Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Síða 6
Austurrísk-ungverska tónskáldið Arnold Schönberg á efri árum. Franska tónskáldið, hljómsveitarstjórinn ogfræðimaðurinn Pierre Boulez árið 1979. ÞROUN TILHINS BETRA? Tónlist ó tuttugustu öld II $ * I* Dæmi 1. Krómatískur tónstigi, öll skref lítil. Dæmi 2. Tólftónaröð úr „Tilbrigðum fyrir hljómsveit" eftir Schönberg. Tölur sýna hvaðan úr röðinni tónar koma. Ath. hinn óheppilega d moll hljóm sem myndast í öðrum takti. 1—h— r--tr |= —h*— —ir ¥ : Dæmi 6. Samhæfni. í efri línu upphaflega röðin. I neðri línu er röðin á hvolfi og tónflutt til að ná samhæfni. Dæmi 7. Talea úr „Garrit gallus - In nova fert“ eftir Philipp de Vitry. ii íi Dæmi 8. Röð 12 lengdargilda úr verki Pierres Boulzs, „Structures“. _______EFTIR _________________ FINN TORFA STEFÁNSSON ALDAMÓTAÁRIÐ 1600 kom út í Þýskalandi ritið De origine et progressu musices. Höfundurinn var Sethus Calvisíus kantor við Tómasarkirkjuna í Leipzig og fyrirrennari Jó- hanns Sebastian Bachs á þeim stóli. Calvisíus var trúmaður, eins og raunar virðist algengt um tónskáld, og efaðist ekki um að tónlistin væri að uppruna til gjöf Guðs til mannanna. Hins vegar taldi hann sig einnig sanna með riti síni að „frá upphafi vega til okkar daga hefur tónlistin þróast smátt og smátt fyirr atbeina starfsamra manna, úr lág- um sess í upphafi til þeirrar fullkomnunar sem við þekkjum í dag“ svo notuð sé hans eigin orð í lauslegri þýðingu. Calvisíus var þannig sömu skoðunar og nítj- ándualdarmaðurinn Georg Kiesewetter, sá sem vitnað var til hér í fyrri grein, um að tón- listin hefði stöðugt þróast með tímanum til hins betra. Menn hafa verið misjafnlega trúað- ir á svo bjartsýnt viðhorf. Á okkar dögum mundi að líkindum sýnast sitt hverjum um þá staðhæfingu að betri tónlist væri samin á Vest- urlöndum í dag en var á t.d. átjándu öld eða þeirri fimmtándu. Umbrotatímar Calvisíus var uppi á tímum sem um margt svipar til síðustu aldamóta hvað stöðu tónlistar varðar. Hin háþróaða fjölröddunarlist meist- ara á borð við Josquin og Lassus var að víkja fyrir nýjum straumum í tísku og smekks þar sem hin hreina laglína var sett á oddinn. Þar er upphaf barrokktónlistarinnar og þá blómstr- aði dúr og moll kerfið, sem fyrr hefur verið rætt um. Þessi breyting var ekki síður mikil- væg en þær breytingar sem urðu um síðustu aldamót þegar menn tóku að leggja af dúr og moll kerfið. Að einu leyti urðu þó viðbrögðin ólík. í upphafi sautjándu aldar sameinuðust menn smátt og smátt um hinn nýja stíl. Á okk- ar öld varð þróunin sú að tónskáld fóru hvert í sína áttina í leit að nýju tónamáli. Fram til þess höfðu tónskáld á Vesturlöndum alla tíð haft sameiginlegt tónamál. Nú urðu ekki aðeins tónverkin að vera persónuleg sköpun heldur einnig tjáningaraðferðirnar, tungumálið. Ekki leið á löngu áður en menn tóku að finna ókosti þessa ástands. Tónskáld neyddust til að verja tíma og atgervi í þreytandi fræðilegar vangaveltur og glímu við eðli hljóðsins, sem þau voru misjafnlega undirbúin til, í stað þess að semja tónlist. Áheyrendur vissu sjaldnast hvaðan á sig stóð veðrið. Urðu ýmsir til að leita úrbóta í þessu máli, en enginn gerði það með áhrifameiri hætti en Vínarbúinn Amold Schönberg. Tólftónaaðferðin Það mátti sýnast nokkur ofdirfska að ætla sér það verk einn á báti að búa til nýtt tónamál fyrir heiminn, sem komið gæti í staðinn fyrir dúr og moll kerfið sem hafði tekið þúsund ár að þróast. Schönberg, sem helgaði sig þessu starfi á árunum 1917 til 1923, taldi sig hins veg- ar ekki vera búa neitt til heldur aðeins að draga fram í dagsljósið hið næsta og eðlilega skref í þróun tónlistarinnar. Naut hann í þessu viðhorfi stuðnings virtra þýskra heimspek- inga, þar á meðal Theodors Adomos, sem taldi að tungumál tónlistarinnar þróaðist eftir sögu- legum lögmálum og Schönberg væri hinn rétti maður á réttum stað og tíma og aðferð hans sögulega rétt. Er óhjákvæmilegt að verja nokkm rúmi í aðferð Schönbergs, svo áhrifarík varð hún í tónlist tuttugustu aldar að þeirra áhrifa gætir enn í dag. Þess var áður getið að dúr og moll kerfið byggðist á að nota í senn tónstiga með aðeins sjö tónum. Slíkur tónstigi er nefndur diatón- ískur. Heildarfjöldi tónanna, sem kerfið byggir á, er hins vegar tólf. Tónstigi með öllum tólf tónunum nefnist