Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Qupperneq 10
Lónakotsbærinn á fyrri hluta 20. aldar. Málverk eftir Jóhann Björnsson myndskera. Morgunblaðið/Golli BYGGÐ OG NÁTTÚRA í HRAUNUM - 2. HLUTI EYÐIBYGGÐ VIÐ ALFARALEIÐ Byggðin í Hraununum var ekki aðeins við alfaraleiðina suður með sjó \ leldur í næsta nógrenni við mesta þéttbýli ó land inu. Samt leið hún undir lok. Hér verður reyntað bregða Ijósi ó búskapinn í Hraununum og litið ó einstakar jarðir. GREINOGLJ Ó S MYNDIR:________ GÍSLI SIGURÐSSON arna raætti lifa á fegurðinni, sagði hrifnæmur maður eftir gönguför á fallegum degi suður í Hraun. Peim Hraunamönnum hefði þótt það skrýtin og fjarstæðukennd álykt- un, enda hefði fegurðin ein verið létt í maga í þurrabúðum og kotum Hraunanna á liðnum öldum. Hús- gangurinn íyrmefndi, sem segir að Hrauna- mennimir gapi og góni, íar að því að þeir hafi ver- ið eitthvað slakari sjósóknarar en Garðhverf- ingar. En Hraunamenn vom seigir og það er í rauninni ótrúlegt hversu lengi ábúð hélzt á smá- kotum og hjáleigum í þessu plássi. Búskapurinn á Hraunajörðunum lognaðist að mestu útaf á kreppuárunum eftir 1930; þó var búið á Óttarsstöðum vestri til 1966, en kindabú- skap var eitthvað haldið áfram eftir að fólkið á bæjunum var flutt í burtu. Þegar ég leitaði upplýsinga um endalok bú- skapar á Hraunajörðunum virtist sem vitneskja um þessa byggð væri mjög á hverfanda hveli í Hafnarfirði, þar sem eðlilegast var þó að leita fyr- ir sér. Engir frægðarmenn höfðu bmgðið ljóma á Hraunin og markverð afrek virðast ekki hafa ver- ið unnin þar, önnur en þau að lifa af á smáum efn- um og koma mörgum bömum til manns. Við þessa samantekt hef ég reynt að styðjast við minni ýmissa fullorðinna Hafnfirðinga, en flest- um er þeim sameiginlegt að vita frekar takmark- að um þessa nágrannabyggð fortíðarinnar. Und- antekning er Ragnheiður Guðmundsóttir, sem nú er 84 ára, skýr kona og skilmerkileg. Hún ólst upp hjá foreldmm sínum á Óttarsstöðum vestri. Við þessa samantekt hefur ég einnig getað stuðzt við óútgefnar heimildir frá alnafna mínum, Gísla Sigurðssyni, lögregluþjóni í Hafnarfirði, sem var vandaður fræðimaður og óþreytandi skrásetjari. Allur sá fróðleikur er varðveittur í handritum í bókasafni Hafnarfjarðar sem veitti góðfúslega aðgang að þeim. Á þessum heimildum er hinsvegar sú gloppa að nafna mínum hefur ekki enzt aldur til að skrá hinar afdrifaríku breyt- ingar á Hraunabæjunum þegar kemur fram á 20. öldina. Lónakot Eins og tekið var fram í fyrri hluta greinarinn- ar var byggðin í Hraununum að stærstum hluta í hnapp á graslendinu kringum Óttarsstaðabæina. Lónakot skar sig úr; bærinn stóð einn sér við ströndina, 2-3 km vestur frá Óttarsstöðum. Al- faraleið í Lónakot hefur að líkindum legið með ströndinni þar sem nú er merkt gönguleið. Annar stígur lá þangað sunnan að og verður síðar vikið að honum. Bærinn stóð á fallegum stað uppi á hraunhóli sem hefur verið talsvert sprunginn og ekki stærri en svo að ofanverðu að bæjarhúsin hafa orðið að vera afar fyrirferðarlítil. Þetta undarlega bæjar- stæði á sér þá líklegu skýringu, að Lónakotsbær- inn hafi áður staðið lægra, en að mikið sjávarflóð eftir 1700 hafi eytt honum. Tófth-nar standa