Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Síða 9
Tilurð og hlutverk hellanna í Matala eru torráðin gáta.
Smáþorpið Lakia er eitt af mörgum fjallaþorpum sem bókstaflega
„hanga“ utan í snarbröttum fjallshlíðum. Saga, dóttir greinarhöfundar,
virðir fyrir sér útsýnið.
í „Járnhliðinu" ná hamraveggir Samaria-gljúfursins nánast saman.
Þarna eru náttúruleg heimkynni síðustu „kríkrí“-viliigeitanna.
leggjandi fyrir fullhraust fólk að taka út eins
og tveggja daga harðsperrur fyrir það að upp-
lifa þetta náttúrufyrirbæri, ekki síst Járnhliðið
sem svo er nefnt, en það er sá staður þar sem
gljúfrið er þrengst og segja má að veggir þess
mætist. Þama eru heimkynni „kríkrí“ villi-
geitanna sem nú eru einu íbúar gljúfursins.
Fomleifafundir hafa hinsvegar fært heim
sanninn um að mannabyggð hafi verið þarna
allt frá forsögulegum tíma. Arið 1962 var Sam-
aria-glúfrið gert að friðlandi og skógarhöggs-
mönnum og búfjárræktendum stuggað þaðan
burtu. Síðan hefur umferð ferðamanna aukist
þar mjög - svo mjög að segja má að nú sé þar
stöðugt gegnumstreymi fólks frá upphafi apr-
ílmánaðar til loka september.
Matala og Elafonisi
Enginn akvegur liggur meðfram vestan-
verðri stuðurströnd Krítar - og má segja að
þar sé eina ósnortna landsvæðið á allri eynni.
Hinsvegar er hægt að komast eftir akvegum
þvert yfír eyna og að nokkram fallegum við-
komustöðum sunnan megin. Elafonisi er lítill
staður á suðurströnd Krítar sem innfæddir
sækja í ríkum mæli, en á seinni áram verður æ
meira áberandi að útlendir ferðamenn leggi
þangað leið sína. Þarna eru klettóttar, sæbarð-
ar strendur með útsýni yfir grænbláar grynn-
ingar, háreist fjöll í baksýn með dökkgráum,
tignarlegum klettabeltum ofan við skógivaxn-
ar hlíðar. Auðséð er að Krítverjar kunna vel að
meta þennan stað, sem er nokkurskonar „ást-
arbraut“ innfæddra þar sem ungt fólk í til-
hugalífi er í áberandi meirihluta strandgesta.
Nálægt syðsta odda Krítar, skammt suður
af hinum merku hallarrústum Festos-borgar,
er annar lítill staður sem vert er að heimsækja.
Smáþorpið Matala liggur í svolítilli vík um-
girtri sendnum klettaveggjum þar sem gefur
að líta sérkennilegar hellamyndanir. Víkin
myndar náttúralega höfn þar sem arfsagnir
herma að sjálfur Seifur hafi í nautslíki borið á
land dóttur Póseidons, Evrópu, og getið henni
soninn Mínos. Sá varð konungur á Krít og bjó í
þeirri merku borg Knossos. Enginn veit um
tilurð eða hlutverk hellanna sem liggja í þétt-
um röðum hver ofan við annan í klettaveggn-
um norðan megin í víkinni. Hvort þeir voru hí-
býli manna ellegar grafhýsi, jafnvel
birgðageymslur, er hulin ráðgáta. Hitt er auð-
séð að tilhöggnar syllur meðfram veggjum
þeirra era gerðar af mannahöndum í einhveij-
um tilgangi. A sjöunda áratugnum lögðu ferða-
langar af hippakynslóð gjarnan leið sína til
Matala með bakpoka sína og hasspípur, og
höfðust þar við í hellisskútunum, margir hveij-
ir til lengri tíma. Skortur á salemum og ann-
arri hreinlætisaðstöðu varð þó til þess að inn-
fæddum þóttu þetta hvimleiðir
búskaparhættir. Um síðir var bragðið á það
ráð að takmarka aðgang að hellunum og um-
gangast þá sem fornminjar.
*íbúar á Krít búa að núkilli sögulegri arfleifð og
þar er að fínna fornmiryar sem tvímælalaust eru með-
al merkustu í heimi. Ber þar hæst höll Mínosar kon-
ungs á Knossos; og hallarrústimar í hinni fomu hér-
aðshöfuðborg Festos; hvort tveggja mörgþúsund ára
gamlar minjar sem bera vitni háreistri fommenn-
ingu. Er það efni í aðra grein - og hún mun birtast í
Lesbók á næstunni.
ANNAMARÍA
ÞÓRISDÓTTIR
í UÓSA-
LANDI
Lindadúnurt
er ljúfa nafnið þitt.
Bleik opnarðu blómaugu
hjá bunulæknum góða.
Ljósfjólubláu breiður
hrafnaklukkur.
Hve glöð ég varð að sjá
ykkur komnar í túnið mitt,
gömlu vinkonur
sem égman svo vel
við fjósið hennar Ömmu Stínu.
Ég á mér leyndarmál úti í móa:
Fyrir mörgum árum
Fann égþau uppi í fjalli
og flutti hingað heim,
bleikdröfnótt brönugrös
sem blómstra hvert sumar,
hjónakorn
sem halla höfðum saman.
Sóley og fífíll,
sólgullin systkin,
fyrstu vorboðar blómanna.
Enn fara börnin út
að tína ykkur í vendi
handa mömmu.
Brekkusóley
nefndi hann þig
vinurinn væni.
Stolt berðu þrOitt blóm
á grönnum stöngli,
ilmur þinn
allri angan betri
Lambagras,
á dimmgrænum þúfum
þúsund bleikar
h unangsstjörn ur,
ljúffeng fæða
mjúkum lambasnoppum
Höfundur er húsmóðir í Reykjavík.
GUÐJÓN SVEINSSON
BAK VIÐ
SÍÐSUMARIÐ
Vaktu fram við vötnin blá
vaktu út við kvikan sjá
vittu hvað þú heyrir þá
-Sorgina svæfðu mína.
Þér ég unni eina stund
út við blá og lognvær sund
þar við áttum ástafund
-Þú sorgina svæfðir mína.
Langt ersíðan, laufeysmá,
langt síðan þú hvarfst mérfrá
vestur yfir víðan sjá.
-Svifar ei sorgina mína.
Blá og blíðleg augu þín
bak við leynast skýjalín
þegar stormur sterkur hvín
-Sefar hann sorgina mína.
Legg við hlust, hlust við legg
heyri röddina þína.
Höfundurinn er skóld ó Breiðdalsvík.
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. OKTÓBER 2000 9