Tíminn - 17.03.1967, Qupperneq 51
51
FOSTUDAGUR 17. marz 1967.
TÍMINN
Úr djúpi minninga...
Framlhald af bls. 31.
heildinni. Með sljóum augum sáu
'þeir þjóðinni blæða til ólífis. Til-
finningin fyrir heildinni, ættjarð-
arástin, var of veik hjá þessum
mönnum. Þeir komu fram við út-
lent vald, ekki sem menn af
sömu þj jð. heldur sem stríðandi
öfl, vegna þess að ættjarðarast
þeirra var ekki nógu sterk. Það
finnum við öll, e t. v. meira eða
minna óljóst, og þess vegna þyk-
ir okkur nú mórgum hveijum.
einna vænzt um Þó;ð kakala fyr-
ir siyrkleika hans í veikieikanum.
Þannig er okkar gamla -aunasaga.
En þannig er sem betur fer ekki
ástatt í dag. En svo bez1: verður
Shættunum afstýrt, að menu geri
sér þær ljósar og bægi þeim frá í
tíma. Og vissulega megum við oft-
ar, en við gerum, leggja fj’rir
okkur í kyrrlátri alvöru spurning
una, sem þjóðskáldið leggur fyr-
ir okkur „Hvað má höndin ein og
ein?“ og „einn er ek!ki nsitt“ eins
og skáldið kemst að orði.
Tilfinningin fyrir heildinni þarf
að vera sterk og vakandi. — Verzl
'unarörðugleikar okkar geta kennt
okkur það. Vissan um það, að
erlendar þjóðir líta girndaraugum
til auðæfanna í hafinu umhverfis
landið, er okkur hvöt til þess að
standa sem einn maður á verði
um þessi auðæfi. Hin þunga lifs-
barátta þjóðarinnar nú í krepp-
unni sannar okkur, að við verð-
um fyrst og fremst að treysta
sjálfum okkur og gæðum lands-
ins. Aðeins sem neild getum við
lifað sem þjóð. — Landið og
gæði þess viljum við eiga sjálfir
og við skulum vera samtaka í því
að nota þau og standa á verði um
þau.
Þessi hugsun virð'st liggja svo
beint við, og vera svo sjálfsögð,
að ekki þurfi að minna á hana.
En það var þó vegna þess, að
við gleymdum henni, að ísland
missti sjálfstæði sitt. Og vegna
þess að margar aðrar þjóðir hafa
munað hana og gjört hana að
sínu lífslögmáli, eru þær nú
sterkar þjóðir með öruggum fram
tíðarmöguleikum.
„Hér er verk að vinna", hér
er takmark, sem ætti að vera
skráð efst á skjöld hvers æsku
lýðsfélags í landinu. — Ung-
mennafélögin völdu sér á sínum
tíma orðtakið: „íslandi allt“. En
það hefur verið of hljótt um ung
mennafélögin undanfarin ár, og
mörgum hefur fundizt þau um oí
bera blæ af mollu hversdagsleik
ans. Og hin fögru einkunaarorð
þeirra hafa nú á síðustu timum
stundum heyrst sem nokkuð hjá-
róma rödd úr annarra munni. En
það hefur heldur ekki farið fram
hjá okkur, að í ungmennafélögun
um virðist vera að koma ný vakn
ing. Er nýrrar vakningar von úr
þeirri átt, eða kemur hreyfingin
frá bindindissambandi skólanna
og öðrum samtökum skólanna?
Þegar talað er um nýja vakn-
ingu þá má samt sem áður ekki
skilja þau orð svo, að við eigum
ekki íslendingar, neina tilfinn-
ingu fyrir heildinni. Vissulega eig
um við hana. En hja þjóð, sem
er smáþjóð, sem á í sífelldri bar-
áttu fyrir tilveru sinni, og sem inn
an fárra ára á að taka ákvörðun
um sjálfstæði sitt. þarf þessi til
finning að vera sérstaklega sterk.
