Tíminn - 17.03.1967, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.03.1967, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 17. marz 1967. TIMINN 15 frá Hriflu: „Þess vegna bera Framsókn- armenn Tryggva Þórhallsson til grafar á skjöldum" ísland er heimkynni mikilla storma. Sjómenndrnir eiga í dag- legri hariáttn við óveðrin. Sum árin farast tiltölulega jafnmargir fslendingar af siysförum á sjó, eins og stórar þjóðir missa í grimmum styrjöldum. En á íslandi eru fleiri an sjó menn, sem eiga skainma ævi vegna mikilla storma. Æf iitið er yfir sögu íslands síðan þjóðin fékk innlenda stjórn og þingræði, laust eftir aldamótin, kamur í ljós, að nálega allir helztu leið togar þjóðarinnar í stjórnmálum hafa fallið frá fyrr en vænta mátti, eftir áratijlu. Og svo að segja allir þessir menn hifa bor ið með sér í gröfina tnerkin eftir hin pólitísku óveður í heimi ]s- lenzkra félagsmála. Það nægir í þessu sambandi að nefna Hannes Hafstein, Björn Jónsson, Skúla Thoroddsen, Jón Magnússon, Bjarna frá Vogl, Jón Þorláksson og nú síðast Tryggva Þórhallsson. Ég hitti Tryggva Þórihallsson hér um bil hálfum mánuði áður en hann andaðist. Hann var þá hressari og léttari í bragði en ég hafði séð hann undanfarin 4 ár. Hann sagðist vera hættur að starfa að pólitískum málum. en væri að losa um síðustu böndin, sem tengdu sig við hið gamla baráttustarf. En eftir nokkra daga barst mér til annars lands fregnin um sviplegt fráfall hans. Sjálfur þurfti hann ekki að leysa fleiri bönd við íslenzkt baráttulíf. Hinn mikli friður hafði komið og boðið honum langa og varanlega hvíld. n. Þegar Mtið er yfir æviferil Tryggva Þórhallssonar, þá skiptist hann í tvo ójafna og óMka þætti, og vandinn að skilja líf han,s og störf, og að meta þau rétti- lega, Mggur í þvi að finna hina réttu skýringu á sambandinu milii hins fjöruga og þýðingarmikla starfs morgunmannsins, og hinnar torskildu komu kvöldsins — Fram um fertugsaldur er Tryggvi Þórhallsson fremstur í sókn og skapandi starfi. En skyndilega felMr hann saman fána sinn, og breytir sókn í vörn. Meðan hann sækir fram, er ævi hans samfelld sigurganga. En um leið og hann snýr við og byrjar að horfa til baka, hverfa hin ytri giftumerki og aðstaðan verður sú, að hinum djarfa og baráttuglaða manni verður hugstæðast að leita að hvíld og ró. III. Tryggvi Þórhallsson var fæddur og alinn upp við hin beztu þroska skilyrði. Faðir hans var einn hinn bezt gefni og bezt mennti maður meðal sinna samtíðar manna. og heimiMð i Laufási var um marga hluti alveg óvenju legt, þjóðlegt, og með yfirlætis- lausum blæ íslenzkrar og alþjóð- legrar menningar. Biskupssonur inn fékk þá skólagöngu, sem bezt var völ á í landinu. Og á æsku árum hans gekk yfir landið hin sterkasta þjóðlega vakningaralda, sem íslendingar hafa þekkt síðan á dögum Fjölnismanna. — Æsku menn landsins stofnuðu félög svo að segja i hverri sveit og hverju þorpi. Takmarkið var stórt: Að gera þjóðina frjálsa og menntaða nútímaþjóð. Tryggvi Þórr.al’s- son ' :.:ð einn af brautryðjerd um þessarar stefnu. EðM hans, uppeldi og Mfsskoðunin gerði hann að sjálfkjörnum leiðtoga í sveit hinna bjartsýnu og þjóð legu æskumanna. Tryggvi Þór- hallsson hafði þannig í skóla mankað sér ákveðna braut fyrir baráttu manndómsáranna. IV. Tryggvi Þórhallsson varð áhrifa mikiM stjórnmálamaður. En hann hefði getað valið sér önnur þýðingarmikil verkefni. Hann hefði getað verið ágætur forstöðu maður fyrir stórum skóla, þar sem hundruð ungMnga hefðu stundað nám og fengið aukið fjör og álhuga af kynningu við hann. Og Tryggvi ÞórhaMsson hefði áreiðanlega sómt sér vel við háskóla landsins. Það lá nærri, að hann yrði þar kennari í kirkju sögu. Þá myndi hann hafa brugð ið, með ritverkum sinum, skýru ljósi yfir þann hluta af sögu þjóðarinnar, sem minnst er vitað um, en það er saga kaþólska tímabilsins eftir að landið fékk konungsstjórn. Ég heyrði Tryggva Þórhallsson stundum halda smá ræður um vissa þætti úr sögu þeirra alda, og ég hefi engan mann heyrt tala um það tímabil með meiri þekkingu