Alþýðublaðið - 02.07.1983, Side 4
4
Laugardagur 2. júlí 1983
■miðlJUmMHKllKCIN'
Þeir hafa svikiö
í húsnæðismálunum
Mðstoð hins opinbera til þeirra sem standa í
byggingaframkvæmdum eða íbúðakaupum er
smánarlega lítil. Þetta er löngu viðurkennd stað-
reynd og allir stjórnmálaflokkar höfðu hátt um það
fyrir kosningarnar í apríl síðastliðnum, að á þeim
málum þyrfti að taka myndarlega; það þyrfti að
stórhækka almenóu húsnæöislánin að miklum
mun. Ekki síst voru það núverandi stjórnarflokkar,
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem
buðu kjósendum gull og græna skóga í þessum'
efnum. Margir vildu benda á, að loforð þessara
flokka bæru keim af yfirboðum. Því harðneituðu
foringjar þessara flokka og sögðu að húsbyggj-
endum og íbúðakaupendum væri ekkert of gott.
En hvað hefur svo komið á daginn? Hvar eru nú
öll stóru orðin, sem fólk heyrði glymja fyrir kosning-
ar? Hvar eru nú hin stórhækkuðu framlög til hús-
næðismálanna?
Sannleikurinn er sá, aö ríkisstjórn íþalds og fram-
sóknar, hefur lítið sem ekkert gert í þessum málum
og fátt bendir til þess að nokkuð gerist a næstunm.
Þrátt fyrireinhver loöin loforð um hækkun lánaein-
hverntíma á næsta ári, dugar siíkt hjal skammt.
Þessir flokkar hafa áður lofað og svikið jafnóðum.
Ekki aðeins það, að lán úr Byggingarsjóði rikis-
ins eru smánarlega lágt hlutfall byggingakostnað-
ar, heldur og rýrna þau geysilega á því eina og
hálfa ári sem tekur að fá þau útgreidd frá því hús-
eignirnar eru fokheldar og þar með lánshæfar.
Þegar reiknað hefur verið með rýrnum á lánstíma,
þá er lánsupphæðin talin vera í kringum 12% af
verði staðalíbúða. Við slíkar aðstæður er nánast ó-
mögulegt fyrir ungt tekjulítið fólk að ráðast í íbúða-
kaup.
Alþýðuflokkurinn lagði á það ríka áherslu í kosn-
ingabaráttunni, að þegar í stað yrði tekið á þessum
málum. Flokkurinn knúði einnig fast á um lagfær-
ingar á húsnæðislánakerfinu í stjórnarmyndunar-
viðræðunum. En í þeim efnum eins og fleiri, var
fyrir veggur hjá ihaldi og framsókn. Það mátti ekk-
ert gera í húsnæðismálunum. Þetta var m.a. á-
stæðan fyrir því að Alþýðufiokkurinn vildi ekki
ganga til stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisfiokki
og Framsóknarflokki. Alþýðuflokkurinn vildi ekki
svíkja gefin fyrirheit — vildi ekki svíkja húsbyggj-
endur eins og stjórnarflokkarnir gera.
Tillögur Alþýðuflokksins í stjórnarmyndunarvið-
ræðunum voru m.a. þessar: Ný lán Byggingar-
sjóðs ríkisins til þeirra, sem byggja eða kaupa í
fyrsta sinn hækki strax um 50% og verði verð-
tryggð frá þeim degi, sem lániö er samþykkt, þ.e.
hækki á útgreiðslutíma lánsins.
Á næstu árum láni húsnæðislánakerfið 80%. af
brúttóbyggingarkostnaði.
Greiðslubyrði af verðtryggðum lánum ráðist af
tekjuþróun, svo að vinnutíminn sem þarf til að
standa undir afborgunum fari ekki vaxandi.
Þeir sem hafa fengið lán hjá Byggingarsjóði á
s.l. 3 ár eigi kost á viðbótarláni, sem nemi 50% af
láni Byggingarsjóðs.
