Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Qupperneq 7
I VAi
M
VARSITY —• Saturd<ty, May T956
Sylvia Plath tours the stores and forecasts
AY WEEK FASHIONS
WITH May Week Jusfc j
áround the corner :
likc some íaír Country
ol C o c k algne — but
barcly visibie through
the present smog of
Tripos exams-~we sefc
out to discover what
the weU-Uresséö Newn-
hamite or Gtrtonian
might wear for pimt-
ing. coektaUs and bails.
Prcm \ a r «t d«p ariaicnt
siofti to «nal! íiXMtoUr thojs*.
CanibdtÍRC otten n ftfit, to!*
ourfu! j-flooUon ot spriníí
íftshíons, whiclt alJouíd cuatait
our C»nstaxWgo uiulcjKJ-aUu-
fttcs to riva! U»* ntoai chtc am!
chartnitJg wí ímpcrtcd Lotttíott
tnotíctac
We chmtt a difTcrtnt Cam-
ta.idgc shup Vo outílt us íor
tatíj occasiun tœd pícHcd
fcahiíMl um! Javoumo slyJrs
for phcuogfapljs. WhJle atvaje
Uutt our awlgrmjcnt wsts íar
a ncwspapcr ftxUclc ratHcr
than íor privttte purihasc. úc-
partnJcrtV J»8íiaRcrs kir.tity,
(Jvmatwl ndvícc. intormaUujJ, '
an<! mucit tlfrte, irrttttrjg us,
Slrupless whilc eoek-
ijtil tlress.
iotlced, Uite a. Eaturtiay Ci«*
dcn?!!a.
bathing suits
To JíceitJ w«h taatJJitJs vuits,
pcrfcct tor taeaeix Haiitíitys aiut
Uj!u£ Xrtstrt pteijic :to stjn*
biasscs (12/6); a flátniíO>a»iV
rtsi-aiití-whUf wrípwi towcl.
linft stole wUh btg pockcta attd
blac't-tRs«1ctí írmgc <2f/P)t
aád fttiftliy, to CöntiJlele Vh«
•whole cnstUJbic. ft «)tite
Urrycloth b«acJtcoav *Hh ol-
iracvlvc íuil drcular vckc
03/6). Hapfiy fnviromiBjf.
ftvcryoncl
cockiail diess
• Our cocxtoi! ftfttl tíftticc
tírcís foaiuretí ai. Jcsituft Tay-
Jor’jt («8 picturc) í» ft StratJ*
!<S» vtc'hitc cotioti by Jeatt
AlJ«n, pfttt*frt«d -ítUH ptJik
jrtscbutís aitd grffn írftvcs:
■ tiie stíarveUoua peuí staHt bii*
JCWÍ IrtÓSt bOUftttrtt cv«v U»
IripJc crlochtjc tjcttfccals
(CJO 1~V. (kJ.i. Dsapnl Xrem
tJse íruut tO » pcrl taOJV trt
taðcfc, Ují* tfftla ottith ftports
itó own CöVerdip bcf«ro ftuji sn
bccottjcs íultatalc íor ftUcntocjj
gatdfta partí«s cr r.Jutiipftftrtc
roirc«s ovcrlccfcitjg 0 r r tt t
Cöúrt, TrUiíty.
HuJJJWtfc-upí A popjjy-V«i
bulton-drtwn JuJJiper tíit?*
ht Frctich c.jtioji put
ottt tay CoiJtiuíutala íav
£4 7$. 6<l), wlih uViArt cp«J
nctfc arttí ctaol. csfftn-cut ilar*u
ftfcirt; aJ»j, a fijeen*aml-«hU«
eVrlpcd cotton <1íí» »y bx t-
rftvs. fresJt as ft rtttj'.v JuJ«i>.
i. ,m..< i..«».iWihi.u;y.>v..
Þessi grein með myndum af Plath birtist í háskólablaðinu í Cambridge vorið 1956.
Hún minnir um margt á andrúmsloftið í The Beil Jar.
Hér situr Sylvia Plath við ritvélina heima hjá
sér stuttu eftir heimkomuna frá New York.
Mynd sem tekin var af Plath á kvennatíma-
ritinu sumarið sem hún varð veik. í The Bell
Jar lýsir hún því hvernig hún þvingar fram bros
þó hún sé við það að bresta í grát.
Sumarið 1954, heilbrigð á nýjan leik
eftir andlega erfiðleika.
