Tíminn - 25.01.1967, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. janúar 1967
TÍMINN
ÞEGAR RUSSAR STODVUDU
SÓKN ÞJÓDVERJA
Réttur aldarfjórðungur er
liðinn frá því er blóðugir bar
dagar stóðu skammt undan
Moskvu milli hersveita Hitlers
og sovézkra hermanna. Þýzku
herirnir höfðu geyst inn í
Rússland og haldið sömu leið
og Napoleon forðum, en sókn
þeirra var stöðvuð skammt frá
höfuðborginni. í október 1941
fól Stalin Grigorij Sjukov
marskálk yfirherstjórnina á
miðvígstöðvunum, þar sem Þjóð
verjar höfðu hafið sókn sina
til Moskvu fyrr í mánuðinum,
en Rússar höfðu tryggt varn
ir höfuðborgar sinnar, og lið
sveitir Sjukovs vörðust af mik
illi hreysti og héldu fjandmönn
unum í skógunum fyrir vestan
Moskvu. í býrjun desember
þegar Rússarnir hófu gagn-
árás voru þýzku hermennirnir,
.vo yfirkomnir af vetraikuld
anum, að þeir neyddust til að
hefja undanhald. Enda þótt bar
dögunum við Moskvu linni ekki
fyrr en um miðjan apríl 1942,
var mesta hættan liðin hjá og
Hitler tókst aldrei að komast
inn í Kreml, eins og Napoleon
á sínum tíma.
Hér fata á eftir nokkrar glefs
ur teknar upp úr greinum, er
Sjukov hefur skrifað um þessa
örlagaríku bardaga. Greinamar
voru birtar í Söndags Politik
en og í formála ritstjóranna
segir, að hinn kommúnistíski
þánkagangur höfundarins leyni
sér hvergi, en þrátt fyrir það
séu greinar fróðjegar
mjög, það sem einkum gefi
þeim gildi séu samtöl, sem höf
undur átti við sjálfan Stalín
símleiðis, meðan slagurinn stóð
sem hæst.
— Yfirstjórnin á vesturvíg-
stöðvunum átti og varð að
nýta liðssveitir sínar til hins
ítrasta, því að hættan vofði yf
ir. Á öllu hættusvæðinu varð
að gera víðtækar vaniðarráð-
stafanir og kalla saman vara-
Uð við framlínumar.
Allir urðu að vinna sem mest
þeir máttu, jafnvel allan sólar
hringinn. Fólkinu var ekki sýnd
nein miskunn, en það gerði sitt
bezta og vann ótrúlegustu af-
rek. Herforingjiar og lið'foringj
ar í aðalbækistöðvunum og
stjórnmálafulltrúar af öllum
gráðum sýndu þar í verki ein-
stæða fómarlund og föðurlands
ást. Þeir héldu uppi njósnum
og höfðu frábærlega góða um-
sjón með liðstyrknum á allri
víglínunni. Þeir útveguðu lið-
sveitunum allt sem þær þurftu,
bæði vopn, matvæli og klæði,
og síðast en ekki sízt gerðu þeir
allt sem þeir gátu til að hvetja
hina óbreyttu hermenn til dáða
stappa í þá stálinu og brýna
fyrir þeim, hversu mikilvægu
hlutverki þeir hefðu að gegna.
— Það var komið fram í
miðjan október, og ekkert lát
var á sókn óvinanna, en við
urðum að hafa nægilegan tima
til að skipuleggja varaarkerfi
okkar, ef borgin átti ekki að
og var það okkur mjög í vil.
Hinar innilokuðu herdeildir
fengu stuðning frá aðalbæki-
stöðvunum og vígstöðvunum á
framlínunni, sem sendu þeim
mat og skotfæri með fallhlífum,
og gerðu hvað eftir annað loft
árásir á Þjóðverjana. Annan
stuðning megnuðu þær ekki að
veita þeim- Tvisvar sinnum
fengu liðsforingjar herdeildanna
tilkynningar á dulmáli gegnum
talstöð, þar sem gefið var til
kynna, hvar og hvernig þeir
ættu að brjótast út úr víta-
hringnum, og var Lukin hers-
höfðinga 19. herdeildar skipuð
yfirstjórn með þessum fram
kvæmdum. Voru þeir beðnir
um að tilkynna um hæl á dul-
máli, hvemig þeir ætluðu að
haga árásinni, og segja auk þess
á hvaða svæðum þei. vildu að
loftárásir yrðu gerðar á fjand
mennina. Þessi skilaboð komu
greinilega alltof seint, því að
við fengum engin svör við þeim.