og samúð. Ahugi hans fyrir sögulegum rann sóknum um þetta tímabil var svo mikiM, að hann greip hverja tóm stund til slíkra iðkana, meðan heilsan ieyfði. • V. En atvikin höguðu því svo, að Tryggvi Þórhallsson varð hvorki skólamaður né rithöfundur um sagnfræði. í stað þess varð hann í 14 ár athafnamikilt og umdeildur stjórnmáiamaður, jafn an í fararbroddi u,m hin þýðing armestu þjóðmál. Þessi þáttur í ævi Tryggva ÞórhaMssonar hefst, er hann gerist ritstjóri Tímans, og er lokið með kosningabarátt- unni eftir þingrofið 1931. Þá hefir hann verið ritstjóri að áhrifamesta blaði landsins í tíu ár, og í fjögur ár formaður ’and stjórnarinnar á því timabili, þegar mest hefir verið unnið að því að gera að veruleika hugsjón ir þeirra æskumanna, sem mynd- að höfðu ungmennafélögin. Framsóknarflokkurinn hefir fengið meginið af liðsafla sínum frá samvinnumönnum landsins og frá hinni fyrstu kynslóð ung- félaganna. Samvinnumennirnir fluttu með sér í flokkinn, úr sínu fjölþætta starfi, hugsjónir og Mfsreynslu um viðskipti og félags mál. Úr þeim skóla hefir Fram sóknarflokkurinn fyrr og síðar fengið mikinn hluta trúnaðar manna sinna, til vandamestu starf- anna. Og frá ungmennafélögunum kom mikið starfsþrek, hiti æsk unnar. húgsjónir og vonir um skjótar aðgerðir. Ritstjóri Tím- ans og forustumaður Framsóknar flokksins varð j félagsmálefhúm eins og ríkur erfingi. Hann stóð í fararbroddi fyrir mikiMi alþjóð- legri hreyfingu. Með honum stóðu þúsundir manna að verki. Og í þessum hóp var óvenjulega mikið af mönnum með sterkum vilja og skapandi þrótti. Út um land, svo að segja í hverri byggð, voru Framsóknarmennirnir sístarf- andi að verzlunar-, búnaðar- og menningarbótum. Þar sem svo er háttað, styrkir hver annan og þeir, sem eru í fararbroddi, gera átök sín með sameiginlegum stuðningi allra. Tryggvi Þóhhallsson naut þess- arar góðu aðstöðu í riikum mæli, eins og hver sá foryistumaður, sem á því láni að fagna, að eiga marga dugandi samherja. En Tryggvi ÞórhaMsson fyHti vel sitt formannssæti. Ég man ekki til að ég heyrði nokkurntíma, fiá samherjum hans, ósk um að hann hætti við ritstjórn Tímans eða forustu flokksins, meðan heilsan leyfði honum mikla áreynslu. í hinnu ríku sameign flokksins var hann eins og aðrir, bæði gefandi og þiggjandi. Og árangurinn af því samstarfi varð alveg óvenju- legur, af þvi að af miklu var að taka. Þegar á, í mjög stutt umáM, að meta hina varanlegu þýðingu Tryggva ÞónhaMssonar á þessu 14 ára tímabili, þá hygg ég, að þar sé um tvennt þýðingarmest að ræða. Annarsvegar er þáttur hans að efla Framsóknarflokkinn. Það starf er geyisimikið. Hann vann að því jöfnum höndum með blaðagreinum, ferðalögum, fundar höldum, með bréfaskriftum, en ekki sízt með persónulegri kynn ingu. Tryggvi ÞóihaMsson var á þeim árum manna bjartsýnastur um sigur góðra málefna og hafði til að bera marga þá eiginleika, sem mjög auka vinsældir við persónukynningu. Ilinn þáttur- urinn var baiátta hans fyrir sér stökum málum og þá fyrst og fremst fyrir landbúnaðarmálum. Ég læt nægja að benda á fáein þekkt dæmi um stórmál sem hann beitti sér fyrir og átti mik- inn þátt í að hrinda í fram- kvæmd. Efling hinna nýju mjólk unbúa, ríkisverzMin með tilbúinn áfburð o.s. frv. Síðar kom hin áhrifamikla forganga um lagningu nýrra vega, brúargerðir og aukn ingu símakerfisins. Eitt af andstöðublöðjm Fram- sóknarmanna hefir lýst ' stjórn- málatímabiM Tr. Þórhallssonar vel og réttilega: „Þá \oru g]afir gefn ar, brýr, heilar stórbrýr, skólar simaMnur, verksmiðjur og stór- hýsi . . .