Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Side 3
LESBÖK MOH< l \l!l \l)SI\S ~ MENNING LISTIR
40. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR
Hornboginn
I þriðju og síðustu grein sinm um slóð
beinhringsins frá Eystri-Rangá, segir höf-
undurinn, Bergsveinn Gizurarson, að sldð
beinhringsins og bogans tengist Njálssögu
og megi rekja til Austurvegs, til Garðaríkis
og ianda þar í kring. Þetta styðji bæði fom-
rit okkar, svo og stærð, form og títlit
beinhringsins.
Listaverkagarðar
eða...
Listasafn Einars Jónssonar er eins og
sktílpttír, ekki síst að framanverðu, en þar
sést varla í þetta fagra htís að sumarlagi
fyrir trjám sem ná að fela það alveg. Mynd-
imar í garðinum rijóta sín margar illa
vegna þessa og trjágróður er að verða
ásækinn við verk Ásmundar Sveinssonar
við Sigtún. Gísli Sigurðsson hefur litið á
þessa garða.
Brautiyðjandinn
Þórarinn B. Þorláksson opnaði fyrstu mál-
verkasýningu sína í húsinu Glasgow við
Vesturgötu í Reykjavík í desember árið
1900. Þessa aldarafmælis er minnst með yf-
irlitssýnmgu á verkum Þórarins í Listasafni
Islands. I Lesbók birtist grein um Þórarin
sem Jtílíana Gottskálksdóttir hefur unnið
upp úr lengri ritgerð.
MÓT
stærsta hönnunarsýning sem hefur verið
haldin hér á Iandi, stendur ntí yfir á Kjar-
valsstöðum. Stísanna Svavarsdóttir leit á
sýninguna og spjallaði við nokkra aðstand-
endur hennar.
FORSÍÐUMYNDIN
er frá liðnu sumri þegar sóleyjar og annað blómgresi prýddi vallgrónar
þekjur bæjarins á Núpsstað. í baksýn er Lómagnúpur.
Ljósmynd: Gísli Sigurðsson
SIGURÐUR EINARSSON
PÍLATUS
Þín nótt erfull afgrunsemdum oggeig.
Gráklæddar vofur stikla húmsins elfur.
Hjarta þitt slæríhrolli ogillum beyg
oghöll þín skelfur.
Hún gnæfír langt frá Golgata í hlé,
oggott að þú sást ei hvað fram fór þar,
né einfarann, sem engdist þar á tré
og oddakrónur bar.
Samt fínnst þér alltaf, ef þú lokar brá,
sem ólmir vargar hvetji sporin sín
og banvæn ógnun streymi staðnum frá
ogstefni beint tilþín.
Sú skelfíng, erí skugga nætwsvífur
ogskekurmúra þessa trausta ranns,
er dropi saklauss blóðs, er bergið klýfur
og byltir hástól keisai’ans.
Þú vaknar - fínnst þú brjótast um í böndum
með blóð á höndum.
Séra Sigurður Einarsson í Holti undir Eyjafjöllum, 1898-1967, varð þjóðkunnur
sem þulur Ríkisútvarpsins. Hann var í fyrstu byltingarsinnað skáld og hét fyrsta
Ijóðabók hans Hamar og sigð (1930). Síðar varð skáldskapur hans síðróman-
tfskur. Hann þýddi einnig mörg skáldverk.
SÁ RYKTAÐI
MAÐUR JON
RABB
að er gömul saga og ný að þeir
sem ráða ferðinni í þjóðfélag-
inu, hvort sem er í andlegum
eða veraldlegum efnum, eru
viðkvæmir fyrir gagnrýni á
störf sín og gerðir. A öllum
tímum hefur valdastéttin
beitt þeim meðulum sem til-
tæk voru til þess að þjarma að and-
stæðingum sínum og þagga niður í þeim
sem höfðu óæskilegar skoðanir. Langt
fram á 19. öld var almenn ritskoðun í gildi í
Evrópu og fram á 20. öld nutu opinberir
aðilar sérstakrar verndar gegn óviður-
kvæmilegum ummælum.
Á íslandi fyrri alda fer ekki mikið fyrir
gagnrýnni þjóðfélagsumræðu enda eru
heimildir um hugsanagang og athafnir al-
mennings af skornum skammti. Það er oft-
ast tilviljun ein sem ræður því hvað við vit-
um um fortíðina og sagan jafnan sögð frá
sjónarhorni embættismanna og þeirra sem
meira máttu sín í þjóðfélaginu. Ánnálahöf-
undar, sem voru jafnan tengdir hinni ráð-
andi stétt og lögðu sitt persónulega mat á
það hvað væri frásagnarvert, þögðu gjarn-
an um það sem kom þeim og ættingjum
þeirra illa.
Örfáar undantekningar eru þó frá þess-
ari reglu. Heimildir um Spánverjavígin ár-
ið 1615 eru ein slík undantekning en
ástæða þess að fjölbreyttar heimildir eru
til um þessa atburði eru nærvera og skrif
alþýðufræðimannsins Jóns lærða Guð-
mundssonar. Jón var óhræddur við að tjá
skoðanir sínar þó þær gengju á skjön við
vilja hinna ráðandi afla í þjóðfélaginu. Ski’if
Jóns lærða um Spánverjavígin verða að
teljast einstæðar heimildir. Jón hafði mikið
saman að sælda við hina basknesku sjó-
menn og ritaði frásögn sína veturinn eftir
að atburðimir áttu sér stað. Ritgerðin
nefndist „ Sönn frásögn af Spanskra
manna skipbrotum og slagi“ og eru þar
ófagrar lýsingar á meðferð Vestfirðinga á
hinum ógæfusömu skipbrotsmönnum. Síð-
ar orti hann rímnaflokkinn Fjölmóð um
sama efni. Tveir aðrir rímnaflokkar eru til
um Spánverjavígin, Spönsku vísur sem
reyna að gera Baskana tortryggilega og
Víkingarímur þar sem koma fram sjónar-
mið með og á móti.
