Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Qupperneq 19

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Qupperneq 19
Adam Zagajewski er eitt helsta skáld Pólverja nú. Pólskt í Frankfurt Skáldskapur sem ekki a að vera fallegur Á Bókastefnunni í Frankfurt sem verður sett á þriðju- daginn eru Pólverjar í t jrennidepli. JÓHANN HJÁI M- ARSSON skrifar að Pólverjar muni leggja sérstaka óherslu ó að kynna pólskar bækur í þýðingum en þeir eru rótgróin bókmenntaþjóð i eins og kunnugt er. PÓLVERJAR eru mikil bók- menntaþjóð og hafa lagt drjúgt af mörkum til bókmenntanna. Leikritahöfundurinn Witold Gombrowicz og nú Slavomir Mrozek eru meðal hinna víð- frægustu. Á sjötta áratugnum var tími skáldsagnahöfundarins Mareks Hlasko sem lést 1969. Ekki er unnt að segja að pólskir rithöfund- ar séu mjög þekktir utan Póllands nema kannski í Eystrasaltslöndum. Kunnust eru ljóðskáldin, enda hafa nokkur þeirra fengið Nóbelsverðlaun og áður eða í framhaldi af því verið þýdd, sum meii-a að segja á íslensku. Heimsathygli vakti Vislawa Szymborska (f. 1923) þegar hún hlaut Nóbelsverðlaunin 1996, en árið 1980 fékk Czeslaw Milosz (f. 1911 í Litháen) þau. Tvö mestu skáldin, Zbigniew Herbert (1924-1998) og Tadeusz Rózewicz (f. 1921) hafa aftur á móti verið sniðgengin. Adam Wazyk var sá sem hóf uppreisnina gegn stalínismanum með ljóðaflokki sínum Ljóði handa fullorðnum 1955. Margir ungir höfundar fylgdu í kjölfarið. Þjóðskáldið var og er Adam Mickiewicz, skáld og sjálfstæðishetja. Önnur merk róm- antísk skáld voru Juliusz Slowacki, og Cypr- ian Norwid. Það var þó prósinn sem í lok nít- jándu aldar náði lengst út fyrir landamærin. Sagnameistarar voru þýddir á mörg mál. Tveir þeirra hlutu Nóbelsverðlaun: Henryk Sienkiewicz og Wladyslaw Reymont. Raun- sæisverkið Bændurnir er þekktasta verk hans. Hann skrifaði líka um öreiga og byggði á eigin reynslu sem starfsmaður í verksmiðju. Tvær áhrifamiklar konur voru í þessum hópi: Eliza Orzezkowa og Maria Dambrowska. Skorinorð Ijóð Seint á sjötta áratugnum og síðar fóru að berast vestur á bóginn ljóð eftir pólsk skáld sem vöktu mikla athygli. Þau voru yfirleitt skorinorð og beinskeytt. Menn heilluðust af Rózewicz og Herbert sérstaklega og undirrit- aður og fleiri gerðu tilraunir til þýðinga, eink- um úr sænsku og ensku að ég held. Þetta hélst í hendur við minnkandi trú á sósíalisma enda pólsku skáldin gagnrýnin og í andstöðu við ríkjandi stjórnarfar. Síðar þýddi Geirlaugur Magnússon pólsk skáld og sendi frá sér athyglisvert safn þýddra ljóða 1993. í Andófinu er dæmigert heiti þess. Meðal þeirra sem Geirlaugur hefur þýtt er hinn síreykjandi kattavinur Wislawa Szymborska. Hann bætti um betur og gaf út sjálfstætt safn ljóða hennar 1999, Endir og upphaf nefnist það. Sama ár og Szymborska fékk Nóbelsverðlaun birtist heilt safn með ljóðum hennar, Utópía (Fyrirmyndarlandið), þýtt af Þóru Jónsdóttur. Szymborska er sögð háðsk og margræð í skáldskap sínum. Hún leynir mjög á sér. Að lesa hana í þýðingum segir kannski ekki svo mikið. Skáldskapurinn gerist að stórum hluta í málinu og Szymborska á marga leyniþræði. í ljóðinu Gnægtum er frá því skýrt að fund- ist hafi ný stjarna, „þar fyrir er óvíst að neitt hafi skýrst/ né nokkuð bæst við sem skorti“. Það virðist ekki skipta sköpum þetta nýstirni: Sýndu mér að minnsta kosti hvar í ósköp- unum hún er./ - Milli endans á þessu dökka tætta skýi/ og akasíugreinarinnar lengst til vinstri. - Er það - segi ég.