Tíminn - 17.03.1967, Page 61

Tíminn - 17.03.1967, Page 61
FÖSTUDAGUR 17. marz 1967. TÍMINN 61 Við hraðpressuna Eddú-prentsmi3ju. Hér stendur Theo- dór Ingólfsson við hraðpressuna, en hann hefur nú prentað Tímann síðan 1950. Prentunin er mikið vandaverk, en Theodór er mjög samviikusamur í starfi, og ber mikla umhyggju fyrlr því, að Tíminn hafi fallega áferð. Þakkar blaðið honum langt og gott starf. Framhald af bls. 59. En Fríða vissi ekkert um fund inn, vegna þess að boðin um hann höfðu lagzt til hliðar á blaðinu af misgáningi. Ritstj.: Við verðum að ná þessu upp á eftir. Bjöm, taktu málið að þér og fáðu mynd af húsinu. (Bjöm Teitsson var hjá okkur þessa viku af því að Guðrún Egil- son hafði fengið frí til að fara til London). Bjöm: Hverjir eru með þetta. Elías: Það er byggingamefnd handritahússins. Ritstj.: Jæja, hvað er á listan- anum . Fríða: Blaðamannafundur í Þjóð leikhúsinu klukkan þrjú. Ritstj.: Björn, þú ferð á hann. Og þú tekur handritahúsið að þér og Búnaðarþing. Kári: Er ekki hægt að taka mynd af æfingu á Marat/Sade í Þjóð- leikhúsinu. Ritstj-: Við vorum að láta taka mynd. Er það ekki rétt Guðjón. Guðjón: Ég var að því áðan. Fríða: Svo er það jarðarförin. Ritstjóri: Fríða, þú sérð um hana, og þar er mynd. Fríða: Og svo athuga ég í dag með vatnsveitu Vestmannaeyja, sem Austur-Landeyingar fá vatn : úr. Það er að byrja núna. Og svo < eru það þessir skattar í Esquire. Ritstj.: Hver fær ritið. • Kári: Það verður bara að kaupa 1 það í bókabúð Ritstj.: Elías, þú sérð um skatt ana. Fríða: Svo þarf ég að athuga um manninn, sem fór í bátsvind una. Ritstj.: Hvenær var það. Fríða: Það var í gær. Kári: Svo er það flugvélin. Ritstj.: Flugvélin áfram — það er Kári. Og þá þarftu að kanna um leið hvað þeir verða lengi þarna og hvernig menn hugsa sér að ná þeim. Og hvort vélin er glötuð. Fríða: Flugfélagsmenn eru á fundi í dag út af þessu. Ritstj.: Eruð þið með með meira. Friða: Það þarf að athuga betur hvernig þetta er í Vestmannaeyj- um. Það er allt saman stopp.Frétta ritarinn vildi að talað væri Við bankann, af því hann vill ekki lána fyrr en þeir eru vissir um að þessi Vestmannaeyjafyrirtæki séu ekki blöqduð í málið. Ritstj.: Jörgensen — Það er þitt mál Kári. Og taka með um lána- stoppið á Vestmannaeyjar. Kári: Þetta er áframhald af því sem var um daginn. Elías: Svo þurfum við að taka olíuna áfram, og sjóinn í farmin- um. Ritstj.: Hver var með olíuna — þú Elías? Elías: Ég get tekið það. Kári: Svo er það Seyðisfjarðar málið áfram. Ritstj.: Er það ekki búið. Kári: Það v,antar heilmikið af peningunum. Ritstj.: Getum við gert nokkuð í því? Kári: Ja, ég veit það ekki. Við verðum að fylgjast með málinu. Fríða: Hvað með þennan sem var til aðstoðar? Kári: Hann er búinn að vera fjórum sinnum í yfirheyrslum núna. Kári: Og svo barði maður konu. Ritstj.: Ef það er rannsóknarmál, þá þarftu að athuga það. Er það fleira sem við getum tekið fyrir? Elías: Eg ætla að athuga með loðnumjölið í dag. Ritstj-: Já, loðnumjöl og loðnu- veiði. Elías: Nú, svo er það vélbátur- inn Kristján. Ritstj.: Já, báturinn sem strand- aði. Kári: Það var ofsaveður í Vest- mannaeyjum í nótt. Elías: Og hvassviðri um allt land skilst mér. Ritstj.: Strandið og athuga með veðrið. Annað hvort ykkar, Elías eða Fríða getið tekið þetta tvennt. Og er það svo eitthvað fleira, sem þið getið gert. Kári: Það er komið andskotans nóg með öllu því sem bætist við í dag. Fríða: Það mætti náttúrulega skrifa um það, að innheimtumenn komu nýlega til skattgreiðanda, sem hafði fengið aukaútsvar og ætluðu að taka lögtak degi áður es kærufresturinn rann út. Ritstj.: Já, það er rammafrétt. Hringferðir m/s Esju sumarið 1967 Frá Reykjavík: má. 5.6., mi. 14.6., fö. 23.6., má. 3.7., mi. 12.7., fö. 21.7., má. 31.7., mi. 9.8., fö. 18.8., má. 28.8., mi. 6.9. Svo sem sjá má eru ferðir þessar á 9—10 daga fresti yfir sumarið, og tekur hver ca. 7 daga. Komið er á ca. 25 hafnir í hverri ferð og venju- lega er boðin þátttaka í kynnisferðum upp á Flgótsdalshérsð og Mý- vatnssveit. — Nefndar hringferðir veita óvenjulega góð tækfæri til kynna af landi og þjóð á skömmum tíma, og er það samróma álit flestra innlendra og erlendra farþega, sem reynt hafa. Skipaútgerð ríkisins Sími 17650. — Reykjavík. pr'í

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.