Alþýðublaðið - 30.05.1985, Page 6

Alþýðublaðið - 30.05.1985, Page 6
6 Fimmtudagur 30. maí 1985 Hvert stefnum við? Eru víðtœkar þjóðfélagsbreytingar í aðsigi? Það eru ýmsar breytingar að verða á íslenskri þjóðfé- lagsgerð. Sumar hafa verið að gerjast hægt og rólega, aðrar hafa orðið til á skömmum tíma. Allt að einu er unnt að fullyrða að í farvatninu sé ýmislegt það er til gjörbreytinga horfi; jafnvel hlutir sem hafa verið með lítt breytt- um hætti um langt skeið í okkar þjóðfélagi. Hér á eftir verður farið hratt yfir sögu; drepið á nokkra þá þætti sem hvað hæst ber í íslenskri pólitík, íslenskum veruleika. Það- er nú einu sinni þannig, þótt margir vilji reyna að trúa hinu gagnstæða, að stjórnmálaþróun ræður flestu sem öllu um fram- tíðarþróun lífs hér á landi. • Sú staðreynd að misskipting tekna og eigna í þjóðfélaginu hefur aukist til mikilla muna hér á landi á síðustu misserum, er öllum ljós. Með óbreyttri stefnu í kjaramálum, mun sú misskipting enn aukast. Ríkisstjórnin, svo lengi sem hún lafir mun enn frekar ýta undir dað- ur sitt við lúxusliðið í þjóðfélaginu, milliliðahópana, þá sem hafa fé sitt og eignir á þurru og bæta enn frek- ar á sína digru sjóði með dyggri hjálp stjórnvalda. Þetta verður svo vitanlega til þess að minna verður til skiptanna fyrir hinn stóra breiða fjölda launafólks. • Miklar breytingar hafa orðið á síðasta misseri á fylgi flokkanna. Og nota bene þær verða ekki vegna þess að nýir flokkar eða samtök eru komin fram á sjónarsviðið, eins og raun hefur verið á áður, þegar ein- hver Iítilsháttar sveifla verður í kosningum frá einum flokki til ann- ars. Nei, sveiflan er frá öllum flokk- um til Alþýðuflokksins, sem hefur fimmfaldað fylgi sitt á fimm mán- uðum. • Kreppan í verkalýðshreyfing- unni heldur áfram. Óeining innan hennar og það sem meira er, svo virðist sem trú manna á samstöð- una og mátt hinna sameiginlegu heildarsamtaka á borð við BSRB og ASÍ sé hverfandi. Ákvörðun kenn- ara um að fara úr BSRB er sterk vís- bending um þá þróun. Deila Verka- mannasambandsins ogAlþýðusam- bandsforystunnar sömuleiðis. • Grasrótin lætur í æ ríkari mæli á sér kræla. Upp hafa risið hópar áhugafólks um tiltekin brýn hags- munamál. Hér er fyrst og síðast átt við þá útrás gremju, biturðar og reiði sem fengið hefur sem betur fer útrás í skipulögðum en laustengd- um samtökum húsnæðishópsins svokallaða, sem gerir ákveðnar, sanngjarnar og eðlilegar kröfur um úrbætur í húsnæðismálunum. Ein- hvern tíma hefði hópur af þessu tagi verið nefndur þrýstihópur og al- menningur ekkert verið allt of hrif- inn af uppátækinu. Hér er hins veg- ar ekki um þrýstihóp að ræða í þess orðs fyllstu merkingu, því hér er enginn smáhópur manna og kvenna á ferðinni, sem í krafti aðstöðu knýr á um tiltekna hluti eða breytingar oftast á mjög þröngu sviði. Nei, húsnæðishópurinn er fjöldahreyf- ing; hefur að baki mjög breiðan hóp öflugra stuðningsmanna og þar fyrir utan flestalla borgara aðra, sem styðja beint og óbeint kröfur hópsins og málatilbúnað. Það er stórt orð Hákot, en ég full- yrði að sanngjarnar kröfur samtaka fólks um raunverulegar og varan- legar úrbætur í húsnæðismálunum, eiga heilshugar stuðning hjá lang- flestum landsmönnum. • Virkar umræður eiga sér stað í hópum félagshyggjufólks í Reykja- vík, að vænlegasti kosturinn fyrir vinstri flokkana svokölluðu, íhaldsandstæðingana vilja sumir nefna þá, sé að bjóða fram sameig- inlega í næstu kosningum. Og það sem er merkilegt við þessa umræðu, þótt í sjálfu sér sé hún ekki ný af nálinni, að þessi tillaga um sam- bræðslu er ekki upprunnin hjá for- ingjum þeirra flokka sem telja að með samstarfi og jafnvel sameigin- Iegu framboði eigi þeir fremur kost á að komast að og ná kosningu, heldur er þessi umræða nú fædd í grasrótinni, hjá fólkinu í þessum flokkum. Það er því ekki hræðslu- pólitík foringjanna sem þarna ræð- ur ríkjum og engar fyrirskipanir of- an frá sem leiða þessa umræðu af stað, heldur einlægur áhugi fólks á því að sameina kraftana í borgar- stjórn Reykjavíkur