Alþýðublaðið - 30.05.1985, Page 1

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Page 1
HÖSKULDUR DUNGAL: Frábærar undirtektir VINNINGAR DREGNIR ÚT 3. JÚNÍ OGAFTUR 500 VINNINGAR 10. JÚNÍ. Utlit fyrir fjölmenni á hundraðasta fundi og sumar- fagnaði Alþýðuflokksins í Laugardalshöllinni. „Það er útlit fyrir mjög góð- an og fjölmennan fund á föstu- dagskvöldið í Laugardalshöll- inni, því undirtektir hafa verið frábærar og áhuginn mikill. Undirbúningur er á lokastigi og vil ég nota tækifærið til að þakka þeim tugum jafnaðar- manna sem lagt hafa hönd á þlóginn við að gera fundinn og sumarfagnaðinn að sannköll- uðum tímamótum hjá flokkn- um. Við væntum þess að þetta verði fjölmennasta samkoma sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur staðið fyrir og það er ljóst að það fólk sem kemur verður ekki fyrir vonbrigðum því auk Jóns Baldvins og Jóhönnu A Iþýðutryggingar í hálfa öld Hinn 1. febrúar á næsta ári verða tnerk tímamót í sögu al- þýðutrygginga á íslandi. Þá verða liðin 50 ár frá samþykkt löggjafar um almennar alþýðu- tryggingar, 1936. Sjá bls. 4 Hingað sœkja menn það sem þeir eiga Viðtal við Eggert G. Þorsteins- son, forstjóra Tryggingastofn- unar ríkisins, um almannatrygg- ingakerfið og félagslega sam- hjálp. Sjá bls. 5 munu koma fram úrvals skemmtikraftar og dansinn mun duna fram á rauða nótt“. Þetta hafði Höskuldur Dungal, einn af helstu aðstandendum þrumuhátíðar Alþýðuflokksins í Laugardalshöllinni, að segja er Al- þýðublaðið náði af honum tali. Höskuldur hefur eins og tugir ann- arra alþýðuflokksmanna átt eril- sama daga að undanförnu við und- irbúning hundraðasta fundar og sumarfagnaðar Alþýðuflokksins í Laugardalshöllinni á föstudag, sem hefst kl. 20.30. Á þrumuhátíðinni verður séð til þess að gestum leiðist svo sannar- lega ekki, því auk ávarps Jóns Bald- vins Hannibalssonar, formanns Al- þýðuflokksins og Jóhönnu Sigurð- Víðtœkar þjóð- félagsbreytingar í aðsigi? Hvert stcfnum við? — Guð- mundur Árni Stefánsson, rit- stjóri. Sjá bls. 6 ardóttur, varaformanns flokksins, munu koma fram margir af þekkt- ustu skemmtikröftum landsins, Lúðrasveit verkalýðsins, Ámes- ingakórinn í Reykjavík, Ríó-tríóið, Stór-hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar, Björgvin Halldórsson, Haukur Morthens, Janis Caroi Nielson, Þuríður Sigurðardóttir, Hljómsveit Jakobs Magnússonar og Ragnhildur Gísladóttir og auk þess verða Modelsamtökin með tízkusýningu. Kynnir verður Gunn- ar Eyjólfsson lcikari (sjá nánar aug- lýsingu bls. 11). Aðgöngumiðar að hátíðinni verða seldir við innganginn og er verðlaginu mjög stillt í hóf, því miðinn mun aðeins kosta 200 krón- ur. Kvennasögusafn íslands 10 ára Frásögn af Kvennasögusafni ís- lands og þeirri starfsemi sem þar ásérstað undir stjórn Önnu Sig- urðardóttur, forstöðumanns safnsins. Sjá bls. 9 Betur má ef duga skal Hugleiðing í lok kvennaáratug- arins eftir Jóhönnu Sigurðar- dóttur, alþingismann. Sjá bls. 10 AÐAL VINNINGAR DREGNIR ÚT 17. JUNÍ. BÍLLÁRSINS, OPEL KADETT, HLAUT EINNIG VIÐURKENNINGUNA „GULLNA STÝRIÐ 1985“ UBÍLAR 9 OPEL KADETT GL 2 OPEL KADETT GSI

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.