Tíminn - 17.03.1967, Síða 21

Tíminn - 17.03.1967, Síða 21
FÖSTUDAGUR 17. marz 1967. TÍMINN Tryggvi Þórhallsson: Baráttan við útlendu áhrifin Söguminningar. í ljósi fortóðarinnar skilja menn nútóðina bezt. Persónulegir hagsmunir ein- staklinga eða fiokka hafa ekki álhrif á dóm sagnfræðinganna. Sagan kennir mönnum að skilja og rekja ástæðurnar til framfara eða hnignunar þjóðanna. Það er bezti skólinn um að skilja það, sem um er barist nú. Sama fólkið byggir ísland nú, sem ’byggt hefur í meir en þús- und ár. Barátta fyrri kynslóða á íslandi er spegilmynd þeirrar baráttu, sem nú er háð í íslandi. Það er öruggasta leiðin til að skilja það, sem nú er um barizt, að heimfæra viðurkenndar stað- reyndir fortíðarsögunnar til nú- tóðarinnar. Hér verður nú brugðið upp slikri skuggsjá, til þess að þjóðin geti betur áttað sig á langstærsta málinu, sem hún á að leggja úrskurð á, við kosningarnar í haust, íslandsbankamálinu. Rauði þráðurinn. Sagan um hnignun og framfar- ir íslenzku þjóðarinnar er marg þætt. En þegar vel er að gáð, má sjá samhengið, rauðan þráð, sem sýnir Ijóslega höfuðorsökina sem því veldur, hvort íslenzka fþjóðin er á framfaraskeiði eða huignunaxieiíktó(‘''" -■*- * Framfárir eða hnignun standa í beinu sambandi við útlendu á- hrifin, útlendu afskiptin, vald hinna útlendu manna á íslandi. Eins og nótt fylgir degi, jafn- reglubundið hefur það verið, að þá er vald útlendinganna óx á Jslandi, þá hófst hnignun í landi og afturför. En þá er íslending- um tókst að brjóta aftur af sér þessa aðkomumenn, þá hófst við reisnin. Rúmið leyfir ekki að sýnd sé spegilmynd af þessu nema í stór um dráttum. Útlendir biskupar. Stuttu eftir að ísland komst undir erlendan konung, komst sú regla á, að útlendir menn irðu biskupar í íslandi í marga manns aldra. Innlendir kirkjuhöfðingjar höfðu dregið vald og auð í kirkj unnar hendur. Tilgangur þeirra var sá, að kirkjan beitti valdinu til að koma á friði innanlands, rækti mannúðarstörf, héldi uppi menntalífi í landi o. s. frv. Reynslan sýnir, að þá skömmu stund, sem innlendir menn fengu að fara með þetta vald, fór allt vel. Kirkjan innlenda rækti vel þetta margháttaða starf sitt og var skjöldur og skjól þjóðarinn ar inn á við og út á við. En einmitt af því að vald og auður var mestur hjá kirkjunni, þá verður óheillaáhrifanna út- lendu, fyrst vart þar. Þar var leið in þá fyrir útlendingana að mjólka íslendinga. Útlendu biskuparnir urðu svipa á landið. Þeir snéru því skipulagi í bölvun, sem innlendir menn höfðu reist landinu til heilla. Það er svo alkunnugt að ekki þarf rekar um að ræða, hver ó- heill landinu stóðu af þessum út- lendingum og hver hnignun staf- aði af valdameðferð þeirra á fs- landi. NÓkkru fyrir siðaskiptin hnundu íslendingar af sér útlenda biskupsvaldinu. Árangurinn kom þegar í ljós. Þá hefst viðreisnartímabil í sögu landsins. Þjóðinni vex menning og fjör. Alíslenzkir forystumenn sátu á biskupsstólunum. Siðaskiptin sviftu kirkjuna auði og valdi. Þess vegna hafa innlendir menn síðan fengið óáreittir að fara með kirkjuvaldið. Útlendingarnir sáu að nú voru aðrar leiðir heppilegri til þess að mjólka íslendinga. Útlendir embættismenn veraldlegir Nokkru fyrir siðaskipti fer sá siður að hefjast, að æðsti emb- ættismaður landsins sé útlendur. Og eftir því sem valdið dróst meir og einhliða í hendur veraldlegra embættismanna, eftir því var meira kapp á það lagt af útlend ingunum að ná þeim embættum undir sig. Sú plága varð bæði verri og langærri hinni fyrri. Með fáum undantekningum er saga útlenzku embættismannanna á íslandi óslitin hörmungarsaga. Svo var veldi þeirra mikið og áhrifin rík, að ekki varð annað séð um tíma, en að þeim mundi takast að svipta þjóðina hinum dýrmætustu andlegum verðmæt- um sem hún á: þjóðerni ,og tungu. Hitt verður aldrei talið, hvilíka móðgun, hvilík niðurdrep sjálfs álits, hvílíkan niðurlægingarstimp il þessir útlendu herrar hafa sett á þjóðina. Eða hitt, hversu mikilli hlutdrægni þeir beittu lands- menn, hversu miklu verðmæti þeir sópuðu með sér af landinu og hýersu mikið fór í súginn fyrir illa stjórn þeirra. Ekki einungis efnalega, heldur og um skapferli, býr íslenzka þjóð- in enn að útlendu embættismönn- unum. Það er ekki fyrr en á öldinni sem leið sem þjóðin fer að fá skilning og þrótt til að hrista af sér þessi sníkjudýr. Framfarir síðustu áratuga standa í beinu sambandi við burt rekstur útlendinganna úr embætt unum. Aldrei mun þjóðin aftur þola útlent embættismannavald. Því er að fullu lokið óheilla- valdi bæði kirkjulegra og verald- legra embættismanna í íslandi. Útlendir kaupmenn. Saga útlenda kaupmannavalds- ins í Islandi er mönnum í fersku minni. Ber hvorutveggja til: að ægilegust er slóðin þeirra á ís- landi, og ekki er henni lokið enn. Einhverjir forfeður hvers ein- asta núlifandi íslendings, hafa lið ið hungur, hafa beðið bana af hungri fyrir samvinnu útlendra embættismanna og kaupmanna. Verzlunarkúgunin útlenda saug merg og blóð úr þjóðinni manns öldrum saman. Útlendingamir sáu það rétt, að greiðasta leiðin til þess að láta íslendinga mjólka sér, var að fara með verzlunina fyrir þeirra hönd. Það er skemmst síðan íslend- ingar hófu þá baráttu að taka verzlunina i sínar eigin hendur. Frjáls samtök bændanna hafa orð ið drýgst í þeim efnum. En því er miður, að á stórum svæðum á landinu eiga útlendir kaupmenn enn örugga aðstöðu. Og því er miður að enn fara útlend ingar með verzlun verðhæstu út- flutningsvörunnar — fisksins. En þjóðin er vöknuð í þessu efni. Hún hefur fengið fullan skilning á því, hvað útlendu áhrifin eru óheillum snúin í þessu efni. Skuggsjá sögunnar. Þetta blasir við okkúr í skugg- sjásögunnar. Útlendu áhrifin, útlendu afskipt- in, útlenda valdið hefur um alda raðir verið svipan á þjóðina. Viðreisnin er beinlínis undir því komin, að við höfum djörf- ung og þrek til þess að taka allt í okkar eigin hendur. Engin þjóð hefur sannað það eins og íslenzka þjóðin, að gæfan býr í henni sjálfri, en óheillin koma utanað. Hver mundi þekkja betur þarf- ir okkar en við sjálfir? Hver mundi þekkja betur kosti og galla landsins en við sjálfir? Hverjir mundu hafa meiri vilja að verða landinu til gagns en við sjálfir? Er nokkurt vit í því þá að láta aðra en okkur sjálfa fara með vandamál okkar? Er þetta ekki svo auðsær sann- leikur að hver íslendingur ætti að skilja hann, bæði í Ijósi sögunn- ar og í ljósi skynsemi sinnar? Útlendir bankamenn. Því miður er það ekki svo, að allir íslendingar skilji þetta enn eða vilji skilja það. Mjög hörð barátta er nú háð um það í landinu að fá þjóðina til að skilja þennan sannleika og fram kvæma hann í verkinu. Því að mikill hluti fjármála- valdsins íslenzka er enn í hönd um útlendra manna, þar sem út- lendir hluthafar stærri banka lands ins fá enn að ráða stjórn þess banka. Með þeim stakkaskiptum, sem verzlunin hefur tekið í heimin- um, er nú svo komið, að með bankavaldinu geta menn náð föst ustum tökum á þjóðunum. Fyrr á öldum var beinasta leið in til þess að mjólka íslendinga sú, að ná kirkjuvaldinu, síðar valdi veraldlegra embættismanna og síðast kaupmannavaldinu. Nú er leiðin sú að ná bankavaldinu. Þannig leita útlendingarnir lags. Og það er ekki nema eðlilegt að þeir geri það. Lífsbaráttan er hörð alls staðar í heiminum. Orr- ustuvöllurinn nær til allra landa. Miðin eru ekki einungis heima- landið. Og sagan sýnir okkur, að útlendingunum hefur orðið gott til miða í íslandi á undanförnum öldum. Það er eðlilegt að þeir sæki miðin fast enn. Þama er hættan fyrir okkur. Sagan á að kenna okkur að