Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Page 8
1 „MITT ÚTIÁ DIMMBLÁU DJÚPI" ER EYJAN KRÍT EFTIR ÓLÍNU ÞORVARÐARDÓTTUR Ljósmyndir/Ólína Þorvarðardóttir Krítverjar eru trúað fólk. Lítil bænahús á borð við þetta hér standa meðfram vegum á Krít. GRÆNIR trjábrúskar í sefbleikum jarðvegi teygja sig upp eftir tvöþúsund metra háum fjallshlíðum þar sem tignarleg klettabelti gnæfa við heiðbláan himinn. Blágrænar rast- ir liðast um dökkblátt hafdýpi meðfram gul- hvítum ströndum, þar sem hvítfyssandi en ró- lyndislegar öldur líða upp aðgrynningamar og sleikja fætur sólþyrstra ferðamanna. Sólbrún- ir handleggir út um opnar bílrúður þaðan sem berast vingjarnleg en áköf köll milli bílstjóra í iðandi umferð akandi og gangandi vegfarenda eftir sólbökuðum, steinlögðum strætum. Múskatkeimur. Flækingskettir. Horaðir hundar. Þröngar götur og hvítölkuð hús ... Þetta er Krít, hin fagra og frjósama eyja Mín- osar konungs sem var sonur hins mikla Seifs. Herská þjóð og hugrökk „Mitt úti á hinu dimmbláa djúpi er land sem heitir Krít“ segir í nítjánda þætti Odysseifs- kviðu (Wilsters 1837). Eyjan liggur í Mið- jarðarhafi niður af suðurodda Grikklands, u.þ.b. tíu klukkustunda siglingu frá Aþenu. Hún er stærsta eyja Grikklands og með stærstu eyjum í Miðjarðarhafi, ríflega 8.300 ferkílómetrar og 257 kílómetra löng frá austri til vesturs. Hún liggur jafnsunnarlega og Mar- okkó og Túnis í vestri, og Sýrland í austri enda ber veðurfar keim af legu þessa litla lands. Sumrin, frá apríl fram í október, eru þurr og heit, einkum við suðurströndina. A norður- strönd eyjarinnar gætir hafvinda frá norðri sem gera sumarhitana þægilegri en ella væri, a.m.k. fyrir ferðamenn frá Norður-Evrópu. Veturnir eru regntíð sem stendur frá nóvem- ber fram í mars. Þá sest snjór í fjallstindana, og tekur ekki upp fyrr en komið er fram í júní. Það er einkennileg tilfinning að standa við fjallsrætur í nálægt þrjátíu stiga hita og horfa upp á snæviþakta fjallstinda, tveim kílómetr- um ofar — en þannig er þessi suðlæga eyja í Miðjarðarhafi heimur hrópandi andstæðna, og að því leyti lík annarri norðlægari og kaldari eyju sem kennd er við ís og elda. Svo virðist sem Krít hafi frá örófi verið ákjósanleg til búsetu. Fomleifarannsóknir benda til þess að þar hafi verið byggð í sjö þús- und ár og er talið að fyrstu íbúar eyjarinnar hafi verið steinaldarmenn sem flæktust þang- að frá Litlu-Asíu, jafnvel Norður-Afríku. Á þriðja árþúsundi fyrir Krist var þetta eyland vettvangur rismikillar menningar sem segja má að hafi verið fyrsta evrópska siðmenningin. í nítjánda þætti Odysseifskviðu kemur fram að þá þegar hafi búið svo margir menn á Krít að vart varð talið. Sagt er að þá hafi verið þar „níu tigir borga, og skiptast þar tungumál ýmis- lega, því þar eru Ákkear, þar eru hinir hug- stóru Frumkríteyingar, þar eru Kýdónar og hinir þrídeildu Dórar, og hinir ágætu Pela- sgar.“ Nú eru bæirnir á Krít hátt á annað þús- und talsins og íbúafjöldi er einhvers staðar ná- lægt sex hundruð þúsundum manna. Eyjan skiptist upp í fjögur meginhéruð sem hvert hefur sinni borg að skarta. Það eru fjórar stærstu borgir Krítar sem allar liggja við norð- urströndina: Khanía vestast, þá Reþymnon, Íraklíon (Heraklion) og loks Ágíós Nikólaos austast. Á sögulegum tíma hafa Krítverjar getið sér orð fyrir hugprýði og dirfsku í hernaði enda hafa þeir öldum saman barist af hörku gegn ágangi annarra þjóða, þó að þeir hafi einnig orðið að lúta í lægra haldi. Frá fyrstu öld f.kr. og fram að lokum fjórðu aldar lutu þeir yfir- ráðum Rómverja og voru eftir það hluti af austrómverska ríkinu fram á þrettándu öld. Þá voru þeir herteknir af Feneyingum, en undir lok sautjándu aldar lutu þeir tyrkneskum yfir- ráðum allt fram til ársis 1898. Rúmum áratug síðar sameinuðust þeir Grikkjum og hefur svo verið fram á þennan dag. Krítverjar eru sagðir stoltir og þjóðemissinnaðir. Skaphita þeirra og tilfinningaþunga er og við brugðið og ekki margir áratugir síðan blóðhefndir lögðust af á Krít. Klipið, kysst og kjassað Sagt er að Krítverjar séu frábrugðnir Grikkjum að líkamsburðum, málfari og menn- ingu margvíslegri. Sú sem hér heldur á penna er ekki dómbær á það, en víst er að Krítverjar eru heillandi fólk, óvenjulega alúðlegt í við- móti, hispurslaust og örgeðja. Gestinum kem- ur á óvart snertiþörf eyjaskeggja, sú árátta að koma við og stijúka viðmælendum sínum, jafn- vel bláókunnugu fólki, um upphandleggi og vanga, klípa og kyssa