“ I Börnum vorra tíma er háðið enn beiskara: „Eða ráðstefnuborð, um lögun þess/ er deilt svo mánuðum skiptir:/ við hverskonar borð á að semja um líf og dauða/ á það að vera kringlótt eða ferkantað?" Ekki fegurð og fuglasöngur Tadeusz Rózewicz er ekki síður hnitmiðað- ur en Szymborska. Ljóð hans eru oft afar ein- föld og rabbkennd en leyna líka á sér. Þau eru stundum líkt og mælt af munni fram. Þótt hann hafi lýst því yfir að hann vilji ekki yrkja fögur ljóð kemst hann ekki hjá því. Hann vill að ljóðið vitni um lífið og ósigra þess. Eitt sérkennilegasta skáldið er Adam Zagajewski, f. 1945. Skáldskapur hans getur Zbigniew Herbert Bróðir minn Þegar elsti bróðir minn kom heim úrstríðinu varhann með silfurstjörnu íenninu og undir stjörnunni hyldýpi Það var sprengjubrot sem hæfði hann við Verdun eða kannski við Grunwald (smáatriðum hefurhann gleymt) Hann talaði býsnin öll á mörgum tungum en vænst þótti honum um tungumái sögunnar Hann hrópaði sig hásan til að hvetja failna féiaga til orrustu Roland Feliksiak Hannibal hrópaði að þetta væri seinasta krossferðin brátt félli Karþagó síðan viðurkenndi hann snöktandi að Napóleoni geðjaðist ekki að sér Við sáum hann veslast upp missa vitið breytast hægt íminnismerki Inn í fíngerðan kufung eyrans ruddist skógur úr steini og andlitshúðin strengdist upp á nagla augnanna ósýnilega og þurra Aðeins tilfinningin varð eftir En hvílíkar sögur sagði hann ekki með höndunum í þeirri hægri ballöður í þeirri vinstri minningar hermann- sins Þeh' tóku bróðurminn ogfluttu hann burt úr borginni Nú kemurhann hvert haust hnýttur og þögull vill ekki koma inn ber á rúðuna hjá mér Svo reikum við um göturnar oghann segir undarlegar sögur snertir andlit mitt með blindum fingrum táranna Jóhann Hjólmarsson þýddi. spurningum. í Án yrkir hann: sýnst einfaldur á yfirborði, en er flóknari undir niðri. Zagajewski orti um þyrnana og komst svo að orði að vildu einræðisherrarnir aðeins lesa reiðileg, heiftúðug og vandlega fáguð ljóð okkar, þá myndi skáldskapurinn sannarlega breyta heiminum. Zagajewski er að mínum dómi eitt þeirra pólsku skálda sem telja ekki að allt hafi leyst með meira frjáls- ræði og minni kommúnisma. Hann hefur marxískar tilhneigingar sem koma fram í ljóðunum. Þegar hann vaknar reynir hann að greina hvaða fáni blakti yfir borg sinni: svartur, hvít- ur eða grár eins og óttinn. Zagajewski segist ekki vilja yrkja eingöngu um fuglasöng þótt hann dái fuglsasöng en hið sögulega standi sér nær. Harmræn viðhorf hans geta minnt á Ewu Lipsku (f. 1945) sem býr erlendis og yrkir bölsýn ljóð. Ljóð hennar eru oft byggð á súr- realískum draumum og fela í sér ógnir. Að lifa án Guðs Maður hefur á tilfínningunni að hin and- ófssinnuðu pólsku skáld og rithöfundar fagni ekki sérstaklega frjálshygjunni sem nú sækir á í Póllandi. Líklega harma þau öryggið í faðmi marxismans og örugga sölu í-itverka, áhuga lesenda sem taka mark á rithöfundum. Þetta er mótsagnakennt vissulega en kannski eitthvað til í því? Tadeusz Rózewicz er mjög evrópskt skáld og sem slíkur upptekinn af mikilvægum það mesta í lífi sérhvers manns er fæðingin og dauðinn fæðing Guðs og dauði faðir Faðir vor hvers vegna sem reiður faðir áP- á nóttinni án merkis án spora án orðs hvers vegna yfirgafstu mig hvers vegna yfirgaf ég þig lifa án Guðs er mögulegt lifa án Guðs er óhugsandi Friðarverðlaun og íslendingar Meðal árlegra viðburða í Frankfurt er af- hending Friðarverðlauna þýskra útgefenda ogbóksala. Islendingar munu væntanlega ekki láta sitt eftir liggja á þessari stærstu bókasýningu heims. Mál og menning, Forlagið og Vaka- Helgafell sýna nú saman í fyrsta sinn, en JPV forlag verður með sér bás ásamt Iðunni, Bjarti, Sölku, Muninn og fleiri útgefendum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. OKTÓBER 2000 1 f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.