merkilega vel ennþá, enda hlaðnar úr úrvals hraungrjóti, en vitna um mikið þröngbýli á mæli- kvarða nútíðar. Þarna er fallegur útsýnisstaður og sést annars vegar vestur yfir fjöruna og malarkambinn upp af henni, svo og túnið sem nú er víða þakið rasli og rekaviðarsprekum, en mest er þar þó af lá- börðum hnullungum úr fjörunni. Sá ágangur hef- ur ugglaust alltaf verið fyrir hendi, en þá hefur grjótið verið fjarlægt jafnóðum. Út yfir tók í flóði og stórsjó 1958; þá brast varnargarður og eftir það seig á ógæfuhliðina. Hinsvegar sést af bæjar- hólnum austur yfir hraunin og lónin sem bærinn dregur nafn sitt af. Eitt þeirra, Suðurtjörnin, er alveg við bæjar- hólinn og merkilegt er að brunnur bæjarins var niðurgrafinn í tjörnina. Annað lón er lengra inni í hrauninu, Þessi hraunalón, svo og Branntjörnin hjá Straumi, sem er samskonar náttúrufyrir- bæri, eru undursamlega falleg og í þeim er merkilegt lífríki segja náttúrafræðingar. Á logn- kyrram degi speglast hraunhólar í miklum fjöl- breytileika í lónunum og gegnum spegilmyndina sést botninn langar leiðir. Lónin þarna og við Straum eiga sér þá skýr- ingu, að undir öllu hrauninu og raunar undir mestöllum Reykjanesskaga mun vera jarðsjór á talsverðu dýpi. Ofan á jarðsjónum flýtur ferskt jarðvatn, sem er eðlisléttara og blandast mjög takmarkað jarðsjónum. í lónunum gætir sjávarfalla. Jarðvatnið hækk- ar þegar fellur að og sjávarstraumur flæðir inn undir hraunin. Þessvegna hækkar í lónunum á flóði, en vatnið er samt alltaf ferskt. Sum lón verða þurr á fjöru en geta orðið tveggja metra djúp á flóði, til dæmis Jónsbúðartjöm út með Straumsvíkinni. í Brunntjöm hjá Straumi er um 2 m munur á vatnsborði eftir sjávarföllum og gróðurinn um- hverfis lónin býr við sjávarföll ferskvatns, sem eru einstök skilyrði. Þessar ferskvatnstjarnir eru Útsýnid af bæjarhólnum í Lónakoti er dýrðlegt su urtjörnin með tæru ferskvatni efst, sem Ekkert stendur eftir af Lónakc Lónakot er nefnt eftir lónunum sem ná drjúgan s| taldar svo sér á parti sem náttúrufyrirbæri að þær eiga ekki sinn líka, hvorki hér né erlendis. Ég kom fyrst að Lónakoti 1975 og málaði þá mynd af því sem eftir var af bænum, en sú mynd virðist vera glötuð. Eina myndin sem til er af Lonakotsbænum er líklega sú sem hér birtist; málverk Jóhanns Bjömssonar, sem því miður er ekki ársett. Bærinn á mynd Jóhanns var naumast þekkjan- legur fyrir aldarfjórðungi; járn að hluta fokið af þökum og sperrur brotna. Nú er ekkert eftir af yfirgerðinni; öll hefur hún eyðst og fokið burt. Vestar á túninu var fjárhús; einnig það er fallið niður og tóftin fúll af spýtnabraki. Austar og innar í hrauninu standa grjótgarðar, en ekki er ljóst hvort þar voru túnblettir, eða ein- ungis gerði, sem vora algeng og til þess ætluð áð- ur en girðingar komu til sögunnar að halda fénaði heima við. Austur af bænum, innan túngarðs, er sérkennilega spranginn hraunhóll sem heitir Kramfótur. Fyrrum lá stígur suður í Lónakotssel og var hluti af samgöngukerfi Hraunanna. Nú liggur vegarslóði, fær aldrifsbílum, austur úr tún- inu og þræðir milli hraunhóla 2-3 km leið unz komið er á Keflavíkurveginn, en þar er þessum 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.