Sylvia með móður sinni Aureliu og
bróður Warren árið 1950.
búning. Skilin á milli heilbrigðis og andlegs
niðurbrots eru skýrt mörkuð í sögunni, er
Esther ákveður kvöldið áður en hún snýr
heim frá New York að henda öllum fötunum
sem hún hafði eignast sem verðlaunastúlka í
borginni fram af þakinu á hótelinu þar sem
hún hefur dvalið. „Ég fleygði fötunum mín-
um, flík eftir flík út í næturvindinn. Eins og
aska þess sem maður elskar bárust gráar
flygsurnar í burtu, til að tylla sér hér og
þar, á stöðum sem ég myndi aldrei vita um, í
dimmu hjarta New Yorkborgar."
Þar með verður ekki aftur snúið. Á þessu
augnabliki hefur Esther með táknrænum
hætti sagt skilið við sína eigin sjálfsmeðvit-
und, dreift ösku eigin persónuleika með
söknuði og sorg þess sem veit að hann fær
engu breytt. Hún hafnar því hlutverki sem
samfélagið hefur valið henni og hverfur inn í
heim andlegra þrenginga sem andhverfa
sjálfrar sín og undir nýju nafni sem Ellen
Higginbottom. Persónuleikaklofningin er al-
gjör því Ellen er tæpast læs né skrifandi, er
hirðulaus um sjálfa sig og hefur mestan
áhuga á sorpritum og slarki.
Undanfara sjúkdómsins er glöggt lýst í
myndmáli bókarinnar en Plath notar spegla
til að sýna fram á hvernig sjúkdómurinn
ágerist. Fyrst í stað er spegilmynd Estherar
gerð framandleg með því að líkja henni við
Kínverja og síðar indíána.j Þannig stangast
sjálfsmynd Estherar og útlit sífellt meira á
þar til hún er orðin svo ókunnugleg að hún
ber ekki kennsl á eigin spegilmynd lengur.
„Fyrst sá ég ekki hvað var að. Þetta var alls
ekki spegill heldur mynd. Það var engin leið
að átta sig á hvort manneskjan á myndinni
var maður eða kona, því hárið hafði verið
rakað af.[...] Ég brosti. Munnurinn í speglin-
um geiflaðist í glotti.“
Geðrænum erfiðleikum Estherar lýsir
Sylvia Plath þannig að þeir verða að teljast
bein afleiðing þeiiTar togstreitu sem er á
milli söguhetjunnar og samfélagsins. Sam-
sömun hennar við Rosenberghjónin og þrá-
látar hugsanir hennar um yfirvofandi aftöku
þeirra í rafmagnsstólnum er stílbragð sem
höfundur notar til að undirstrika hlutskipti
Estherar sem fórnarlambs í svipuðum skiln-
ingi og þau. Rosenberghjónin voru ákærð
fyrir andfélagslegt athæfi, njósnir. Esther
er einnig dæmd andfélagsleg, þegar hún fer
að véfengja það verðmætamat og þau gildi
sem ríkja í samfélaginu. Vitundarkreppa
Estherar er því samofin siðferðiskreppu
bandarísks þjóðfélags.
Strax í upphafi bókarinnar veltir Esther
þvi fyrir sér hvernig það sé að vera brennd-
ur lifandi í rafmagnsstólnum. Þær vanga-
veltur vísa síðar í söguna, til þess er Esther
sjálf gengur í gegnum misheppnaða raflosts-
meðferð hjá fyrsta geðlækninum sem hún
leitar til. Það er því engin tilviljun að fyrr-
nefnd skil á milli heilbrigðis og sjúkleika,
þegar Esther stendur á „brúninni" í fleiri en
einum skilningi og lætur myrkrið gleypa föt-
in sín, eiga sér stað sama kvöld og Rosen-
berghjónin eru tekin af lífi. Lýsingin á
fyrstu raflostsmeðferðinni jaðrar við lýsingu
á aftöku í rafmagnsstólnum; „með hverjum
blossa fór ógnarmikill hnykkur í gegnum
mig þar til mér fannst eins og bein mín
myndu brotna og lífsvökvinn þeytast úr mér
eins og úr jurt sem er klofin. Ég velti því
fyrir mér hvað ég gæti hafa gert sem væri
svona hræðilegt."
Fordómar qagnvart
geðsjúkdómum
Geðsjúkir hafa iðulega þurft að sæta refs-
ingum fyrir ástand sitt í gegnum aldirnar.
Jafnvel á þeim tíma sem The Bell Jar á að
gerast voru geðræn vandamál og þunglyndi
nokkuð sem margir áttu erfitt með að takast
á við á raunhæfan máta, jafnvel innan
læknastéttar. Geðsjúkdómar hafa alla tíð
verið mikið feimnismál, sem samfélagið hef-
ur ýmist tilhneigingu til að fela eða gera lít-
ið úr.
