkum geómetrískrar og ljóðrænnar listar sem að lokum hafði vinninginn. Ahrif frá íslenskri náttúru urðu æ sterkari í verkum Nínu án beinna til- vísana en til íslands kom hún iðulega á sumrin og sótti innblástur til ís- lenskrar náttúru. Nína vann sérstaklega nokkur verk fyrir opinberar byggingar. Eft- ir hana liggja líka grafíkmyndir, steindar glermyndir og mósaík- myndir. Hún orti ljóð og samdi barnabækur sem hún myndskreytti. Sýning sem markaði tímamót Svavar Guðnason fæddist á Hornafirði og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Hann lauk Samvinnuskóla- prófi 1929 og vann ýmis störf þar til hann innritaðist í Konunglegu lista- akademíuna en stóð þar stutt við og einbeitti sér í staðinn að sjálfsnámi. Svavar hélt til Parísar vorið 1938 og dvald- ist þar í hálft ár og var um tíma nemandi Fernand Léger. í París kynntist hann listamönnum sem síðar urðu brautryðjendur abstrakt-express- íónisma í Danmörku. Þessir listamenn stóðu að útgáfu tímaritsins Helhesten frá 1941-44. Undir forystu Asgers Jorn stofnuðu þeir Cobrahópinn árið 1948. Meðal þessara lista- manna voru Egil Jacobsen, Richard Morten- sen, Ejler Bille og Carl-Henning Pedersen. ins sjálfs. Hann sagði að safnið vildi kynna höfundarverk og listferil mik- ilvægra listamanna sem yrði þá samþjappað yfirlit. Elstu myndir á sýningu Nínu eru frá 1940, en hún hélt fyrstu sýningu sína 1942. Um 1960 verður breyting, nátt- úruleg abstaktsjón hefst með rót- tækri umskrift á náttúrunni. Ólafur talar um persónulegasta tón Nínu í þessu sambandi og segir að helsta framlag hennar sé kannski þetta tímabil. Um 1960 hefst líka þáttur Krist- jáns Davíðssonar. Ahrif bandaríska expressjónismans eru augljós. Nína býr og starfar í alþjóðlegu umhverfi og hún og Svavar sem líka bjó er- lendis eru fyrstu íslensku listamenn- irnir sem eru þátttakendur í alþjóð- legri þróun. Þau hafa það sögulega hlutverk að vera meðal brautryðj- enda abstrakt-expressíónismans. Já, abstrakt-expressíónismi, hvernig má lýsa honum? „Það er þessi sterka tilfinninga- lega tjáning, róttæk umskrift nátt- úruáhrifanna. Þetta gilti um marga aðra listamenn, Kristján Davíðsson og líka Eirík Smith.“ Gersemar safnsins Ólafur kallar myndir Svavars meðal helstu gersema safnsins. Sýn- ing Svavars spannar allan listferil- inn. Fyrstu myndirnar eru frá 1937, 1938 og 1939. Um þær segir Ólafur að þær sýni gerjunina sem þá var á ferðinni í Danmörku, þegar súrreal- ismi og abstraktsjón blönduðust. Svavar varð einn persónulegasti málari Cobrahópsins eins og sjá má á fjölmörgum alþjólegum sýningum Cobralistar. Hann er að mati Olafs persónulegastur og meira abstrakt en hinir. Þeir aftur á móti goðsagna- kenndari. „Svavar er bjartari og tærari í lit, list hans er persónulegri. Hann er fyrsti íslenski listmálarinn sem tek- ur þátt í mótuninni. Með Svavari verður listin hluti af umheiminum. Hann fer í sína herþjónustu síðar, flatarmálsmálverkin, verður hluti af hinum geómetrísku tímum, en er t.d. ólíkur Parísannálurunum. Hann tekur með sér gamalkunnan per- sónulegan skilning. Síðustu myndir hans lmngum 1980 eru lausar við geómetríuna, þær eru eins konar til- brigði við Veðrið frá 1946 sem hang- ir nú uppi í Arósum. En hér eru fleiri hliðar á Svavari, m. a. dæmi um fúgustílinn sem Erlendur í Unu- húsi nefndi svo, síendurtekin stef í sömu mynd. Hátindir eru myndir á borð við Is- landslag frá 1944 og fleiri myndir á því tíma- bili.“ Ætlunin er að með reglulegu millibili gefist þess kostur að sjá höfundarverk í heilu lagi í Listasafni Islands og er ekki vanþörf á. List- in á að vera aðgengileg. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.