Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Page 4
HRINGURINN FRA RANGAIII HVAÐAN VAR HORNBOGIÞORMOÐS ÞJOSTARSSO EFTIR BERGSTEIN GIZURARSON „Ég hef aldrei séð myndarlegri menn, hávaxna Bronsklingjan frá Eystri-Rangá, talin vera , í tíundu aldar stíl. sem döðlu pálma, Ijósa og rauðbirkna, | þeir bera skikkjur yfir aðra öxlina og hafa aðra höndina frjálsa." Svo var Væringjum lýst eftir fund við Volgu árið 921 og jafnframtað þeirværu „s ikítugri en nokkrar aðrar mannverur".. Væringjar • Við lok tíundu aldar er talið að íbúar Garða- ríkis hafi verið orðnir slavneskir að mestu leyti þó samband væri enn mikið við Norður- lönd. Um þær mundir tóku Norðurlandabúar að ganga í her Miklagarðs og lífvörður keis- arans varð norrænn og stóð það fram á seinni hluta elleftu aldar. Til eru áreiðanlegar heim- ildir og samtíma lýsingar Grikkja og Araba á þessu fólki fyrir og um miðja tíundu öld. Lýs- ingar þessar eiga erindi til okkar, því telja má það frændfólk íslensku landnámsmannanna. Ekki væri ólíklegt að forfeðrum okkar á fyrri hluta tíundu aldar hefði verið lýst á svip- aðan hátt af erlendum sagnariturum. Ibn Rustah lýsir Væringjum á fyrri hluta tíundu aldar og hefur líklega sjálfur komist til Hólmgarðs. Hann segir þá vera kaupmenn og þrælaveiðara. Hann lýsir þeim sem skart- mönnum í víðum hnébuxum, gestrisnum, ódælum og laus höndin innbyrðis enda hafí hólmgöngur verið algengar. (Gæti verið að nafnið Væringjar væri dregið af þeim væring- um?) í orustum stóðu þeir samt saman og börðust sem einn maður. Þeir höfðu presta og fórnuðu guðum sínum karlmönnum, konum og húsdýrum. Fórnin var framkvæmd með hengingu. Þeir heygðu höfðingja sína með skarti sínu, vopnum og dýrgripum. Einnig fylgdu þeim í hauginn fylgikonur þeirra eða eiginkonur. Þetta virðast fomleifarannsóknir staðfesta. Launsátur voru svo algeng samkvæmt Ibn Rustah, að þeir gátu ekki gengið örna sinna nema með vopnaða félaga með sér. Þeir ferðuðust um á veturna, söfnuðu þá sköttum í formi silfurs, loðskinna og þræla. I apríl komu þeir aftur tii stöðva sinna í görðun- um. í júní eftir vorflóðin fóru þeir svo niður eftir Dnjepur til Svartahafs. Þeir urðu að koma sér aftur heim um haustið, þar sem keisari Miklagarðs vildi ekki að þeir kæmu sér upp bækistöð allt árið á strönd Svarta- hafs. Þetta kemur fram í friðarsamningnum frá árinu 945, sem Ingvar Garðaríkiskonung- ur gerði við Miklagarðskeisara. Ibn Fadlan hittir Væringja á Volgu árið 921 Tveim áratugum fyrir veru þeirra Þjóstars- sona í Garðaríki hitti Ibn F'adlan, ritari sendi- ráðs kalífans í Bagdad í Bulgar við Volguhnéð Væringa á neðri hluta Volgu. Hann lýsti þeim svo: „Eg hef aldrei séð myndarlegri menn, há- vaxna sem döðlu pálma, ljósa og rauðbirkna. Þeir bera skikkjur yfir aðra öxlina og hafa aðra höndina frjálsa. Hver þeirra hefur öxi, hníf og sverð sem þeir bera jafnan. Þeir eru skítugri en nokkrar aðrar mannverur sem ég hef séð.