krómatískur. I sjö tóna tón- stiganum em bæði stór og lítil skref. I tólf tóna tónstiga em hins vegar öll skref lítil. Sjá dæmi 1. I dúr og moll kerfinu em allir tólf tónarnir nýttir með því að flytja sjö tóna tónstigann til og frá um tónsviðið. Alkrómatík Schönberg veitti því athygli, eins og fleiri, að tónlistin, einkum frá tímum Mozarts, hafði smátt og smátt orðið krómatískari. í verkum Wagners var krómatík orðin svo ráðandi að oft var ómögulegt við hlustun að fylgjast með ferli tóntegunda. Það virtist blasa við að næsta eðli- legt skref í þróuninni væri að gera tónmálið al- krómatískt. Að því marki stefnir aðferð Schön- bergs, sem hann kenndi við tólf tóna. Grundvallaratriði tólftónyaðferðarinnar er að búa til röð tóna. Sú röð er hinn hljómræni grundvöllur verksins. Tónbilabygging raðar- innar verður að haldast óbreytt út verkið. Engan tón má endurtaka fyrr en allir tólf tón- amir hafa birst. Markmiðið er að ná jafnræði allra tónanna og forðast þá mismunun í mikil- vægi tóna sem áberandi er í dúr og moll kerf- inu. I dæmi 2 má sjá tólftónaröð sem Schön- berg notaði í einu verka sinna „Tilbrigði fyrir hljómsveit". Til þess að ná fjölbreytni er heim- ilt að nota röðina í þremur tilbrigðum auk sinn- ar upphaflegu myndar. I fyrsta lagi má nota hana afturábak. Þá má hvolfa röðinni og nota hana þannig. Það er gert með því að fara með hvert tónbil í öfuga átt, upp eða niður, við það sem var upphaflega. Ef í einhverjum punkti raðarinnar er t.d. fallandi stór þríund, er við hvolfun farið með þríundina upp. Með þessu endurraðast tónar raðarinnar en tónbil eru í hverjum punkti þau sömu, en það er hér aðal- atriðið. Sjá dæmi 3. Að síðustu er heimilt að nota röð á hvolfi afturábak. Þessu til viðbótar er heimilt að tónflytja röð í heild sinni um tónsviðið. Vinnubrögð þessu lík voru að sjálf- sögðu ekki ný heldur alþekkt úr tónlist fyrri tíma og var það í góðu samræmi við hugsunar- hátt Schönbergs, sem taldi sig ekki vera að gera byltingu heldur aðeins stuðla að eðlilegri þróun listarinnar. Þegar til þess kemur að semja verk með tólf- tónaaðferðinni, t.d. að hljómsetja laglínu, er einkum um tvær leiðir að velja. Unnt er að nota aðeins eitt tilbrigði raðarinnar í senn og taka tóna raðarinnar jafnharðan í laglínu og hljóma. í dæmi 4 er þessi leið sýnd og tónarnir númeraðir til að undirstrika hvaðan úr röðinni þeir koma. Hin leiðin er sú að nota samtímis fieiri en eitt tilbrigði raðarinnar. Er þá eitt til- brigði t.d. notað í laglínu og annað í fylgirödd eða hljóma. Þessi leið er sýnd í dæmi 5. Þar er tveggja radda lag, þar sem efri röddin byggir á röðinni í sinni upphaflegu mynd en neðri rödd- in á sömu röð afturábak. Fyrri leiðin hentar vel í einfaldar tónsmíðar, en áhrif raðarinnar vilja tapast ef henni er beitt í flóknum fjölrödduðum stíl. Síðari leiðin hefur þann ókost að birst geta á tilviljunar- kenndan hátt áttundir og önnur kraftmikil tón- bil, sem raska jafnræði tónanna og vinna gegn markmiðum aðferðarinnar. Þessi vandi er leystur með því sem nefnt er á ensku com- binatoriality, sem þýða má sem samhæfni. Er þá röðinni skipt í jafna búta og geta verið 2,3,4 eða 6 tónar í hverjum. Þegar röðin og tilbrigði hennar er skoðuð má jafnan finna búta, sem innihalda sömu tóna en í mismunandi röð. Séu slíkir bútar notaðir samtímis er unnt að halda tónbilabyggingunni án þess að áttundir eða aðrar tilvísanir í dúr og moll kerfið myndist. I dæmi 6 er þetta sýnt. I efri rödd er röð Schön- bergs úr dæmi 2 notuð í sinni upphaflegu mynd. I neðri röddinni er röðin notuð á hvolfi og tónflutt þannig að hún byrjar á nótunni G. Við athugun má sjá að fyrri sex tóna búturinn í efri rödd ásamt fyrstu sex tónunum í neðri rödd nær yfir alla tólf tónana. Sama gildir um síðari bút sex tóna í efri og neðri rödd. Þar birtast einnig allir tólf tónarnir. Hvergi mynd- ast áttundir eða endurteknir tónar. Tónbila- bygging raðarinnar er skýr og ráðandi. Raðfræði Tólftónaaðferðin fékk góðan hljómgrunn meðal tónskálda um miðbik aldarinnar. Strav- insky, meðal annarra, tók að semja tólftóna- verk undir lok ferils síns. Mikil vinna var lögð í að grandskoða alla möguleika sem aðferðin virtist bjóða upp á og spratt af því starfi hálf- gildings vísindagrein er nefnist á ensku Set 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.