Það er i.alið. að þjóðe'nistilfinn
ingin sé heitust hjá þeim þjóðum,
sem eiga i ófriði og þegæ þegn-
arnir þurfa að færa hino stærstu
fórnir. Við eigum, sem betur fer
ekki í ófriði í þess orðs venjulegu
merkingu, en við stöndúm í stöð-
ugu stríði, stöðugri baráttu, sem
vegna fámennis þjóðar'.nnar og
erfiðleika landsins, getur á viss
an hátt talizt hMðstætt átak við
fórnir þeirra þjóða, sem standa
í ófriði. Stríðið, sem við íslending
ar heyjum, er til að rækta landið,
sækja auðæfin í hið dutiungaful’a
en ríka haf, bæta húsakynni fólks-
ins, sem lifir í landinu, auka sam-
göngurnar, reisa skóla og menn-
ingarstofnanir, og inna af hendi
ótal margt fleira í fram-
faraátt, sem þessi smáþjóð átti
fyrir fláum árum ógjört, og þarf
mikið á sig að leggja til að geta
komið í framkvæmd. Og fyrir
okkur, sem erum smáþjóð, er hin
•viðskiptalega barátta út á við
■Uka erfiðari ei, fyrir ýmsar þær
'þjóðir, sem geta neytt stærðar sinn
•ar, auðs og valds.
Þess vegna verða menn að
gjöra sér það Ijóst, að sú þjóð-
'emistilfinning, sem hér er tal-
*að um, sönn þjóðemistilíinning,
■er ekki játning með vörunum.
'heldur tilfinning, sem er þess al-
•búin að leggja mikið á sig og
•jafnvel færa fórnir. Það er lé
1leg föðurlandsást, sem kemur
'fram í því, að tala í öðr:i crðinu
'um nauðsyn fjárhagslegs sjálf-
‘stæðis en gera jafnharðan kröf
•ur um alls konar fjáriramlög, ó-
•bilgjamar kröfur til þjóðfélagsins
fyrir sjálfan sig, stétt sína eða
'hérað, en kvarta síðan undan
’hverjum þeim álögum, sem ríkið
'verður að krefjast af íbúum lands
'ins. Það er að vísu ekki svo, að
•tilfinningin fyrir heildinni eigi
'eða þurfi að leggja hömlur á heil
•brigt framtak eða einstaklings-
sjónarmið. Bóndinn, sjómaðurinn,
verkamaðurmn, iðnaðarmaðurinn
eða kaupmaðurinn, gætir á eðli-
legari: hátt siríriá stéttahágsmuna.
'Menn geta barizt íyrir pólitískum
'skoðunum sínum, barizt gegn því,
sem þeir áMta ranglátt, óg þrátt
fyrir það haft sterka þjóðernistil-
'iinningu. Þjóðernisti ’ f inningin
ætti einmitt að vera örvun hverj-
Um dugandi borgara að starfa með
áhuga og einbeitni að hverju
'því máli, er hann áMtur rétt og
gott. En til þess gjörir hún ófrá-
víkjanlega kröfu, að þar sem þessi
mál, hver sem þau eru, hvort sem
það eru persónulegir hagsmunir.
pólitískar skoðanir eða annað, eru
'annars vegar en hagsmuair þjóð-
arinnar hins vegar, þá verði hver
'og einn að láta íslendings sjónai-
iniðið ráða.
Einar Benediktsson segir svo
um Bretland í kvæðinu „Tínar-
smiðjur"
„Flokkasundrung, fjandskapsmál
fylkjast, tala einum rómi.
Þegar býður þjóðar sómi
þá á Bretland eina sál“.
Góðir tilheyrendur. Verið þið viss
ir um, að þetta brezka Ufslögmal
gildi einnig fyrir okkar þjóð. En
einmitt þetta lífslögmál er það,
sem mestu hefir orkað um það,
að gjöra „þokueyjuna“ í norður-
höfum að móðurlandi í hinu víð
lenda heimsveldi, þar sem aldre:
sezt sól, og fjórði hluti mannkyns-
ins byggir. Og brezka bjóðui veit
það, og það sýna viðburðir sið-
ustu tíma, að svo voldug. s< m
hún er orðin og miki’> ráðandi í
heiminum. þ? þ*rf hún samt á
þvi að halda, að eiga ..ema sáT' á
hinum mestu reynslustundum.
Hvernig ætti pá smáþjóð að
fá staðizt, ef hún skilur ekki
þetta lífsiögmái ojóðanna? Til
hvers ættum við að vilja vera
sjálfstæð þjóð, ef við erum ekki
viss um, að þióðarsómi íslands
sé okkar eigin hagsmunum ofar?
Hve lengi myndi þá sjáLstæðið
vara?
