Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Side 2
ÁSTÁ MYND- LISTARVORI SIGURDÍS Arnarsdóttir opnar sýningn á myndverkum sínum í Gallerí Áhaldahúsinu í Vestmannaeyjum í dag, laugardag, kl. 17. Sýningin er síðasta sýningin af fjórum í sýningaröðinni Myndlistarvor íslandsbanka í Eyjum 2000. Sigurdís er fædd í Eyjum árið 1964 og hefur lengstum búið þar. Sigurdís hefur haldið fjölda einksýninga á íslandi og erlendis,og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Sigurdís hefur ekki haldið einkasýningu á verkum sínum í Eyjum síðan hún flutti aftur til Eyja fyrir tveimur árum eftir fjögurra ára nám í Myndlistarskólanum á Akureyri, en þaðan útskrifaðist hún 1994. Sýning hennar ber yfirskriftina „Ást í maí“, þar sem hún vinnur stórar myndir af sjónvarpsskjá með aðstoð tölvu- og ljós- myndatækninnar. Myndirnar fjalla allar um ástina á einhverju stigi hennar og samskipti fólks eða samskiptaleysi í þeirri tilbúnu ver- öld sem sjónvarpið hendir inn í stofur á hverjum degi. „Hugurinn er sívirkur og allt á sinn tíma. Þessi sýning og vinnan að baki hennar er því í samhengi við hvernig ég hef alltaf unnið. Þetta er mitt umhverfi, sem ég breyti til Morgunblaðið/Sigurgeir Frá sýningu Sigurdísar Arnarsdóttur í Vestmannaeyjum. þess að tjá nýja sýn á veruleikann. Þannig er þessi sýning í samhengi við annað sem ég hef gert, nefnilega að stoppa ferli sem er í ákveðnu samhengi, eins og kvikmynd sem svo auðvelt er að stoppa á myndbandinu, frysta augnablik og setja það í samhengi sem lýtur sínum eigin lögmálum og listamannsins. Þetta eru ekki sjónvarpsskjáir á veggjum heldur stund sem maður stoppar og fínnst falleg, eitthvað eitt sem snertir mann. eins konar þögul snerting,“ segir listakonan. „Þó ekki sé hægt að kalla myndir mínar sjálfsmyndir, þá held ég að myndlistarmenn séu á einhvern hátt alltaf að kljást við sjálfan sig, eða hugarheim sinn og listamaðurinn sjálfur verður aldrei slitinn frá þessum heimi sínum. Myndheimur minn er mjög ólíkur og mér finnst mjög gaman að reyna ólíka miðla til þess að koma honum til skila, en þrátt fyr- ir það er samhengi í öllu sem ég geri og hef gert, þó miðillinn sé ólíkur. Þetta er bara skynjun listamannsins og leit hans að sjálfum sér og samhengi í veröldinni." Sýningin stendur yfir helgarnar 27. og 28. maí, og 3. og 4. júní. Hún er opin frá kl. 14-18 og er aðgangur ókeypis. Lokað virka daga. Á opnuninni mun Björt Rúnarsdóttir tón- listarmaður leika á selló. Reuters Maðurog málmur BANDARISKI afstraktlistamaðurinn Frank Stella fótar sig í höggmynd sinni „Chatal Huyuk“. Verkið er unnið úr brotamálmi og er á sumarsýningu Konunglegu Listaaka- demíunnar í Lundúnum. Sýningin er stærsta samtímalistsýning heims. Myndlist og látbragð í Ými RAGNAR Jónsson opnar sína sjöttu einkasýn- ingu í tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavíkur, Ými við Skógarhlíð, í dag, laugardag, kl. 14. Sýnd verða um tuttugu og fimm myndverk sem eru unnin á þessu ári og nokkur eldri verk, elsta frá 1995. Óll verkin eru unnin í olíu á striga. Sýninguna nefnir listamaðurinn Fjör- egg þjóðarinnar. Þrjú málverkanna eru í hópi málverka