Þetta eru aðeins nokkur þau atriði sem Alþýðu-
flokkurinn vildi að þegar yrði tekið á í húsnæðis-
málunum.
Alþýðuflokkurinn vill nefnilega, að það sé meira
gert en talað um vanda húsbyggjenda og íbúöa-
kaupenda; það þarf líka að leysa þann sama
vanda. Alþýðuflokkurinn vill að orð og efndir fylgist
að. Slík vinnuregla finnst ekki í kokkabókum íhalds
og framsóknar. Þar virðast loforð gefin til þess eins
að svíkja. Fyrir því hafa húsbyggjendur fengið að
finna, svo um munar. — GÁS
*KI IOIJUKIMHKUKlIN 1
Opið eða lokað
XJpplýsingaskylda stjórnvalda
er mál sem reglulega hefur komið
upp í umræðum manna á meðal.
Krafan um opnara og lýðræðis-
legra þjóðfélag, þar sem.þegnarn-
ir eigi greiðan aðgang að kerfinu
svokallaða, hefur orðið háværari
með hverju árinu sem líður.
Þróunin hefur verið i rétta átt í
þessum efnum, kannski mest
vegna þess, að fjðlmiðlar eru um
margt aðgangsharðari eftir upp-
lýsingum, en áður gerðist. Einnig
hafa augu margra fulltrúa kerfis-
ins opnast fyrir því, að ef til vill sé
það ekki af hinu vonda, að fólk
fái að fylgjast grannt með þvi
hvaða starfsemi fari fram innan
þess.
Ef litið er sérstaklega til ríkis-
stofnana í þessum efnum, þá gef-
ur það augaleið, ef allt er með
feltdu, þá hlýtur það að vera til
styrktar og stuðnings þeim störf-
um, sem fram fara innan rikis-
gcirans, að fólk hafi almennt góða
og heillega yfirsýn yfir þá starf-
semi sem þar er innt af hendi. Allt
baktjaldamakk, öll upplýsinga-
tregða kallar fram tortryggni og
neikvæð viðhorf.
f þessu sambandi er t.d. rétt að
vekja athygli á furðulegri þver-
sögn sem viðgengst í verklagi fjár-
málaráðuneytisins og ríkisféhirð-
is. Þeirri vinnureglu hefur verið
komið á hjá þessum aðilum, að
gefa ekki upp Jaunagreiðslur til
kerfi?
einstaklinga, sem þiggja laun hjá
ríkinu. Það er fyrirliggjandi að
fjölmargir ríkisstarfsmenn —
einkum yfirmenn — þiggja laun á
fleiri en einum stað; þeir eru
t.a.m. margir hverjir fulltrúar í
launuðum nefndum og ráðum.
Hvers vegna má almenningur ekki
fá um það nákvæma vitneskju,
hvernig launagreiðslum til þessara
manna er háttað? Hvers vegna
mega skattborgarar ekki vita
hvernig með fjármagn þeirra er
farið hjá hinu opinbera? Það er
eðlileg krafa, að upplýsingar af
þessu tagi liggi frammi og verði
veittar hverjum þeim, sem áhuga
hefur á. Sú regla hefur þó verið
tekin upp, að birta yfirlit um
nefndir, stjórnir og ráð hins opin-
bera og þóknanir til einstaklinga,
sem þar sitja. Það er af hinu góða.
En þær upplýsingar eru venjulega
tveggja ára gamlar, þegar þær eru
birtar.
Hvernig má það vera að það
þurfi eltingarleik frá Heródesi til
Pílatusar til að fá það uppgefið,
hvort fyrrverandi samgönguráð-
herra hafi fengið greidd laun fyrir
setu sína í flugráði frá 1980 til maí
1983? Og það fyrir fundarsetu
sem hann sinnti ekki. Alþýðu-
blaðið leitaði þessara upplýsinga í
vikunni, en svörin voru rýr sem
fengust hjá launadeild fjármála-
ráðuneytisins og rikisféhirði;
svona lagað sögðust þessir aðilar
ekki mega gefa upp!
