Tíminn - 17.03.1967, Blaðsíða 22

Tíminn - 17.03.1967, Blaðsíða 22
22 TÍMINN FÓSTUDAGUR 17. marz 1967. FtlTSTJORAR TIMANS HAFA ORÐIÐ Hallgrímur Hallgrímsson: Skólamál Sunm'endmga í>að er alllangt síðan ýmsir merk ir menn á Suðurlandsundirlendinu fóru að vekja máls á því, að brýn þörf væri á því að koma á stofn unglingaskóla fyrir héraðið. Mér er ekki kunftugt um, hvort þeir hafa gert sér ljósa grein fyrir því, 'hvernig kennslu skyldi hátt- að í skólanum, en þó hygg ég, að það hafi helzt vakað fyrir þeim, að hann yrði eins konar lýðhá- skóli í svipuðum stíl og hinir frægu dönsku lýðháskólar. Ekk- ert varð þó úr framkvæmdum, enda kom heimsstyrjöldin með dýr tíðinni og öllum þeim erfiðleik- um, sem henni fylgdu. En nú fyrir skömmu hafa Ár- nesingar efnt tiil samskota innan sýslunnar til þess að byggja skól ann. Rangæingar sfeárust úr leik. En frá þessum samskotum er skýrt i grein Magnúsar Helgasonar skóla stjóra í naestsíðasta blaði Tim- ans, og skal hér því éfeki frefear minnzt á þau. Allmikið fé safnað ist í sumum hreppum sýslunnar. Alþingi tók vel og drengilega undir málið, eins og oft þegar um menntamál er að ræða. Ríflegur styrkur var veittur. Sýslunefnd ákvað, að skólinn skyldi reistur á Laugarvatni, en þá hófst upp- reisn víða um sýsluna, ekki sízt í þelm sveituiri, áem engu fé höfðu lofað til skóians. Uppreisnin var gegn skólastaðnum, og stjórnarráð ið virðist hafa tekið taum þeirra óánægðu, og allt endaði með þvi, að skólabyggingunni var frestað um óákveðinn tíma. Jafnhliða þessu fóru að heyi- ast raddir um annað fyrirkomu- lag á skólanum en brautryðjend ur málsins höfðu hugsað sér. Menn fóru að tala um að hafa skóla fyrir hagnýt vísindi, búnað hús stjórn o. s. frv. og setja það í samband við þegnskylduvinnu og guð má vita hvað. Þetta liefur komið mér til þess að skrifa þess ar línur. Vér höfum nú tvo góða búnaðar- skóla til þess að veita bændaeín um menntun, og nú verður ’oráð- lega settur á stofn húsmæðraskóli á Vesturlandi. í Reykjavík er kvennaskóli með námskeiðum fyr- ir húsmæðraefni, svo að miklu fremur vantar almennan ungi.nga skóla, sem tefcur við þegar barna skólum sleppir og börnin eru fermd. Hann á að taka við ungl- ingum frá fermingaraldri til tvít ugs, piltum og stúlkum. og hann á að vera sniðinn eftir íyrirmynd um beztu lýðháskóla á Norður- löndum. Móðurmálið, saga og nátt úrufræði ættjarðarinnar ættu að vera aðalnámsgreinarnar, og þar ætti einnig að leggja mikla stund á alls konar íþróttir. Skólinn á ekki að vera til þess að láta ungl ingana læra svo og svo mikið af lexíum, heldur til þess að göfga þá og auka manngildi þeirra, vera mikilvægur liður í uppeldi þeirra, kenna þeiin að elska land sitt og þjóð, sveit sína stétt og atvinnu. Ef lán er með skólastjóra og kennurum, ætti þess konar skóli að geta orðið traustur stíflugarð ur fyrir fólksstrauminum úr sveit unum til bæjanna. Skólinn þarf veglegt hlutverk, og honum þarf að velja veglegan stað. Unglingarnir koma þangað h þeim aldri, þegar þeir eru mót- lækilegastir fyrir öÚ utanaðkom «ndi áhrif, og þvi því ríður mjög á, að þeir hafi fyrir augum tign föðurlandsins, því á að velja skól anum stað þar sem náttúrufegurð er mest, og loftið er þrungið sögu legum endurminningum. Danir settu sinn frægasta lýðháskóla í útkjálka landsins, fast við landa mærin, til þess að unglingarnir gætu á hverjum degi horft inn í fyrirheitna landið, sem Þjóð verjar rændu af Dönum 1864, en sem öll danska þjóðin vonaði að fá aftur. Skólinn á Askov hefur haft ómetanlegt gildi fyrir u íska menningu, en hann hefur í sann léika verið skóli fyrir danska ætt- jarðarást og þjóðernistilfinningu, ekki síður en fyrír, bókleg fræði. Fyrir nokkrum .