félagshyggju- sjónarmiðum til framdráttar, þann- ig að andstæðingar frjálshyggjuof- forsins í borgarstjórnarflokki sjálf- stæðismanna geti boðið kjósend- um upp á verðugan og samstæðan valkost í komandi borgarstjórnar- kosningum. • Ef svo'fer fram sem horfir, þá mun Alþingi samþykkja ný út- varpslög. Vafalaust gera fáir sér grein fyrir þeim gífurlegu breyting- um sem nýjar útvarpsstöðvar munu hafa á umræðu manna, líf manna og samfélagið í heild. Menn fengu smjörþefinn af því í verkföllum sið- asta hausts, hvernig mannlífið breytist, ef ekki eru dagblöð og ekk- ert útvarp né sjónvarp. Samþykkt nýrra útvarpslaga, enda þótt þau komi ekki til framkvæmda fyrr en um næstu áramót, mun hafa svipuð áhrif en með öfugum formerkjum og með alls konar ótrúlegustu af- leiðingum, sem enginn fær séð fyrir endann á. En þótt fólk deili vissu- lega um það með hverjum hætti út- varpslög skuli úr garði gerð, þá eru, held ég, allir um það sammála, að tímabært er orðið að opna fyrir fleiri möguleika á þessum sviðum, en svigrúm laga fram að þessu hef- ur gefið. Við megum ekki sitja eftir í fjölmiðlabyltingunni sem á sér stað um allan heim. Við getum ekki setið kyrr, þegar nágrannaþjóðir okkar stika áfram á þessu sviði. Svo einfalt er það, þótt vitanlega sé það allt annað en sjálfgefið með hvaða hætti standa skuli að hinu svokall- aða frelsi í þessum efnum. Þar er að mörgu að huga. Guðmundur Árni Stefánsson ritstjóri skrifar Á sama tíma að ári Hér hef ég aðeins drepið á örfá atriði af mörgum, sem ég held að í næstu framtíð muni hafa veruleg áhrif á líf fólks og þankagang. Setj- um sem svo, að á sama tíma á næsta ári væru 100 útvarpsstöðvar vítt og breitt um landið. Alþýðuflokkurinn væri eftir undangengnar konsingar, sem ekki er ólíklegt, með 30% fylgi — raunverulegur og öflugur sam- nefnari jafnaðarmanna og sam- vinnumanna. Sameiginlegt fram- boð félagshyggjufólks væri stað- reynd fyrir borgarstjórnarkosning- ar, fólk væri í stórauknum mæli far- ið að láta til sín taka í tímabundn- um en öflugum fjöldahreyfingum sem knúðu á um aðkallandi úrbæt- ur; grasrótarsamtök væru regla en ekki undantekning og fólk sem ekki væri vant að taka þátt í að móta þjóðfélagið væri farið að vakna í ríkara mæli. Verkalýðshreyfingin væri að skiptast í mun smærri ein- ingar, jafnvel stefndi í það að vinnustaðurinn væri sú grunnein- ing sem aðalmáli skipti. Þessar breytingar, þessi framtíð- arsýn er auðvitað „útópísk", og alls ekki ætla ég að halda því fram, að allar þessar breytingar, ef verða að veruleika, leiði endilega til góðs. Það er afstætt eftir skoðunum hvers og eins. En breytingar í þessa veru hefðu vitanlega gífurlegar af- leiðingar á allt samfélagið, keðju- verkunin yrði margvísleg og næði til fjölmargra þátta. Sumt breytist — annað ekki Annars er það ekki á neinna færi að spá fyrir um framþróun mála í íslensku þjóðfélagi. Það tekur ekki breytingum eftir neinum tilteknum farvegi, þótt ákveðnar stoðir virð- ast mosavaxnar og lítt breytanlegar. Ég hef t. a. m. aldrei áttað mig á nauðsyn þeirrar venju í íslenskri pólitík, að ríkisstjórnir verði bók- staflega að sitja þangað til þær hreinlega geta ekki meira og ráð- herrarnir sjá enga útgönguleið aðra en vísa málinu til þjóðarinnar. Hvers vegna er ekki löngu fyrr grip- ið í taumana? Hvers vegna er það einnig óþekkt fyrirbæri í íslenskri pólitík, að ráðherra sé látinn fara vegna embættisafglapa, vegna mis- taka? Hér á landi sitja ráðherrar svo lengi sem þeir vilja, eftir að þeir hafa einu sinni komist í stólinn sinn. Og það er óneitanleg stað- reynd, með örfáum undantekning- um þó, s. s. eins og í vinstri stjórn- inni 1978—79, að ríkisstjórnir eða öllu heldur ráðherrar sitja svo lengi sem þess er nokkur kostur. Ég full- yrði það, að persónulegir hagsmun- ir íslenskra ráðherra, vangaveltur þeirra um endurheimt þingsætis og ráðherrastóls ef til nýrra konsinga kemur, ráða miklu meiru um líf- tíma ríkisstjórna og þarmeð tíðni kosninga, heldur en nokkur mál- efni, hversu mikilvæg sem þau kunna að vera. Allt