En hveraig stendur á því, að
við höfum á seinni árum sárafá
ættjarðarljóð eignast, sem nokk-
urs eru virði, samanborið við
hin eldri, og að þjóðin lævir ekki
þessi ljóð?
Við höfum eins og ég áður
nefndi, sem betur fer, aldrei þurft
og þurfum vonaridi aldrei, að berj
ast fyrir sjálfstæði okkar á blóð-
ugum vígvelli. Og e. t. v. er hér af
þeim ástæðum ekki til staðar það
ofurmagn heitra tilfinninga sem
birtist í ættjarðarkvæðum Rune-
bergs, þjóðskálds Finna, ssm al-
menningur hér á landi þekkir í
hinni glæsilegu þýðingu Matthías
ar Jodhumssonar. En sannarlega
skortir þó ekki yrkisefni í ættjarð
arljóð okkar íslendinga. Því að
þetta land á sína sögu um alda-
baráttu undir erlendu kúgunar-
valdi, sem kostaði þúsundir manns
lífið, ekki fyrir vopnum, heldur á
annan hátt og ekki síður átakan-
legan. Hví skyldum við ekki minn
ast þess tíma, þegar fáeinum sjó-
ræningjum tókst að smala lands-
mönnum saman eins og fénaði,
og þegar 12 mönnum tókst að
leggja undir sig svo að segja gjör-
vallt landið? Öll sorgarsaga okkar
þjóðar hrópar til okkar vegna
hinna þungu syndagjalda, er við
hlutum að gjalda fyrir það, að
á alvörustundum átt jm við
ekki næga ættjarðarást, ekki nægi
lega ríka tilfinningu fyrir þjóð-
arheildinni, ekki þá eiaingu, sem
sjálfstæðri þjóð er nauðsyn.
Og hví skyldu ekki einnig skap
ast ný íslenzk ættjarðiriioð um
framtíð íslands, feg'irð h.innar ís-
lenzku náttúru, sem nú er að
ljúkast upp fyrir augum umheims
ins, landið, með hina þúsund mögu
leika.
Upp úr djúpi endurminr.ing-
anna í íslenzkum bókmenntum c*g
sögu, upp úr hinum unga skiln-,
ingi á möguleikum landsins, tign
þess og óviðjafnaniegvi fegu’-ð,
á þjóðernistilfinningin að vaxa,
drengileg og máttug. Ekki í fjand
skap við neina þjóð heldur í vin-
áttu, ekki með hroka, heldur með
látleysi styrkleikans, ekki sem
pólitísk skrumauglýsing, heidur
eins og þögul skylda, <en a'.iir
ganga út frá, að allir ræki í Mfs-
striti einstaklinganna i stórhug
framtaksins, í ágreinmgi okkar,
deilum og flokkadrætti, á hjá
hverjum einum að vera svo sterk- i
ur strengur þjóðernistilfinningar
ofinn inn í hina strengina, að
hann sé ætíð þeirra sterkastr.r, er
á reynir.
Eftir fá ár eigum við íslending-
ar að taka þýðingarmikla og al-
varlega ákvörðun um sjáifstæði
vort og samband við umheiminn.
Til þeirrar ákvörðunar ein$ ag
alira hinna mikilsverðusíu ákvaið
ana fyrr á árum, verðum við að
geta gengið í þeirri trú, að sann
ast megi á okkur orð hins djúp-
vitra skálds, að hvenær sem bjoð-
arsóminn sé undir því korninn. þá
eigi ísland eina sál.
Gleðilegt ár.
Tíminn 6. jan. 1937.
DRAOE
Uti og innihurðir
Framleiðandi: aai,i.-th,efos brug
B.ti. WEISTAD & Co. Skúlagötu 65111.hœð • Sími 19155 • Pósthólf 579
Trúin flytur tjöll. — Við flytjum allt annað.
SENPIBÍLASTÖÐIN HF.
BlLSTJÓRARNÍR AÐSTOOA
•< • •<. T
KAUPFÉLAG HAFNARFJARDAR
starfrækir fimm matvörukjörbúðir í
Hafnarfirði og auk þess:
Raftækjaverzlun ’íjffp,
Vefnaðar> og skóverzlun
Veiðarfæra- og byggingavöruverzlun
Einnig rekur kaupfélagið þrjá kjör-
búðarvagna, sem veita verzlunar-
þjónustu í búðarlausum íbúðarhverfúm
í Hafnarfirði, Garðahreppi og á Álftanesi,
r