Alþýðublaðið - 02.07.1983, Síða 10

Alþýðublaðið - 02.07.1983, Síða 10
10 Laugardagur 2. júlí 1983 AiIiansímarKrúslfov H&rflEf.'lf <(<* kíérinn for- iSBfíibandsins ' írunnrnvmi rðlann'utn Ballelskóli Si>rét hii(uutltt r Yfirvöld í Sovétríkjunum vönd- uðu Pasternek ekki kveðjurnar; hin æðisgengnasta rógsherferð hófst á hendur honum og má sem dæmi nefna, að formaður hinnar kommúnísku æskulýðsfylkingar Sovétríkjanna kallaði Pasternak „svín“ en bætti því við, að það væri þó líklega „óréttlátt gagnvart svíninu“ að sæma hann þeirri nafnbót. Pasternak var síðan rekinn úr rússneska rithöfundasambandinu og sviptur nafnbótinni „sovéthöf- undur“ en það var sá stimpill, sem nægði til lífsviðurværis við skrift- ir í þágu sovéskra bókmennta. Hann hafði upphaflega svarað skeyti sænsku akademíunnar með þakkarskeyti en eftir að herferð sovéskra yfirvalda fór af stað fyrir alvöru, sá hann sér ekki annað fært en að afþakka verðlaunin við svo búið. Hann sagði í skeyti til akademíunnar í Stokkhólmi, að hann neyddist til að afsala sér verðiaununum, vegna þess hvern- ig verðlaunaveitingin hefði verið túlkuð í heimalandi sínu. Við þessar fréttir rigndi mót- mælabréfum og skeytum yfir sovésk yfirvöld frá frægum rit- höfundum um allan heim. Fimm breskir höfundar voru meðal þeirra, sem skrifuðu sovéskum Haustið 1958 var hvorki tíð þíðra vinda né lognmollu í stjórnmálum. Vinstri stjórn barðist þrautalítið við erfið efnahagsmál. Bretar fóru sem oft áður ræningjahendi um íslandsmið og þáverandi utanríkisráðherra Guðmundur í. Guðmundsson, mótmælti harðlega yfirgangi þeirra. Landhelgisstríð var hafið. Ferðamannagjaldeyrir og vörugjaldeyrir voru birtir í Alþýðubiaðinu. Var sá fyrrnefndi tvöfalt dýrari. Hafta- stefna eftirstríðsáranna var enn við líöi. Elísabet Taylor var 26 ára, ægifögur, sexí og lokkandi, nýbúin að leika í „köttur á heitu blikkþaki“ eftir Tennessee Williams. Bæjarbíó sýndi Svanavatnið í seiðandi „agfalitum“ með þeirri frægu ballerínu G. Uanovu, sem sögð var „frægasta dansmær heims“. De Gaulle átti glæsta endurreisn í frönskum stjórnmálum. Hann vann stórsigur í kösningum með nýja stjómarskrá að leiðarljósi. Mitt í aliri hringiðunni fór sérkennilegt æði um allan heim. Menn fundu upp á því að búa til hringi úr rafmagnsrörum. „Húla-húla“ varð til og fór sigurför um hinn vestræna heim. En er „húla-húla“ nam land í landi Ingólfs, gerðust atburðir í Stokkhólmi og Moskvu, sem hristu meira upp í allri menningarumræöu og pólitík en gerst hafði frá þvi að blóð flaut i Ungverjalandi tveimur árum áður. Akademian í Stokk- hólmi ákvað að veita Boris Pasternak nóbelsverðlaun í bókmenntum. Engin bók var sérstaklega nefnd í viðurkenningunni, en allir vissu við hvað var átt. Sívagó læknir var að þrengja sér inn í vitund Vesturlanda- búa. Valdhafar í Sovétríkjunum ærðust og starfsbræður Pasternaks máttu vart vatni halda af hneykslan. Sök Pasternaks var stór. Hann lýsti atburöum og hugsunum sem sóttu á hugann á tímum hreinsananna eft- ir byltinguna. Sú lífssýn fór illa við gerilsneyddan sósíairealisma sovét- höfunda. ' Hér á eftir verður sagt frá deilum í íslenskum blööum uin þennan at- burð; hvernig menn skiptust eftir pólitískum seglum frá hægri til vinstri. Stuðst er að mestu við frásögn Alþýðublaðsins, en einnig er vitnað í aörar heimildir... 1958 Þú skalt hata það sem þú elskar Forsmekkinn að Pasternakmál- inu fengu Iesendur Alþýðublaðs- ins að sjá í viðtali sem birtist í blaðinu í lok október. Þar er Past- ernak spurður um bókina Sívagó lækni. Hvort hún sé byggð á hans eigin reynslu? Hann svarar: „Larissa, aðalsöguhetjan var til. Hún stóð mér eitt sinn mjög nærri. Það var í kringum nítján hundruð og þrjátíu, sem sagan tók að mótast í huga mér. Hreins- anirnar voru í algleymingi. Margir vina minna voru handteknir og hurfu með öllu. Einu sinni komu þeir með eitthvað sem þeir báðu mig að undirskrifa. Það hljóðaði upp á, að ég væri hlynntur aftök- um hershöfðingjanna. Þetta var í rauninni traustsyfirlýsing, því þeir, sem ekki var treyst, voru ekki beðnir að undirrita neitt. Konan mín var með barni þegar þetta gerðist. Hún grátbað mig um að skrifa undir, en ég gat það ekki. Ég bjóst við að verða handtekinn; ég bjó mig undir það; ég skelfdist allt þetta blóð; ég þoldi þetta ekki lengur. En ekkert gerðist. Ég frétti síðar, að starfsbræður mínir hefðu bjargað mér óbeint. Enginn þeirra þorði að tilkynna valdhöf- unum, að ég hefði ekki skrifað undir. Kröfur valdhafanna eru mjög litlar. Það er aðeins eitt sem þeir heimta. Þú skalt hata það sem þú elskar og elska það sem þú hatar. Það er erfiðast". Þannig fórust Pasternak sjálf- um orð í viðtali við Nils Ake Nils- son, er hinn siðarnefndi hafði tek- tékk Paiieniak affeakka ki8 bar á góma mmúniilafyrirteki: Ætlunin #T!DPA$TERNAK inq Co.,iBORGARARETTl’ Krósljov og Hóbel. I UMtUM. var vkyM i |»VI | M»*xkvu. |Wí„ *‘ ið við sovéthöfundinn í Moskvu skömmu áður. í viðtalinu segir Pasternak, að því sé borið við af opinberri hálfu, að ekki sé hægt að gefa út bókina í Sovétríkjunum vegna þess, að það myndi skaða það álit sem hann nyti sem ljóðskáld. „Þetta er aðeins afsökun", segir Pasternak. „Rithöfundur verður að hafa leyfi til að slappa af, hann verður að hafa leyfi til að lifa og þróast. Ég kæri mig ekki um að verða þræll nafns míns“, segir hann. „Óréttlátt gagnvart svíninu‘

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.