tal um það að ríkisstjórnir sé í hættu út af ein- hverjum tilteknum málum er fyrir- sláttur og áróður einber; það er hin opinbera skýring til að viðkomandi stjórnarflokkar hafi einhverja fót- festu í komandi kosningum. Það er loks þegar ráðherrar eins eða ann- ars flokks hafa gert það upp við sig að það sé þeim til vansa að sitja lengur og annaðhvort séu þeir ör- uggir með sæti sitt á nýjan Ieik eða þeir neyðast til að treysta á liðsinni guðs og lukkunnar í þeim efnum, þá hefst yfirleitt undirbúningurinn að einhverjum málum sem hægt sé að brjóta á, einhverjum mála- myndaágreiningi sem hægt er að hanga í. í vinstri stjórninni 1978 —79 þegar Alþýðuflokkurinn sleit samstarfinu eftir rúmlega árs ríkis- stjórnaraðild, þá var flokkurinn aldrei ánægður með framgang mála í ríkisstjórninni og raunar að- eins tímaspursmál hvenær upp úr syði. Þegar litið er til ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar nú, þá er það deginum ljósara að hún situr núna aðeins vegna þess að ráðherr- arnir sem einstaklingar vilja ekki fara. í ráðherraliðinu eru nefnilega menn sem eru sennilega að slá sínar síðustu (feill)-nótur í pólitísku lífi — eru á útleið — og vilja treina dropann eins lengi og mögulegt er. í annan stað má finna ráðherra sem vita sannast að þeir munu ekki fá ráðherrasæti i nýrri ríkisstjórn, enda þótt svo ólíklega vildi til að sömu flokkar tækju höndum sam- an. í þriðja lagi býst svo enginn við því að sama ríkisstjórnarmunstur verði upp á teningnum að afloknum nýjum kosningum. Ennfremur má nefna að ekki er ósennilegt að póli- tískur vilji sé í landinu fyrir því að hvíla Framsóknarflokkinn af þátt- töku í ríkisstjórn; hann hefur setið nær óslitið um 15 ára skeið í ríkis- stjórn. Og fyrirsjáanleg er mikil uppstokkun á ráðherraliði sjálf- stæðismanna eftir kosningar, ef flokkurinn sest í ríkisstjórn. Það er samdóma álit langflestra og eru þá fjölmargir almennir stjórnarþingmenn ekki undan- skildir, og jafnvel fáeinir ráðherra, að ríkisstjórnin hafi á enda runnið sína málefnalegu braut. Hún sé ekki í stakk búin til að taka á vanda- málum. Steingrímsstjórnin sé rúin trausti almennings og þess utan sé enginn áhugi innan flokkanna sjálfra á stjórninni. Það bíði eigin- lega allir eftir því að hún fari frá. En vegna hefðarinnar furðulegu, að ríkisstjórnir íslenskar sitji svo lengi sem ráðherrarnir, af persónulegum ástæðum, óska eftir að sitja, þá get- ur allt eins farið svo að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar lafi og lufsist áfram fram að næstu reglu- legu kosningum, sem fram eiga að fara 1987. Enginn þorir vitanlega að hugsa þá hugsun til enda, en þessi möguleiki er raunhæfur þrátt fyrir allt, vegna þeirra persónulegra ástæðna þeirra tíu er á ráðherrastól- um sitja, sem ég hef ég farið orðum um. Gjaldþrot íbúðar- kaupenda Þessi þeysireið mín um völundar- hús íslenskra stjórnmála er að sönnu ágripskennd og þeir þættir, sem ég hef drepið á, eru aðeins örfá- ir af fjölmörgum sem mikilvægir eru, ef menn setja sig í stellingar og reyna að horfa fram í tímann. Hér hef ég t. a. m. lítið drepið á nauð- synlega lausn þess vandamáls, sem er hreinlega að liða í sundur þús- undir fjölskyldna í landinu og þar- með þá öruggu velferðarsamfélags- gerð, sem við hrósum okkur af á tyllidögum. Hér á ég auðvitað við hinn geigvænlega vanda íbúðar- Okkur finnst stundum sem lítið gerist, ekkert breytist, hlutirnir standi nánast kyrrir, þótt mikið sé talað og ýmislegt sé áformað. Þetta er rétt. Hins vegar er ýmislegt það í deiglunni, ýmis teikn á lofti um það að raunverulegar breytingar séu í aðsigi, sem geti haft varanlegar og víðtœkar breytingar á þjóðfélagsgerð okkar. Ekki nema það eitt, að í uppsiglingu er öflugt og sterkt afl jafnaðarmanna með stórsókn Alþýðuflokksins, raunverulegt mótvœgi við Sjálfstœðisflokkinn hvað stœrð og mátt varðar, þýðir sjálfkrafa að pólitíska flokkakerfið tekur breytingum og áherslubreytingar verða á fjölmörgum málefna sviðum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.