Þetta er aðeins eitt dæmi af
mörgum, sem þarf að taka á. Það
þjónar ekki hagsmunum eins né
neins að sveipa hluti sem þessa
leýndarhjúp, nema ef vera skyldi
að maðkar væru í mysu. Allt
leyndarmakk skapar grunsemdir
— oft ástæðulausar. Þess vegna er
affarasælast að opna allar dyr
upp á gátt og sýna fólki inn fyrir.
Rikið er engin stofnun fyrir ör-
fáa. Ríkið er fólkið i landinu. Þess
vegna eiga landsmenn fullan rétt á
að vita hvað þar er að gerast,
hvernig rekstrinum er háttað.
Það væri t.a.m. vel athugandi
að athugasemdir ríkisendurskoð-
unar við rekstur og fjárreiður ein-
stakra ríkisstofnana yrðu gefnar
út.
Það er ekki nægilegt að tala um
nauðsyn opins og lýðræðislegs
þjóðfélags. Framkvæmdin veröur
að ganga eftir í þá veru. Aukið
upplýsingastreymi til almennings
hlýtur að vekja aukinn skilning og
jafnvel stuðning, ef allt er með
felldu í kerfinu.
— GÁS
Það byrjar fallega — eða
hitt þó heldur! 2
upp fyrir vegna ástandsins í Pól-
landi“.
Víst heyrast þær margar kynd-
ugar skýringarnar, sem stjórn-
málamenn gefa, þegar þeir eru i
vondum málum, en þessi tilsvör
Steingríms Hermannssonar for-
sætisráðherra taka flestu fram í
þeim efnum. Þessi fyrrum sjávar-
útvegsráðherra og nú valdamesti
maður þjóðarinnar, sem forsætis-
ráðherra, segist hafa hreinlega
gleymt skipakaupum upp á 100 til
200 milljónir króna! — Minna
hefði það nú mátt vera, svo ein-
hver hrykki við.
Ekki þarf að fara mörgum orð-
um um þessa eða aðra stjórnvisku
Steingríms. Frægðarverk hans
fyrr og síðar eru öllum kunn.
Hann lætur plata sig, hann gleym-
ir, hann gerir mistök. Og allt þetta
hans eigin orð yfir eigin gjörðir.
Og svo var það punkturinn yfir
i-ið, þegar Alþýðublaðið greindi
frá því í vikunni, að Steingrímur
hefði alveg gleymt að afþakka
laun fyrir setu í flugráði. Stein-
grímur var kosinn í flugráð í árs-
byrjun 1980. Nokkrum vikum
síðar varð hann samgönguráð-
herra og varamaður hans sat eftir
það alla fundi ráðsins. Þrátt fyrir
það lét samgönguráðherrann
fyrrverandi sig hafa það, að
þiggja nefndalaun fyrir þessa
„setu“ sína i ráðinu, — sem engin
var. Það mun hann hafa gert allt
til þess tíma, að hann varð forsæt-
isráðherra í lok maímánaðar. Hér
er ekki um stórar upphæðir að
ræða, en fjölmargar siðferðisleg-
ar spurningar hljóta að vakna í
kjölfarið. Er það t.a.m. víðar í
kerfinu, sem svona háttar til um?
Víst er það að fordæmi sam-
gönguráðherrans fyrrverandi og
forsætisráðherrans núverandi, er
síst til eftirbreytni.
Svo virðist sem ekkert lát verði
í framtíðinni á uppákomum ríkis-
stjórnarinnar. Og á meðan þessi
ríkisstjórn situr við stjórnvölinn
eru fyrirsjáanlegir erfiðir tímar
fyrir launafólk í landinu. Þær
geta verið dýrkeyptar sumar ríkis-
stjórnir. Gunnarsstjórnin skildi
eftir sig þrotabú og það var hald
manna að neðar væri vart komist.
Steingrímsstjórnin virðist hins
vegar staðráðin í því að sökkva
enn dýpra í fúafenið.
— GAS.