Það viðmót sem mætir Esther þegar hún
fyrst leitar sér hjálpar bæði hjá fjölskyldu
sinni og heimilislækni bendir eindregið til að
sjúkdómseinkenni hennar séu ekki álitin
rista djúpt; Heimilislæknirinn spyr hana t.d.
hvað hún sjálf haldi að sé að sér. „Hvað ég
HALDI að sé að mér?“ hugsar Esther. „Það
hljómar eins og það sé ekkert RAUN-
VERULEGA að mér, ég HALDI það bara.“
Sama viðhorf kemur fram hjá móður Esth-
erar sem á erfitt með að horfast í augu við
sjúkdóm hennar. Þegar Esther vill ekki
lengur fara í sársaukafulla raflostsmeðferð-
ina hjá geðlækninum, túlkar móðirin það
sem batamerki; „Ég vissi að barnið mitt
væri ekki svona. [...] Ég vissi að þú myndir
ákveða að láta þér batna aftur.“ Rétt eins og
slík ákvörðun væri á valdi Estherar sjálfrar.
Vaxandi tilfinning um að enginn taki mark á
henni og vonleysi um bata leiðir að lokum til
þess að Esther felur sig í holu í skriðkjall-
ara undir húsinu og gleypir fullt glas af
svefntöflum. Þegar henni er bjargað fyrir al-
gera tilviljun er hún flutt beint á ríkis-
geðsjúkrahús.
Á því sjúkrahúsi mætir Esther og öðrum
sjúklingum lítill skilningur. Ríkisgeðsjúkra-
húsið virðist þjóna þeim tilgangi helst að
vera geymslustofnun fyrir fólk sem fallið
hefur í gryfju sem það hefði kannski getað
sneitt hjá ef samfélagið hefði veitt því þann
stuðning sem það þurfti á að halda áður en
það var orðið um seinan. í bókinni kemur
greinilega fram hárbeitt gagnrýni höfundar-
ins á ríkissjúkrastofnanir í Bandaríkjunum
og ljóst er hve Plath álítur umönnun geð-
sjúkra vera mikinn ábyrgðarhluta.
Á þeim stað í sögunni þar sem Esther
dvelur á þessu sjúkrahúsi, gerir hún sér það
að leik að brjóta kassa með hitamælum
vegna þess að henni finnst enginn hafa tíma
til að sinna því sem raunverulega þjakar
hana. Hún situr ein á rúminu sínu með allt
kvikasilfrið úr mælunum í lófanum og hugs-
ar: „Ef ég missi það niður, þá brotnar það í
milljón litlar eftirmyndir af sjálfu sér, en ef
ég svo ýtti þeim í námunda við hvor aðra þá
myndu þær renna saman í eina sprungu-
lausa heild á nýjan leik.“
Það sama á við um hana og aðra sem eru
geðsjúkir; ef sleppt er af þeim hendinni
verður niðurbrotið algjört, en með skilningi
og nærgætni er hægt að sinna sjúkum og
klofnum huga þannig að hann geti myndað
sprungulausa heild á ný. Sem betur fer á
Esther góða að (eins og Plath átti reyndar
sjálf) því rík góðgerðakona, sem hafði stutt
hana til háskólanáms lætur flytja hana á
einkahæli þar sem hún fær þá umönnun sem
hún þarfnast.
Á einkahælinu birtist hjálpin í líki geð-
læknisins Nolan. „Ég var hissa á að fá konu.
Ég vissi ekki að til væru kvengeðlæknar,"
segir Esther. En það er einmitt sú stað-
reynd að Nolan er kona sem skiptir höfuð-
máli þegar haft er í huga af hvaða toga þau
vandamál eru sem nærri riðu Esther að
fullu. I kynsystur sinni Nolan, sem á að baki
mikilvægan starfsferil, finnur Esther ekki
einungis þá langþráðu fyrirmynd sem hún
þarfnast heldur einnig lækni sem hefur
skilning á vonbrigðum hennar með hlut-
skipti sitt. Nolan ávinnur sér traust Esther-
ar og fær hana til að fara aftur í raflosts-
meðferð. í þetta sinn er beitt ýtrustu gætni
og í stað þess að vera því sem næst brennd
lifandi, rankar Esther við sér eins og af
djúpum svefni: „Hitinn og óttinn hreinsaðist
alveg í burtu. Ég var merkilega róleg. Gler-
kúpan hékk í lausu lofti nokkur fet fyrir of-
an höfuð mitt. Ég fann andrúmsloftið um-
hverfis leika um mig.“
Þróunin í kynferðismálum
hið jákvæða afl
Nú er ekki langt í það að Esther geti rað-
að saman brotum lífs síns og myndað heil-
steypta sjálfsmynd sem gerir hana hæfari til
að takast á við veruleikann. Fyrsta skrefið í
þá átt er að losna við meydóminn, þann tví-
ræða „hreinleika" sem í uppvexti hennar er
svo mikils metinn í fari kvenna og stjórnar
gjaldgengi þeirra á hjónabandsmarkaðnum.