sem listamaðurinn hefur kosið að kalla „lifandi mál- verk“ „Metalismi". Það eru málverk sem breytast á sýningartímanum. Myndirnar eru unnar þannig að fyrirfram ákveðnar myndir birtast á striganum, segir í fréttatilkynningu. Elfar Logi Hannesson leikari mun túlka val- in myndverk í látbragðsleik á opnuninni. Hann sýnir í látbragði stíl, form og inntak valinna mynda. Sýningin stendur til 10. júni. SÓTTIAGATHA CHRISTIE POIROTI POIRET? London. Morgunblaðið. SPURT er: Sótti Agatha Christie söguhetju sína, Hercule Poirot, í smiðju velsks rithöfund- ar, Frank Howel Evans að nafni, sem skrifaði fimm sögur um leynilögreglumanninn Poiret? í The Sunday Telegraph er sagt frá leit Margaret Obosa, sem staðið hefur í áratug eða allt síðan hún rakst á grein í The New Maga- zine frá 1909, þar sem lítt þekktur velskur rit- höfundur tíundar ævintýri fransks leynilög- reglumanns, sem búsettur var í Bretlandi og hét Poiret. Hann rannsakaði mál með óhefð- bundnum hætti og treysti fyrst og fremst á eig- in gáfur til að koma upp um glæpamenn. Eftir því sem Obosa las lengra fannst henni hún kannast við þetta allt saman og þar kom að hún taldi margt benda til þess að Ágatha Christie hefði byggt sinn Poirot á Poiret að meira eða minna leyti. Rannsóknir hennar hafa stutt þessa tilgátu á margan máta og það skrýtnasta er, að þótt Poirot líkist Poiret að öllu leyti nema vaxtarlaginu, þá er það höfundurinn Frank Howel Evans, sem á teikningu, sem birtist með sögum hans í The New Magazine, kemur alveg heim og saman við söguhetju Agöthu Christie. Sjálf sagði Agatha Christie að hún hefði valið sínum manni belgískt þjóðemi vegna belgískra flóttamanna, sem setzt hefðu að á æsku- stöðvum hennar í Bretlandi. Um nafnið sagðist hún ekki vita fyrir víst, hvort því hafi bara skot- ið upp í kolli hennar, eða hvort hún rakst á það í einhverju blaði eða tímariti. David Suchet í hlutverki Hercule Poirot. Obosa, sem birtir grein um rannsóknir sínar í tímaritinu Book and Magazine CoIIector, leið- ir líkur að því að Agatha Christie, sem þá var 19 ára, hafi lesið sögur Evans í The New Magazi- ne og séð teikninguna af honum. Hún segir að þau hafi jafnvel hitzt, því ekki hafi farið hjá því að Evans þætti söguhetja Christie keimlík sinni, þegar sögumar af Hercule Poirot birt- ust. Það er varla á færi annarra, úr því sem kom- ið er, en jafningja þeirra Poiret og Poirot að komast að því, hvort Agatha Christie sótti sinn Poirot í Poiret vitandi eða óafvitandi. En líkind- in eru sláandi. Obosa segist hafa haft samband við Matthew Pritchard, bamabarn Agöthu Christie, sem hafi látið þau orð falla um rann- sókn hennar að efnið væri vissulega umhugs- unarvirði og of mikil tilviljun til þess að hægt væri að horfa fram hjá því. Margaret Obosa segist hafa komizt að því að Poiret var söguhetja Franks Howels Evans í fimm leynilögreglusögum, sem birtust á árun- um 1909 og 1910. Fyrsta saga Agöthu Christie um Hercule Poirot kom út 1920. Obosa komst að því að Evans var sonur velsks námumanns, hann reyndi fyrir sér sem leikari og blaðamað- ur áður en hann lagði út á rithöfundarbrautina, en eftir sögumar af Poiret samdi hann skáld- sögur frá 1912 og einkum leynilögreglusögur 1917 til 1930. Um afdrif Evans hefur Obosa ekki tekizt að grafa neitt upp ennþá. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveinssonar. Til 1. nóv. Verk í eigu safnsins. Byggðasafn Árnesinga. Kirkjugripir og kirkjustaðir í Ámesþingi. Til 4. júlí. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Vax- myndasýning. Til 30. sep. Galleri@hlenunur.is: Bjarni Sigur- bjömsson. Galleri Fold, Rauðarárstíg: Tryggvi Ólafsson. Til 4. júní. Gallerí OneoOne: Fos. Til 27. júní. Gallerí Reykjavík: Soffia Árnadóttir. Til 31. maí. Jón Baldvinsson. Til 11. júní. Gallerí Smíðar og skart: Jóhanna Hreinsdóttir. Til 5. júní. Gallerí Sævars Karls: Hallgrímur Helgason. Til 8. júní. Bjami Jónsson. Til 16. júní. Hafnarborg: Elínborg L. Lutzen, Elsa Stansfield og Madelon Hooykaas. Til 29. maí. Hallgrímskirkja: Sigurður Örlygsson. Til 1. júní. i8, Ingólfsstræti 8: Gjörningaklúbbur- inn.Til 28. maí. íslensk grafík: Harpa Árnadóttir. Til 11. júní. Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. Arkitektúr. Til 23. júlí. Listasafn Akureyrar: Ur og í. Til 25. júní. . , Listasafn ASI: I Skuggsjá rúms og tíma. Til 11. júní. Listasafn Einars Jónssonar: Opið lau. og sunnud. kl. 14-17. Höggmyndagarð- urinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Nýr heimur - Staf- rænar sýnir. Til 18. júní. Lífið við sjó- inn. Til 25. júní. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu: Öndvegishús og merkileg mannvirki. Saga á vegg: Til 11. júní. Listasafn Siguijóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Daníel Hjörtur.Til 27. maí. Mokkakaffi: Kristinn Pálmason. Til 10. júní. Norræna húsið: Flakk. Til 13. ág. Nýlistasafnið: „Blá“. Til 2. júlí. Safnhús Borgarfjarðar, Borgarn. Jó- hanna Sveinsdóttir. Til 31. maí. Stöðlakot: Sigrid Ósterby. Til 11. júní. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TONLIST Sunnudagur Hallgrímskirkja: Kári Þormar organ- isti. Kl. 17. Salurinn, Kópavogi: Fjórir ungir ís- lenskir tónlistarmenn: Ámi Björn ÁRnason, Víkingur Heiðar Ólafsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Ari Þór Vilhjálmsson. Kl. 20:30. Þriðjudagur Sýnishom íslenskra einsöngslaga frá ýmsum tímum: Valgerður Guðrún Guðnadóttir, Ásgerður Júníusdóttir, Garðar Thor Cortes, Ágúst Ólafsson. Jónas Ingimundarson píanó. Kl. 20:30. Miðvikudagur Caput - Fótspor fugls í sandi. Kl. 20:30. Fimmtudagur Há- skólabió: píanóleikarinn Olli Mustonen. Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Jónsmessunótt, 27. maí. 1., 2. júní. Glanni glæpur, 28. maí. Abel Snorko, 30., 31. maí. Hægan, Elektra, 31. maí. Borgarleikhúsið: Kysstu mig Kata, 31. maí. 1., 2. jún. San Francisco ballettinn: Svanavatnið, 27., 28. maí. Iðnó: Sjeikspír, 28. maí. 2. júní. Stjöm- ur á morgunh., 27. maí. 2. júní. íslenska óperan: Hinn fullkomni jafn- ingi, 27. maí. Loftkastalinn: Jón Gnarr, 27. maí. Möguleikhúsið: Völuspá, frums. 27. maí., 28. maí. 1. júní. Leikfólag Akureyrar: Tobacco Road, 27. maí. Kaffileikhúsið: Bannað að blóta í brúð- arkjól, frams. 31. maí. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.