Tíminn - 17.03.1967, Síða 41

Tíminn - 17.03.1967, Síða 41
Myndagerð og prentun FÖSTUDAGUR 17. mara 1967. bæði. aldursforseti og fremstur í flokki þeirra, sem eru fréttaritarar íslenzkra blaða erlendis. Auk fréttamennsku sinnar í Kaup- mannalhöfn skrifar Geir Aðils þáttinn ,,Borgin við sundið“ öðru hverju hér í Tímann. Fréttaritari Tímans í London er Páll Heiðar en hann skrifar Lundúnabréf það an einu sinni í hálfum mánuði. „í spegli Tírnans", er vinsæll þáttur, sem lengi hefir verið í Tímanum Guðjón Einarsson og birtist annan hvorn dag á blað síðu þrjú. Hann annast nú Gerð ur Bjömsdóttir, sem hefir verið prófarkalesari hjá Tímanum. Fastráðinn prófarkalesari hjá blaðinu er frú Bjarghildur Stef- ánsdóttir. M er ástæða til að geta þess að Björn Teitsson er ritstjóri Æskulýðssíðu, en hún birtist einu sinni í viku í blaðinu. Þótt starfið á ritstíórn Tímans skipti miklu máli, eru þó mörg önnur störf við blaðið eigi að síður áríðandi. Tíminn á og rek ur sérstaka myndagerð, þar sem fjórir starfsmenn vinna. Forstöðu maður myndagerðarinnar er Guð- jón Einarsson, sem hefur jafnframt í mörg ár verið aðal ljósmyndari blaðisns. Undir þessa deild heyrir ljósmyndun, ljósmyndasafn og myndamótasafn, gerð myndamóta, eftirlit með tækjabúnaði ritstjórn ar og blaðasafn Tímans. í þessari deild er nú mikið safn ljósmynda og myndamóta og einnig töluverð ur vísir að filmusafni, en það er afar áríðandi að slík söfn séu fyrir hendi á blöðum og í góðu lagi. Guðjón Einarsson hóf starf við Rafmyndir árið 1955, en 1960 var gerð endurskipulagning á mynda gerðinni og verkahringur hennar stækkaður og urðu þá Rafmyndir sérstök deild innan blaðsins og heitir nú Myndagerð Tímans, en Guðjón tók við deildinni eftir breytinguna og hefur stjórnað henni síðan. Fyrir utan Guðjón Einarsson vinna þarna þau Róbert Ágústsson, Guðmundur V. Andrés son og Þóra Björk Jóhannesdóttir. Róbert er safnvörður og vinnur að framköllun, koperingu og gerð myndamóta, og tekur einnig íþróttamyndir fyrir blaðið. Guð- mundur vinnur við framköllun og gerð myndamóta, og Þóra Björk Jóhannesdóttir vinnur að gerð mynda. Eiginlega má segja að myndagerðinni berist verkefni á öllum tímum, þegar haft er í huga, að undir hana heyra flestar af 'ieim myndatökum, sem blaðið iarf á að halda. Vinnan við sjálfa myndagerðina hefst kl. 9- að morgni og er síðan fram eftir kvöldi eftir þörfum. Að vísu vinn ur ekki allt starfsliðið svo lengi, en öll tæki og mannafli eru til reiðu, hvenær sem er, ef blaðið þarf á að halda. Myndagerðin er nú orðin mjög vel búin tækjum, en Guðjón Einarsson hefur alltaf gætt þess að fyrirtækið fylgdist vel með öllum nýjungum í mynda mótagerð og myndaframköllun. Þar eru nú þrjár vélar sem gera myndamóí, tvær þeirra annast hina venjulegu myndamótagerð, en ein þeirra býr til strikamyndir. Fyrir utan filmusafnið, Ijósmyndasafnið og blaðasafnið. er þarna mikið af tækjum til myndatöku, og einnig er þarna ný gerð af fyrirsagnalet urvél, þar sem gerð er mynd af letrinu í stað þess að steypa það í blý eins og í prentsmiðju. Mest af þessum tækjakosti myndagerðar innar hefur komið síðan 1960, að Guðjón Einarsson tók við henni. Prentsmiðja Tímans er búin þremur setjaravélum og einni fyr irsagnavél: Verkstjóri þar er Óð- inn Rögnvaldsson vélsetjari, en hann hefur unnið við blaðið í ein 17 ár. í prentsmiðju vinna 9 manns fyrir utan Óðinn, ýmist handsetjarar