Dómar þeir sem kveðnir voru upp og
staðfestir á Alþingi 1616 túlka að sjálf-
sögðu afstöðu hinnar ráðandi stéttar og
gera mikið úr misgjörðum Baskanna. Þeim
var fyrst og fremst gefið að sök að hafa
ekki uppfyllt það ákvæði Jónsbókar, að
skipbrotsmönnum bæri að biðjast ölmusu.
Enginn dregur I efa að Baskamir rændu
sér til matar en að öðru leyti komu þeir
ekki illa fram við fólk: „líf og æru þeir létu
kyrrt“ og „heiður missti ei kvinna nein“,
segir í Spönsku vísum, en þar er Jóni lærða
borið á brýn að vera föðurlandssvikari.
Aðrar heimildir um aðfarir Baskanna
eru merkilega misvísandi. Bogi Bene-
diktsson segir í sýslumannsæfum: „Ari var
oddviti fyrir drápi Gasgóna á Vestfjörðum
1615.... og er mælt að hann hafi haft sinn
fullan hluta af fé þeirra, sem annarsstaðar
þar sem hann kom því við.“ I Prestasögum
Jóns Halldórssonar segir um örlög Bask-
anna að: „sýslumaðurinn Ari Magnússon í
Ögri lét með mannfjölda þar fyrir drepa,
og var dæmt á alþingi gjört til landhreins-
unar og þetta illþýði réttilega straffað.“ f
annálum má finna nokkrar afar knappar
umfjallanir um Spánverjavígin og taka
annálahöfundar ýmist afstöðu með Ara
sýslumanni í Ögri, gagnrýna drápin eða
eru hlutlausir. Af þessu má draga þá álykt-
un að þessir atburðir hafi snortið marga
landsmenn djúpt því það er óvenjulegt að í
heimildum frá þessum tíma sé að finna svo
harkalega gagnrýni á valdamenn í þjóðfé-
laginu og mikið hugrekki hefur þurft til
þess að taka afstöðu gegn svo valdamiklum
manni sem Ari sýslumaður var en Ari var í
gegnum ætt og mægðir tengdur flestum
valdamestu höfðingjum landsins, bæði
andlegum og veraldlegum. í Vatnsfjarð-
arannál segir: „....Lét Ari Magnússon slá í
hel þá ránsmenn, sem voru úr Bischawe og
var hann þar fyrirliði sjálfur.... Voru 18 af
þeim drepnir í Æðey og Sandeyri, en 13 á
Skaga vestur, og virtist gert til landhreins-
unar,....“ Höfundur Ballarárannáls lýsir
aftur á móti afgerandi vanþóknun sinni á
vígunum: „Þá um haustið eptir brotnuðu
skip Spanskra fyrir norðan, og voru drepn-
ir 30 Spanskir af íslenzkum fyrir vestan og
í ísafirði, tóku fyrir sig rán og gripdeild
sumir eptir skipbrotin, sumir voru fínir
menn. En með hverju móti þeir voru
drepnir, (sem aumlega var að farið), vil eg
ekki vita eptir mig annálað liggi.“
Jón lærði segir sjálfur að hann hafi þurft
að flýja Vestfirði vegna gagnrýni sinnar á
framferði Ara í Ögri og manna hans. Eftir
það dvaldist Jón nokkur ár á utanverðu
Snæfellsnesi sem í þá tíð var sá hluti lands-
ins sem komst næst því að teljast þéttbýli.
Þar hafði hann meðal annars ofan af fyrir
sér með því að selja kver sem bar nafnið:
„Bót eður viðsjá við illu aðkasti“, og inn-
hélt ráð við ýmsum kvillum. En nú var tími
rétttrúnaðarins runninn upp á íslandi og
klerkar sáu djöfulinn í hverju horni. Séra
Guðmundur Einarsson á Staðastað hafði
orðið vitni að galdrabrennum erlendis og
ritaði hann bækling gegn Jóni lærða þar
sem reynt var að sýna fram á að Jón væri
verkfæri djöfulsins. Nefndist kverið „djöfl-
anna skækja“. Að lokum sameinuðust hið
andlega og veraldlega vald um að koma
Jóni á kné og var hann dæmdur til útlegðar
af dómi skipuðum sex prestum og sex
sýslumönnum. Jón lærði hélt því fram að
höfðingjar tækju öðruvísi á málum þegar
hátt settir menn ættu í hlut líkt og segir í
Fjölmóði:
Eru og offylgis mál
altíð fegruð,
kostprís lagður
hjá lýð sveita
svo stórbrot öll
straffist síður
eðaþóvoldugir
víkiafrétti.
Lærðir jónar nútímans þurfa ekki leng-
ur að óttast þumalskrúfur, bálkesti eða út-
legðardóma. Hinar gömlu valdastofnanir
snúa þó enn bökum saman og eru samstiga
við að minna þjóðina á hverjum hún á til-
veru sína að þakka en sakna þeirra verk-
færa sem öldum saman var beitt til að
halda fólki við hina réttu skoðun. Það
þurfti harða baráttu til þess að innleiða hér
á landi ritfrelsi, málfrelsi og almenn mann-
réttindi. Slíkra tímamóta er ekki minnst
með stórhátíðum á Islandi.
Árni Arnarson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. OKTÓBER 2000 3