Alþýðublaðið - 02.07.1983, Síða 6

Alþýðublaðið - 02.07.1983, Síða 6
6 Laugardagur 2. júlí 1983 SMÁVÖRUR ÚR FURU I MIKLU URVALI ' tsT r ~ Q, 1 1 ■ [, H B FURUHCISÍÐ HF. SUÐURLANDSBRAUT 30 105 REYKJAVÍK • S: 86605 Sitjum gæðinginn Hún er ekki beint illa ríðandi hún Rúna Einarsdóttir frá Gamla Hrauni á Eyrarbakka þar sem hún Ieggur uppí 150 metra skeiðsprett á brúna klárnum sínum. — En Brúnki minn svona kúnstir á ekki sýna ungri snót og alls ekki á marklínu, — það væri kannski af- sakanlegt á ráslínu, en passaðu þig samt, hún Riína gæti dottið af baki. — Auðvitað datt Rúna ekki af baki, sá brúni og hún skiluðu fallegum 150 metra spretti og skömmu seinna var Rúna mætt á öðrum brúnum í 250 metra skeið. Það stendur sig vel kvenfólkið á íslandi, jafnt í hestamennskunni sem á öðru sviði. Allavega býður okkur í grun, að einhver karl- peningurinn hefði rúllað af þeim brúna í látunum. En Runa er vel hestfær og það munar auðvitað öllu. Hvað um það, þessi skemmti- legu syrpu tók Guðlaugur Tryggvi Karlsson á Murneyrum í Árnes- þingi um síðustu helgi. Og við notum auðvitað tækifærið til þess að minna alla hestamenn á Fjórð- ungsmótið á Melgerðismelum í Eyjafirði um þessa helgi. „Flýttu þér strákur og ríddu ekki hart“, eins og karlinn sagði. Kannski mætir Rúna á Gamla Hrauni á Melgerðismelana. Hvað um það, við þorum að éta hattinn okkar uppá það að þar verður mergð fólks í norðlenskri veður- blíðu og gæðingaval. Sum sé. Sjáumst og fylgjum fordæmi Rúnu. Sitjum gæðinginn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.