eða vélsetjarar og einn nemi í handsetningu. Tvær af þeim setjaravélum sem eru í prentsmiðjunni, eru venjulegar að gerð, en ein þeirra er svokölluð fjarsetjaravél eða teletype, og er hún um tveggja ára gömul. Varð mikil breyting við tilkomu hennar vegna þess, hve hún skilar verkum fljótt. Hér var um að ræða nýj- ung í vélsetningu, sem þrefaldaði afköstin. Þrjár stúlkur, Kristín Guðmundsdóttir, Kolbrún Óðins- dóttir og Þórey Þórðardóttir vinna að því á vöktum að fóðra þessa einu vél, en vinna við hana fer þannig fram, að stúlkurnar setja efnið á gatastrimil í sérstökum ritvélum, en síðan er þessi gata strimill settur í samband við setj TÍMINN aravélina, sem síðan steypir letrið á venjulegan hátt, nema hvað hún vinnur mikið hraðar heldur en mannshöndin. Vinna í prentsmiðju hefst á því á morgnana, að vélstjar ar hefja setningu á því efni, sem á að fara á innsíðurnar, en handsetj arar byrja á því að leggja af, sem kallað er, það blað, sem nýlokið er við að prenta og kom út um morg uninn. Vélsetningin stendur að sjálfsögðu allan daginn og veitir ekki af, því allt þarf að vinna, lesefni, greinarefni, og auglýsing ar, er fylla 16 síður á hverjum degi. Vélsetjarar, auk Óðins, eru Hjörtur Hjartarson, Sigurður Þor kelsson og Finnbjöm Hjartarson. Allt eru þetta þaulvanir menn með langan starfsaldur að baki og Vaidimar K. Guðmundsson eru bæði fljótvirkir og velvirkir. Mikið ríður á því að samstarf rit- stjórnar og prentsmiðju sé gott. Reyna allir að stuðla að því eftir beztu getu. Mun þó enginn eiga ríkari þátt í því, að svo sé en Óðinn Rögnvaldsson. Verkefnin hlaðast upp og mörgu þarf að sinna Og þótt reynt sé að láta ekki standa á efni til setningar, berst það stundum seint Reynir þá mjög á lipurð og þolinmæði i prentsmiðju ef vel á að fara.Hefir Óðinn alla tíð verið sérstaklega samvinnulipur og bjargað mörgu erfiðu máli í höfn fyrir blaðið. í prentsmiðju eigi síður en á ritstjórn gildir það að hraðinn geti verið sem mestur.Verður það að segjast eins og er, að stundum geta afköst vélsetjaranna verið lýgilega mikil, ef mikið liggur við. Handsetjarar eru þeir Gestur G. Árnason, Örn Einarsson, Sigurður Fossan Þorleifsson, sem jafnframt er fyrsti neminn er líkur prófi í prentsmiðju Tímans. Bragi Garð- arsson, Jón Hermannsson nemi í handsetningu og Valdimar K- Guðmundssori, sem hefur unnið lengst allra við blaðið, eða í 47 ár. Skortir aðeins þrjú ár á, að hann eigi 50 ára starfsafmæli Valdimar hefur alla tíð verið mjög ötull starfsmaður og af- kastamikill, eftirgangssamur við blaðamenn um að þeir standi í stöðu sinni í prentsmiðju og hef ur mörgum nýliðum í blaða- meijnéku þótt mikið til vinnu- bragða hans koma er þeir komu fyrst í prentómiðjuna. Hefur þeim gjarnán brugðið í brún þégar þeir hafa séð þennan gamla garp slá leturlínur inn í form með berum hnefa, verk sem aðrir nota tré- hamar við, og jafn hissa hafa þeir orðið nýliðarnir, þegar búið hefur verið að tíunda fávizku þeirra á strangri vakt, er Valdimar hefur fengið sér sæti og boðið þeim af 41 TÍMINN í DAG Óðinn Rögnvaldsson Silja Kristjánsdóttir Þessi mynd er at vélsetjurum og handsetjurum í PrentsmiSju Tímans. TaliS frð vinstrl: Gestur G. Árnason, SigurSur Þorkelsson, Örn Elnarsson, SigurSur Fossan Þorleifsson, Bragi GarSarsson, ÓSinn Rögnvaldsson, Hjörtur Hjartaarson og Finnbjörn Hjartarson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.