“ Þessir Væringjar hafa eflaust lítið fengist við þvotta á langri ferð á ánni en hafa þrátt fyrir það getað þvegið sér vel og greitt við hátíðleg tækifæri eins og lengi hefur verið siður hér á landi. Athygli vekur vopnaburður þeirra sem var nokþuð sem einnig tíðkaðist hér á söguöld og minnir á Iýsinguna á Þorkeli lepp á Alþingi Hornbogi frá því um 600. Mynd frá íran. árið 945, sem gekk um með höndina á sverði sínu. Ibn Fallad segir einnig frá drykkjuskap Væringjanna dag og nótt og að stundum deyi þeir með bikarinn í hendi. Ibn Fallad lýsti á hrollvekjandi hátt útför höfðingja Væringja, sem var brenndur í skipi sínu ásamt hestum og öðrum húsdýrum, vopnum og dýrgripum og að síðustu fylgdi honum í dauðann ambátt hans. Hvaðan kom hornbogi Þormóðs Þjóstarssonar? Eins og komið hefur fram hér að framan hafa hornbogar víða verið í notkun á þessum tíma bæði innan Garðaríkis og hjá nágrönnum þess. Sérstaklega má þar nefna* Volgu-Búlgara við Volgu- hnéð. Þar um lá aðalsilfurstraum- urinn til Garðaríkis og síðan Norður- landa um miðja tíundu öld. Þar um lágu verslunarleiðir til Kína og suður um land Kazara til Kaspíahafs og frá Kaspíahafi með úlfaldalestum til Bagdad og Samarkand. Volgu-Búlgarar hafa verið taldir helstir af- komenda Húna. Búlgarar hafa lengi haft þann sið að krúnuraka sig og bera langt yfirskegg. Haustið 1996 tók höfundur þessarar grein- ar eftir skyldleika sem virtist vera milli mynd- ar af hirti á beinplötu úr gröf Húna í bók Istv- ans Bona um Húnaríkið og myndanna á beinhringnum frá kumlinu við Eystri-Rangá, sem birtust í bók Kristjáns Eldjáms, Gengið á reka. Þetta varð svo upphafið að því að hann rakti þá slóð sem hér er lýst að hluta. Svo sérkennilega vill til, að gröf Húnans liggur ekki langt frá landi Volgubúlgara. Hægt væri að ímynda sér að þaðan væri horn- bogi Þormóðs Þjóstarssonar upprunninn og bendir gerð þumalhringsins til þess. Hann er sömu gerðar og kínverskir þumalhringir en unar- leiðina til Kína eða Silkiveg- inn milli Kína og Bagdad. Mætti geta sér þess til að þeir bræður Þormóður og Þorkell lepp- ur hafi farið í leiðangur, sem lá fyrst um vatna- skilin Valdai hæð- ir, svo yfir á Volgu til Bulgar og jafn- vel niður á Kaspía- haf. Líklegt er að bogi Þormóðs hafi verið af líkri gerð og hornbogar, er Avarar, mongólsk, tyrknesk flökkuþjóð, skyld Húnum, not- Avarar höfðu ráðið öllu svæðinu frá Khas- akstan til Ungverjalands nokkrum öldum áð- ur og tekið við skömmu eftir að Húnaríkið féll. A seinni hluta sjöttu aldar voru þeir við mörk Ítalíu og núverandi Austurríkis. Þeir eru taldir hafa fyrstir notað ístöð í Evrópu. Bogar Avara voru hornbogar með beinstíf- ingum líkt og húnbogamir. Þeir vora bognari og beinu eyrun til endanna stærri. Hvort bogi Þormóðs var keyptur eða tekinn ránshöndum vitum við ekki en hornbogar voru alltaf fágætii' og vandsmíðaðir. Gat smíð- in tekið allt að tíu ár eins og segir hér að framan. Þeir gengu því frá föður til sonar í sömu ætt og urðu jafnvel meira en tvö hundr- uð ára gamlir, ef vel var um þá hugsað. Meiri líkur era því á því að fyrri eigendur hafi verið allir, þegar þeir létu vopnið af hendi en ekki. Að minnsta kosti var Gunnar allur þegar hann naut ekki lengur bogans. Það sem myndirnar á beinhringnum frá Rangá og beinplötunni úr Húnagröfinni frá Khasakstan eiga sameiginlegt era mynd af hirti og hringir. Fljúgandi örvar eru á bein- plötunni en líklega er svokallaður spjótsoddur sem fannst í dysinni við Eystri-Rangá örvar- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.