Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 1
Laugardagur 2. júlí 1983 92. tbl. 64. árg. Kjartan tekur yið formennsku í utanríkisnefnd Alþingis Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins mun taka við for- mennsku utanríkismálanefndar Al- þingis á fundi nefndarinnar, sem haldinn verður 11. júlí næstkom- andi, eftir áreiðanlegum heimildum Alþýðublaðsins. Eins og kunnugt er, þá hefur Geir Hallgrímsson núverandi utanríkis- ráðherra gegnt formennsku í nefnd- inni, en þar sem hann situr ekki á þingi lengur, hefur hann ekki þar lengur seturétt. Kjartan Jóhanns- son hefur verið varaformaður nefndarinnar og mun því eðli máls samkvæmt taka við formennsku á næsta fundi hennar. Sú óbilgjarna afstaða ríkis- stjórnarinnar að neita þeirri sjálf- sögðu kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kallað saman í sumar hefur orsakað allfurðulega stöðu í ýmsum sviðum; land- búnaðarráðherra er jafnframt for- seti sameinaðs þings, maður sem ekki á sæti á þingi hefur gegnt for- mennsku í þingnefnd og iðnaðar- ráðherra er forseti neðri deildar Al- þingis, svo nokkur dæmi séu nefnd. Mörg aðkallandi mál bíða utan- ríkisnefndar þingsins og ekki seinna vænna að hún komi saman, bæði til að sinna verkefnum, sem beðið hafa og einnig til að lagfæra þá formgalla, sem á henni eru, eíns og rakið var hér að framan. Roy Rogers og Trigger? 6 — Nei, Rúna frá Gamla Hrauni mam HEBKSfflilÍllÍlÍÍÍ SBHBBaBBB „Afnám samnings- réttar — eins- dœmi meðal lýðrœðis- þjóða“ „Og það er auðvitað eitt af því sem við Alþýðuflokksmenn höfum rekið okkur á, að kerfið er staðnað og steinrunnið og það eru sterk öfl innan þessara tveggja stærstu stjórnmálaflokka, sem fást ekki til að taka á endurbótum í þeim efnumí' „Það byrjar fallega — eða hitt þó heldur“ Ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum eftir langar og strangar stjórn- armyndunarviðræður og strax í lok maí og í júní hafa landsmenn fengið smjörþefinn af því hvernig ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ætlar að halda á spilunum. Guðmundur Árni Stefnánsson ritstjóri rekur nokkur af stærri frægðar- verkum ríkisstjórnarinnar á hveitibrauðsdögum hennar. Launastéttir landsins — er verið að reyna að gera pær að réttlausum prælum í pjóðfélaginu? Árið 1942 gáfu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn út bráðabirgðalög sem, eins og lög sömu flokka árið 1983, sviptu launastéttir landsins helstu grundvallarréttindum er áunnist höfðu. „Framkvæmda- stjóri“ kúgunarlaganna 1942 var Hermann Jónasson en nú er það sonur hans, Steingrímur Hermannsson. Þá klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn í af- stöðunni til laganna. Gerir hann það nú? Þá rofnaði samstarf flokkanna eftir skamman tíma. Gerist það nú? Sögulegur samanburður í samantekt FÞG 16 Þegar Boris Pasternak fékk ekki nóbelsverðlaunin Árið 1958 barðist vinstri stjórn á íslandi þrautalítið við erfið efna- hagsmál. Bretar fóru ræningja- höndum um íslandsmið. Bæjarbíó sýndi Svanavatnið í seiðandi „Afgalitum“. Húla-húla æði gekk yfir. En þá gerðist atburður sem hristi meir upp í menningarumræðunni en gerst hafði frá því Ungverja- landsuppreisnin hófst tveimur ár- um áður. Boris Pasternak voru veitt nóbelsverðlaun í bókmennum.... ÞH rifjar upp hinar ofsafengnu deilur sem fylgdu í kjölfarið Framúrstefna Morgunblaðsmanna HMA fjallar um stjórnarandstöðu Morgunblaðsmanna „Stundum græt ég á sviðinu“ „Þegar ég var ungur sagði hvíti maðurinn jafnan við unga fólkið, að blues-tónlist væri frá djöflinum komin. Það var ekkert verið að skafa utan af því. Þeir sem hlustuðu á þvílíkt slagvérk fóru beint norður og niður. En hvað gerðist þá? Allt í einu verður til útvarp og hvítir krakkar finna útvarpsstöðvar, sem spila djöflatónlist. Eitt og annað um Ray Charles Kynning á Félagi ungra jafnaðarmanna í 22 Krossgáta 15 Reykjavík ------------------------------ Kristján Zophaníasson í Hljómbæ 21 — viðtal Þeir hafa svikið í húsnæðismálunum — leiðari Opið eða lokað kerfi? — leiðari. 4 Hver er maðurinn? 23 Sannleikurinn um John Lennon? 12

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.