“. Viðhorf Tryggva Þór hallssonar var raunverulega í þessum efnum líkt og móður, sem er umkringd af stórum barnahópi og aldrei finnst hún geta verið> nógu örlát og nógu gjafmild. — Kyrrstöðumönnum landsins brunnu í augun þessi miklu fram- lög af almannafé til almannaþarfa. En það mun sannast, því betur sem að er gáð, ao ef ekki hefði á þessum 14 árum látlaust verið barizt fyrir að beina fjármagni þjóðarinnar til sveitanna, þá væri nú engin sveit og enginn landbún- aður til á íslandi, nema túnblcLt- ir kring um kaupstaðina. Jullnáma vertíðarinnar sunnanlands og síld- "arinnar norðanlands, hefðf sogáð til sín allt landsfólkið, ef jkki hefðu verið jöfnuð metin með opinberum fjárframlögum. Og það þarf ekki lengi að bíða eftir sönn- unum. Nú fær þjóðin ekki að Tveir menn munu hafa skrifað meira í Tímann en aðrir, og verður hér ekki reynt að greina á milli, hvor er afkastaineiri orðinn, þeirra Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Þórarins Þórarinssonar. Jónas Jónsson er sá maður sem átti mestan lilut að því að hrinda stofnun Tímans af stokkum. Hann stóð að fyrsta boðsbréfinu og þokaði málinu síðan fram, og hann réð fyrsta ritstjóra blaðsins. Síðan skrifaði hann stöðuglega í Tímann í þrjá áratugi, oftast meira eða minna í hvert einasta blað. Munu greinar hans í blaðinu vera einhvers staðar á þriðja þúsundi, sumar iangar og miklar. Það mun heidUr ekki á neinn hallað, liótt sagt sé, að Jónas Jónsson sé einnig þeirra snjallastur sem skrifað hafa að staðaldri um stjórnmál og menningarmái í Tímann, eða önnur blöð á íslandi þessa ára- tugi. Jónas Jónsson var og lengi forystumaður „Tíma- klíkunnar" svonefndu, og síðar um langt skeið formaður blað- stjórnar Tímans sem formaður Framsóknarflokksins. Jónas Jónsson er fæddur í Hriflu í Liósavatnshreppi 1. maí 1885, sonur Jóns Kristjánssonar bónda þar og Rannveigar Jónsdóttur konu hans. Hann stundaði nám í Gagnfræðaskólan- um á Akureyri og síðan framhaldsnám í Askov, Kaupmannahöfn, Beriín, Oxford London og París á árunum 1907—8 og loks f Kennaraliáskólanum í Kaupmannahöfn. Hann var einn vetur kennari við unglingaskóla heima í Ljósavatnshreppi en stofnaði Samvinnuskóiann 1918 og gegndi skölastjórn lians til 1955, að þeim missirum frátöidum, er hann var ráðherra, en hann var dóms- og menntamálaráðlierra 1927—32. Hann sat á Al- þingi samfellt frá 1922 til 1949, fyrst sem landskjörinn en síðan sem þingmaður Suður-Þingeyinga og átti sæti í fjölmörg- um þingkjörnum nefndum. En auk skólastjórnar og þing- mennsku liggja eftir hann geysimikil ritstörf. Hann hefur ritað kennslubækur í sögu og náttúrufræði, en stærst er ritsafn hans Komandi ár, sem SÚF hóf að gefa út 1938 og hefur að geyma úrval greina hans um menn og málefni. Hann var og ritstjóri Skinfaxa, tímarits ungmennafélaganna 1911—17 og ritaði í hann margar snjallar greinar, sem beinlínis urðu sá grundvöllur, sem Framsóknarflokkurinn var síðar stofnaður á. Þá var hann lengi ritstjóri Samvinnunnar og í áratugi atkvæða- mesti málsvari samvinnustefnunnar hér á landi á opinberum vettvagi. Tímaum þykir hlýða að birta grein eftir Jónas í þessu af- mælisblaði, en valið er örðugt. Af svo miklu er að taka, og sum- ar snjöllustu baráttugreinar Jónasar um of tengdar mönnum og málefnum líðandi stundar. Var valinn sá kostur að taka minningargrein þá, sem Jónas reit um Tryggva Þórhallsson látinn. Hvort tveggja er, að þar er minnst eins mesta höfðingja og forystumanns Framsóknarflokksins fyrr og síðar með stór- brotnum hætti, og auk þess er sú grein gott sýnishorn af veiga- miklum þætti í ritmennsku Jónasar, greinum um merka sam- tíðarmenn, en það mun margra manna mál, að sá meiður sé ekki síztur í hinum mikla skógi Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Grein Jónasar um Tryggva birtist í Tímanum 23. ág. 1935. A. K. selja allar sínar ágætu sjávarafurð- ir á erlendum markaði. Nú verð- ur landið að geta að miklu leyti fætt sín eigin börn með heima- framleiðslu. Nú koma að góðu liði „gjafir“ þær til dreifbýlisins, sem fyrr þóttu úr hófi fram. Megin lífsstarf Tryggva Þórhalls sonar liggur í því að hjálpa til að gera íslenzka landbúnaðinn að véliðju. A þann eii .. hátt get- ur búnaðurinn lifað, samhliða hin um bylgjótta námuiðnaði við sjó- inn. Vitaskuld er mikið af þvi verki óunnið, en byrjunin er haf- in, og nú þegar má fullyrða, tð í yfirstandandi erfiðleikum er sú byrjun, sem var hans hugðarmál, raunverulega aðaluppistaða í Framhald á bls. 55.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.