Tíminn - 17.03.1967, Page 14

Tíminn - 17.03.1967, Page 14
TÍMINN KAUPFÉLAG SUÐUR-BORGFIRÐINGA AKRANESI SÍMAR: 2210-2211 MATVÖRUBÚÐIR: Kirkjubraut 11. — Sími 2212 Stillholt 2 — Sími 2213 BYGGINGAVÖRUVERZLUN: OLÍUSALA: Sunnubraut 13. — Sími 2217 UMBOÐ FYRIR: BIFREIÐAR: Chevrolet, Buick, Opel, Vauxhall, Bedford, Scout. DRÁTTARVÉLAR: Ferguson, Farmall, ásamt hjálpartækjum. HEIMILISTÆKI: Westinghouse-kæliskápa, frystiskápa, eldavélasett, s járn, þvottavélar, þurrkara o.fl. — Frigidaire-kæliskápa, þvottavélar. — Kitchen-Aid-hrærivélar (þrjár stærðir), uppþvottavélar. — Levin-frystikistur, 250—280—410— 510 lítra— Wascator-þvottavélar fyrir stór heimili og fjölbýlishús. VÆNTANLEG: Luma sjónvarpstæki. Öb 'í'riá H ■Ude-mii ítb t> ilílBír 3 30 ÍT6S?0*ffí : fö? ■■-.aA KAUPFÉLAG VESTUR-HÚNVETNINGA Á HVAMMSTANGA sendir TÍMANUM beztu óskir í tilefni af 50 ára afmæli hans, þakkar honum öflug- an stuðning við samvinnufélögin og væntir þess, að hann haldi áfram að styðja heilbrigt samvinnustarf og annað, sem til heilla horfir í þjóðfélaginu. Bráðum er liðin ein öld síðan Vestur-Húnvetningar tóku fyrst þátt í almennum félagssamtökum um viðskiptarekstur. Fé- lagsverzlunin við Húnaflóa var stofnuð á fundi að Gauks- mýri í Vestur-Húnavatnssýslu 15. marz 1870. Félagssvæði þess var mjög stórt, eða frá Siglufirði vestur um sveitir og suður í Borgarfjörð. Almenn þátttaka var í félaginu; t.d. gerðust um 100 Vestur-Húnvetningar þar félagsmenn. Félagsverzlunin starfaði í tæplega áratug, og gerði mjög mikið gagn. Síðar voru Vestur-Húnvetningar þátttakendur í Verzlunarfélagi Dala sýslu, sem Torfi í Ólafsdal stjórnaði, og Kaupfélagi Hún- vetninga á Blönduósi. En um áramótin 1907 og 1908 var stofn- að sérstakt samvinnufélag í Vestur-Húnvatnssýslu, sem enn starfar og ber nú nafnið Kaupfélag Vestur-Húnvetninga — skammstafað K. V. H. K.V.H. er þjónustufyrirtæki sýslubúa. Langflestir heimilis- feður í sýslunni og margir fleiri eru félagsmenn í kaupfélaginu og hafa þar sín aðalviðskipti. Félagið tekur framleiðsluvörur þeirra til vinnslu og sölu, útvegar þeim vörur, sem þeir þuría að kaupa og ávaxtar fé þeirra í innlánsdeildinni. Á þessu ári kemur væntanlega út bók á vegum K.V.H., sem nefnist viðskiptasamvinna Vestur-Húnvetninga. Þar verður í stórum dráttum, rakin saga samvinnusamtaka héraðsbúa á við skiptasviðinu, allt frá stofnun Félagsverzlunarinnar fyrir 97 árum og til okkar daga. Þeim, sem vilja eignast þessa bók, skal bent á að skrifa nöfn sín á lista, sem liggja frammi hjá kaupfélögunum á Hvammstanga, Borðeyri og Blönduósi; Fræðsludeild SÍS í Reykjavík og Skúla Guðmundssyni alþm. FERÐAMENN. Þið ættuð að líta inn í K.V.H. Trúlegt er að þið getið fengið þar eitthvað, sem ykkur vantar, fyrir sanngjarnt verð. Það eru aðeins 5 km. af Norðurlandsveginum til Hvammstanga, og ef þið farið um Vatnsnes, til að skoða þá fallegu sveit, er kaupfélagið á leið ykkar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.