Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Side 11
ður yfir lónin og hraunin. Næst á myndinni er Suð- hækkar þó og lækkar eftir sjávarföllum. >tsbænum annað en tóftirnar. Straumur, nú Listamiðstöð Hafnarfjarðar, í húsinu sem Guðjón Samúelsson teiknaði og Bjarni Bjarnason byggði. Vatnshæð í Straumstjörnum er síbreytileg; stundum eru þær bakkafullar, en á næsta útfiri eru þær orðnar að farvegi þar sem bergvatnsá streymir fram. >öl suður í hraunið. Einnig þar hafa sjávarföll áhrif á hæð vatnsborðsins eins og fram kemur á dökka litnurn næst lóninu. slóða lokað með keðju. Þetta er samt ágæt gönguleið og þá er farið framhjá allstórri hlöðu og fjárhúsum. Kornelíus Jónsson, þekktur úra- og skartgripakaupmaður við Skólavörðustíg, hefur átt helming Lónakots síðan um 1950 og rekið þar fjárbúskap ásamt fjöl- skyldu sinni. Nú eru þar nokkrar ær og fáeinir hestar á fóðrum, en heyja er ekki hægt að afla í Lónakoti og verður að kaupa fóðrið. A sumrin er ánum sleppt í hraunið, en Lónakotsland er eins og fleygur: breiðast neðst, en mjókkar inn eftir og endar í Mið-Krossstapa. í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídal- íns frá 1703 segir að jarðardýrleiki Lónakots sé óviss, en eigandinn er „Kongl. Majestat“. Leigu- liði kóngsins heitir Sigurður Oddleifsson og er eftirtektarvert, að landskuldin, xl álnir, skal greiðast í 8 kolatunnum heim til Bessastaða. Það eru sem sagt viðarkol sem Bessastaðavaldið heimtar í afgjald og fyrir utan alla vinnuna við kolagerðina má ætla að drjúgri spildu með kjarri hafi verið eytt árlega vegna þessa. Þai' kom að ábúandinn kvartaði um að skógur- inn í Almenningi væri svo foreyddur, „að hann ei til treystist þar að safna kolviði til landskuldar- gjaldsins." Þá var það gefið eftir að landskuldin mætti betalast með II vættum fiska, en leigur af leigukúgildum skyldu betalast í smjöri heim til Bessastaða. Auk þess fylgdu jörðinni kvaðir um mannslán til Bessastaða og skyldi bóndi fæða verkamanninn. Ailt er þetta í samræmi við þá ánauð sem lögð var á leiguliða í næsta nágrenni Bessastaða og nefnir Jarðabókin fleii-a. Þar á meðal eru hrís- hestai' „þegar kallaðir eru“, svo og „skipaí'erðir“. En manntalsárið 1703 eni sex manns í heimili í Lónakoti. Um hlunnindi jarðarinnar segir í Jarðabók- inni: „skógur hefur tii forna verið, ogernú meira hrísríf, það brúkarjörðin til kolagjörðar og eldiv- iðar og stundum til að bjarga sauðpeningi í hey- skortik Bústofninn er 2 kýi-, 2 kvígur, 21 ær, 5 sauðir, 7 lömb og 2 hross. Á heyfeng má fóðra 3 kýr, segir þar. Rekavon er sögð lítil, en sölvafjara er „hjálp- leg fyrír heimamenrí', sömuleiðis hrognkelsa- fjara, en „heimræði má ekki kallast að sé hér, því lending er engin nema við voveiflega sjávar- kletta...“ Hinsvegar fær ábúandi Lónakots að I Listamiðstöðinni í Straumi er þessi gestavinnustofa með ofanbirtu og aðstöðu eins og hún gerist bezt. Árni Rúnar Sverrisson var að mála fyrir sýningu sem hann opnar í Straumi nú um helgina. v r H?'jt-. 8%||l Hlaðan í Straumi hefur gengið í endurnýjun lífdaganna með því að þar er er nú glæsiiegur 150 fer- metra sýningarsalur sem fær dagsbirtu frá kvistunum þremur. I- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. MARS 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.