Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Qupperneq 10
Horft yfir svæði framtíöarheimilanna. Ljósmyndir/David churchill GLASGOW EFLD MEÐ ARKITEKTÚR OG HÖNNUN EFTIR DENNIS JÓHANNESSON OG HJÖRDÍSI SIGURGÍSLADÓTTUR Glasgow hefur tekið stakkaskiptum síðan hún var Menningarborg Evrópu 1990 og síðan útnefnd borg arkitektúrs og hönnunar 1999, Árangurinn hefur ekki l( átið á sér standa. Menningarstarfsemi n blómstrar, fjöldi ferðamanna hefur margfaldast og borgin hefur nú mikið aðdráttarafl fyrir fjárfesta. Glasgow var tilnefnd arki- tektúr- og hönnunarborg Bretlands árið 1999. Af því tilefni var haldin kraftmik- il heilsárshátíð þar sem boðið var upp á um 300 viðburði svo sem alls kyns sýningar, fyrirlestra, skoðunarferðir og átaksverkefni til að bæta um- hverfíð. Miklum fjármunum var varið til þessa verkefnis og vekur það nokkra athygli að hluti þeirra kom úr þjóðarlottói Breta. Reynt var að höfða til sem flestra og virkja borgarbúa til þátt- töku í þessari miklu arkitektúr- og hönnunar- hátíð. Grunnhugsunin í þessu átaki er sú að um- hverfismál, arkitektúr og hönnun komi öllum við og að samvinna við vel upplýsta og áhugasama borgarbúa sé forsenda góðs árangurs. Lang- tímamarkmiðið er að skapa umhverfi þar sem skilningur á arkitektúr og gildi góðrar hönnunar verði einkennandi fyrir íbúana, viðskiptalífið og menninguna. Þessi þróun hófst reyndar fyrir allmörgum ár- um og fékk byr undir báða vængi þegar Glasgow var tilnefnd Menningarborg Evrópu árið 1990. Tekið var til í borginni, gamlar glæsibyggingar voru hreinsaðar, torg og stræti endurhönnuð og vandaðar nýbyggingar reistar. Stefnt er að því að skipa þessari kraftmiklu og litríku borg veg- legan sess meðal annarra menningarborga Evrópu. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Menningarstarfsemin blómstrar, fjöldi ferðamanna hefur margfaldast og borgin hefur nú mikið aðdráttarafl fyrir fjárfesta. Höfundar þessarar blaðagreinar flugu til Glasgow með Flugleiðum síðastliðið haust til að kynna sér þetta merka átak. Þegar til Glasgow var komið nutu þeir ágætrar fyrirgreiðslu kynn- ingarfulltrúa átaksins Glasgow 1999 sem lagði m.a. til kynningarefni og leigubíl til afnota. Af þeim fjölda áhugaverðra viðburða sem í boði voru, vöktu tveii’ sérstaka athygli greinarhöf- unda. Þeir voru The Lighthouse eða Vitinn, mið- stöð borgaskipulags, arkitektúrs og hönnunar í Skotlandi, svo og Homes for the Future eða framtíðarheimilin sem byggð hafa verið í mið- borg Glasgow. Bæði þessi verkefni eru til fram- búðar og munu væntanlega hafa áhrif um ókom- in ár. Mörg önnur áhugaverð verkefni voru á dagskrá Glasgow 1999 sem of langt mál yrði hér upp að telja. Það er álit greinarhöfunda að vel hafi til tekist, sérstaklega með langtímaverkefn- in sem að ofan er getið. Vitinn vísar veginn inn í 21. öldina The Lighthouse eða Vitanum hefur verið komið fyrir í nýstárlegum húsakynnum í mið- borg Glasgow. Eitt hundrað ára gömul stein- bygging eftir skoska arkitektinn Charles Renn- ie Mackintosh var endurgerð og við hana reist létt viðbygging úr stáli og gleri. Glasgow-arki- tektunum Page og Park tókst sérlega vel að tengja saman gamalt og nýtt þannig að úr varð spennandi húsnæði fyrir hina fjölbreyttu starf- Áhugavert samspil forma og byggingarefna. Bogadregnar svalir við Glendyke Street. H 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.