árúm kom síra Eirúkur Álbertsson fram ■ með tíl lögu um að reisa lýðháskóla á Þingvöllum. Þessi tillága fékk dauf ar undirtéktir, og þó vgr hún næsta merkileg. Þingvöllur er helgldómur þjóðarinnar, og hvergi gæti duglégur kenngri; i’eins vel opnað augu æskulýðsjns fyrir tign. og göfgi, sorgarleikurá og sigur hrósi’ íslenzku. þjóðárinnar á liðn um öldum eins og á þessþm forn- helga stáð. Ef nokkurs staðar er hægt að kérina álþýðu vel sögu fslánds, þá er það á Þingvöllum. Það skakJúslega .játað, að ýms ir erfiðleikar •erurrá-tþví að 'hafa gegn ÞingvÖIlum (og Laugarvatni líka), að staðurinn sé afskekktur. Þetta er einmitt kostur í mínum augum. Skólinn á að lifa sínu eig in lífi, en ekki að vera háður um hverfinu, og innan skólaveggjanna skapast smátt og smátt arfsagnir og venjur, sem verða nemendum helgar, er stundir líðá. Hér getum við lært af Englendingum, heims ins fremstu þjóð. Þeir hafa sett alla sína helztu skóla á afskektka staði, fjarri stórborgunum. Þeir segja sem svo, að unglingunum sé hollast á þeim árum, þegar þeir eru að hverfa frá bernsK unni inn í manndómsaldurinn, að dveljast utan við hina mestu hring iðu lífsins í félagsskap við jafn aldra sína og kennara. Engum enskum manni kemur til hugar að halda því fram, að skólarnir í Eton og Harrow, Oxford eða Cambridge, hefðu haft eins mikla þýðingu fyr ir brezku þjóðina, ef þeir hefðu verið settir í London eða Liver- pool. Skólinn getur aldrei orðið, og á ekki heldur að verða, almennur samfeomustaður fyrir Suðurland. Vegna landslags og samgangna verða fundir og fyrirlestrar fyr- ir alþjóð jafnan haldnir við Ölf- usárbrú eða Þjórsárbrú, en ham ingjan forði oss frá þvi ao hafa skólann á þeim stöðum. Þá er enn eitt. Allir eru sammála um, að eitthvað mikið verði að gera á Þingvöllum fyrir alþingishátíð- ina 1930, og raunar hvort sem er. Gott gistihús vantar tilfinnan- lega. Nú vil ég kasta fram irri spurningu, hvort ekki væri hægt að sameina þetta tvennt, upp- fylla tvær þarfir í einu? Með því að reisa veglega skólabyggingu í Þingvöllum, sem þannig væri gerð, að hana mætti nota á sumrum til þess að taka á móti gestum >g halda fund. Skólinn þarf '*öran borðsal og tveggja til fjögurra manna svefnherbergL Þetta má;tíi einkar vel nota sem gistihús, og í væntanlegu leikfimihúsi ætti að vera gott rúm til fundahalda og skemmtana. Þingvallanefndin gerir ráð fyr ir því, að ríkið verði að reisa á Þingvöllum veglegt gistihús, sem mundi kosta of fjár. Þetta er al- veg rétt. Valhöll og konungsskáli eru Þingvöllum og landinu til skammar. En þetta nýja gistihús, sem óhjákvæmilegt er að byggja, verður að standa tómt níu nánuði ársins, eða þvi sem næst. Þess vegna virðist vera mjög eðlilegt, að nota húsið hina mánuði ársins til skólahalds. Það skal að vísu fúslega játað, að Þingvellir hafa ýmsa annmarka sem skólasetur. Þar er bújörð lítil og ekki hverar til upphitunar, en hins vegar er vatnsafl nægilegt til að framleiða rafmagn tii Ijóss og hita. Og svo gera hinar sögu- legu endurminningar staðinn helg- ari en nokkurn annan blett á íslandi. Sýslunefnd Árnessýslu hafði val ið skólanum stað á Laugarvatni, og er því bezt að athuga gerðir hennar og það sem með þeim stað mælir. Er þar skemmst frá að segja, að þegar Þingvöllum slepp- ir, þekki ég engan stað á Suður- lgpdi,:iS,dm:. betur er\ falligm ■ ritil- skólaseturs 'en LaUgarvatn: ■ ■ I Þar er.; uáttúriifegurð, mrikii bfeði sum •ari Qg tvfttur‘.i iSkógurí í hMðinni lyr ir ofan bæinn, og skógræktarstjóri segir að hvergi á íslandi séu betri skilyrði fyrir skógrækt en í Laugardal. Þar eru heitar laug ar í túninu til þess að hita upp með skólahúsið, bújörð góð, þó það sé reyndar ekki höfuðskil- yrði, því skólinn þarf ekki að hafa bú, heldur má kaupa nauð- synjar að, þó það sennilega yrði dýrara. Vatnsafl nálægt til að reka rafstöð, og engum óvitlaus um manni ætti að koma til hug- ar, að lýsa og hita skólahúsið með olíu og kolum nú á dögum. Á Laugarvatni eru ennfremur á- gæt skilyrði til alls konar íþróttaiðkana. Frægir sögustað ir (Skálholt, Þingvellir og Hauka dalur o. fl.) í nágrenninu og auð- velt að komast þangað. Samgöng- ur góðar og greiðar í allar áttir. Að vísu liggur staðurinn í út- jaðri