Um svipað leyti tók miðstjóm
Flokksins þá ákvörðun, að
flytja frá Moskvu tll Kuibysjev
ýmsar deildir og stofnanir sín
ar, svo og erlend sendiráð, og
nokkuð af ríkisfjármunum.
Framkvæmdir hófust 15. októ
ber, og Moskvubúar flestir að-
stoðuðu og sýndu fullan skiln-
ing. En þó vom margir hugleys
ingjar og svikarar, sem flúðu í
allar áttir, og básúnuðu það út,
að höfuðborgin mundi falla og
íbúamir myndu eiga fótum sín
um fjör að launa og orsakaði
þetta talsverða ringulreið i
borginni. Vaf því tekið það
ráð að lýsa yfir útgöngu
banni í Moskvu og nærliggjandi
héruðum.
Áætlun Þjóðverja um að taka
Moskvu rann út í sandinn. Her
mennirnir féllu í hrönnum,
ellegar urðu undan að hörfa, og
i októberlok var sókn þeirra
gjörsamlega stöðvuð við fram
línuna Turginovo-Aleksin.
Úr endurminningum Sjúkovs, marskálks,
er stjórnaði herjum Rússa í styrjöldinni
falla í óvinahendur. Það er
ekki að vita hvetnig farið hefði,
ef 6 herdeildir hefðu ekki ver
ið umkringdar óvinaherjunum
vestur af Vyazma. Þarna var
drýgð ein mesta hetjudáð í
þessum bardögum. Þegar að
hermömnum varð ljóst, að
þeir vora að baki bakliði óvin
anna, lögðu þeir ekki niður
vopn, heldur héldu þeir áfram
að berjast af mikilli hreysti og
brjótast út úr þessum víta-
hring og sameinast aðalheraflan
um. Á þennan hátt töfðu þeir
sókn margra þýzkra herdeilda
Yfirstjórn herdeildanna var aug
sýnilega í molum, og aðeins ein
staka hópar gátu brotizt út úr
vítahringnum.
En staðfesta og áræði þessara
liðsveita leiddi af sér, að sókn
meginhluta óvinahersins var
stöðvuð, þegar okkur var það
helzt í hag, því að okkur gafst
tími til að skipuleggja ver arlín
umar umhverfis Mozhaisk. Fóm
ir liðsveitanna 6 vora ekki til
einskis færðar. Dáðin, sem þess
ir sovézku hermenn drýgðu við
Vyazma varð til ómetanlegs
gagns fyrir föðurlandið.
Fjandmennimir réðust nú að
borginni Tula og ætluðu að
taka hana með skyndiáhlaupi,
og sækja þaðan til Yelets og
Voronezh. Ekki tókst þeim það
heldur, og var það Moskvu til
ómetanleegs gagns. Fáar her-
deildir voru til að verjia borg
ina, en borgarbúar ungir sem
gamlir tóku upp vopn og börð
ust af dæmafárri hreystL
En sjálf Moskva var ekki úr
alM hættu, og gerðu íbúarnir
sér það fyllilega ljóst. Allir sem
vettlingi gátu valdið buðu fram
kfafta sína og á tæpum tveim
ákváðu á fundi 13. október, að
myndaðar skyldu alþýðuher-
deildir í hverju borgarhverfi, og
á örfáum dögum fengust 12.
000 menn, aðallega ungkommún
istar. Um 100-000 manns voru
látnir stunda heræfingar, en
héldu þó áfram að sækja vinnu
sína- 17 þúsund konur voru látn
ar sækja námskeið í hjálp í
viðlögum.
Karlmennimir höfðu stundað
ýmiss störf, vora verkamenn,
verkfræðingar, tæknifræðingar,
vísindamenn eða listamenn.
Framhald á bls. 12.
Grigorij Konstantinovitsj Sjukov,
— hlaðinn heiðursmerkjum
ur mánuðum skipulögðu her-
yfirvöldin 5 herfylki í Moskvu,
til viðbótar þeim 17, sem verið
höfðu frá stríðsbyrjun. Auk
þessa vora skipulagðar fjöl
margar fleiri deildir, og árásar
flokkar.
Forkólfar Flokksins í Moskvu
Austurvígstöðvarnar (sem Rússar kölluðu Vesturvígstöðvarnar). Þjóðverjar klæddir til sumarstyrjaldar berjast gegn hinum harða og miskunnaríausa rússneska vetrl.
I