NiAurslaðan cr (<i
i*i að IVt hærri en
fjármílariðhrrra um korluaðar-
fcrnungar. ftrðakosluaðwMfad
Uk>aaii aai hrryti*|u I greiðslum
rflirfarandi breyling var tilkynnt
frá I. júni 1983 á greiSslum þeim
lem þá hðíðu gill i þrjá minuði
siað 1.060. »em nefndm hafði •
vcðið. Skyrmgin sctn gefin var cr
Ftamhald á 1. siðu
ÚR EINU
Albert œtlar að
afsósíalísera þjóðfélagið:
Nú á að koma félags-
hyggjunni á kné
,Xt aetla að aftðslalisera þctta
þjóðfílag". sagði Albert Cuð-
mundsson fjármálaráðherra
hróðugur i sjónvarpsvlðtali I
fyrrakvðld. er hann var spurður
um fyrirhugaða solu nkisfyrir-
uekja og -stofnana.
f jármálaráðherra Ift þeta getið
i viðtalinu. að sennilega myndi þð
ekkert nýtt gerast t þessu máli
rursta hálfa mánuðinn, hann vieri
oefnllega að fara I tveggja vikna
hvtld. eins og hann orðaöi það.
Eílir þvl sem Albcrt fjirmála-
ráðherra — krossfari einkafram-
Ukslnt — uppiýsti þáerunú aðrir
ráðherrar riktssijórnarinnar með
nsálið lii skoðunar. En eftir báifan
mánuð arui sem si áð keyra á mái-
in.
En Alþýðublaðið vill segja
þetla Við fjármálaráðherra: ..Flas
er ckki til fagnaðar. bað er nefni-
lega þannig, að hvorki Alberl
Guðmundsson ná rikissijðrnin i
heild sinni getur um það tekið á-
kvorðun að selja eilt eða annað
rikisfyrirtaeki. — nema náttúr-
lega farin verði hin slgiida leið
bráðabirgöalaga. Staðreynd máls-
ins er sú, að það cr Iðgg jafar valds-
ins að uka ákvðröun um atriði
sem þessi, þvl lilvist og surfsemi
rikisfyriruekja og rlkisstofntna
isfyrlrtiekja; hann þarf að’saim
fmi mcirihluu Alþingis um
nauðsyn þess.
Fliti er svo annað mál, að frant
að þeisu hefur ilkissijðrn Siein-
grims llermannssonar iiil eða
ekki viljjð af Alþíngi viu. Sijórn-
in vill e*i sjá Alþingi fyrr en i
fyrsja U(11 október, enda þðu þá
seu liðmr'. heilir sjð mánuðir. frá
þvi Alþmgi kom siðau saman.
Það þyrM þvl ekki áð koma nein-
um á ðvan. þðn einhver runa
briðablrgðaUga seiii efiir að sjá
Ijðs á nscsiu vikum og mánuðum
- og hvers vegna þá ckki bráða-
birgðalög un
fyriruekja?
Albert lœtur sér fátt fyrir brjósti brenna; nú á að kollsteypa félagshyggj-
unni
ÚTBOÐ
Landsbanki íslands óskar eftir tilboöum í
aö klæöa aö utan eldra hús bankans á Höfn
í Hornafiröi.
Útboðsgagna sé vitjaö til skipulagsdeildar -
Landsbankans, Álfabakka 10, eða til úti-
bús Landsbankans, Höfn, Hornafirði, -
gegn skilatryggingu aö upphæö kr. S.OOO?
Tilboö veröa opnuð fimmtudaginn 14. júlí
1983 kl. 11.00 áskrifstofu skipulagsdeildar
bankans og jafnframt í útibúi bankans, -
Höfn, Hornafirði.
Hugheilar þakkir eru fcerðar öllum hinum fjöl-
mörgu sem sýndu okkur samúð og hlýju og
sendu kveðju við andlát og útför
Vilmundar Gylfasonar
alþingismanns
Valgerður Bjarnadóttir
Guðrún Vilmundardóttir og Baldur Hrafn Vilmundarson
Guðrún Vilmundardóttir og Gylfi Þ. Gíslason
Þorsteinn Gylfason, Þorvaldur Gylfason