láglendisins, en það gerir ekkert til, eins og tekið var fram í síðasta blaði. Menn eru að tala um að hægara væri fyrir Rangæinga að sækja kólann ef hann væri til dæmis á Ólafsvöll um eða þar í grennd, heldur en ef hann væri á Laugarvatni. Nú skulum vér athuga þetta. Hugs- um oss pilt sem á heima austur undir Eyjafjöllum eða jafnvel fyrir austan Mýrdalssand. Hann fer i skólann og ferðast ríðandi. Hann getur sparað hálfa, eða í mesta lagi heila dagleið, ef skól inn er austarlega í Árnessýslu. Hálfa dagleið uir, haustið og ann að eins um vorið. Þetta er nú allt og sumt. Skólinn nlýtur >ð verða þvínær eingöngu heimavist arskóli, þó ef til vill gætu ein- stöku piltar gengið til nans írá nágiannabæjunum. Laugarvatn virðist hafa alla kosti til að bera, sem skólasetur, ep Grafarbakki (eða Hyepaheiði) hefir fátt til síns ágætis. riema þyerahitann. sem að vísu er riiik, Ilsvirði. En vel tná verá . að (inna iriegi ýmsa staði sunnanlands, þó Þegar Framsóknarflokkurinn myndaði ríkisstiórn sína eftir ■g„ > [[b#sn(nggsjgurM\n;jl927,.undbr forsæti Tryggya Þórh^llssonar, rit- -stjóra,.-TíiuaT»g,'þurfti' í skyndi að finna ritstjóra fyrir Tímann, uliiv þaclkferii Tryggvi vanðífrá að hv^rfa umsyifalaóst. Þá mun og þegarr háfa’vverið farið að iíta til Jónasar Þorbergssonr, sem vr ritstjóri Dags, en hann gat að sjálfsögðu ekki lilaupið til umsyifalaúst. Hallgrímur S. Hallgrímsson, bókavörður, hafði þá alUengi stundað blaðamennsku við Tímann í hjáverkum, ritað margt einkum um erlend málefni, og nú hljóp hann undir bagga og annaðist Tímann alveg nokkrar sumarvikur 1927, eða frá 30. ágúst til 8. október. Hallgrímur S. Hallgrímsson var fæddur 14. sept. 1888 í Stærra- Árskógi við Eyjafjörð. Foreldrar hans voru Hallgrímur Sigurðs- son, gagnfræðingur á Reistará, síðar járnbrautarstjóri í Kanada, og Friðbjörg Jónsdóttrr frá Sandá í Svarfaðardal. Hallgrímur varð stúdent 1912 og las síðan sagnfræði í Kaupmannaliöfn og tók magisterpróf 1918. Eftir það fór hann námsferð til Lundúna og Oxford árið 1919, og var settur bókavörður við Landsbóka- safnið sama ár og skipaður í starfið 1924. Bókavarðarstarfinu gegndi hann síðan til dauðadags 13. des 1945. Jafnframt bóka- varðarstarfinu kenndi hann við marga skóla í Reykjvík um tuttugu ár skeið og var til dæmis forstöðumaður kvöldskóla KFUM í tvo áratugi. Hann átti sæti í stjóm Sögufélagsins í mörg ár. Hallgrímur tók snemma þátt í féiagsstarfi Framsóknarflokks- in og var til dæmis mörg ár formaður Framsóknarfélags Reykja víkur. Hann skrifaði og í Tímann mörg ár, einkum um erlend málefni, áður en hann varð ritstjóri sem fyrr segir. Hann var ágætlega ritfær, glöggur og fróður maður, sanngiarn, gaman- samur og vel máli farinn. Hann ritaði einnig nokkrar greinar um innanlandsmái og kom þar í ljós framsýni lians og glögg- skyggni, eins og í grein þeirri, sem hér er tekin sem sýnishom. Þar ræðir hann um skólamál Sunnlendinga og nemur staðar við Laugarvatn, en þá voru mjög skiptar skoðanir um skóla- staðinn. Hallgrímur ritaði og margt annað en Tíma-greinar sínar, t. d. í tímarit. og eftir hann liggur einnig rit um þingstjóm, ís- lenzka alþýðumenntun á 18. öld, og í handriti var ritið Frjálst verkafólk á íslandi til siðaskipta, en það mun talið merkt fyrir ýmsa hluti- K. ég ekki þekki þá, sem séu eins fagrir og hentugir til skólaseturs og Laugarvatn, og það sé fjarri mér að vilja einskorða skólahug- myndina við Laugarvatn. Mér er alveg sama hvar skólinn er, ef staðurinn aðeino befur þau skil- yrði, sem áður hefur verið bent tc, ff f. t" ^ ■ ■■.,, Það er næsta öviturlegt,. að gera þetta mál að æsingamáli, eða ætla að láta almenna atkv.gr. - fundum skera úr þvi hvar skólinn eigi að vera. Það er aðeins til þess að ala á sundrung og ósam þykki. Menn verða aldrei sam- mála um neinn stað, ef íslendingar eru sjájfum sér Ijkir með sund- uriyndið. Hér er ti1 áeætt •iærri FramhaM á bls. 55.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.