Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2000, Page 13
EVA SÓIAN UÓÐÁNTITILS Orð. Orð eru laufblöð. Égstend álengdar og horfí á skáldin rölta írólegheitum um garðana sína og tína falleg blöð. Bara að það væri ekki alltaf rok hjá mér oglaufblöðin fykju ekki svona sundurlaust fram hjá mér. Væri ég þá skáld? Ærandi hávaði. Kliður, skvaldur, glamur íglösum. Æstur hlátur og raddir á reykmettuðu kaffíhúsi. Allar þessar raddir og hljóð. Ég tek þéttingsfast fyrir eyrun og öskra. Öskra aföllum lífs- og sálarþrótti. Ærandi þögn. Elskarðu mig? Segðu að þú viljir mig, virðirmig, viðurkennir mig. Segðu að þú elskirmig. Því éggeri það ekki sjálf. Ó tár. Flaumlaus flæðandi tár. Heilandi, sefandi, heit huggandi tár. Bara að ég ætti eftir eitt. Allur tíminn sem ég eyddi ekki íað horfa á sólarlagið, anda að mér sjávarloftinu, klífa fjöll ogfylgjast með fuglunum og blómunum dafna ígarðinum mínum. Allur tíminn sem ég eyddi ekki með þér. Hvert fór hann? Höfundurinn er sjónvarpsþula. KRISTJÁN ÁRNASON ÍSLENSK TUNGA Tignarlega tungan mín, tjáning fegurst, mæltu orðin. A góðum stundum glóðin þín, sem gullið hreina bjartast skín, En ef að nauðsyn býður brín, biturgerist orða korðinn. Þú ertjafnvíg til að tjá, tilbeiðslunnar funann heita. Við kölska sjálfan kveðast á, kærleiks blíða strengi slá. Ofmetnast þó aldrei má, en öðrum tungum sóma veita. Þið, sem takið þennan arf, þurfíið vel að slíku hyggja. Að sókn og vörn er sífellt starf, sífrjótt málið næring þarf. Iþess stað sem úrelt hvarf, orðgnótt nýja verðið byggja. Megi tækni í tímans rás, tungu vora nýta þjála. Bestu mennta burðarás, blessuðþýða tungan svás, Ei á þröngan bundin bás, en birtist ætíð hreinust mála. Höfundurinn er fró Skóló í Sléttuhlíö. MAGNÚS HAGALÍNSSON í FÉLAGSGARÐI Við fagnaðarhátíð á Fagureyri íFélagsgarði tókgleðin völd. Hver gumi var maður að meiri sem mætti keikur á gamlárskvöld. Þeir helga sér bekk við hægra þil hýrir á svipinn á sætaröðum. Við harmoníku hljómfagra spil var hátíðablær á sveinum glöðum. Heimasætur með sjónarstein senda tápið herrum glöðum. Frá brún og vanga, blíðum skein bros oggaman, flaug af vörum. Húsfreyjur sátu, horskar við drótt í hátíðaklæðum þær athygli taka. Það fórgleði, að nýársnótt þær nutu þess að heyrast og vaka. í þjóðdönsum freyjur fanga öll spor sigfímlega hreyfa í unað og takti. Þær voru sem laufblað á limi um vor hvar lék þeirra faldur í pilsi og blakti. Mörg voru fíjóðin á Fagureyri með fasið selju, oglinda skreytt. Þærgyðjur báru, sem gull af eiri og gumar, þeim unnu heitt. Við ilm frá vanga og veigúrglasi er vinahópur um gólfíð sveif. Þá hægur vals í fald og fasi fór um salinn og alla hreif. í augum gauta varglampi af teitum við gamlar sagnir frá liðnum árum. Ogminni höfðu frá sjó ogsveitum í sagnabikar var lögg af tárum. Þá fyrðar gengu á fjalir ljósa með fjöldasöng um kvenna minni. Og blessuð var blíða eyrarrósa svo bundin heit oggömul kynni. Nú heyrðist söngur sviði frá sælum drósum hvarmaljós. Þærheilla sína sveina ogþrá þeim senda boðin, góð með hrós. Til óttu var skemmt og leikið af list með Ijúfum söng um hjartans mál. I fremri stofu varfaðmað ogkysst ogfagnað á ári með kveðjuskál. Skemmtan varlokið, hún leið svo fíjót sem ljúfur draumur, en ekki vaka. Þá sungið var einlægt, um sæl áramót um síðþað gamla, kemur ei til baka. Höfundurinn vann í ólverinu í Straumsvíken hefur nýlega lótiðaf störfum. KJARVALSSÝNINGIN í HQLTE THOR VILHJÁLMSSON SKRIFAÐI FORMÁLANN í Lesbók 12. febrúar sl. var fréttafrásögn af Kjarvalssýningu sem opnuð var með viðhöfn á Gamle Holtegaard, í Holte norðan við Kaupmannahöfn. Par stóð m.a. svo: „Formála að sýningarskrá skrifar Per Kirkeby, sem er einn þekktasti málari Dana, og þar rekur hann áhrif Kjarvals á sig.“ Hér er því miður ekki farið rétt með. For- málinn um Kjarval í hinni vönduðu sýningar- skrá er eftir Thor Vilhjálmsson, sem alls ekki er getið í fréttinni. Málið er þannig vaxið að leitað var til Thors með að skrifa formála í sýningarskrána og mundi hann þá eftir fyrir- lestri um Kjarval sem hann hafði skrifað og haldið á dönsku 1975 og niðurstaðan varð sú að nota hann. Sagði Thor að safnstjórinn, Jacob Thage, hefði verið hæstánægður með þessa ritgerð og bauð hann Thor utan til að vera við opnun sýningarinnar. En Thor kvaðst þá hafa verið í miklum önnum og ekki getað þegið boðið. Danski málarinn Per Kirkeby skrifar hins vegar stuttan eftirmála í sýningarskrána sem er merkisgripur. Þar kemur á óvart að sjá litprentanir af frábærum verkum listamanns- ins, sem ekki hafa áður komið fyrir almenn- ingssjónir. Á sýninguna hafa eingöngu verið valdar landslagsmyndir sem sýna hvað Kjarval gat tekið viðfangsefni sín margvísleg- um tökum. Ritgerð Thors ber vott um mikla þekkingu á viðfangsefninu, enda er hann höf- undur bókar um Kjarval. Eru Thor og les- endur beðnir velvirðingar á þessari fréttafrá- sögn og leiðréttist þetta hér með. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. MARS 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.