Samkvæmt ríkjandi viðhorfi ungs fólks í
The Bell Jar virðist „dirty“ (spjöll) sam-
svara reynslu á kynlífssviðinu en „pure“
(hreinleiki) samsvara reynsluleysi. Þetta
tengist þó ímynd kvenna fremur en karl-
manna þar sem stúlka sem „leyfir“ karl-
manni að hafa mök við sig fyrir hjónaband
er álitin lauslát, tekur áhættuna á óæski-
legri þungun og á þar að auki á hættu að
glata virðingu karlmanna. Esther neitar að
taka þátt í blekkingarleik þessa tvöfalda sið-
ferðis því hún vill hefja sitt lífstíðarsamband
á jafnréttisgrundvelli á þessum sviðum sem
öðrum. „Ég þoldi ekki þá tilhugsun að kona
þyrfti að lifa flekklausu hreinlífi en karlmað-
ur gæti lifað tvöföldu lífi; einu flekklausu og
öðru sem væri það ekki,“ segir hún.
Esther velur sér því ástmann af vísinda-
legri nákvæmni og einn þáttur í uppreisn
hennar er að hún sængar í fyrsta sinn hjá
karlmanni sem hún elskar ekki. Eftir það er
hún hvorki reynslulaus né viðkvæm, heldur
lífsreynd og sjálfstæð kona sem getur séð
um sig sjálf, óháð öðrum. Niðurstaða bókar-
innar í kynferðismálum er mjög mikilvæg
því sú þróun persónu Estherar helst í hend-
ur við hið jákvæða afl í verkinu. Þegar hún
fer til læknis til að verða sér úti um getnað-
arvörn finnst henni hún vera að ganga á vit
frelsisins; „frelsis frá ótta, frelsi frá því að
giftast röngum manni, [...] frelsi frá því að
lenda á heimili fyrir ógiftar mæður.“ Á leið-
inni út af læknastofunni segir hún við sjálfa
sig: „Ég á mig sjálf“ - hún er nú sinn eigin
herra í heimi lítt hæfra karla sem meðvitað
eða ómeðvitað beita konur félagslegri kúg-
un. Það er í þessu tilliti sem The Bell Jar er
femínistísk skáldsaga, því höfundurinn hafn-
ar þeim tvískinnungi sem samfélagið notar í
andstöðu sinni við hæfileikaríkar, sjálfstæð-
ar konur.
Konur uppgötva
mátt sinn og megin
Þessi fræga skáldsaga er afar margbrotin
þjóðfélagsádeila, sem hefur fyrir löngu unn-
ið sér sess meðal klassískra bókmennta tutt-
ugustu aldarinnar, þó hún hafi því miður
aldrei verið gefin út hér á landi. Sylvia Plath
tæpir á mörgum veigamestu málefnum vest-
ræns samfélags á síðari hluta aldarinnar og
gagnrýnir ekki aðeins pólitískar ofsóknir
kalda stríðsins, hræsni ríkjandi siðferðis og
verðmætamats, heldur einnig tvískinnung
varðandi hefðbundin kynhlutverk og stöðu
kvenna í samtíma sínum. Jafnframt er bókin
þungur áfellisdómur yfir aðbúnaði á ríkis-
sjúkrahúsum, yfir skilningsleysi og fordóm-
um gagnvart geðsjúkum.
Það er því ekki að undra að menntaðar
konur sem höfðu álíka væntingar til framtíð-
ar sinnar og hin unga Plath, hafi litið til
hennar sem málsvara síns. Þessar konur
höfðu uppgötvað mátt sinn og megin í
kvenfjandsamlegu umhverfi. Þær lyftu
Sylviu Plath á stall sem „þöglu konunni",
sem karlaveldið hafði þaggað niður í og
dæmt geðveika þegar hún gerði sanngjarna
kröfu til jafnréttis. Það sem þeim sást yfir
var að sjúkdómur Sylviu Plath var ekki ein-
ungis til kominn vegna þjóðfélagslegs órétt-
lætis. Það sem hún barðist við átti sér djúp-
stæðari rætur innra með henni sjálfri.
Glerkúpan sem henni hafði á táknrænan
máta tekist að lyfta upp yfir höfuð sér í
skáldsögu sinni, svo hún gæti fundið ferskt
loft leika um sig og dregið lífsandann léttar,
seig hægt og þétt yfir hana á nýjan leik.
„Fyrir þann sem er undir glerkúpunni, jafn
tómur og óvirkur og dáið barn, er heimurinn
sjálfur hinn vondi draumur," sagði Sylvia
Plath. Á endanum laut hún því í lægra haldi
í baráttu sem svo margir þurfa að há.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JÚLÍ 2000 7