veita nú viðnám útlendu bankamönn- unum eins og forfeðrum okkar tókst að hrista af sér útlendu bisk upana, útlendu embættismennlna, og eins og þeir hófu og við erum að hrista af okkur útlendu kaup- mennina. Þroskaða stéttin. Tíminn snýr máli þessu fyrst og fremst til bændastéttarinnar ís lenzku. Bændur eru það sem halda Tímanum úti. Bændastéttin hefur mikið póli Framhald á bls. 57. Tryggvi Þórhallsson var ritstjóri Tímans nálega áratug, eða frá 17. nóv. 1917 til 30. ág. 1927, er hann varð forsætisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins Tryggvi var fæddur í Lauf- ási í Reykjavík 9. febr. 1889 sonur Þórhalls Bjamarsonar biskups og konu hans Valgerðar Jónsdóttur. Hann varð stúdent 1908 og guðfræðikendidat 1912. Hann var meðal helztu forvígis- manna í ungmennafélagshreyfingunni um skeið. Prestur að Hesti um nokkurt árabil og settur dósent í guðfræðideild Há- skólans árið 1916, en fékk ekki prófessorsembætti og þótti þáð ihisbéiting'embættisveitingar.' Þá bað Guðbr-andur Magnús- son hann- að gerast ritstjóri Tímans, og tók hann því boði. Árið 1927 varð hann forsætis- og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og gegndi síðan ráðherraemb- ættum til 1931. Hann va formaður Búnaðarfélags fslands árin 1925—35 og þingmaður Strandamanna 1923—34. Árið 1933 gerðist hann einn af stofnendum Bændaflokksins og formaður hans til dauðadags 1935. Tryggvi var forsætisráðherra er al- þingishátíðin 1930 var haldin og forysta hans þá hefur jafn- an verið sérstaklega rómuð. Tryggvi Þórhallsson var annálað glæsimenni bæði að gáfum og allri framgöngu, höfðingi hvernig sem á var litið. Hann var kominn af úrvalsættum með djúpar rætur í íslenzkri bændamenningu, alinn upp af mikilhæfum foreldrum við reisn og höfðingsbrag íslenzks heimilis eins og bezt gerðist, fylgdi föður sínum ungur á ferðum um landið og hlaut hina beztu menntun. Hann heillaðist snemma af hugsjón ungmennafélag- anna og skipaðist þar ungur í fylkingarbrjóst kappsfullur, gumi- reifur, hugsiónamaður og öllum vinsælli. Þegar Tryggvi frétti að hann fengi ekki prófessorsembættið, eins og vonir hans og allt réttlæti stóð til, bar svo við að Guð- brandur Magnússon, ritstjóri Tímans, og náinn samstarfsmaður í ungmennafél. áður, var staddur heima hjá honum. Þá voru hinar lauslegu ráðagerðir um ritstjórn Héðins Valdimarssonar orðnar að engu, og ritstjóra vantaði, því að Guðbrandur var ráðinn í því að snúa sér að öðru. Hann spurði Tryggva, hvort hann vildi gerast ritstjóri Tímans. Tryggvi svaraði því játandi næsta dag, og „Tímaklíkan“ tók því eins og miklum hamingju- feng, enda munu allir jafnt samherjar Tímans sem andstæðing- ar hafa litið svo á. Það sást og fljótt að þar var stórbrotinn foringi kominn fram á ritvöll stjórnmálanna. Tryggvi tók hiklausum hön#um á þjóðmálum, var öllum sókndjarfari og gunnreifari en þó svo léttvígur og vopnfimur að unun var að. Eru flestar hinar póli- tísku greinar Tryggva frá þessum árum eins og snjallar ræð- ur. Með stjórnmálaskrifum sínum vann Tryggvi sér öruggt sæti sem annar aðalforingi Framsóknarflokksins, og þessir tveir menn, Jónas og Tryggvi, mótuðu ekki aðeins sókn flokksins heldur allt yfirbragð stjórnmálabaráttunnar á þessum árum. Stjórnmálagreinar Tryggva eru flestar skemmtilestur. Þekk- ing hans á sögu og landshögum er bæði djúp og yfirgripsmikil, dómgreindin skörp, drengskapurinn allsráðandi og skýrleikinn í framsetningu eins og skært Ijós. Hann talaði jafnt til tilfinn- inga og skynsemi. Hér er tekin sem sýnishorn greinin „Barátt- an við útlendu áhrifin“, sem birtist í Tímanum 14. iúlí 1923, en þá voru kosningar í nánd og fslandsbankamálið efst á dag- skrá. Gréinin er skrifuð með það í huga. A. K.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.