börn sem þeir hafa aldrei séð fyrr. Umferðin ber þjóðarsálinni vitni. Menn tala hátt, kalla skipanir út um bflglugga, þeyta horn og þjóta leiðar sinnar um þröngar götur og hlykkjótta sveitavegi á aksturshraða sem umferðarráðunautar myndu seint viður- kenna að tæki mið af aðstæðum. Miðaldra fjöl- skyldufeður hlaða allri fjölskyldunni upp á mótorhjólið hjá sér: Yngsta bamið situr fremst, þá heimilisfaðirinn sem heldur um stýrið, fyrir aftan hann konan eða (m)amma „gamla“ og loks eldri sonurinn. Öllsömul hjálmlaus halda þau hvert utan um annað, skælbrosandi og sæl, innan um margvísleg önnur ökutæki, stórar rútur, gamla óyfir- byggða kókbfla, skælda leigubfla, sem allir hraða för til þess að komast í gegnum umferð- arþvöguna ... Ja, Óli Þ. Þórðar yrði ekki glað- ur. Á sveitavegunum má oft sjá fjóra til sex bændur sitja saman á risastórum, vélknúnum og yfirleitt ljóslausum þríhjólum, halda heim af akrinum. Já, sveitavegimir í Krít — þeir eru lífs- reynsla út af fyrir sig, einkum eftir að skyggja tekur, því maður veit aldrei hvað á vegi manns Innfæddur munkur gengur til morgunverka í hinu forna systraklaustri, Moni Chrisaskalit- issa, skammt frá Elafonisi. verður. Þeir hlykkjast upp fjallshlíðarnar, meðfram háskalegum gljúfrum og hrikalegum fjallaskörðum, að vísu vel malbikaðir en um leið þröngir og illa upplýstir. Leiðin yfir há- lendið til suðurstrandarinnar liggur um fjall- vegi sem gera Njarðvíkurskriður, Óshlíð og Hellisheiði eystri allar að barnaleikjum til samanburðar, enda vonlaust að gera ráð fyrir meira en 40 kflómetra meðalhraða á klukku- stund. Jafnvel innfæddir ökuþórar myndu ekki láta sér til hugar koma að fara hraðar á vissum leiðarspottum. Þegar við bætist að út úr runnaþykkninu getur hvenær sem er birst klyfjum hlaðinn asni á heimleið eftir vinnudag - já, þá er eins gott að bremsur og stýrisendar dugi eins og til er ætlast. I landi þar sem ferðamennska er annar stærsti atvinnuvegur íbúanna (sem annars lifa af landbúnaði), er vel þess virði að komast út úr ys og þys vinsælustu ferðamannastaða og þræða einstigi krítversku vegagerðarinnar yf- ir fjöll og firnindi, í gegnum lítil fjallaþorp sem bókstaflega hanga utan í fjallshlíðunum. Það útsýni er býsna frábrugðið því sem gefur að líta meðfram norðurströndinni, þar sem hótel- in raða sér hlið við hlið með allri sjávarsíðunni. Annar heimur Uppi í fjöllunum er annar heimur. Þar er náttúrufegurð fyrir augum og ólívuilmur í lofti - „ilrnur" sem þó getur orðið svo megn á stund- um að nær væri að tala um ódaun, þegar ólív- urnar hafa legið lengi óhirtai’ á sólbakaðri jörðinni. Inni í þorpunum sér maður annars konar mannlíf en á ferðamannaslóðum. Svart- klæddar ekkjur með skegghýjung á efri vör dusta mottur við útidyr, gefa hungruðum flæk- ingsköttum ruður í skál og hlúa að blómum í kerjum. Rosknir karlmenn á svörtum buxum og hvítum skyrtum sitja í forsælunni yfir myllutafli og köldu kaffi í glasi, spjalla værðar- legir og kasta kveðju á þá nágranna sem leið eiga hjá. Glaðbeittir unglingar að sendast á reiðhjólum, bera kassa með ólívum eða brauði inn í hús eða hópa sig saman í skugga af öldnu tré. Það er illskiljanlegt hvernig byggð hefur náð að þróast uppi í snarbröttum fjallshlíðun- um, eða hvernig samgöngum hefur yfirleitt verið háttað milli byggðarlaga fyrr á tíð - hafi um það verið að ræða á annað borð. Hugsan- lega hefur hver byggðarkjarni verið sjálfum sér nægur um aðdrætti. Á Krít hefur landbún- aður verið með miklum blóma um aldaraðir, enda jarðvegur frjósamur og ákjósanlegur fyr- ir hvers kyns jarðrækt. Sauðfé, geitur og svín hafa lengst af verið meginbústofn krítverskra bænda, á síðari árum hefur kúabúskapur rutt sér til rúms en er þó hverfandi lítill. Samgöng- ur hafa þó vafalítið verið erfiðar, enda liggur mikið hálendi um eyjuna miðja og þar gefur að líta stærstu gljúfur í Evrópu. Lengst þeirra er Samaria-gljúfrið sem klýfur hálendismassann á vesturhluta eyjarinnar og teygir sig átján kflómetra til suðurs, frá Ómalos-hásléttunni, gegnum Lefka Ori (Ljósufjöll) niður að Agía Rúmelí á suðurströndinni. Margir ferðamenn leggja leið sína í Samaria-gljúfrið til þess að líta hrikaleik þess augum og leggja jafnvel á sig átján kílómetra göngu niður allt gljúfrið. Það er mikið ævintýri að ganga þessa leið, jafnvel í steikjandi sólbrækju, og vel á sig 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. OKTÓBER 2000 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.